Ísbrjótur á alþjóðavettvangi? Ísland og Eystrasaltsþjóðirnar þrjár, 1991–2021

Í dag eru 30 ár liðin frá því Ísland tók að nýju upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú, eftir að þau endurheimtu sjálfstæði sitt. Forseti Íslands minnist þessara tímamóta.

Auglýsing

Þennan dag fyrir réttum þrjá­tíu árum var hátíð í Höfða. Merkum tíma­mótum var fagn­að. Meðal gesta í hinu tign­ar­lega húsi í Reykja­vík með sína merku sögu voru sendi­menn erlendra ríkja, hátt­settir emb­ætt­is­menn og íbúar hér á landi sem áttu rætur að rekja til Eystra­salts­land­anna þriggja, Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­ens. Mestu máli skiptu þó heið­urs­gest­irnir þrír, Eist­lend­ing­ur­inn Lenn­art Meri, Lett­inn Jānis Jur­kāns og Lit­há­inn Algir­das Saudar­gas. Þeir voru utan­rík­is­ráð­herrar landa sinna, komnir hingað í boði íslensks starfs­fé­laga síns, Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Til­efnið var ein­stakt, und­ir­ritun samn­inga um stjórn­mála­sam­band Íslands við Eystra­salts­ríkin þrjú.

Viku fyrr höfðu and­stæð­ingar Mik­haíls Gor­bat­sjovs, leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, reynt að steypa honum af stóli. Þeir sáu fyrir sér að brjóta á bak aftur sjálf­stæð­is­hreyf­ingar í Eystra­salts­lönd­unum og víð­ar. Til­raunin var fálm­kennd og rann út í sand­inn innan fárra sól­ar­hringa. Sjálf­stæð­is­sinnum við Eystra­salt fannst að þá væri að hrökkva eða stökkva. Undir það tók utan­rík­is­ráð­herra Íslands og Davíð Odds­son for­sæt­is­ráð­herra var sama sinnis þótt enn væri ringul­reið í Moskvu og óvíst um afstöðu Banda­ríkj­anna og ann­arra á Vest­ur­lönd­um. Boði íslensku rík­is­stjórn­ar­innar um stjórn­mála­sam­band var heldur betur fagnað við Eystra­salt.

Í Höfða féllu gleði­tár þegar samn­ingar voru und­ir­rit­að­ir. „Ís­land er ísbrjót­ur­inn á alþjóða­vett­vang­i,“ sagði hinn lett­neski Jur­kāns og undir það hefðu Meri og Saudar­gas hik­laust tek­ið. „Þið þorðuð þegar aðrir þögð­u,“ sagði Vytautas Lands­berg­is, leið­togi sjálf­stæð­is­hreyf­ing­ar­innar í Lit­há­en, síð­ar. Héðan héldu utan­rík­is­ráð­herr­arnir þrír svo til Kaup­manna­hafnar og Oslóar í sömu erinda­gjörðum og höfðu leitt þá hing­að. Ekki varð aftur snú­ið. Eist­land, Lett­land og Lit­háen komu á ný í fjöl­skyldu sjálf­stæðra ríkja.

Frægð­ar­för utan­rík­is­ráð­herra

Frum­kvæðið í ágúst 1991 þykir lofs­vert en ekki síður för Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar til Eystra­salts­land­anna þriggja í jan­úar það ár. Þá leit allt eins út fyrir að úti væri um sjálf­stæð­is­vonir þar ytra. Í hverju landi um sig var um hund­rað þús­und manna sov­éskt her­lið og einnig höfðu sér­sveitir frá Moskvu verið sendar þang­að. Sov­ét­hollir Rússar í lönd­unum stefndu leynt og ljóst að því að sölsa undir sig völdin og berja niður þá sjálf­stæð­is- og frels­is­öldu sem hafði risið þar eftir að umbótasinn­inn Mik­haíl Gor­bat­sjov komst til valda eystra árið 1985. Hæst bar hana hinn 23. ágúst 1989. Um tvær millj­ónir íbúa við Eystra­salt tóku þá höndum saman í bók­staf­legri merk­ingu, frá norð­ur­strönd Eist­lands um Lett­land að suð­ur­mærum Lit­há­ens. Þannig var þess minnst að hálf öld var liðin frá und­ir­ritun griða­sátt­mál­ans alræmda milli Þýska­lands Hitlers og Sov­ét­ríkja Stalíns – í leyni­við­auka hans var kveðið á um skipt­ingu Eystra­salts­land­anna milli þess­ara ein­ræð­is­ríkja.

Auglýsing
Síðar þetta ár hrundi Berlín­ar­múr­inn og járn­tjaldið allt og næstu miss­eri færð­ust sjálf­stæð­is­sinnar við Eystra­salt í auk­ana. Í höf­uð­borg­unum Tall­inn, Ríga og Viln­íus voru gefnar út yfir­lýs­ingar um aukið full­veldi og greini­lega stefnt að fullu sjálf­stæði. Fremst gengu Lit­há­ar. Þeir lýstu yfir fullu sjálf­stæði í mars 1990 og á Íslandi var fylgst með öllum þessum hrær­ing­um. Var­kárni ríkti í fyrstu en fljótt færði utan­rík­is­ráð­herr­ann Jón Bald­vin Hanni­bals­son sig upp á skaft­ið. Á alþjóða­vett­vangi hvatti hann til þess að vest­rænir vald­hafar styddu Eystra­salts­þjóð­irnar þrjár og upp­skar þar lof og prís. Aftur á móti voru und­ir­tektir dræm­ari í Was­hington og London, Bonn, París og víð­ar. Sam­ein­ing þýsku ríkj­anna þyrfti að ganga snurðu­laust fyrir sig og styðja þyrfti Gor­bat­sjov til góðra verka. Helst var það utan­rík­is­ráð­herra Dana, Uffe Ellem­ann-J­en­sen, sem var sama sinnis og utan­rík­is­ráð­herra Íslands.

Lengi vel virt­ist Gor­bat­sjov Sov­ét­leið­togi trausts­ins verður en kannski færi allt í sama far og gerst hafði áður austan járn­tjalds. Árið 1953 höfðu lýð­ræð­is­öfl í Aust­ur-Þýska­landi verið barin nið­ur, sama gerð­ist í Ung­verj­andi 1956, Tékkóslóvakíu 1968 og Pól­landi 1981 svo að helstu óhæfu­verkin séu nefnd.

Í jan­úar 1991 leit jafn­vel út fyrir að sagan end­ur­tæki sig, í þetta sinn í Lit­háen. Laug­ar­dag­inn 12. jan­úar það ár stóðu þús­undir Lit­háa vörð við mik­il­vægar bygg­ingar í höf­uð­borg­inni Viln­í­us, einkum þing­húsið og sjón­varps­turn­inn þar sem dag­skrá lit­háíska sjón­varps­ins var send út. Eftir mið­nætti réð­ust her­menn og sér­sveit­ar­liðar til atlögu gegn hinum óbreyttu borg­ur­um. Sumir heima­manna lögð­ust fyrir framan skrið­dreka sem mjök­uð­ust samt áfram. Útsend­ing sjón­varps rofn­aði og þegar morgn­aði varð ljóst að fjöldi manns hafði fall­ið. Alls lét­ust 14 Lit­háar í árásinni, auk sov­ésks liðs­for­ingja sem varð fyrir kúlu eigin manna.

Skömmu eftir þessa atlögu kom Vytautas Lands­bergis þeim boðum til Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar að nú yrði hann að láta efndir fylgja orð­um, halda utan og sýna þannig stuðn­ing í verki. Jón tók áskor­un­inni, hélt til Lit­há­ens og einnig Eist­lands og Lett­lands, eini ráð­herr­ann frá Vest­ur­löndum þótt nor­rænir aðstoð­ar­ráð­herrar hafi einnig komið á vett­vang. Jón var einmitt í Ríga 20. jan­úar þegar sov­éskir sér­sveit­ar­liðar felldu þar fjóra heima­menn og bætt­ist þá enn við þann hóp sem lét lífið í þágu frelsis og lýð­ræðis við Eystra­salt.

For­setar og fræði­menn

Þetta eru þeir tveir atburðir sem Eist­lend­ing­ar, Lettar og Lit­háar mátu svo mik­ils og meta enn, Eystra­salts­förin í jan­úar 1991 og samn­ingar um stjórn­mála­sam­band 26. ágúst 1991. Úti er Íslend­ingum því einatt tekið með kostum og kynj­um; það fann ég fyrst þegar ég hélt á þessar slóðir sum­arið 1994 og æ síð­an.

Tíma­mót­anna miklu árið 1991 hefur reglu­lega verið minnst með pompi og prakt. Árið 2011 sótti for­veri minn á for­seta­stóli hátíða­höld í Tall­inn í til­efni þess að 20 ár voru frá kafla­skil­unum 1991. Ólafur Ragnar Gríms­son var þar aufúsu­gestur eins og gefur að skilja. Á sama tíma var ég líka í Eist­landi. Ekki sótti ég þó hátíða­höldin í Tall­inn og á enga mynd af mér ytra. Ég var í háskóla­borg­inni Tartu, sat þar fræða­ráð­stefnu um sögu og sam­tíð Eystra­salts­land­anna eftir að hafa herjað út smá­styrk til þess frá Öss­uri Skarp­héð­ins­syni utan­rík­is­ráð­herra ef ég man rétt. Þarna flutti ég erindi um stuðn­ing Íslands við sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­land­anna og byggði það á meist­ara­rit­gerð minni um það efni við Háskóla Íslands frá árinu 1997.

Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Ísland, var viðstaddur hátíðahöld í Tallinn árið 2011 í tilefni þess að 20 ár voru frá kaflaskilunum 1991.

Á grunni erind­is­ins vann ég fræði­grein, „Icelandic supp­ort for Baltic independence: myth, memory and detach­ment.“ Sum­arið 2016 birt­ist hún í eist­nesku fræði­riti. Þá var ég orð­inn for­seti og um haustið tók ég á móti utan­rík­is­ráð­herrum Eystra­salts­ríkj­anna þriggja á Bessa­stöð­um. Hér þökk­uðu þeir inni­lega fyrir atbeina Íslands í sjálf­stæð­is­bar­áttu þeirra ald­ar­fjórð­ungi fyrr. Í tengslum við heim­sókn þeirra flutti ég erindi um þessa merka sögu.

Og nú eru liðin önnur fimm ár. Enn er til­efni til að minn­ast umbrot­anna miklu árið 1991 og áhrifa íslenskra stjórn­valda á rás við­burða. Því er þó ekki að leyna að eitt er að gera það á ráð­stefnu fyrir sagn­fræð­inga, stjórn­mála­fræð­inga og annað fræða­fólk og birta svo rit­gerð í lítt lesnu fræði­riti (með fullri virð­ingu fyrir The Eston­ian Histor­ical Journa­l). Það má telj­ast allt annar hand­leggur að horfa á þessa löngu liðnu við­burði af sjón­ar­hóli for­seta Íslands (og er ég þó ekki far­inn að tala um sjálfan mig í þriðju per­són­u).

Um leið hljótum við þó að mega vona að ekki þurfi að vera hyl­djúp gjá milli þess sem sagt er á hátíð­ar­fundum og í skála­ræðum og hins sem haldið er fram á fræði­legum vett­vangi.

Flókn­ari mynd

Við getum vel hampað atbeina Íslands í þágu Eystra­salts­þjóð­anna þótt við leyfum okkur líka að benda á fleira en fyrr­nefnda lyk­il­við­burði, utan­för utan­rík­is­ráð­herr­ans og samn­ing­ana um stjórn­mála­sam­band. Við getum fyllt betur upp í þá mynd, rakið aðdrag­and­ann, sett atvik og atburði í sam­hengi, sagt frá því sem gerð­ist til ein­hvers ann­ars en að upp­skera hrós og klapp, eins nota­legt og það getur nú samt ver­ið.

Byrjum á sög­unni. Engum vafa er und­ir­orpið að upp til hópa höfðu Íslend­ingar samúð með Eist­lend­ing­um, Lettum og Lit­háum þegar þeir þurftu að þola sov­éskt ok. Mörg dæmi má nefna því til stað­fest­ing­ar, skrif í blöðum og útgáfu bóka um þá þján, meðal ann­ars þýð­ingu Dav­íðs Odds­sonar þegar hann var í laga­námi á riti um Eist­land sov­ét­tím­ans. Á hinn bóg­inn er eins auð­velt að benda á mik­il­vægi við­skipta í íslenskri utan­rík­is­stefnu og nauð­syn þess að smá­ríki í hörðum heimi gæti eigin hags­muna. Þótt íslensk stjórn­völd hafi aldrei við­ur­kennt form­lega inn­limun Eystra­salts­land­anna í Sov­ét­ríkin gerðu þau það í verki, jafn­vel skýrar en ráða­menn margra ann­arra ríkja á Vest­ur­lönd­um. Í kalda stríð­inu voru sov­ét­við­skipti snar þáttur í efna­hags­stefnu íslenskra stjórn­valda og engum datt í hug að and­æfa því að siglt væri á hinar „sov­ésku“ hafnir við Eystra­salt. Þing­menn úr öllum flokkum héldu í við­hafn­ar­heim­sóknir til „sov­étlýð­veld­anna“ þriggja og í það minnsta einn íslenskur sendi­herra í Moskvu rauf þá sátt innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins að slíkir emb­ætt­is­menn við­ur­kenndu ekki sov­ésk yfir­ráð með því að fara til Eystra­salts­land­anna.

Realpolitik ræð­ur 

Við lifðum og lifum í hörðum heimi. Realpolitik ræður miklu, sú sýn að hvers kyns vald skipti sköpum í alþjóða­sam­skiptum og hvert ríki sé sjálfu sér næst. Vissu­lega er freist­andi að saka leið­toga á Vest­ur­löndum um það að hafa ekki viljað styðja kúgað fólk í frels­is­leit. Vís­ast er það svo að í drauma­ver­öld hefðu leið­togar Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­velda orðið við óskum íbúa Eystra­salts­land­anna í einu og öllu þegar þeir hófu bar­áttu sína fyrir sjálf­stæði undir lok níunda ára­tugar síð­ustu ald­ar. En hvað hefði þá getað ger­st? Nú er það því miður svo að for­tíðin er ekki eins og stærð­fræði­jafna eða efna­fræði­for­múla þar sem við getum breytt einum þætti og vitað fyrir víst hvernig loka­nið­ur­staðan verður fyrir vik­ið. Á hinn bóg­inn virð­ist ljóst að hefði Mik­haíl Gor­bat­sjov til dæmis fall­ist á sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Lit­há­ens í mars 1990 hefði and­stæð­ingum hans í Moskvu heldur betur vaxið ásmeg­in. Hefði honum verið steypt af stóli um það leyti hefðu eft­ir­menn­irnir reynst aðrir og verri en klauf­arnir sem reyndu að ræna völdum ári síðar og flýttu þannig fyrir hruni Sov­ét­ríkj­anna. Hér má einmitt minna á að vorið 1990 vildu íslensk stjórn­völd ekki verða við óskum Lit­háa um fulla og óskor­aða við­ur­kenn­ingu á sjálf­stæði þeirra. Það þótti ekki tíma­bært.

Um þær mundir var rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­sonar við völd, sam­stjórn Fram­sókn­ar­flokks, Alþýðu­banda­lags, Alþýðu­flokks, Borg­ara­flokks og Sam­taka um jafn­rétti og félags­hyggju. Sjálf­stæð­is­menn voru í stjórn­ar­and­stöðu og gagn­rýndu stjórn­ina harð­lega fyrir lin­kind og ves­al­dóm. Sú sögu­skoðun hefur áfram heyrst úr þeim ranni og þannig verður sagan flókn­ari þegar vel er að gáð.

Eftir Eystra­salts­för Jóns Bald­vins í jan­úar 1991 væntu for­ystu­menn Lit­háa þess sömu­leiðis að íslensk stjórn­völd myndu nær sam­stundis stofna til stjórn­mála­sam­bands og hafði þeim svo sann­ar­lega verið gefið undir fót­inn með það. Þeir fundu hús­næði fyrir sendi­ráð, biðu eftir sendi­herra en mán­uðum saman gerð­ist ekk­ert. Í Viln­íus fékk leið­tog­inn Vytautas Lands­bergis vart leynt von­brigðum sínum og spurði var­færn­is­lega hvort ekk­ert hefði verið að marka lof­orðin í Lit­háen.

Auglýsing
Utanríkisráðherra Íslands hafði svör á reiðum hönd­um, sagði von­laust að stíga skrefið til fulls fyrr en Lit­háar réðu í raun eigin landi og gætu tekið á móti full­trúa erlends rík­is. Í annan stað yrði frum­kvæði Íslend­inga í þessum efnum að engu gagni nema ráða­menn ann­ars staðar fylgdu for­dæmi þeirra og ekk­ert benti til þess. Loks bundu utan­rík­is­ráð­herra og aðrir í rík­is­stjórn Íslands vonir við að hægt yrði að koma á ein­hvers konar sátta­ráð­stefnu full­trúa Eystra­salts­land­anna og Sov­ét­valds­ins. Hún skyldi haldin í Reykja­vík, Höfði kæm­ist aftur í kast­ljós alþjóða­fjöl­miðla. Um þetta var hins vegar ekki ein­ing ytra. For­ystu­menn Eist­lend­inga virt­ust hrifnir af hug­mynd­inni, jafn­vel félagar þeirra í Lett­landi en Lit­há­arnir vildu ekk­ert með hana hafa. Lands­bergis gekk svo langt að skrifa Stein­grími Her­manns­syni for­sæt­is­ráð­herra (til apr­íll­oka 1991) og kvarta undan því að Íslend­ingar virt­ust ekki ætla að standa við stóru orðin um fullan stuðn­ing við Lit­háa á rauna­stundu. Hug­myndin um miðl­un­ar­hlut­verk Íslend­inga og sátta­fund í Höfða rann út í sand­inn og Jón Bald­vin Hanni­bals­son var undr­andi og sár. „Ég verð að segja að ég botna bara ekk­ert í þessum vinum okkar leng­ur,” sagði hann um þær mund­ir.

Sov­ét­við­skipti

Var hér kannski að ýmsu öðru að huga? Skipti máli að sov­éskum vald­höfum mis­lík­aði mjög Eystra­salts­stefna íslenskra stjórn­valda? Þeir létu í veðri vaka að héldi þessi ósvinna áfram væri aust­ur­við­skiptum Íslend­inga stefnt í voða. Var stuðn­ingur við sjálf­stæð­is­bar­áttu fjar­lægra þjóða þess virði? Útflytj­end­ur, sem áttu beinna hags­muna að gæta, efuð­ust um það. Stein­grímur Her­manns­son for­sæt­is­ráð­herra var á báðum átt­um. Ekk­ert bendir þó til þess að þrýst­ingur Sov­ét­manna hafi bein­línis ráðið því að ekki var stofnað til stjórn­mála­sam­bands fyrr en raun bar vitni. Rík­is­stjórn Íslands virt­ist reiðu­búin að taka á sig skell­inn í nafni hug­sjón­anna. Við­skipti skyldu ekki vega þyngra en stuðn­ingur við kúg­aðar þjóð­ir.

Því verður samt að bæta við að Kreml­verjar beittu við­skipta­vopn­inu aldrei. Í upp­lausn­ar­á­stand­inu, sem ríkti í Moskvu þegar hér var komið sögu, vissi ein stjórn­ar­deildin kannski ekki hvað sú næsta var að gera, og kannski fannst vald­höfum eystra að afstaða Íslend­inga breytti bara ekki nokkrum sköp­uðum hlut. Í jan­úar 1991, um leið og Jón Bald­vin Hanni­bals­son var í sinni frægð­ar­för og for­dæmdi ódæð­is­verk sov­ét­valds­ins, skrif­uðu sov­éskir og íslenskir emb­ætt­is­menn undir sam­komu­lag um frek­ari við­skipti austur í Moskvu, glaðir og reif­ir. Við­skipta­hags­munir Íslands voru tryggð­ir. Á sama tíma beittu Evr­ópu­banda­lag­ið, Kanada og fleiri efna­hags­þving­unum vegna atburð­anna við Eystra­salt.

Orsaka­sam­hengi

Hrun Sov­ét­ríkj­anna var svo auð­vitað það sem öllu skipti í þess­ari sögu. Stóru umskiptin urðu í ágúst 1991 þegar valda­ræn­ingj­arnir í Moskvu flækt­ust fyrir sjálfum sér og leiddu óvart Boris Jeltsín til valda. Hann hafði áður lofað að við­ur­kenna sjálf­stæði Eystra­salts­land­anna og stóð við þau stóru orð. Á fundi í höf­uð­stöðvum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í Brus­sel hvatti Jón Bald­vin Hanni­bals­son kollega sína því enn til dáða, sagði að nú væri lag, nú væri ein­boðið að styðja vini í raun.

Fram­haldið þekkjum við. Leiðin lá til Höfða og síðan fylgdu önnur ríki for­dæmi litla Íslands. Smá­þjóðin hafði sýnt hvað í henni bjó, hverju hægt væri að breyta ef hug­sjónir fengju að ráða og hinni hörðu raun­sæispóli­tík vikið til hlið­ar. Eða hvað?

Forseti tekur þátt í hátíðarhöldum Letta í tilefni af hundrað ára afmæli lýðveldis þeirra, 18. nóvember 2018. Dagskráin hófst með því forseti lagði blómvönd að friðarminnismerkinu í Riga ásamt forsetum Lettlands, Eistlands og Finnlands.

Aftur þarf að staldra við. Þótt eitt fylgi öðru í tíma­röð er ekki þar með sagt að eitt leiði af öðru. Atburð­irnir og ákvarð­an­irnar sem skiptu sköpum áttu sér stað í Moskvu frekar en Reykja­vík. Í Was­hington og víðar biðu menn ekki eftir því hvað Íslend­ingar segðu eða gerðu. En skipti atbeini íslenskra stjórn­valda þá engu máli? Það væri ofsagt. Hinn móralski stuðn­ingur var mik­ils met­inn. Fólkið við Eystra­salt fann að á Vest­ur­löndum voru þeir vald­hafar til sem skildu og studdu vonir þess. Meira að segja er freist­andi að velta því fyrir sér hvort Jón Bald­vin og Davíð Odds­son hafi á sinn hátt velt þungu hlassi þegar þeir ákváðu í ágúst 1991, um leið og sýnt var að valda­ránstil­raunin í Moskvu færi út um þúf­ur, að stofna til stjórn­mála­sam­bands við Eystra­salts­rík­in. Hinn metn­að­ar­gjarni Uffe Ellem­ann-J­en­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dana, sá óðara að þeir yrðu að vera eins snöggir til. Stjórnin í Kaupmanna­höfn steig því sama skref, hugs­an­lega fyrr en ann­ars hefði orðið raun­in, og þrýsti um leið á önnur ríki Evr­ópu­banda­lags­ins að fylgja í kjöl­far­ið. Þetta er þó nær ómögu­legt að stað­festa með óyggj­andi hætti, nema kannski í við­hafn­ar­ræðum þar sem önnur lög­mál gilda en í fræði­legum rann­sóknum

Alla þessa sögu þarf að segja. Sjón­ar­hornin verða ólík að ein­hverju leyti eftir því hver hefur orð­ið. Full­trúi smá­þjóðar sér atburð­ina öðrum augum en vald­hafi stór­veld­is. Sagn­fræð­ing­arnir taka annan pól í hæð­ina en sögu­hetj­urn­ar. Fræða­fólki á að vera kennt að kynna sér liðna tíð frá öllum mögu­legum hlið­um, þefa uppi sem flestar heim­ild­ir, leggja mat á þær, reyna framar öllu að segja satt frá en leiða hug­ann ekki að því hverjum frá­sögnin geti þjónað í póli­tískum eða per­sónu­legum til­gangi. Auk þess vilja fræði­menn­irnir ekki bara draga stóru drætt­ina. Þeir vilja líka laða fram fínni blæ­brigði, það sem hefði mátt betur fara, það sem er ósagt í frá­sögnum síð­ari tíma. Þetta er auð­vitað ekki ein­skorðað við Ísland. Í Eist­landi, Lett­landi og Lit­háen hafa ýmsir fræði­menn horft gagn­rýnum augum á tíma sjálf­stæð­is­bar­átt­unnar fyrir 30 árum. Þeir rifja upp að í öllum lönd­unum greindi menn á um réttar leiðir að loka­tak­mark­inu. Þeir benda á að Eist­lend­ingar og Lettar voru mun var­kár­ari en Lit­háar og töldu þá vilja of mikið of fljótt. Þeir sýna því skiln­ing að leið­togar á Vest­ur­löndum höfðu að ýmsu að huga. Og þótt þeir virði og meti afstöðu íslenskra stjórn­valda á sínum tíma mik­ils taka þeir ekki endi­lega undir að hún hafi skipt sköp­um, að Ísland hafi verið ísbrjótur á alþjóða­vett­vangi.

Íslands­gata og Íslands­torg 

Auð­vitað er það klisja en gjarnan er sagt að sig­ur­veg­ar­arnir skrifi sög­una. Vorum við Íslend­ingar ekki örugg­lega fyrstir til að við­ur­kenna að fullu sjálf­stæði Eist­lands, Lett­lands og Lit­há­ens með því að taka upp stjórn­mála­sam­band við þessi þrjú ríki?

Svarið gæti farið eftir því hvar þess er leit­að. Fletti fólk til dæmis upp í „Dan­marks­hi­stor­i­en“ á net­inu segir þar fullum fetum að Danir hafi fyrstir allra við­ur­kennt sjálf­stæði Eystra­salts­land­anna. „Við vorum fyrstir þótt Uffe við­ur­kenni það aldrei“, hefur Jón Bald­vin Hanni­bals­son aftur á móti sagt og er hafður í miklum metum meðal þeirra sem fóru fyrir sjálf­stæð­is­hreyf­ing­unum við Eystra­salt. Gildi það líka um Uffe Ellem­ann-J­en­sen hafa fregnir af því ekki borist til Íslands. En kannski vita Danir líka lítið um dálætið á Jóni þar ytra. 

Áþreif­an­legri tákn um hlý­hug Eist­lend­inga, Letta og Lit­háa í garð okkar Íslend­inga eru auð­fund­in. Í Viln­íus er Íslands­gata og Íslands­torg eru í Ríga og Tall­inn. Aðrar þjóðir hafa ekki notið við­líka heið­urs. Og þegar Banda­ríkja­stjórn við­ur­kenndi fullt sjálf­stæði Eystra­salts­land­anna í byrjun sept­em­ber 1991, vonum seinna, lét George Bush Banda­ríkja­for­seti hafa eftir sér að þegar sagan yrði sögð myndi eng­inn muna eftir því „að við vorum tveimur sól­ar­hringum á eftir Íslandi eða hvaða land það nú var.“

Bush fór rangt með tím­ann sem leið og lík­lega myndu fáir við Eystra­salt eða á Íslandi taka undir mat hans. Svo segir það líka sitt að það var þó litla Ísland sem hann mundi eft­ir, ekki Dan­mörk, svo að annað land sé nefnt.

Á þrjá­tíu ára afmæli stjórn­mála­sam­bands Íslands og Eystra­salts­ríkj­anna þriggja færi ég íbúum þar inni­legar heilla­óskir, með von um far­sæla fram­tíð þar sem hugað er að heill og vellíðan allra borg­ara. Um leið vona ég að sam­skipti Íslend­inga og Eist­lend­inga, Letta og Lit­háa megi áfram efl­ast og dafna.

Höf­undur er for­seti Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar