Íslendingar á vígvelli fyrri heimsstyrjaldar

Jakob Þór Kristjánsson
Royal_Irish_Rifles_ration_party_Somme_July_1916.jpg
Auglýsing

Nú í lok apríl 2015 er þess minnst í Kanada og á meðal Vest­ur­-Ís­lend­inga að hund­rað ár eru liðin frá því að önnur orr­ustan við Ypres var háð í fyrri heims­styrj­öld. Orr­ustan er merki­leg fyrir þær sakir að í henni var í fyrsta skipti beitt gasi á vest­ur­víg­stöðv­un­um. Fyrir okkur Íslend­inga er hún merki­leg því 3. maí verða liðin hund­rað ár frá því að fyrsti Íslend­ing­ur­inn, Ástýr Guð­jóns­son, dó á víg­velli fyrri heims­styrj­ald­ar.

Yfir eitt þús­und og tvö hund­ruð Vest­ur­-Ís­lend­ingar gegndu her­þjón­ustu á árum fyrri heims­styrj­ald­ar. Næstum eitt þús­und í kanadíska hernum og rúm­lega tvö hund­ruð í þeim banda­ríska. Tæp­lega fjögur hund­ruð Íslend­ing­anna voru fædd á Íslandi, fimm­tíu fleiri í Kanada og í kringum þrjú hund­ruð fædd­ust í Banda­ríkj­un­um. En margir Íslend­ingar sem skráðu sig til her­þjón­ustu í stríð­inu vildu sýna þakk­læti sitt til fóst­ur­lands­ins Kanada þó að margir litu fyrst og fremst á sig sem Íslend­inga.

Haldið í stríð



Skiptar skoð­anir voru á meðal Íslend­inga í Kanada um hvort Íslend­ingar ættu að bjóða sig fram til her­þjón­ustu eftir að Kanada ákvað að senda her­menn til Evr­ópu haustið 1914. Að því er best verður séð voru stuðn­ings­menn stríðs­ins fleiri en þeir sem voru á móti. Ástýr Guð­jóns­son var í hópi fyrstu Íslend­ing­anna sem gengu í her­inn. Hann var form­lega skráður til her­þjón­ustu 11. sept­em­ber 1914. Ástýr var fæddur 21. júní 1895 á bænum Forna­stekk við Seyð­is­fjörð á Íslandi og flutti vestur um haf með fjöl­skyldu sinni 1904. Tíu árum seinna í októ­ber sigldi Ástýr aftur yfir Atl­ants­haf með kanadíska hernum áleiðis til Frakk­lands. Sjö mán­uðum síð­ar, 2. maí 1915, lést Ástýr í her­sjúkra­húsi af sárum sínum sem hann hlaut í annarri orr­ust­unni við Ypres í Belgíu 24. apríl 1915.

Til Frakk­lands



Í byrjun októ­ber 1914 lögðu 32 flutn­inga­skip úr höfn frá aust­ur­strönd Kana­da, um borð voru her­menn fyrstu kanadísku her­deild­ar­inn­ar, þar á meðal voru lík­lega 20 íslenskir her­menn. Til Eng­lands voru skipin komin 14. októ­ber og lagði flot­inn í höfn við Plymouth. Vest­ur­-Ís­lend­ing­arnir Jóhann V. Aust­mann og Þór­hallur Blön­dal lýstu því hvernig íbúar Plymouth tóku kanadísku her­mönn­unum fagn­andi og færðu þeim epli og sígar­ettur og ungar stúlkur kysstu þá þegar þeir gengu fylktu liði frá höfn­inni að lest­ar­stöð­inni og um borð í lestir áleiðis á æfinga­svæði breska hers­ins við Salisbury.

­Dag­ur­inn var hlýr og sól­rík­ur, hlé var á stór­skota­hríð Þjóð­verja sem staðið hafði linnu­laust í eina viku. En hlé Þjóð­verja var aðeins lognið á undan storminum.

Auglýsing

Alvöru her­þjálfun hófst í nóv­em­ber og stóð í þrettán vik­ur. Hinn 4. febr­úar 1915 stigu kanadísku her­menn­irnir um borð í flutn­inga­skip sem fluttu þá til Frakk­lands. Ástýr Guð­jóns­son var í þeim hópi, þó ekki eini Vest­ur­-Ís­lend­ing­ur­inn, þar voru líka Jóhann V. Aust­mann, ætt­aður frá Beru­fjarð­ar­stönd í Suð­ur­-­Múla­sýslu, Sig­urður Ársæll Hreins­son úr Gull­bringu­sýslu, Pétur Ívars­son, fæddur í Winnipeg, og góð­vinur Pét­urs, Jóel Björns­son, fæddur að Bakka í Fljótum í Skaga­firði, Sig­ur­steinn Hólm Sig­urðs­son, fæddur í Gimli í Kana­da, og Þór­hallur Blön­dal, ætt­aður úr Húna­vatns­sýslu. Leiðin lá til Belgíu þar sem Bret­ar, Belgar og Frakkar höfðu barist við Þjóð­verja síðan í októ­ber 1914.

Íslend­ingar og fyrsta gasárás heims­styrj­ald­ar­innar



Þann 5. apríl 1915 ganga Vest­ur­-Ís­lend­ingar fylktu liði í hópi kanadískra her­manna í átt að belgíska bænum Ypres. Þar komu Kanada­menn sér fyrir á víg­lín­unni 17. apríl og tóku sér stöðu skammt frá  þorp­inu St. Julien. Kanadíska her­deildin var rétt búin að koma sér fyrir þegar Þjóð­verjar létu til skarar skríða 22. apríl og beittu í fyrsta sinn gasi á vest­ur­víg­stöðv­un­um. Dag­ur­inn var hlýr og sól­rík­ur, hlé var á stór­skota­hríð Þjóð­verja sem staðið hafði linnu­laust í eina viku. En hlé Þjóð­verja var aðeins lognið á undan storm­in­um. Klukkan þrjú um eft­ir­mið­dag­inn hleyptu þeir af fall­byssum sínum í gríð og erg. Skot­hríðin beind­ist gegn allri víg­lín­unni í kringum Ypres og íbúar bæj­ar­ins yfir­gáfu hann sem mest þeir máttu á meðan kanadísku her­menn­irnir leit­uðu að skjóli hvar sem þeir gátu.

­Fæstir komust langt og hund­ruð af líf­lausum og hreyf­ing­ar­lausum lík­ömum lágu á víð og dreif um völl­inn. Á hverri stundu var búist við gagnárás Þjóð­verja sem voru ekki langt undan.

Í ringul­reið­inni sem hafði skap­ast hófu Þjóð­verjar fyrstu gasárás stríðs­ins. Grængult gas­ský, 6 kíló­metrar að breidd, barst með vindi yfir víg­línu franskrar her­deildar sem skipuð var her­mönnum frá Alsír. Þeir köfn­uðu eða flúðu, augu þeirra og háls brunnu af klór. Kanada­menn gripu til gagn­sókna þegar víg­lína Alsír­manna hrundi og réð­ust gegn Þjóð­verjum í nokkur skipti og urðu fyrir miklu mann­falli en stöðv­uðu fram­sókn Þjóð­verja. Þegar kvöld­aði héldu kanadísku her­sveit­irnar rétt svo víg­lín­unni. Eftir mið­nætti 23. apríl sóttu kanadísk her­fylki fram í myrkri en mættu mun meiri kúlna­hríð en þeir höfðu upp­lifað áður. Fæstir komust langt og hund­ruð af líf­lausum og hreyf­ing­ar­lausum lík­ömum lágu á víð og dreif um völl­inn. Á hverri stundu var búist við gagnárás Þjóð­verja sem voru ekki langt und­an.

Einn Íslend­ing­anna sem tóku þátt í slagnum 22. og 23. apríl var Sig­urður Ársæll Hreins­son, fæddur 1892 að Nýlendu í Gull­bringu­sýslu. Sig­urður lýsti hvernig kanadísku her­menn­irnir sáu reyk liggja með jörð­inni að her­mönnum frá Alsír og hvernig Afr­íku­bú­arnir engd­ust sundur og saman og flúðu undan gasárás Þjóð­verja. Sig­urður var í gagnárás Kanada og komst ósærður úr henni. Hann var í skot­gröf yfir nótt­ina en um morg­un­inn byrj­aði stór­skota­hríð Þjóð­verja á nýjan leik og harðn­aði fljótt. Í þeirri hrinu særð­ist Sig­urður á vinstri hand­legg og kúla „rann upp hand­legg­inn og tók sundur aflsin­ina og líf­æð­ina.“ Sig­urður varð sjálfur að binda um sárið og reyrði utan um hand­legg­inn til þess að stöðva blóð­rás­ina.

Upp­haf­lega höfðu sextán hund­ruð kanadískir her­menn sótt fram en aðeins nokkur hund­ruð svör­uðu nafna­kalli. Ekki var hægt að kom­ast í burtu og mátti Sig­urður bíða í skot­gröf­unum með félögum sínum þangað til myrkur komst á. Hann lagði af stað í myrkri í átt að litlum kofa, 2000 metra leið. Sig­urður komst hálfa leið en þá leið yfir hann. Hve lengi hann lá þar vissi hann ekki en loks kom her­maður og hjálp­aði Sig­urði á fæt­ur; þá leið yfir hann aft­ur. Sig­urður var bor­inn burtu frá víg­lín­unni; þar vissi hann fyrst af sér. Þremur dögum seinna er hann kom­inn særður á sjúkra­hús í London, þar var hann 3 mán­uði en sárið tók sig upp og fór að blæða aft­ur. Var hann þá nærri dauður og var hand­legg­ur­inn skor­inn upp og þum­al­fing­ur­inn tek­inn af vinstri hendi.

Margir her­mann­anna migu í klút­ana eftir að þeim var sagt að í hland­inu gæti falist vörn gegn gas­inu en það hjálp­aði lítið til.

Eftir ósköpin þann 23. apríl lágu mörg hund­ruð særðra um allt á víg­vell­inum – þeir sem gátu sig hreyft ýmist skriðu eða skröltu til baka. Þór­hallur Blön­dal, einn Íslend­ing­anna lýs­ir; „sjúkra­stöðvar voru yfir­fullar af særðum her­mönn­um, ýmist af skotsárum eða þeim sem þjáð­ust inn­vortis af völdum gass­ins sem leikið hafði um víg­völl­inn. Þeir köst­uðu upp grænu slími liggj­andi á gólf­inu þar sem þeir engd­ust sundur og saman hjálp­ar­laus­ir. Lungun fyllt­ust af vatni, margir drukkn­uðu í eigin vökva. Fyrir utan sjúkra­stöðv­arnar lágu látnir og þeir sem ekki var hægt að hjálpa og biðu dauð­ans. Her­menn í sprengju­losti ráf­uðu um kjökrandi og skjálf­and­i.“

Íslend­ingur deyr



Morg­un­inn 24. apríl hefja Þjóð­verjar ákafa stór­skota­hríð sem eyði­lagði mikið af kanadísku skot­gröf­un­um. Henni fylgdi gasárás gegn Kanada­mönnum á eins kíló­metra svæði. Til þess að verja sig fyrir gas­inu settu her­menn­irnir raka klúta yfir munn og nef. Margir her­mann­anna migu í klút­ana eftir að þeim var sagt að í hland­inu gæti falist vörn gegn gas­inu en það hjálp­aði lítið til. Augu og háls brunnu undan eitr­inu og her­menn­irnir féllu þar sem þeir stóðu í skot­gröf­unum mikið kvaldir og margir köfn­uðu.

Gasið lék um djúpar skot­grafir í tvær klukku­stundir og þeir sem ekki komust í burtu lét­ust – þeir sem reyndu að kom­ast úr skot­gröf­unum hættu á að verða fyrir skoti. Á meðan sótti fót­göngu­lið Þjóð­verja fram betur búið til þess að verj­ast gas­inu sem lék um víg­völl­inn. Í þessum átökum varð Ástýr Guð­jóns­son fyrir skoti í höf­uð­ið. Þrjú skeyti voru send heim til Kana­da, það fyrsta, 24. Apr­íl, til­kynnti að Ástýr væri alvar­lega sár. Tvö skeyti voru send 3. maí, það fyrra til þess að til­kynna að Ástýr væri lát­inn, það seinna til þess að stað­festa dauða hans.

Fjórir teknir til fanga



Um hádeg­is­bil þann 24. apríl voru kanadísku her­menn­irnir ein­angr­aðir í smá­hópum og höfðu engin sam­skipti við höf­uð­stöðvar og máttu þola sífellda stór­skota­hríð, í þeim hópi var leyniskyttan Jóhann V. Aust­mann ráð­ist var á hóp Jóhanns úr öllum átt­um. Jóhann og félagar hans börð­ust þangað til aðeins 15 voru eftir af 125 í her­flokkn­um, og þeir sem lifðu voru allir meira eða minna særð­ir. Þjóð­verjar héldu áfram sókn sinni 25. apríl og þeir sem komust undan Þjóð­verjum voru illa leiknir eftir 85 klukku­stundir í skot­gröfum án svefns, vatns og mat­ar. Verst þótti mörgum að skilja særða félaga sína eftir þegar hörfað var undan þunga þýsku sókn­ar­inn­ar.  Fjórir Íslend­ingar voru teknir til fanga: Pétur Ívars­son, veikur af gasi, og Jóel Björns­son, þeirra beið fanga­vist þangað til styrj­öld­inni lauk 1918,  hinir tveir voru Sig­ur­steinn Hólm Sig­urðs­son sem lést í fanga­búð­unum úr spánsku veik­inni 1918 og Jóhann V. Aust­mann, hann komst heim 1919 eftir illan leik.

Senni­lega voru sextán Íslend­ingar í annarri orr­ust­unni við Ypres. Stríð­inu var hins vegar hvergi nærri lok­ið. 145 Vest­ur­-Ís­lend­ingar lét­ust á víg­vell­in­um, af sárum sín­um, vegna gasárása eða veik­inda.

Höf­undur vinnur að bók um sögu vest­ur­ís­lenskra her­manna í fyrri heims­styrj­öld og er sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­ingur á sviði varn­ar- og örygg­is­mála. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None