Íslenski humarinn er í útrýmingarhættu

Álfheiður Eymarsdóttir telur að hvort sem við séu friðunar- eða nýtingarsinnar þá getum við öll sammælst um að núverandi staða sé óboðleg. Humarinn við Íslandsstrendur sé í hættu – og við því verði að bregðast strax.

Auglýsing

Hum­ar­inn er nán­ast útdauður á Íslands­mið­um. Humar­stofn­inn er kom­inn undir var­úð­ar­mörk og búið að friða helstu humar­slóð­irn­ar. Veiðar á humri byrj­uðu ekki að ráði fyrr en upp úr 1950 þannig að þetta tók okkur ekki nema 70 ár.

„Stofn­stærð humars lækk­aði um 27% á tíma­bil­inu 2016-2020.“*

„Humar­stofn­inn er tal­inn undir lík­legum var­úð­ar­mörkum ...“*

*Heim­ild: Ástand nytja­stofna sjávar og ráð­gjöf 2021, Haf­rann­sókna­stofn­un, 28. jan­úar 2021.

Hum­ar­inn lifir að með­al­tali í 5-10 ár og verður ekki kyn­þroska fyrr en fjög­urra ára. Hann ferð­ast ekki mikið eða langt. Þetta höfum við vitað lengi og því hafa humar­veiði­skipin leitað á sömu mið um árarað­ir.

Nú er hins vegar svo komið að sjáv­ar­botn humar­slóða við Ísland er orð­inn eins og eyði­mörk eftir humartroll. Hum­ar­inn á erfitt upp­dráttar við slíkar aðstæður sem sést einna best á því að nú veiðist aðeins stærri og eldri hum­ar. Á því er ein­föld skýr­ing: Það er bara eng­inn smærri hum­ar. Hann nær sér ekki á strik.

Auglýsing

Hryðju­verk gegn humar­stofn­inumMaður hefði haldið að hum­ar­inn yrði alfrið­aður á meðan rann­sakað yrði hvort skað­inn á hafs­botn­inum og stofn­inum er óaft­ur­kræfur eða hvort við getum lag­fært eitt­hvað af þessum mann­legu hryðju­verkum á humar­stofn­inum og heim­kynnum hans, en nei. 

Þrátt fyrir þessar upp­lýs­ingar og ráð­staf­anir gaf Hafró út rann­sókna- eða könn­un­ar­kvóta fyrir ver­tíð­ina 2019 upp á 235 tonn, árið 2020 uppá 214 tonn og 143 tonn fyrir ver­tíð­ina 2021. Þetta er til að rann­saka megi sam­setn­ingu, dreif­ingu og stærð stofns­ins.

Það er sjálf­sagt að gefa út könn­un­ar- og rann­sókna­kvóta en ég er með athuga­semdir sem ég treysti á að Hafró taki til skoð­un­ar.

  1. Rann­sókna­kvóti á að vera mjög í hófi. Þetta er óhóf­legt magn. Aðrar umhverf­is­vænni aðferðir eru til við rann­sóknir á humar­stofni.
  2. Hafró á að sjá um veiðar rann­sókna­kvóta - ekki úthluta honum til hand­hafa kvót­ans sem sjálfir bera mesta ábyrgð á skelfi­legri stöðu humars­ins og hans heima­slóða.
  3. Nýta á betur neð­an­sjáv­ar­mynda­vélar við rann­sóknir og humar­holu­mynda­tök­ur.
  4. Hafró átti að hefja fyrir löngu hljóð­merkja­mæl­ing­ar. Þær hófust 2020.
  5. Rann­sókna­kvót­ann á að ná í með gildrum en ekki trolli.
  6. Hafró átti að vera fyrir löngu byrjuð að rann­saka mis­mun­andi veiði­að­ferðir á humri og veið­ar­færum s.s. gildr­um.

Við­vör­un­ar­bjöllur hringdu árum saman

Þegar kvóta­kerfið var sett á og Haf­rann­sókna­stofnun falið að rann­saka og gefa ráð um nýt­ingu til að tryggja sjálf­bærni fisk­veiða þá voru mark­miðin háleit: Að vernda fiski­stofna, stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu þeirra, treysta atvinnu og efla byggð í land­inu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að þessi mark­mið hafa aldrei náðst og reyndar höfum við aldrei verið fjær þeim mark­miðum varð­andi ein­stakar teg­undir eins og hum­ar­inn, rækju, þorskinn, loðn­una o.fl.Kvóta­kerf­inu og Hafró verður þó ekki einu kennt um. Haf­rann­sóknir eru óná­kvæm vís­indi. Það hafa orðið breyt­ingar á líf­ríki hafs­ins, hitafars­breyt­ing­ar, ástand fiski­stofna á haf­svæðum í kringum okkur og veiði­geta stóru skip­anna gjör­breyst.  En sökum fjár­skorts hefur Hafró ekki getað sinnt þeim rann­sóknum sem það vill og þarf að sinna.

Enda er eng­inn sjá­an­legur munur á veiðum á humri frá því kvóta­kerf­inu var komið á. Frá 1984-2016 hefur með­al­tals­afli á humri á hverri ver­tíð verið rétt rúm 1700 tonn. Allt þar til 2013 var veitt fram yfir ráð­gjöf. Síðan þá hefur ekki náðst að full­nýta útgefnar heim­ild­ir. Fisk­veiði­árið 2016/2017 var til­laga Hafró 1300 tonn, náð­ust tæp 1200 tonn upp úr sjó. 2017/2018 var til­lagan 1150 tonn - þá náð­ust um 800 tonn upp úr sjó. Við­vör­un­ar­bjöll­urnar voru löngu farnar að hringja.

Eflum sjálf­stæði Hafró

Þetta er grafal­var­legt mál og alltof seint í rass­inn grip­ið. Und­an­farin ár hefur veiði­tíma­bilið m.a.s. lengst um nokkra mán­uði en samt næst ekki að veiða upp í ráð­gjöf­ina. Ég er hrædd um að við þurfum að horfast í augu við óaft­ur­kræfar breyt­ing­ar. Ganga strax í rann­sóknir á því hvernig við getum bætt úr. Við gerum það ekki með núver­andi til­högun könn­un­ar­kvót­ans heldur eyði­leggjum enn meira.

Það verður að ráð­ast í breyt­ingar á haf­rann­sóknum við Ísland. Fyrst þyrfti að gera úttekt á starfs­háttum Hafró. Við eigum frá­bæra vís­inda­menn þar inn­an­borðs en stjórn­endur eru undir hælnum á ráðu­neyti og ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Þar næst þurfum við að tryggja nægt fjár­magn til rann­sókn­anna, og víkka út rann­sóknir sem nái þá til ástands hafs­botns, veiði­að­ferða og veið­ar­færa. Að lokum verður að tryggja sjálf­stæði stofn­un­ar­inn­ar. Það er hægt með ýmsum hætti, mér líst best á að hún verði sjálf­stæð rann­sókna- og vís­inda­stofnun undir Háskóla Íslands og ráð­gjafa­nefnd­in, sem er sam­sett að meiri­hluta af sér­hags­muna­að­ilum innan grein­ar­inn­ar, lögð nið­ur.

Hvort sem við erum frið­un­ar- eða nýt­ing­ar­sinnar þá getum við öll sam­mælst um að núver­andi staða er óboð­leg. Hum­ar­inn við Íslands­strendur er í hættu og ef viljum neyta hans án þess að fá óbragð í munn­inn þá verður að bregð­ast við strax.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi.

Heim­ild­ir:

Tækni- og ráð­gjafa­skýrslur Hafró, árs­skýrslur Hafró og hafro.is, tölu­leg gögn frá Fiski­stofu, Mar­inetraffic.com, lög um rann­sóknir í þágu atvinnu­veg­anna og grein á mbl.is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar