Istanbúl-samningurinn orðin miðja menningarátaka um réttindi kvenna

Þingmaður Samfylkingarinnar segr að með því að mótmæla andúð gegn kvenréttindum í Evrópuráðsríkjum sé tekin afstaða með lífum og heilsu kvenna og stúlkna í þessum ríkjum.

Auglýsing

Ist­an­búl-­samn­ing­ur­inn er einn mik­il­væg­asti alþjóð­legi samn­ingur sem Ísland á aðild að. Samn­ing­ur­inn er samn­ingur allra 47 aðild­ar­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn hvers kyns ofbeldi gagn­vart kon­um, heim­il­is­of­beldi og nauð­ung­ar­hjóna­bönd­um. Næst­kom­andi maí verður haldið upp á 10 ára afmæli samn­ings­ins en hann var sam­þykktur í Tyrk­landi á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­ins 11. maí 2011 og tók gildi 1. ágúst 2014. Ísland sam­þykkti samn­ing­inn strax en full­gilti hann svo í apríl 2018 á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­ins í Strass­borg. Og það var virki­lega ánægju­legt að vera við­stödd í Strass­borg þegar vel­ferð­ar­ráð­herra Íslands und­ir­rit­aði þá full­gild­ingu.

Í samn­ingnum er m.a.  farið yfir rétt­indi brota­þola og skyldur opin­berra aðila til að vernda og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi. Sam­kvæmt Ist­an­búl- samn­ingnum eiga stjórn­völd að­ild­ar­ríkj­anna að veita vernd gegn ofbeldi, til dæmis með rekstri kvenna­at­hvarfa, starf­rækslu neyð­ar­núm­ers og sinna for­vörnum gegn ofbeldi. Það má líka segja að Ist­an­búl-­samn­ing­ur­inn hafi reynst frá­bær­lega sem gríð­ar­lega öfl­ugt tæki til að bregð­ast við #Metoo bylgj­unn­i. 

Það er því ótrú­lega dap­ur­leg þróun sem átt hefur sér stað und­an­farin ár í nokkrum aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins, þar sem hinn ein­staki samn­ingur til verndar konum og stúlkum sem 47 ríki komu sér saman um, er orðin upp­spretta menn­ing­ar­stríðs og not­aður sem olía á eld pópul­ískra stjórn­mála­afla og átaka­vett­vangur milli fyrr­ver­andi Aust­ur-­Evr­ópu­ríkja og Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkja. 

Auglýsing
Það er í raun maka­laust að aðeins á ára­tug sem lið­inn er frá því að samn­ing­ur­inn var sam­þykktur í Ist­an­búl, skuli tyrk­nesk stjórn­völd taka ákvörðun nýlega um að segja sig frá samn­ingum 1. júlí næst­kom­andi án allrar þing­legrar eða lýð­ræð­is­legrar umræðu þar í landi. Það er líka þyngra en tárum taki að þessa daga og vikur sé neðri deild pólska þings­ins að fjalla um útgöngu Pól­lands frá Ist­an­búl-­samn­ingnum sem bæt­ist við nýlegar þreng­ingar á fóst­ur­eyð­ing­ar­lög­gjöf­inni í Pól­landi. Ung­verja­land, Búlgaría og Tékk­land, und­ir­rit­uðu skjalið en hafa ekki þýtt ákvæði þess í lög og stjórn­laga­dóm­stóll Búlgaríu tók fyrir lög­mæti samn­ings­ins fyrir rúmu ári síð­an. 

Eitt af öðru hafa fyrrum Aust­ur-­Evr­ópu­ríki snúið baki við samn­ingnum og full­yrða að það muni rýra útgáfu þeirra af „fjöl­skyldu­gild­um“ sem er ekk­ert annað en and-­fem­inískur og andúð á LBQT-­fólki útúr­snún­ingur settur fram í póli­tískum til­gang­i. 

Ástæður andúðar gegn Ist­an­búl-­samn­ingnum

Það myndi hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir líf millj­ónir kvenna og stúlkna í aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­ráðs­ins ef hót­anir aðild­ar­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins eins og á borð við Pól­land, Tyrk­land, Slóvakíu eða Ung­verja­land um að segja sig frá þessum samn­ingi verða að veru­leika.  

Mót­lætið snýst um merk­ing­ar­deilu sem var alls ekki aðal­á­hersla höf­unda skjals­ins fyrir 10 árum um hvern­ig, nákvæm­lega á að skil­greina kyn og póli­tískan útúr­snún­ing um „normaliser­ingu“ á sam­kyn­hneigð sem and­stæð­ingar LBQT-­sam­fé­lags­ins nota í vafasömum og alvar­legum til­gangi til að draga úr mann­rétt­indum LBQT-­fólks.

And­staðan gegn Ist­an­búl-sátt­mál­anum er því þannig drifin áfram af andúð á gildum sem Evr­ópu­ráðs­ríkin hafa komið sér saman um í kjöl­far Seinni heims­styrj­ald­ar­innar sem grund­vall­ast á virð­ingu fyrir lýð­ræði, mann­rétt­indum og lögum og regl­u­m. 

„Samn­ing­ur­inn er gegn ofbeldi gegn konum og engu öðru.“ ítrek­aði Daniel Hölt­gen, tals­maður Evr­ópu­ráðs­ins í við­tali við Polit­ico í gær og hélt áfram; „Þetta er ekki bara and­staða gegn Ist­an­búl-sátt­mál­an­um, þetta er líka and-­Evr­ópu-og and-ES­B-lát­bragð. Þetta eru aft­ur­halds­öfl og trú­ar­of­stæk­is­öfl sem eru gegn fram­sýni og gegn mann­rétt­indum í Evr­ópu.“

Hvað eigum við að gera?

Þessi vax­andi andúð gegn rétt­indum kvenna og stúlkna í Evr­ópu­ráðs­ríkj­unum ber að taka mjög alvar­lega. Við þing­menn Alþingis eigum að láta í okkur heyra þegar svona við­líka atlaga er gerð að rétt­indum kvenna og stúlkna í nágranna­þjóðum okk­ar. Ég hélt erindi á mál­þingi í Ekat­ar­inu­borg í Rúss­landi í jan­úar 2020 með rúss­neskum emb­ætt­is­mönn­um; dóm­ur­um, umboðs­mönnum sjálf­stjórn­ar­hér­aða og borg­ar­stjóra borg­ar­inn­ar. Ég fund­aði svo með sendi­herra Pól­lands hér á landi, í júlí síð­ast­liðnum til að ræða stöð­una þar í landi og til að koma alvar­legum athuga­semdum á fram­færi í kjöl­far þess að Pól­land hafði þá til­kynnt um að draga sig út úr Ist­an­búl­samn­ingn­um. Og ég hef nú sent bréf til sendi­herra Tyrk­lands gagn­vart Íslandi og for­manni lands­deildar Tyrkja í Evr­ópu­ráðs­þing­inu þar sem ég mót­mæli fyr­ir­ætl­unum Tyrkja að draga sig frá Ist­an­búl-­samn­ingn­um. 

Með því að mót­mæla andúð gegn kven­rétt­indum í Evr­ópu­ráðs­ríkj­um, erum við að taka afstöðu með lífum og heilsu kvenna og stúlkna í þessum ríkj­um. Það er sam­staða með mann­rétt­indum sem við eigum alltaf að sýna. All­stað­ar.

Höf­undur er þing­maður og fyrr­ver­andi vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar