Kæru félagar!

Ávarp Þórarins Eyfjörð, formanns Sameykis, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Auglýsing

Ég vil óska okkur öllum til ham­ingju með alþjóð­legan bar­áttu­dag launa­fólks 1. maí! Hann er nú hald­inn inn­an­dyra af aug­ljósum ástæðum annað árið í röð en við vonum að með fleirum sem fá bólu­setn­ingu munum við njóta þess að koma saman aftur á bar­áttufundum og í kröfu­göng­um. Þá vil ég þakka fyrir heilla­óskir og traustið að fá að leiða Sam­eyki áfram veg­inn í bar­áttu fyrir bættum kjörum launa­fólks. 

Í síð­ustu kjara­samn­ingum sömdum við hjá Sam­eyki stétt­ar­fé­lagi í almanna­þjón­ustu um ein­hverja mestu kerf­is­breyt­ingu sem gerð hefur verið síð­ustu fimm­tíu ár á vinnu­mark­aði. Stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá dag­vinnu­fólki tók gildi 1. jan­úar síð­ast­lið­inn og stytt­ing vinnu­vik­unnar hjá vakta­vinnu­fólki tekur gildi 1. maí 2021. Þessi aðgerð mun leiða til þess að launa­fólk mun njóta meiri tíma í sínu einka­lífi og vinna styttri og heilsu­sam­legri vaktir en áður. Það má segja, að með stytt­ingu vinnu­vik­unnar hjá dag- og vakta­vinnu­fólki, sé nýr tími launa­fólks runn­inn upp. Þau við­horf ættu nú að verða sjálf­sögð og gild; að betri heilsa og sann­gjarn­ara vinnu­tíma­fram­lag sé ávinn­ingur fyrir allt sam­fé­lag­ið.

Þann fyrsta maí horfum við til kom­andi sum­ars, vet­ur­inn er að baki og ný tíð er framundan með blóm í haga. En fyrsti maí er fyrst og fremst alþjóð­legur bar­áttu­dagur launa­fólks, og við minn­umst blóð­ugrar bar­áttu verka­fólks í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu, gegn kúgun auð­valds­ins og fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi. Við erum enn í dag að heyja þessa bar­áttu. Við erum enn að berj­ast gegn auð­vald­inu og standa vörð um rétt­indi launa­fólks. 

Auglýsing
1. maí er þó fyrst og fremst heilla­dagur í hugum okk­ar. Dagur til að fagna sam­stöðu, þétta rað­irnar og standa saman gegn órétt­læti. Við lítum til baka yfir far­inn veg og lærum hvað betur má fara í fram­tíð­inni.

Í þjóð­mála­um­ræð­unni fer ekki fram hjá neinum hvernig auð­lindum þjóð­ar­innar er mis­skipt. Það órétt­læti blasir við okkur á hverjum degi. Við eigum aldrei að sætta okkur við að fámennur for­rétt­inda­hópur gleypi sam­eig­in­legar eigur okk­ar. Auð­lindir þjóð­ar­innar eru ekki ótæm­andi og við verðum að huga að kom­andi kyn­slóð­um. Við verðum að sýna ábyrgð og virð­ingu, og berj­ast fyrir rétt­lát­ari skipt­ingu auðs­ins sem við eigum öll, en ekki ein, heldur með börnum okkar og bar­áttu­fólki fram­tíð­ar­inn­ar. 

Félags­fólk Sam­eyk­is, hvar sem það stend­ur, þekkir vel sín störf og þær kröfur sem gerðar eru til þess á hverjum ein­asta degi. Á þessum sér­stöku Covid-­tímum sem við nú lifum hefur starfs­fólk í almanna­þjón­ustu, félags­fólk Sam­eyk­is, staðið vakt­ina af þraut­seigju og haldið opin­berri þjón­ustu gang­andi. Við höldum ótrauð áfram og sinnum okkar fjöl­þættu og mik­il­vægu störf­um, um land allt.

Að lokum vil ég þakka frá­far­andi for­mönn­um, Árna Stef­áni Jóns­syni og Garð­ari Hilm­ars­syni, fyrir far­sæl störf við kjara- og rétt­inda­bar­áttu félags­fólks til margra ára. 

Saman vinnum við að því að byggja upp enn öfl­ugra stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu, Sam­eyki.

Góðar stundir og gleði­legt sum­ar.

Höf­undur er for­maður Sam­eyk­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar