Kallar stríð í Úkraínu á aðild Íslands að Evrópusambandinu út frá varnarhagsmunum?

Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknarflokksins spyr hvort stríðið í Úkraínu kalli á inngöngu í ESB út frá varnarhagsmunum Íslands. Hann segir að svarið sé þvert NEI.

Auglýsing

Um langt skeið höfðu Banda­ríkja­menn og fleiri varað Úkra­ínu­menn og aðrar Evr­ópu­þjóðir við yfir­vof­andi inn­rás Rúss­lands. Því miður tóku fæstir þessum við­vör­unum nógu alvar­lega. Bæði fyrir stríð og nú þegar stríð er hafið virð­ist skiln­ingur margra vera tak­mark­aður á því hver til­gangur stjórn­ar­herra í Kreml raun­veru­lega sé. Ekki ætla ég að setj­ast þar í dóm­ara­sæti en þegar sagan er skoðuð er þó flestum ljóst að þar virð­ast draumar um end­ur­reisn fyrrum áhrifa­svæða vera und­ir­liggj­andi.

Stefnan gjald­þrota

Það er kannski skilj­an­legt að fæstum hafi órað fyrir þeim hild­ar­leik sem nú á sér stað, enda mót­ast hugs­un­ar­háttur margra íbúa í Evr­ópu af lang­tíma friði með fáum und­an­tekn­ing­um. Um margra ára skeið byggðu stóru Evr­ópu­þjóð­irn­ar, Frakkar og Þjóð­verjar ásamt fleirum, gríð­ar­leg við­skipta­tengsl við Rúss­land sem byggð­ust meðal ann­ars á orku­kaupum og jafn­framt þeirri von að við­skipti og aukin sam­skipti gætu einnig haft þau áhrif að stuðla að friði fyrir vik­ið. Segja má að þessi til­raun sé nú gjald­þrota. Þjóðir sitja uppi með þann klafa að þurfa að halda áfram að fjár­magna stríðs­rekstur Rúss­lands með kaupum á orku þar sem önnur leið er ekki í færi sem stend­ur. For­dæma­lausar við­skipta­þving­anir hafa verið lagðar á Rúss­land frá upp­hafi stríðs­ins og lík­legt er að þær eigi eftir að harðna. Stríðið heldur þó áfram með þeim hræði­legu hörm­ungum sem því fylgir og enn bæt­ist í hóp þeirra milljóna sem nú eru á flótta í nágranna­ríkjum eða eigin landi.

Rauð flögg í aðdrag­anda stríðs­ins

Þegar aðdrag­andi stríðs­ins er skoð­aður er ekki hægt að segja annað en að rauð flögg hafi blasað við. Eftir fall múrs­ins lögðu þau lönd sem næst voru frjálsri Evr­ópu mikla áherslu á að kom­ast undir vernd­ar­væng NATO þar sem hræðsla þeirra og van­traust í garð Rússa var algjört. Eystra­salts­lönd­in, Pól­land og fleiri til­heyra þeim hópi. Segja má að þær áhyggjur séu á rökum reistar í ljósi sög­unn­ar. Í kalda stríð­inu minn­ast margir ítrek­aðra við­bragða Sov­ét­ríkj­anna við til­raunum um lýð­ræð­isum­bætur í sjálf­stjórn­ar­ríkjum þar sem rauði her­inn barði niður andóf af miklum þunga. Er Rúss­land réðst inn í Georgíu voru við­brögð tak­mörk­uð. Þegar Rúss­land hertók Krím­skaga var við­skipta­þving­unum beitt, en svo virð­ist sem þær hafi borið tak­mark­aðan eða nán­ast engan árang­ur. Við­var­andi stríðs­á­tök milli þjóð­anna köll­uðu ekki á afger­andi við­brögð vest­ur­landa gegn Rúss­landi fyrr en alls­herjar innrás hófst.

Auglýsing

Umræða um Evr­ópu­sam­bands­að­ild og varn­ar­hags­muni

Þrátt fyrir þá stað­reynd að Evr­ópu­sam­bandið hafi sofið á verð­inum gagn­vart ógn­ar­til­burðum Rúss­lands hefur heyrst sá tónn að nú sé mik­il­vægt að Ísland end­ur­veki aðild­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu. Látið er að því liggja að inn­ganga tryggi varnir okkar enn frekar þrátt fyrir þá stað­reynd að Íslands sé bæði stofn­að­ili að NATO og einnig með varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in, sem er án nokk­urs vafa stærsta hern­að­ar­veldi heims. Ég hef furðað mig á þeirri umræðu enda sýn­ist mér að það meinta frið­ar­banda­lag sem ESB sann­ar­lega telur sig vera hafi algjör­lega brugð­ist í nálgun sinni.

Fyrst ber að nefna að orku­kaup ESB ríkja hafa stór­lega eflt getu Rúss­lands til hern­að­ar­um­svifa en á sama tíma hafa þjóðir eins og Þýska­land kom­ist upp með að leggja mun minna til sinna varna í skjóli NATÓ aðild­ar. Í umræð­unni hefur verið bent á að Evr­ópu­sam­bands­að­ild inni­haldi skuld­bind­ingu ríkja til sam­eig­in­legra varna. Í því sam­hengi má nefna að Finn­land og Sví­þjóð róa nú öllum árum að NATÓ aðild. Bæði þessi ríki eru í miklu sam­starfi við NATÓ og báðar þjóðir vita­skuld í Evr­ópu­sam­band­inu. Þær þjóðir telja að minnsta kosti ekki raun­hæft að láta ESB aðild duga enda hern­að­ar­máttur NATÓ bor­inn uppi af stærstum hluta af þeim öfl­ugu ríkjum sem ekki standa innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

ESB ríkin héldu áfram að selja Rúss­landi vopn

Nú kemur í ljós sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá blaða­mönnum Tel­egraph að minnst tíu ríki ESB seldu Rússum áfram vopn eftir inn­rás þeirra inn í Krím­skaga á meðan blátt bann ESB átti að koma í veg fyrir það. Sam­kvæmt frétt­inni nýttu aðilar smugu í reglu­verki ESB til þess að halda áfram að mata rúss­neska stríðs­vél. Varla finnst ESB sinnum þetta í lagi. Hags­muna­matið er í hið minnsta vart í takt við gild­is­mat Íslend­inga. Það kemur á óvart að umrædd frétt fari ekki hærra enda nokkuð slá­andi.

Ég skil vel þá sem telja að Ísland eigi að vera í Evr­ópu­sam­band­inu út frá við­skipta­legum sjón­ar­miðum þó svo ég sé þeim ekki sam­mála. Nú þegar stefna stóru ESB ríkj­anna gagn­vart Rúss­landi hefur hlotið skip­brot og í ljósi ofan­greindra þátta stendur eftir stóra spurn­ing­in. Kallar stríðið í Úkra­ínu á inn­göngu í ESB út frá varn­ar­hags­munum Íslands? Svarið er þvert NEI.

Höf­undur er þing­maður Fram­sóknar og nefnd­ar­maður í utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar