Kannski þarf ég bara að vera meira eins og Kyana?

Jón Eðvarð Kristínarson gagnrýnir harðlega reglur um ríkisborgararétt og lög sem sniðganga einstaklinga sem eiga íslenska móður og erlendan föður.

Auglýsing

Ég vakn­aði upp við vondan draum þegar ég sá fréttir af því að Útlend­inga­stofnun hefði ákveðið að breyta úrskurði sínum um að veita Kyana Sue Power var­an­legt dval­ar­leyfi hér á landi. Þessi breyt­ing var byggð á leyfi til að veita fólki dval­ar­leyfi sem telja má hafa sér­fræði­þekk­ingu í sínum fræðum eða fagi.

Í des­em­ber 2021 skrif­aði ég dóms­mála­ráð­herra, Jóni Gunn­ars­syni, opið bréf um ógeðs­leg lög sem eru enn í gildi hér á landi. Þessi lög snið­ganga börn sem eiga íslenska móður og erlendan föður en þessi börn fengu ekki sjálf­krafa rík­is­borg­ara­rétt eins og börnin sem fædd­ust á sama tíma en áttu íslenska feður og erlendar mæð­ur. Sagði ein­hver druslu­skömm­un?

Síðan ég skrif­aði bréfið hefur fólk með eins bak­grunn og ég verið í sam­bandi og sagt mér hvernig þau hafi reyndar öðl­ast sjálf­krafa rík­is­borg­ara­rétt svo kannski skiptir reyndar líka máli hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón, Breta eða Banda­ríkja­mann. Hver veit? Sagði ein­hver klíku­skap­ur?

Auglýsing

Ég sendi einnig tölvu­póst á Útlend­inga­stofnun vegna þessa en stofn­unin svar­aði um hæl: „Það er ekki hægt að leið­rétta rík­is­borg­ara­rétt­inn þinn. Lögin sem voru í gildi við fæð­ingu gilda og segja til um hvort þú hafðir rétt á íslenskum rík­is­borg­ara­rétti eða ekki.“ Punkt­ur.

Þetta þykir mér áhuga­vert. Útlend­inga­stofnun sér ekk­ert að því að breyta úrskurði sínum gagn­vart erlendum rík­is­borg­urum sem eru sterkir fjár­magns­eig­endur en halda áfram að líta fram­hjá ósk minni um að leið­rétta druslu­skömm­un­ar­lög sem móðir mín og ég höfum þurft að þola afleið­ingar af. Hvers konar sið­ferði er þetta eig­in­lega?

En þar sem Útlend­inga­stofnun neitar að veita mér þann breyt­ing­ar­rétt sem þó er hægt að sækja um hjá stofn­un­inni í svona málum þá hefur það t.d. þær afleið­ingar að dóttir mín þarf að hafa mun meira fyrir því að geta verið með mér hér á landi en dóttir manns sem á íslenskan afa en amer­íska ömmu. Nema hún reyni fyrir sér í sam­fé­lags­miðla­brans­anum og verði öfl­ugur land­kynnir og fjár­magns­eig­andi – þá á hún kannski séns?

Höf­undur er umsækj­andi um íslenskan rík­is­borg­ara­rétt frá Banda­ríkj­un­um, fæddur íslenskri móður og amer­ískum föð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar