Kjarasamningar BHM og ríkisins - Hvað gerðist?

Oddur Einarsson
verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Átján aðild­ar­fé­lög Banda­lags háskóla­manna eiga nú að baki kostn­að­ar­sama kjara­bar­áttu við rík­ið. Þungar verk­falls­að­gerðir taka að sjálf­sögðu sinn toll og sá kostn­aður verður ekki allur met­inn í krón­um. Félögin mættu hins vegar gagn­að­ila við samn­inga­borðið sem hvorki var reiðu­bú­inn að hlusta á þeirra við­horf, né heldur setja á borð annað en afar­kosti.

Upp­hafið



Þegar samn­inga­við­ræður við ríkið hófust lögðu við­semj­endur fram hug­myndir sínar um nýjan kjara­samn­ing. Hug­myndir rík­is­ins voru mjög á lágu nót­unum eins og búist var við enda litið á þær sem upp­haf­stil­boð sem gert var ráð fyrir að yrði sá samn­ings­grund­völlur sem lagður yrði til grund­vallar samn­inga­við­ræð­un­um. Fljótt kom í ljós að ríkið leit ekki svo á að nýr kjara­samn­ingur yrði byggður á hug­myndum við­semj­end­anna beggja um efni, heldur ein­ungis á sínum hug­mynd­um. Til­boð rík­is­ins var sem sagt ekki samn­ings­grund­völlur heldur loka­til­boð og í því ljósi með öllu óað­gengi­legt.

Verk­föll



Svo ótrú­legt sem það hljóm­ar, þá virð­ist sem við­semj­andi BHM hafi ætlað að neyta afls­munar til að þvinga fram nýjan kjara­samn­ing sem var ber­sýni­lega afar ósann­gjarn en um leið var auð­vitað jafn­ó­lík­legt að hann hefði verið sam­þykktur af félags­mönnum aðild­ar­fé­lag­anna. Aðeins eitt var til ráða, að láta reyna á samn­ings­rétt­inn með aðgerð­um. Verk­falls­að­gerð­irnar sem ráð­ist var í, voru því ekki val­kvæðar heldur voru félögin í raun þvinguð til þeirra og þá um leið til að bera kostn­að­inn af þeim á einn veg eða ann­an.

Nú er það svo að hefð­bundnar verk­falls­að­gerðir fel­ast að jafn­aði í alls­herj­ar­vinnu­stöðvun þess hóps sem leitað er samn­inga fyrir og þá greiðslu á verk­falls­bótum að því marki sem sjóðir félaga leyfa. Oftar en ekki eru þessar bætur aðeins hluti þess tekju­taps sem félags­menn verða fyr­ir. Kostn­að­ur­inn lendir að veru­legu leyti á ein­stak­ling­unum beint. Alls­herj­ar­verk­fall gagn­vart rík­inu hefði þannig óhjá­kvæmi­lega þýtt umtals­verða röskun á högum fjöl­margra fjöl­skyldna á meðan stórir hópar s.s. allir starfs­menn stjórn­ar­ráðs­ins hefðu þurft að sitja hjá vegna þess að þeir hafa ekki verk­falls­rétt. Þetta þótti því ekki ásætt­an­legt og fljót­lega var farið að leita óhefð­bund­inna leiða. Reynt að finna aðgerðir sem gætu valdið trufl­unum á starf­semi rík­is­ins, með minnstu mögu­legu áhrifum á hags­muni skjól­stæð­inga þess, og með sem minnstum áhrifum á kjör félags­manna.

Nið­ur­staðan varð sú að velja staka hópa, stakar stofn­an­ir, þar sem verk­föll voru boðuð ýmist tíma­bundið eða ótíma­bund­ið. Þessi leið hafði það í för með sér að til­tölu­lega fámennur hópur fór í verk­fall fyrir alla heild­ina og því þurfti að finna leið til að bæta hópnum tekju­tap­ið. Það var gert þannig að öll átján félögin greiddu jafn mikið hlut­falls­lega í verk­falls­sjóð BHM eftir hlut­falli rík­is­starfs­manna í við­kom­andi félagi. Það fyr­ir­komu­lag lagð­ist auð­vitað mjög mis­þungt á félögin og varð t.d. til þess að Félag háskóla­mennt­aðra starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins, FHSS þurfti þegar upp var staðið og vegna lengdar verk­fall­anna að taka lán til að standa við skuld­bind­ingar sínar við verk­falls­sjóð­inn og að hækka félags­gjöld tíma­bundið til að geta greitt lánið til baka.

Auglýsing

Sá fórn­ar­kostn­aður var þó smá­vægi­legur miðað við þann ávinn­ing sem fékkst þegar málið var end­an­lega leitt til lykta. Verk­föllin hófust og samn­inga­við­ræður héldu áfram, nú undir verk­stjórn sátta­semj­ara rík­is­ins, og hvað gerð­ist? Ekk­ert, nema að með hverjum deg­inum varð skýr­ara að ríkið ætl­aði ekki að semja. Eðli­legt er að velta fyrir sér hvaða hugsun getur legið að baki slíkri afstöðu af hálfu rík­is­ins. Var ætl­unin virki­lega sú að svelta BHM félögin þar til sam­staða þeirra rofn­aði eða þar til þau kæmust í þrot fjár­hags­lega og neydd­ust til að aflýsa aðgerðum sínum og þiggja þann samn­ing sem ríkið bauð?

Hvað gátu BHM félögin gert í þess­ari stöðu?



Að­eins eitt, þ.e. að þétta rað­irn­ar, efla sam­stöð­una, láta enga bil­bug á sér finna og þrauka í von um að ríkið sæi að sér og byrj­aði að semja. Hinn kost­ur­inn var í raun óhugs­andi, þ.e. að gef­ast upp og þiggja það hraksmán­ar­lega til­boð sem var á borð­inu því það var svo lágt að það hefði aldrei verið sam­þykkt af félags­mönn­um. Þetta gekk eft­ir, sam­staðan rofn­aði aldrei, efldist frekar, en eftir því sem áhrif verk­fall­anna urðu meiri jókst þrýst­ingur frá þeim sem þau bitn­uðu á eins og t.d. LSH og eft­ir­lits­að­ila með öryggi á sjúkra­húsum og raddir urðu hávær­ari um að binda yrði enda á verk­fall­ið.

BHM félögin svör­uðu með því að segja að öryggi væri tryggt og sú trygg­ing væri inn­byggð í kerfið með und­an­þágu­nefndum sem hefðu bein­línis það hlut­verk að tryggja að hvergi kæmu brestir í öryggi á sjúkra­hús­um. Allt kom fyrir ekki og þar kom að rík­ið, við­semj­andi BHM ákvað að láta Alþingi banna verk­fallið með lögum og skipa gerð­ar­dóm til að kveða upp úrskurð í deil­unni.

Gerð­ar­dóm­ur­inn



Gerð­ar­dóm­ur­inn kvað upp úrskurð sinn hinn 14. ágúst s.l. Í honum er rakið hver hafi verið fyr­ir­mæli lag­anna um verk­efni hans og þar kemur m.a. fram að hann skyldi hafa hlið­sjón af kjörum þeirra sem sam­bæri­legir geta talist að mennt­un, störf­um, vinnu­tíma og ábyrgð og, eftir atvikum kjara­samn­ingum sem und­ir­rit­aðir hefðu verið frá 1. maí 2015 og almennri þróun kjara­mála hér á landi. Við ákvarð­anir skyldi jafn­framt gæta að stöð­ug­leika efna­hags­mála.

Í úrskurð­ar­orðum segir síðan að launa­hækk­anir skuli vera 7,2% sbr. útfærslu í launa­töflum í fylgi­skjölum og taka gildi frá og með 1. mars 2015. Þá skuli launa­hækk­anir vera 5,5% frá 1. júní 2016 og jafn­framt 1,65% til útfærslu mennt­un­ar­á­kvæða frá sama tíma. Hinn 1. júní 2017 skuli koma til sér­stök ein­greiðsla að fjár­hæð 63.000 kr.

Rann­sóknir á launa­þróun



Gerð­ar­dóm­ur­inn birtir með úrskurði sínum nið­ur­stöðu rann­sókna sinna á launa­þróun sam­bæri­legra stétta og því er ljóst að hann er að úrskurða sam­bæri­legar hækk­anir eins og honum var lög­skylt að gera. Hverjar eru þá hækk­an­irnar sem úrskurð­aðar voru og hvað segir það okkur um til­boð rík­is­ins og um fram­göngu full­trúa þess? Í úrskurði gerð­ar­dóms­ins er kveðið á um leið­rétt­ingu á hlut­föllum milli launa­flokka og þrepa í launa­töflu og það veldur því að launa­hækk­anir frá 1. mars 2015 eru mis­mun­andi eða frá 7,2% og til 12,3%. Launa­hækk­an­irnar 1. júní 2016 eru 5,5% á alla launa­flokka. Þetta gerir upp­safnað 13,1% til 18,5% launa­hækk­anir og þá á eftir að bæta við 1,65% mennt­un­ar­á­lag­inu.

Til­boð rík­is­ins



Svo ótrú­legt sem það kann að hljóma þá lagði samn­inga­nefnd rík­is­ins aldrei fram neitt form­legt til­boð heldur aðeins hug­mynd­ir. Þær kváðu á um 3,5% launa­hækkun við und­ir­ritun samn­ings og ígildi sömu hækk­unar ári seinna. Þegar nær dró samn­ingum Sam­taka atvinnu­lífs­ins, SA, við sína við­semj­endur breytt­ust hug­myndir rík­is­ins yfir í „það sama og SA myndi semja um“ án þess þó að það væri neitt nánar skil­greint. Það er því ljóst að him­inn og haf er á milli þess sem ríkið bauð og þess sem gerð­ar­dómur úrskurð­aði á grund­velli rann­sóknar á launa­þróun sam­bæri­legra stétta. Það er jafn­framt ljóst að gerð­ar­dómur leit ekki svo á að úrskurður hans hefði neitt að gera með stöð­ug­leika efna­hags­mála enda mátti hann ekki gera neitt til að raska hon­um.

Kjafts­högg



Ég kann ekki betri lýs­ingu á þess­ari nið­ur­stöðu fyrir við­semj­anda okk­ar. Hann er búinn að koma sér í þá maka­lausu stöðu að trú­verð­ug­leiki hans er eng­inn lengur og vinnu­brögðin þannig að ekki er hægt að líkja þeim við neitt annað en til­raun til vald­níðslu þar sem hinn sterk­ari neytir afls­munar til að reyna að þvinga hinn veik­ari til að ganga að til­boði sem nú er í ljós leitt að var afar ósann­gjarnt. Hann er jafn­framt búinn að afreka það að slíta asna­eyrun af við­semj­anda sínum og hann verður því ekki dreg­inn á þeim fram­ar.

Höf­undur er sér­fræð­ingur í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu og situr í stjórn Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna stjórn­ar­ráðs­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None