Kleina

Úlfar Þormóðsson segir að auðlegðarskatturinn, sem var aflagður 2013, hefði skilað 20-28 milljörðum króna á ári, væri hann enn við lýði.

Auglýsing

Ég hlust­aði á Silfrið á sunnu­dag­inn var. Og horfði. Það var rætt um stjórn­mál og kom­andi þing­kosn­ing­ar. Meðal ann­arra var þar Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Mér þótti hún ein­örð og skýr­mælt. Einkum þegar hún var að útlista „nýj­an” skatt, auð­legð­ar­skatt. En þegar útsend­ingu lauk fannst mér eitt­hvað vanta í mál­flutn­ing­inn hjá henni. Átt­aði mig samt ekki á hvað það var.

Svo leið dag­ur­inn og annar til.

Í vik­unni, 7. sept­em­ber, fékk ég skeyti inn á tölv­una. Það var frá manni sem þekkir til. Það hljóðar svo í drott­ins nafni og fjöru­tíu:

Auglýsing

„Fyrir þing­kosn­ing­arnar tefla krat­arnir nú fram fræði­konu sem var aðal­hag­fræð­ingur Kviku­banka, þar á undan hjá Við­skipta­ráði og á undan því hag­fræð­ingur hjá Arion banka. Hún poppar upp með skatta­stefnu sem kratar segja vera algjöra nýj­ung í skatta­mál­um; sér­stakan skatt á hæstu tekjur yfir ákveðnu marki.

Þeir sem eru eldri en tvæ­vetra gætu munað eftir auð­legð­ar­skatti sem fjár­mála­ráð­herra Vg lagði til árið 2009. Hann var lagður á hreinar tekjur ein­stak­linga yfir 90 millj­ónum og sam­býl­inga sem áttu meiri hreina eign en 120 millj­ón­ir. Var þeim gert að greiða 1,25% í sér­stakan skatt af hreinni eign sinni umfram þessi mörk. Þetta varð þó aðeins tíma­bund­inn skattur vegna þess að krat­arnir í rík­is­stjórn­inni fóru á taug­um, sögðu skatt­inn stang­ast á við stjórn­ar­skrá og að hann væri ósann­gjarn gagn­vart ríkum ekkjum og vildu ekki negla hann nið­ur. Að lokum fór svo að þegar Oddný Harð­ar­dóttir var orð­inn fjár­mála­ráð­herra fyrir Sam­fylk­ing­una lýsti hún því svo yfir að þessi skattur yrði ekki fram­lengdur eða gerður var­an­leg­ur. Þannig end­aði sú til­raun Vg að koma á sér­stökum skatti á þá sem helst geta borg­að, krat­arnir stopp­uðu það af. Nú þykj­ast þeir hins vegar hafa gert aldeilis nýja upp­götv­un: Að rétt væri að leggja sér­stakan skatt á þá sem mest eiga ... og kannski kom­ast þeir upp með þetta sem nýlundu, því eng­inn virð­ist láta sig sög­una varða …

Ég ætla því að tyggja þetta ofan í þig:

Helgi Hjörvar, krati og þáver­andi for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis sagði: „Auð­legð­ar­skattur er klár­lega neyð­ar­brauð og ekki skatta­fyr­ir­komu­lag sem við viljum hafa við­var­andi."

Oddný Harð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og núver­andi fram­bjóð­andi þeirrar Sam­fylk­ingar sem ætlar að leggja á auð­linda­skatt sagði þetta um auð­legð­ar­skatt­inn þegar hann var lagður á: „Hann er þó tíma­bund­inn og ég mun leggja áherslu á að end­ur­nýja hann ekki.“

Sagan maður - sagan … “

Þegar ég hafði þakkað fyrir skeytið las ég í Kjarn­anum úrdrátt úr nýbirtri skýrsla ASÍ um skatt­lagn­ingu. Þar segir meðal ann­ars um skatt­inn sem Sam­fylk­ingin aflagði:

Á síð­asta árinu sem auð­legð­ar­skatt­ur­inn var í gildi nam hann 12,7 millj­örðum króna á núver­andi verð­lagi, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­un­um. Séu tekjur rík­is­sjóðs af eigna­skött­unum upp­færðar miðað við eigna­stöðu heim­il­anna hefði hann hins vegar skilað rík­is­sjóði á bil­inu 20-28 millj­örðum króna í tekjur á hverju ári núna, væri hann enn við lýði.

Af þessu fæ ég ekki betur séð en að það sé dúnd­ur­skatt­ur, þetta neyð­ar­brauð sem krat­arnir lögðu áherslu á að end­ur­nýja ekki, ekki, ekki, en mæra nú eftir að hag­fræð­ing­ur­inn Kristrún Mjöll Frosta­dóttir tók þá í kleinu.

Höf­undur er rit­höf­und­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar