Kleina

Úlfar Þormóðsson segir að auðlegðarskatturinn, sem var aflagður 2013, hefði skilað 20-28 milljörðum króna á ári, væri hann enn við lýði.

Auglýsing

Ég hlustaði á Silfrið á sunnudaginn var. Og horfði. Það var rætt um stjórnmál og komandi þingkosningar. Meðal annarra var þar Kristrún Mjöll Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar. Mér þótti hún einörð og skýrmælt. Einkum þegar hún var að útlista „nýjan” skatt, auðlegðarskatt. En þegar útsendingu lauk fannst mér eitthvað vanta í málflutninginn hjá henni. Áttaði mig samt ekki á hvað það var.

Svo leið dagurinn og annar til.

Í vikunni, 7. september, fékk ég skeyti inn á tölvuna. Það var frá manni sem þekkir til. Það hljóðar svo í drottins nafni og fjörutíu:

Auglýsing

„Fyrir þingkosningarnar tefla kratarnir nú fram fræðikonu sem var aðalhagfræðingur Kvikubanka, þar á undan hjá Viðskiptaráði og á undan því hagfræðingur hjá Arion banka. Hún poppar upp með skattastefnu sem kratar segja vera algjöra nýjung í skattamálum; sérstakan skatt á hæstu tekjur yfir ákveðnu marki.

Þeir sem eru eldri en tvævetra gætu munað eftir auðlegðarskatti sem fjármálaráðherra Vg lagði til árið 2009. Hann var lagður á hreinar tekjur einstaklinga yfir 90 milljónum og sambýlinga sem áttu meiri hreina eign en 120 milljónir. Var þeim gert að greiða 1,25% í sérstakan skatt af hreinni eign sinni umfram þessi mörk. Þetta varð þó aðeins tímabundinn skattur vegna þess að kratarnir í ríkisstjórninni fóru á taugum, sögðu skattinn stangast á við stjórnarskrá og að hann væri ósanngjarn gagnvart ríkum ekkjum og vildu ekki negla hann niður. Að lokum fór svo að þegar Oddný Harðardóttir var orðinn fjármálaráðherra fyrir Samfylkinguna lýsti hún því svo yfir að þessi skattur yrði ekki framlengdur eða gerður varanlegur. Þannig endaði sú tilraun Vg að koma á sérstökum skatti á þá sem helst geta borgað, kratarnir stoppuðu það af. Nú þykjast þeir hins vegar hafa gert aldeilis nýja uppgötvun: Að rétt væri að leggja sérstakan skatt á þá sem mest eiga ... og kannski komast þeir upp með þetta sem nýlundu, því enginn virðist láta sig söguna varða …

Ég ætla því að tyggja þetta ofan í þig:

Helgi Hjörvar, krati og þáverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sagði: „Auðlegðarskattur er klárlega neyðarbrauð og ekki skattafyrirkomulag sem við viljum hafa viðvarandi."

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi frambjóðandi þeirrar Samfylkingar sem ætlar að leggja á auðlindaskatt sagði þetta um auðlegðarskattinn þegar hann var lagður á: „Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“

Sagan maður - sagan … “

Þegar ég hafði þakkað fyrir skeytið las ég í Kjarnanum úrdrátt úr nýbirtri skýrsla ASÍ um skattlagningu. Þar segir meðal annars um skattinn sem Samfylkingin aflagði:

Á síðasta árinu sem auðlegðarskatturinn var í gildi nam hann 12,7 milljörðum króna á núverandi verðlagi, samkvæmt skýrsluhöfundunum. Séu tekjur ríkissjóðs af eignasköttunum uppfærðar miðað við eignastöðu heimilanna hefði hann hins vegar skilað ríkissjóði á bilinu 20-28 milljörðum króna í tekjur á hverju ári núna, væri hann enn við lýði.

Af þessu fæ ég ekki betur séð en að það sé dúndurskattur, þetta neyðarbrauð sem kratarnir lögðu áherslu á að endurnýja ekki, ekki, ekki, en mæra nú eftir að hagfræðingurinn Kristrún Mjöll Frostadóttir tók þá í kleinu.

Höfundur er rithöfundur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar