Kona í mjólkurkæli

Örn Bárður Jónsson skrifar um gleðileg samskipti sín við konu sem hann hitti í mjólkurkæli stórmarkaðar í Reykjavík fyrir skemmstu.

Auglýsing

Ég hitti konu á dög­unum í mjólk­ur­kæli í Bónus á Grand­an­um. Ég tek það fram að við vorum ekki ein. Þar var fleira fólk á ferli og hún Hrefna var þar með syni sín­um, en þegar hún sá mig, varð hún svo glöð, sem hún er reyndar að eðl­is­fari, og fagn­aði mér inni­lega og sagð­ist bara fá óvænta blessun frá prest­inum í Bón­us! Ég hló og signdi yfir hana og það var ekki bara í ein­hverju kæru­leys­is­legu gamni heldur einnig í gleði­legri alvöru. 

Ég hrós­aði gleði hennar og björtu brosi og minnti á hve miklu máli skiptir að fólk efli góð og gleði­leg sam­skipti. Það er nefni­lega svo, að sam­fé­lagið er í grunn­inn heilandi og líkn­andi í sjálfu sér, þegar fólk gefur af sér í kær­leika og með gleði. Við ræddum þennan heilandi og líkn­andi þátt þjóð­fé­lags­ins í stuttu sam­tali.

Auglýsing

Það að hitta fólk er okkur öllum nauð­syn. Við erum félags­verur og ófáar sög­urnar höfum við heyrt meðan Kófið hefur staðið yfir og valdið því að margir hafa ein­angr­ast og misst af svo mörgu sem heil­brigt sam­fé­lag getur veitt í erli dag­anna.

Stór­kost­leg kvik­mynd um upp­vöxt skáld­kon­unn­ar, Astrid Lind­gren, ung­ligsár og fram yfir tví­tugt, sem nýlega var sýnd á Rúv,  endar á þessu ljóði:

Stökkva, 

þora að stökkva, 

gegnum dauð­ann, 

inn í líf­ið, 

stökkva, 

þora að stökkva, 

gegnum myrkrið, 

inn í ljósið, 

muna að lifa, 

að njóta þess, 

finna að sum­arið er þitt, 

muna að lifa, 

taka eitt skref áfram, 

eða aft­urá­bak ef þú vilt, 

nan­an­ana, nan­ann­ann­ana, 

nan­an­ana, nan­ann­ann­ana.

Í köldum mjólk­ur­kæli var pláss fyrir hlýtt við­mót, bjart bros og heilandi orð sem ylj­uðu mér á leið­inni heim á hjól­hesti mínum í 10 gráðum plús og vindi sem mæld­ist 5 metrar á sek­úndu.

Búð­ar­ferð þessi varð mér til mik­illar bless­un­ar, sem ég þakka Guði fyrir og auð­vitað einnig, guðs­barn­inu, henni Hrefnu.

Höf­undur er fv. sókn­ar­prest­ur.

Hér má hlusta á höf­und lesa grein­ina

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar