Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð

Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson fjalla um grundvallarbreytingu í afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga til dánaraðstoðar í aðsendri grein.

Ingrid og Bjarni
Auglýsing

Við kynn­ingu á B.S. rit­gerð Bryn­hildar K. Ásgeirs­dóttur við Háskóla Íslands á mál­þingi sem Sið­fræði­stofnun HÍ hélt föstu­dag­inn 6. maí sl. kom fram grund­vall­ar­breyt­ing á afstöðu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga til dán­ar­að­stoð­ar. Um fram­kvæmd við­horfskönn­unar seg­ir:

Svar­hlut­fall var 38% meðal lækna og 20% meðal hjúkr­un­ar­fræð­inga, 27% í heild. Svar­hlut­fall var því minna en í fyrri könn­un­um, en árið 2010 var svar­hlut­fallið um 49% og 55% árið 1995. Til sam­an­burðar bár­ust 278 svör í könn­un­inni árið 2010 og 234 árið 1995. Fjöldi þeirra sem svör­uðu var því sam­bæri­legur og í fyrri könn­un­um.

Afstaðan til dán­ar­að­stoðar

Hér eru svör við nokkrum spurn­ingum úr könn­un­inni sem fram­kvæmd var meðal lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga á aðgerð­ar- og með­ferð­ar­sviðum Land­spít­al­ans. Með spurn­ing­unni um dán­ar­að­stoð voru fjórar und­ir­spurn­ingar sem gefa dýpri sýn á svör­un. Aðal­spurn­ingin er þessi:

Auglýsing

Hver er afstaða þín til dán­ar­að­stoð­ar­/líkn­ar­dráps?

Rúm 42% lækna og 52% hjúkr­un­ar­fræð­inga hafa jákvæða afstöðu til dán­ar­að­stoð­ar. Stuðn­ing­ur­inn er meiri meðal almennra lækna en sér­fræð­inga þó ekki sé um að ræða mark­tækan mun. Aðeins 18% eru ekki fylgj­andi dán­ar­að­stoð af neinu tagi.

Ein und­ir­spurn­ingin er hvort við­kom­andi sé fylgj­andi að „lög­gjaf­inn og heil­brigð­is­yf­ir­völd opni laga­lega glufu fyrir líkn­ar­dráp/dán­ar­að­stoð deyj­andi sjúk­linga sem heil­brigð­is­starfs­fólk geti eftir fag­legri dóm­greind sinni og sam­ráði veitt hljóð­lega í und­an­tekn­inga­til­vikum mann­úð­ar.

Sam­tals 15% svar­enda styðja slíka lög­gjöf sem má túlka sem jákvæða fyrir mögu­leika á dán­ar­að­stoð. Sam­tals er því stuðn­ingur beggja starfs­hópanna yfir 50%.

Þegar svör eru borin saman milli ára­tuga má sjá að frá árinu 2010 hefur stuðn­ingur lækna auk­ist úr 18% í 54% á meðan stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga hefur farið úr 20% í 71%. Hefur því stuðn­ingur lækna þre­fald­ast frá 2010 og stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga hefur auk­ist enn meira.

Hér er því um að ræða grund­vall­ar­breyt­ingu á afstöðu beggja starfs­hópa!

Rökin gegn dán­ar­að­stoð

Þegar spurt var um rökin gegn dán­ar­að­stoð merktu 70% (af þeim 18% sem voru and­vígir) við val­mögu­leik­ann:

deyj­andi fólk í til­vist­ar­ang­ist á að fá bestu líkn­andi með­ferð sem völ er á og þannig getur heil­brigð­is­starfs­fólk hjálpað því best.

Þá segja 60% að …

það sam­ræm­ist ekki mark­miðum hjúkr­unar eða lækn­is­starfs­ins að deyða fólk.

auk þess sem 56% svara …

… hætt er við að fólk finni sig knúið til að biðja um líkn­ar­dráp/dán­ar­að­stoð sökum erf­iðra aðstæðna eða þrýst­ings ann­arra/­sam­fé­lags­ins.

Þá eru 42% sam­mála um að …

það getur aldrei sið­ferði­lega orðið réttur sjúk­lings (og þá skylda lækn­is) að fá aðstoð við að vera deyddur áður en nátt­úru­legan dauð­daga ber að garði.

Þá telja 40% að …

í öllum kerfum verða mis­tök. Dauð­inn er end­an­legur og því er ekki hægt að snúa mögu­lega rang­lega ákveðnu líkn­ar­drápi við. Það er of dýr­keypt.

Aðrar ástæður sem voru nefndar voru að helgi lífs­ins væri óví­rætt og eng­inn skyldi stytta líf mann­eskju við nokkrar aðstæður (9%).

Rökin fyrir dán­ar­að­stoð

Af þeim sjö val­kostum sem svar­endur sem fylgj­andi voru dán­ar­að­stoð gátu valið úr stóðu tveir upp úr. Þann fyrri studdu 58% (af þeim 47% sem voru fylgj­andi dán­ar­að­stoð), sem sagði að …

deyj­andi fólk í til­vist­ar­ang­ist og óbæri­legri líðan á að geta valið á milli líkn­andi með­ferðar eða þess að fá að biðja um dán­ar­að­stoð innan ramma öruggs fyr­ir­komu­lags.

Við þann seinni eru það 56% sem telja að …

sjálf­ræði yfir eigin lífi allt til hins síð­asta er eitt mik­il­væg­asta sið­ferð­is­verð­mæti hverrar per­sónu. Beiðni um dán­ar­að­stoð er óskin um hjálp við að deyja á sínum for­send­um, með reisn og á sinni stundu.

Þessu til við­bótar telja 44% að …

lífið er hin hinstu verð­mæti fólks, en í ljósi þess að vera deyj­andi og þjást óbæri­lega getur dán­ar­að­stoð verið hið hinsta góða sem beið­endur þess óska eftir af heil­brigð­is­kerf­inu.

37% velja val­kost­inn …

að deyða mann­eskju er ekki mark­mið heil­brigð­is­þjón­ustu, lækna eða hjúkr­un­ar­fræð­inga, en dán­ar­að­stoð er að beiðni hins deyj­andi og aldrei ráð­lögð af heil­brigð­is­starfs­fólki. Í augum þess sem biður er það vel­gjörð, ekki mis­gjörð.

Heilsu­fars­leg staða sjúk­lings, val og fram­kvæmd

Næsta spurn­ing varð­aði heilsu­fars­lega stöðu ein­stak­lings sem biður um dán­ar­að­stoð. 51% fylgj­enda dán­ar­að­stoðar eru á því að aðeins geti verið um deyj­andi sjúk­linga að ræða á meðan 54% telja að auk deyj­andi sjúk­linga eigi lang­veikt fólk í óbæri­legri til­vist­ar­ang­ist að geta fengið dán­ar­að­stoð.

Þegar spurt var um val, rétt­indi eða skyldu kom í ljós að 80% telja að sjúk­lingur eigi rétt til að biðja um dán­ar­að­stoð en ekki beinan rétt til fram­kvæmdar verks­ins (og því ekki skylda læknis / heil­brigð­is­kerf­is­ins). Dán­ar­að­stoð eigi að vera val­kvætt verk. Aftur á móti telja 12% að sjúk­lingur eigi rétt á dán­ar­að­stoð og þar af leið­andi að lækn­ir/heil­brigð­is­kerfið hafi sam­svar­andi skyldu til verks­ins.

Síð­asta und­ir­spurn­ingin fjall­aði um fram­kvæmd og völdu 13.5% svar­mögu­leik­ann að læknir komi beint að og fram­kvæmi deyð­ing­una sjálfur (ban­vænt lyf gefið í æð), sem er aðferðin sem er m.a. notuð í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg. 20% vilja að læknir gefi lyf­seðil fyrir ban­vænni lyfja­blöndu sem sjúk­lingur tekur sjálfur en þessi aðferð er m.a notuð í Sviss.

45% völdu svar­mögu­leik­ann að læknir geti hvort sem er fram­kvæmt deyð­ing­una eða gefið út lyf­seð­il­inn. Síð­ar­nefnda aðferðin nefn­ist oft „Or­egon“ aðferðin og er notuð í þeim ríkjum í Banda­ríkj­unum sem lög­leitt hafa dán­ar­að­stoð.

Nið­ur­staðan er því að helsta ástæða fyrir stuðn­ingi lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga er sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur ein­stak­lings­ins. Að maður ráði sjálfur yfir eigin lífi og dauða.

Afstaða þeirra óvissu

Af þeim sem eru óviss eða hafa ekki gert upp hug sinn (19% af heild­inni) svara 83% að málið sé mjög flókið sið­ferði­lega og að þeir fresti dómi um það í bili. 37% merkja við að skort hafi umræðu meðal íslensks heil­brigð­is­starfs­fólks og/eða heil­brigð­is­yf­ir­valda.

Alþingi hvatt til að sam­þykkja að láta fara fram alls­herjar könnun á afstöðu heil­brigð­is­starfs­manna

Á Alþingi liggur fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­laga um könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna. Sam­bæri­legar kann­anir hafa farið fram árin 1995 og 2010 og því kom­inn tími til að gera aftur könn­un. Lífs­virð­ing hvetur þing­menn ein­dregið að sam­þykkja hana til að stuðla að efn­is­meiri og betri umræðu um dán­ar­að­stoð. Þings­á­lykt­unin hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela heil­brigð­is­ráð­herra að láta gera skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­fólks um afstöðu þess til dán­ar­að­stoð­ar. Mark­miðið með gerð skoð­ana­könn­un­ar­innar verði að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heil­brigð­is­starfs­fólks til álita­efn­is­ins sem frekar hefur komið til opin­berrar umræðu eftir að skýrsla heil­brigð­is­ráð­herra um dán­ar­að­stoð var lögð fyrir Alþingi í sept­em­ber 2020. Skoð­ana­könn­un­inni er ætlað að kanna á hlut­lausan og vand­aðan hátt hvort og þá hvernig afstaða heil­brigð­is­starfs­fólks hefur breyst svo að unnt sé að vinna málið áfram. Ráð­herra kynni Alþingi nið­ur­stöður skoð­ana­könn­un­ar­innar á haust­þingi 2022.

Lífs­virð­ing hvetur Lækna­fé­lag Íslands til að breyta afstöðu sinni

Eins og nið­ur­stöð­urnar bera með sér hefur orðið grund­vall­ar­breyt­ing á afstöðu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga til dán­ar­að­stoð­ar. Lækna­fé­lag Íslands (LÍ) hefur frá upp­hafi haft mjög nei­kvæða afstöðu til dán­ar­að­stoðar og lagst alfarið gegn henni. LÍ hefur meira að segja dregið lapp­irnar í umræð­unni um dán­ar­að­stoð og frekar latt til hennar en hvatt eins og kemur fram í áliti félags­ins til þings­á­lykt­un­ar­inn­ar.

Lækna­fé­lög um heim allan hafa verið mik­ill and­stæð­ingur dán­ar­að­stoðar að und­an­skildum félögum lækna í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg þar sem dán­ar­að­stoð er heim­il. En síð­ustu fimm til tíu ár hefur átt sér stað sama grund­vall­ar­breyt­ing á afstöðu lækna til dán­ar­að­stoðar og kemur fram í við­horfskönnun Bryn­hildar K. Ásgeirs­dótt­ur. Mörg félög lækna, þar á meðal í Bret­landi, hafa breytt and­stöðu sinni í hlut­lausa og nokkur félög styðja hana nú.

Að ofan sögðu hvetur stjórn Lífs­virð­ingar Lækna­fé­lag Íslands til að end­ur­skoða afstöðu sína og lýsa yfir stuðn­ingi við dán­ar­að­stoð eða að minnsta kosti láta af and­stöðu sinni og virða það meiri­hluta­sjón­ar­mið lækna sem kemur fram í við­horfskönn­un­inni. Með því verður hægt að færa umræð­una á hærra stig.

Ingrid Kuhlman er for­maður Lífs­virð­ingar og Bjarni Jóns­son er stjórn­ar­maður Lífs­virð­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar