„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma

Gísli Pálsson segir að almenningur og lögregluyfirvöld þurfi að gera sér grein fyrir kynþáttafordómum þar sem hörundslitur yfirskyggir allt annað og haga störfum sínum eftir því. Lögum samkvæmt – og samvisku okkar vegna – eigum við að vera jöfn.

Auglýsing

Ég skrif­aði bók­ina um Hans Jón­atan, mann­inn sem stal sjálf­um, sér fyrir ára­tug eða svo. Þetta er saga af leys­ingja sem kom til Íslands árið 1802, gerð­ist versl­un­ar­maður og bóndi á Djúpa­vogi, kvænt­ist og eign­að­ist tvö börn. Afkom­endur hans eru nú um eitt þús­und. Skjöl úr þræla­heimi Dana sögðu Hans Jón­atan „múlatta“, móð­irin var vest­ur­-a­frísk amb­átt en fað­ir­inn lík­lega dansk­ur. Á tutt­ug­ustu öld var stundum talað um Hans Jón­atan sem „svarta mann­inn“ og Djúpi­vogur stundum kall­aður „Litla Kongó“.

Þegar bók mín kom út vakti það hins vegar sér­stak­lega athygli að sam­borg­arar Hans Jón­atans, fyrsta manns­ins af afrískum ættum sem sett­ist að á Íslandi, að því er best er vit­að, höfðu engan áhuga á hör­und­s­lit hans. Virt­ust ekki taka eftir litnum en mann­eskjan var vel met­inn þegn.

Á ein­hverju stigi bók­ar­rit­unar hafði ég stutt­lega fjallað um „kyn­þátta­hyggju“ sem „ein­kennd­ist af því að hör­unds­litur yfir­skyggði allt ann­að“. „Fólk væri múlatt­ar, lit­aðir eða negrar – og ekk­ert meir. Sam­fé­lagið sæi þá ævin­lega sem slíka og það end­ur­spegl­að­ist í öllum við­brögðum hvítra, hvað sem fólk ann­ars tæki sér fyrir hend­ur, eins og hör­und þeirra sem ekki voru hvítir væri einn alls­herjar fæð­ing­ar­blettur sem von­laust væri að losna við.“ Svo bætti ég við: „Þetta er við­horfið sem hefur verið kallað „svartur undir stýri“, „dri­v­ing while Black“.“

Auglýsing

Aug­ljós­lega sótti ég í smiðju fræði­manna og -kvenna sem höfðu verið að fjalla um fyr­ir­bærið kyn­þátta­hyggju og, ekki síð­ur, horft til fregna frá Banda­ríkj­unum og víðar þar sem sak­lausir blökku­menn urðu fyrir barð­inu á lög­reglu­mönnum sem „voru bara að vinna vinn­una sína“, eins og það hét. Með sem­ingi fjar­lægði ég til­vís­un­ina í „svarta undir stýri“ úr hand­rit­inu, kannski væri seilst of langt í bók um blökku­mann sem sett­ist að á Íslandi árið 1802.

Nú er öldin önn­ur. Und­an­farna daga hefur mér og mörgum öðrum orðið ljóst að í vax­andi mæli hvílir hör­unds­litur eins og mara yfir hug­skotum okkar þegar við ræðum um fjöl­menn­ingu, inn­flytj­end­ur, lög­gæslu og sam­skipti lög­reglu og þegn­anna. Þetta er kallað „racial profil­ing“ á sumum erlendum mál­um. Við erum enn að átta okkur á hvað þetta merkir og af hverju það er á dag­skrá, en við þurfum sann­ar­lega að leita að nýju tungu­taki sem tekur á fyr­ir­bær­inu, rétt eins og við höfum tamið okkur ný orð á öðrum sviðum jafn­rétt­is­mála.

Lög­reglan hefur hund­elt ungan dreng í Reykja­vík vegna hör­unds­litar hans, ruðst inn í stræt­is­vagn og bak­arí eftir ábend­ingar (byggðar á hör­und­s­lit og hár­greiðslu), í vissu þess að þar sé á ferð afbrota­maður sem leitað er að. „Hlaut lög­reglan ekki að bregð­ast við með þessum hætt­i?“ hafa margir sagt. Nú fer vart á milli mála að lög­reglan var EKKI að vinna vinn­una sína, sýndi ekki nær­gætni, hrökk bara í gang af því að það var „svartur maður undir stýri“.

Mik­il­vægt er að við nálg­umst rót vand­ans sem kyn­þátta­hyggjan felur í sér. Við þurfum að smíða ný hug­tök á íslensku, vissu­lega geta þau verið þung undir tönn í fyrstu en þau ættu að venj­ast í heið­ar­legri og opin­skárri umræðu. Ein góð til­laga í þessa veru er nýyrðið „kyn­þátta­mörkun“, sem minnir á marka­lín­ur, merki og marka­skrár. Almenn­ingur og lög­reglu­yf­ir­völd þurfa að gera sér grein fyrir alvöru kyn­þátta­for­dómum þar sem hör­unds­litur yfir­skyggir allt annað og haga störfum sínum eftir því. Lögum sam­kvæmt, og sam­visku okkar vegna, eigum við að vera jöfn. Marka­skrá lýð­veld­is­ins á ekki að helg­ast af svörtu og hvítu.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í mann­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar