„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma

Gísli Pálsson segir að almenningur og lögregluyfirvöld þurfi að gera sér grein fyrir kynþáttafordómum þar sem hörundslitur yfirskyggir allt annað og haga störfum sínum eftir því. Lögum samkvæmt – og samvisku okkar vegna – eigum við að vera jöfn.

Auglýsing

Ég skrif­aði bók­ina um Hans Jón­atan, mann­inn sem stal sjálf­um, sér fyrir ára­tug eða svo. Þetta er saga af leys­ingja sem kom til Íslands árið 1802, gerð­ist versl­un­ar­maður og bóndi á Djúpa­vogi, kvænt­ist og eign­að­ist tvö börn. Afkom­endur hans eru nú um eitt þús­und. Skjöl úr þræla­heimi Dana sögðu Hans Jón­atan „múlatta“, móð­irin var vest­ur­-a­frísk amb­átt en fað­ir­inn lík­lega dansk­ur. Á tutt­ug­ustu öld var stundum talað um Hans Jón­atan sem „svarta mann­inn“ og Djúpi­vogur stundum kall­aður „Litla Kongó“.

Þegar bók mín kom út vakti það hins vegar sér­stak­lega athygli að sam­borg­arar Hans Jón­atans, fyrsta manns­ins af afrískum ættum sem sett­ist að á Íslandi, að því er best er vit­að, höfðu engan áhuga á hör­und­s­lit hans. Virt­ust ekki taka eftir litnum en mann­eskjan var vel met­inn þegn.

Á ein­hverju stigi bók­ar­rit­unar hafði ég stutt­lega fjallað um „kyn­þátta­hyggju“ sem „ein­kennd­ist af því að hör­unds­litur yfir­skyggði allt ann­að“. „Fólk væri múlatt­ar, lit­aðir eða negrar – og ekk­ert meir. Sam­fé­lagið sæi þá ævin­lega sem slíka og það end­ur­spegl­að­ist í öllum við­brögðum hvítra, hvað sem fólk ann­ars tæki sér fyrir hend­ur, eins og hör­und þeirra sem ekki voru hvítir væri einn alls­herjar fæð­ing­ar­blettur sem von­laust væri að losna við.“ Svo bætti ég við: „Þetta er við­horfið sem hefur verið kallað „svartur undir stýri“, „dri­v­ing while Black“.“

Auglýsing

Aug­ljós­lega sótti ég í smiðju fræði­manna og -kvenna sem höfðu verið að fjalla um fyr­ir­bærið kyn­þátta­hyggju og, ekki síð­ur, horft til fregna frá Banda­ríkj­unum og víðar þar sem sak­lausir blökku­menn urðu fyrir barð­inu á lög­reglu­mönnum sem „voru bara að vinna vinn­una sína“, eins og það hét. Með sem­ingi fjar­lægði ég til­vís­un­ina í „svarta undir stýri“ úr hand­rit­inu, kannski væri seilst of langt í bók um blökku­mann sem sett­ist að á Íslandi árið 1802.

Nú er öldin önn­ur. Und­an­farna daga hefur mér og mörgum öðrum orðið ljóst að í vax­andi mæli hvílir hör­unds­litur eins og mara yfir hug­skotum okkar þegar við ræðum um fjöl­menn­ingu, inn­flytj­end­ur, lög­gæslu og sam­skipti lög­reglu og þegn­anna. Þetta er kallað „racial profil­ing“ á sumum erlendum mál­um. Við erum enn að átta okkur á hvað þetta merkir og af hverju það er á dag­skrá, en við þurfum sann­ar­lega að leita að nýju tungu­taki sem tekur á fyr­ir­bær­inu, rétt eins og við höfum tamið okkur ný orð á öðrum sviðum jafn­rétt­is­mála.

Lög­reglan hefur hund­elt ungan dreng í Reykja­vík vegna hör­unds­litar hans, ruðst inn í stræt­is­vagn og bak­arí eftir ábend­ingar (byggðar á hör­und­s­lit og hár­greiðslu), í vissu þess að þar sé á ferð afbrota­maður sem leitað er að. „Hlaut lög­reglan ekki að bregð­ast við með þessum hætt­i?“ hafa margir sagt. Nú fer vart á milli mála að lög­reglan var EKKI að vinna vinn­una sína, sýndi ekki nær­gætni, hrökk bara í gang af því að það var „svartur maður undir stýri“.

Mik­il­vægt er að við nálg­umst rót vand­ans sem kyn­þátta­hyggjan felur í sér. Við þurfum að smíða ný hug­tök á íslensku, vissu­lega geta þau verið þung undir tönn í fyrstu en þau ættu að venj­ast í heið­ar­legri og opin­skárri umræðu. Ein góð til­laga í þessa veru er nýyrðið „kyn­þátta­mörkun“, sem minnir á marka­lín­ur, merki og marka­skrár. Almenn­ingur og lög­reglu­yf­ir­völd þurfa að gera sér grein fyrir alvöru kyn­þátta­for­dómum þar sem hör­unds­litur yfir­skyggir allt annað og haga störfum sínum eftir því. Lögum sam­kvæmt, og sam­visku okkar vegna, eigum við að vera jöfn. Marka­skrá lýð­veld­is­ins á ekki að helg­ast af svörtu og hvítu.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í mann­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar