Lærum af byrjendamistökum fjölmenningar

Anna Lára Steindal
10191488943_5ec28a8b53_k-1.jpg
Auglýsing

Í nýút­kominni skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs um töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um erlenda rík­is­borg­ara og inn­flytj­endur á Íslandi er að finna áhuga­verðar upp­lýs­ingar um íslenskt sam­fé­lag og þróun þess s.l. tíu ár. Skýrslan sýnir meðal annar að inn­flytj­endum á Íslandi fer nú fjölg­andi eftir að hafa fækkað nokkuð á eft­ir­hru­nár­unum og töldu þeir í árs­byrjun 22. 744 ein­stak­linga. 30.979 ef önnur kyn­slóð er með­tal­in. Önnur kyn­slóð er skil­greind sem börn inn­flytj­enda sem fædd eru á Íslandi af for­eldrum sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Um 9.5% íbúa á Íslandi telj­ast þannig til inn­flytj­enda af fyrstu og annarri kyn­slóð.

Eitt af því sem vekur athygli í skýrsl­unni er að fækkun inn­flytj­enda á Íslandi varð minni í kjöl­far hruns­ins en margir ætla. Fjöld­inn var 24.379 þegar mest var í árs­byrjun 2009 en tæp­lega 21.000 í árs­byrjun 2012 þegar fæst var.

Töl­fræðiÍ skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs er einnig að finna töl­fræði­legar upp­lýs­ingar sem sýna að þó svo að inn­flytj­endum hafi fækkað minna eftir hrund en margir héldu hefur sam­setn­ing hóps­ins breyst veru­lega. Til að byrja með voru flestir inn­flytj­endur á Íslandi karl­menn sem komu til Íslands til að vinna, far­and­verka­menn. Árið 2008 voru karl­menn í hópi inn­flytj­enda um 5000 ein­stak­lingum fleiri en kon­ur, sex árum síðar er kynja­hlut­fallið nán­ast jafnt. Töl­urnar sýna líka mikla fjölgun inn­flytj­enda­barna á Íslandi. Á tíu ára tíma­bili, 2004 – 2014, fjölg­aði inn­flytj­enda­börnum á leik­skólum á Íslandi um 52% og börnum með annað móð­ur­mál en íslensku í grunn­skólum lands­ins fjölg­aði um 49%. Þá eru flest þeirra barna sem telj­ast til ann­arar kyn­slóðar fædd árið 2009 eða síðar –eftir hrun.

Ein skýr­ing á þessu er sú, að þegar þeim störfum sem far­and­verka­menn sinntu fækk­aði mikið í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar 2008 héldu margir verka­mann­anna á nýjar slóðir og til nýrra starfa. Þeir sem eftir urðu létu margir hverjir senda eftir fjöl­skyldum sín­um, enda gengi og aðrar aðstæður á fjár­mála­mark­aði þá með þeim hætti að erfitt var að senda pen­inga heim til að sjá fyrir fjöl­skyld­unni, einsog og margir þeirra höfðu gert. Önnur skýr­ing er sú að hér höfðu inn­flytj­endur verið partur af íslenskum vinnu­mark­aði árum saman og unnið sér inn rétt­indi, t.d. til atvinnu­leys­is­bóta, sem þeir nutu hvorki í heima­land­inu né annar stað­ar. Þá sat hluti inn­flytj­enda á Íslandi eftir í eins konar eign­ar­fjötrum eftir hrun, til dæmis með fast­eignir eða bíla sem ekki gekk að selja.

Auglýsing

Það er því ljóst að eftir 2008 urðu mál­efni inn­flytj­enda enn meiri áskorun en á upp­gangs­ár­unum sem leiddu til hruns­ins. Fjöl­skyldur er þjón­ustu­þyngri hópur en verka­menn sem eru þurft­ar­litlir í þeim efn­um. Það var því afar óhepp­li­leg þróun að eftir því sem áskor­un­unum fjölg­aði minnk­aði fjár­magn og áhersla á að byggja upp á Íslandi far­sælt fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag þar sem íbúar njóta jafnra tæki­færa og lífs­kjara. Stjórn­sýslan á báðum stjórn­sýslu­stigum gaf sér að svo margir inn­flytj­endur hefðu snúið aftur til síns heima að rétt­læt­an­legt væri að draga veru­lega úr fjár­magni og vinnu að mála­flokkn­um. Sem var kol­rangt mat. Síðan hefur ekki tek­ist að snúa þeirri óheilla­þróun við og mál­efni inn­flytj­enda hafa ekki verið í brennid­epli á Íslandi einsog þau hefðu þurft að vera á þessum mót­un­ar­árum hins íslenska fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags.

Byrj­enda­mis­tök fjöl­menn­ingarÁ Íslandi hefur verið tæk­fi­æri til þess að læra af því sem við getum kallað byrj­enda­mis­tök fjöl­menn­ing­ar­inn­ar. En blikur eru á lofti um að við séum að glutra tæki­fær­inu niður og end­ur­taka mis­tök Evr­ópu nán­ast óbreytt: hverfi þar sem meira en fjórð­ungur íbúa er inn­flytj­endur er að mynd­ast í Breið­holti, rann­sóknir benda til þess að inn­flytj­endur hafi að meðal tali um þriðj­ungi lægri laun en Íslend­ing­ar, atvinnu­leysi meðal inn­flytj­enda er mun meira en meðal inn­fæddra, inn­flytj­endum sem hljóta refsi­dóma fjölgar hlut­falls­lega, önnur kyn­slóð inn­flytj­enda er ólík­legri til þess að mennta sig. Í stuttu máli sagt; inn­flytj­endur á Íslandi njóta lak­ari lífs­kjara og færri tæki­færa en almennt ger­ist meðal inn­fæddra og félags­leg vanda­mál virð­ast fara vax­andi í þeirra hópi. Þá bendir ýmis­legt einnig til þess að for­dómar í garð inn­flytj­enda fari vax­andi (sjá t.d. skýrslu Rauða kross­ins á Íslandi – Hvar þrengir að?).

Það er vill­andi að ræða um þetta sem inn­flytj­enda­vanda, þó vissu­lega séu margar áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir að leysa þegar mál­efni inn­flytj­enda eru ann­ars veg­ar. Nær væri að lýsa því sem við erum gjörn á að lýsa sem vanda tengt nnflytj­endum sem nýrri stétt­skipt­ingu sem grund­vall­ast á upp­runa og/eða þjóð­erni. Stétt­skipt­ing er vandi sam­fé­lags­ins alls, ekki bara þeirrar stéttar sem höllustum fæti stend­ur. Sömu þróun má rekja í öðrum Evr­ópu­löndum þar sem vand­inn hefur undið upp á sig og má segja að sé nú kom­inn úr bönd­unum þar sem ofbeldi, átök og sundr­ung er því miður dag­legt brauð.

Ein ástæða þess að okkur hefur ekki lán­ast að læra af því sem miður fór í Evr­ópu er að við höfum ekki farið í djúpa  hug­mynda­fræði­lega sam­ræðu um hvert við stefnum með fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­ið, áskor­an­irnar sem við stöndum frammi fyrir og hvernig við getum raun­veru­lega stýrt þró­un­inni til að auka lík­urnar á því að við náum settu mark­miði. Í Evr­ópu „bara gerð­ist það“ að fjöl­menn­ing­ar­prójektið fór úr bönd­unum sem leiddi til átaka og sundr­ung­ar. Á Íslandi höfum við sem áður segir tæki­færi til að nýta okkur rann­skónir og grein­ingu á því sem miður fór (fræði­menn hafa legið yfir þeim rann­sóknum í að minnsta kosti tutt­ugu ár) og ein­beita okkur að því að gera hlut­ina öðru­vísi, beita því sem við getum kallað fjöl­breyti­leika­stjórnun til þess að vinna jafn­óðum úr þeim málum sem koma upp og fyr­ir­byggja að vanda­málin vaxi okkur yfir höf­uð.

Nýjar lausnir krefj­ast sam­tals og sam­vinnuÞví miður erum við ekki að nýta þetta tæki­færi nógu vel, einsog töl­fræðin úr skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs sýn­ir. Í stað þess að marka okkur skýra sýn um hvert við stefnum erum við of mikið að bregð­ast við vanda og þá gjarnan með því að nýta okkur aðferðir Evr­ópu. Auð­vitað getum við ýmis­legt sótt til Evr­ópu, ekki síst lær­dóm af því sem miður fór. En við verðum að hafa hug­fast að þær aðferðir sem hafa þró­ast í Evr­ópu eru við­brögð við vanda sem hefur byggst upp á löngum tíma (saga fjöl­menn­ingar í Evr­ópu hófst eftir seinni heims­styrj­öld­ina) og þarfn­ast því allt ann­arar nálg­unar en verk­efni fjöl­menn­ingar á Íslandi sem eru á byrj­un­ar­stigi (varð knýj­andi við­fangs­efni á fyrsta ára­tug 21. ald­ar­inn­ar). Ég ítreka að við getum margt lært af Evr­ópu, en með því að beita þess­ari aðferð­ar­fræði erum við því miður allt eins lík­leg til þess að flytja inn vanda einsog að koma í veg fyrir hann. Í stað þess að ein­beita okkur að því að mál­efni inn­flytj­enda verði ekki vanda­mál erum við þannig að beina athygl­inni að því að takast á við inn­flytj­enda­vand­ann þegar hann hefur þró­ast og gefum okkur að sömu áskor­anir hlað­ist upp á Íslandi og Evr­ópa glímir nú við. Sem er alls ekki sjálf­gef­ið.

Ein ástæða þess að við á Íslandi erum að beita þess­ari tak­mörk­uðu nálg­un, sem kemur í veg fyrir að við nýtum okkur fylli­lega reynslu ann­arra landa er sú að sjón­ar­hornið sem höfum á mál­efni inn­flytj­enda er of þröngt og sam­vinnu skort­ir, ekki síst við inn­flytj­endur sjálfa. Ef okkur á að takast nýta tæki­færið til fulls verðum við að nálg­ast fjöl­menn­ingu bæði sem hug­mynda­fræði­legt við­fangs­efni og praktískt úrlausn­ar­efni á sviði stjórn­sýslu og sam­fé­lags. Þar skiptir sköpum að efla sam­vinnu og sam­ræðu, finna skap­andi lausnir í ein­lægri og eig­in­legri sam­vinnu við þá sem lifa hinn fjöl­menn­ing­ar­lega veru­leika.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None