Lágtekjuvandi lífeyrisþega

Stefán Ólafsson bendir á að opinber útgjöld íslenska ríkisins vegna lífeyrisgreiðslna í gegnum almannatryggingar eru þau fimmtu lægstu meðal OECD-ríkjanna og lágtekjuvandi lífeyrisþega er óeðlilega mikill á Íslandi.

Auglýsing

Í nýrri skýrslu minni og Stef­áns Andra Stef­áns­sonar um Kjör líf­eyr­is­þega (www.lif­eyr­is­kerfid.is), sem Efl­ing gefur út, er meðal ann­ars fjallað um lág­tekju­vanda líf­eyr­is­þega á Ísland­i. 

Besta líf­eyr­is­kerfi í heimi?

Lengi hefur verið talað um að Íslandi hafi eitt besta líf­eyr­is­kerfi í heimi. Þá var oft­ast verið að vísa til þess að hér væri þriggja stoða líf­eyr­is­kerfi (meg­in­stoð­irnar eru almanna­trygg­ingar og líf­eyr­is­sjóð­ir, en að auki er val­frjáls sér­eigna­sparn­að­ur). Minna hefur verið rætt um virkni kerf­is­ins eða hversu vel það skilar líf­eyr­is­þegum fram­færslu­tekjum í þessu sam­bandi. Það er hins vegar megin við­fangs­efni ofan­greindrar skýrslu.

Ein meg­in­nið­ur­staða skýrsl­unnar er sú að önnur af tveimur höf­uð­stoðum líf­eyr­is­kerf­is­ins (al­manna­trygg­ingar – TR) skili ekki sínu og því sé virkni kerf­is­ins ófull­nægj­andi. Þess sér merki í tvennu: opin­ber útgjöld íslenska rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna í gegnum almanna­trygg­ingar er þau fimmtu lægstu meðal OECD-­ríkj­anna og lág­tekju­vandi líf­eyr­is­þega er óeðli­lega mik­ill á Íslandi. Um þetta eru sýnd marg­vís­leg gögn í skýrsl­unni.

Í þess­ari grein verður sjónum sér­stak­lega beint að lág­tekju­vanda meðal beggja helstu hópa líf­eyr­is­þega: eldri borg­ara og öryrkja. Á mynd 1 má sjá heild­ar­yf­ir­lit um umfang lág­tekju­vand­ans ef lág­tekju­við­miðið er sett við 350.000 krónur á mán­uði. Miðað er við heild­ar­tekjur á mán­uði fyrir skatt, skv. skatt­fram­tölum árs­ins 2019 (tekjuár 2018).

Mynd 1: Stærð lágtekjuvanda lífeyrisþega og fólks á vinnualdri. Myndin sýnir hlutfall hvers hóps sem er með heildartekjur undir 350.000 krónum á mánuði – fyrir skatt, skv. skattframtölum ársins 2019. Heimild: Kjör lífeyrisþega, kafli IV.

Hér má sjá að um 40% öryrkja eru undir þessum lág­tekju­mörkum og þriðj­ungur eldri borg­ara. Meðal fólks á vinnu­aldri er hlut­fallið hins vegar um 22%. Í skýrsl­unni eru sýnd hlut­föll þess­ara hópa sem eru undir bæði enn lægra lág­tekju­við­miði (300.000 kr. – 24% öryrkja og 15% eldri borg­ara) og hærra lág­tekju­við­miði (400.000 krónum – 55% öryrkja og 52% eldri borg­ara eru undir því). 

Þessi lág­tekju­við­mið eru heild­ar­tekjur fyrir skatt. Á þessu tekju­ári tók ríkið svo rúmar 75.000 krónur í tekju­skatt af 350.000 krónum þannig að eftir voru um 275.000 til að lifa af fyrir ein­hleypa líf­eyr­is­þega. 

Auglýsing
Þetta eru allt of stórir hópar líf­eyr­is­þega sem eru undir þessum lág­tekju­mörkum til að líf­eyr­is­kerfið geti talist við­un­andi í núver­andi formi. 

Snúum okkur nú til árs­ins í ár og berum saman fram­færslu­kostnað ein­hleyps elli­líf­eyr­is­þega og ráð­stöf­un­ar­tekjur eftir skerð­ingar og skatt. Fram­færslu­kostn­aður ein­hleyps líf­eyr­is­þega sem býr einn er áætl­aður um 350.000 krónur á mán­uði, en það er upp­reiknað við­mið stjórn­valda til 2021 að við­bættri hóf­legri leigu fyrir 45 fer­metra íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Til að ná 350.000 krónum í ráð­stöf­un­ar­tekjur þarf líf­eyr­is­þegi að hafa um 450.000 krónur í heild­ar­tekjur fyrir skatt. 

Hvernig geta líf­eyr­is­þegar sem ein­göngu hafa tekjur frá almanna­trygg­ingum og líf­eyr­is­sjóðum kom­ist yfir 350.000 króna markið í ráð­stöf­un­ar­tekjum og þar með átt fyrir lág­marks fram­færslu­kostn­aði? Líf­eyr­is­þegar sem eru á þessu tekjuslóðum eru fyrst og fremst með tekjur frá almanna­trygg­ingum og líf­eyr­is­sjóð­um.

Á mynd 2 er sýnt hvernig ráð­stöf­un­ar­tekjur líf­eyr­is­þega (svörtu súl­urn­ar) hækka með hækk­andi greiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum (lá­rétti ásinn) og lækk­andi greiðsl­um  frá TR (ljósu súl­urn­ar). Þar má líka sjá hvenær ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar nálg­ast fram­færslu­við­miðið (rauða súlan á mynd­inn­i). 

Mynd 2: Hvernig ráðstöfunartekjur breytast eftir upphæð greiðslna frá lífeyrissjóðum (svörtu súlurnar). M.v. einhleypan ellilífeyrisþega sem býr einn. Heimild: Reiknivél TR.

Á mynd­inni má hversu miklar tekjur frá líf­eyr­is­sjóðum ein­hleypur elli­líf­eyr­is­þegi þarf til að kom­ast að og síðan yfir fram­færslu­við­miðið (rauða súlan), að teknu til­liti til þess sem hann fær frá TR eftir skerð­ingar og skatt.

Eins og sjá má hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur mjög hægt við hverjar 50 þús­und sem líf­eyr­is­þegar fá auka­lega frá líf­eyr­is­sjóð­um, eða um rúm­lega 13.000 krón­ur. 

Í reynd þarf ein­hleypur elli­líf­eyr­is­þegi að vera með meira en 200 þús­und krónur úr líf­eyr­is­sjóði til að ná upp í lág­marks fram­færslu­við­miðið (350.000 krónur á mán­uð­i). Á þeim punkti er búið að skerða greiðslur til hans frá TR um nærri 100.000 krónur (úr 333.258 niður í 233.683 kr.) þó við­kom­andi líf­eyr­is­þegi sé rétt að nálg­ast fram­færslu­við­mið stjórn­valda. Þetta eru auð­vitað óhóf­legar skerð­ingar hjá fólki sem er með ráð­stöf­un­ar­tekjur undir lág­marks fram­færslu­mörk­um.

Ef myndin er gerð á sam­bæri­legan hátt fyrir örorku­líf­eyr­is­þega kemur í ljós að öryrki sem býr einn þarf að vera með meira en 300 þús­und krónur á mán­uði úr líf­eyr­is­sjóði til að kom­ast upp fyrir fram­færslu­við­mið árs­ins 2021 í ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um, eftir skerð­ingar og skatt. Ástæðan fyrir því að öryrki þarf meira en elli­líf­eyr­is­þegi til að ná þessu marki er að skerð­ingar hjá TR eru meiri meðal öryrkja en meðal elli­líf­eyr­is­þega. 

Eðli­leg hugsun að baki skerð­ingum er sú, að hærri tekju­hópar séu skertir út úr greiðslum frá almanna­trygg­ingum því þeir þurfi ekki á þeim að halda, t.d. fólk sem er með meira en 800 þús­und eða milljón á mán­uði frá líf­eyr­is­sjóð­um. Á Íslandi er hins vegar byrjað að skerða greiðslur TR til líf­eyr­is­þega þó þeir séu enn undir lág­tekju­mörkum og löngu áður en þeir ná lág­marks við­miði stjórn­valda um hvað fólk þurfi sér til fram­færslu. 

Þetta eru væg­ast sagt öfga­fullar útfærslur á skerð­ing­ar­reglum í íslenska almanna­trygg­inga­kerf­in­u. 

Orsakir lág­tekju­vand­ans

Í skýrsl­unni er sýnt á ítar­legan og marg­vís­legan hátt hvernig of lágur grunnur líf­eyris TR (óskertur líf­eyr­ir) og það hversu snemma skerð­ingar hans byrja við lágar aðrar tekjur gerir það að verkum að líf­eyr­is­þegar þjapp­ast í óeðli­lega miklum mæli í lægstu þrep tekju­stig­ans í sam­fé­lag­inu. Þess vegna verður lág­tekju­vandi þeirra svo mik­ill sem raun ber vitni.

Það er ekki nóg að hafa rétta bygg­ingu á líf­eyr­is­kerf­inu, heldur verða báðar meg­in­stoð­irnar að skila sínu til að fram­færsla líf­eyr­is­þega verði við­un­andi. Almanna­trygg­ingar (TR) eru ekki að skila sínu í dag. Það kemur fram í óvenju litlum útgjöldum rík­is­ins vegna líf­eyr­is­greiðslna og í of miklum lág­tekju­vanda líf­eyr­is­þega. 

Lág­tekju­vand­inn er mun algeng­ari hjá þeim sem hafa starfað á almennum mark­aði á starfs­ferli sínum en hjá opin­berum starfs­mönn­um. Ástæðan er lak­ari líf­eyr­is­rétt­indi á almennum mark­aði. Þó samið hafi verið árið 2016 um hækkun iðgjalda til að jafna þennan mun frá og með 2018 þá mun það taka hátt í 40 ár til við­bótar að kom­ast að fullu til fram­kvæmda með árlegri upp­söfnun rétt­inda í líf­eyr­is­sjóðum almenna mark­að­ar­ins. Á meðan þarf TR að leggja meira til líf­eyr­is­greiðslna en nú er.

Í skýrsl­unni er sýnt hvernig lág­tekju­vand­inn kemur til og hvernig leið­rétta má hann og koma líf­eyr­is­kerf­inu á þann stað að það rísi undir vænt­ing­um. 

Hækkun grunn­s­ins í almanna­trygg­ingum og veru­lega aukið frí­tekju­mark gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum skilar veru­legum lag­fær­ingum á almanna­trygg­ingum og lagar lág­tekju­vand­ann. Síðan ætti auð­vitað einnig að hækka frí­tekju­mark gagn­vart atvinnu­tekjum umtals­vert eða afnema skerð­ingar vegna þeirra að fullu, eins og gert er í Nor­egi og Sví­þjóð. 

Áætl­aður kostn­aður við svona lag­fær­ingu á almanna­trygg­inga­kerf­inu er um 30 millj­arðar í auknum útgjöldum rík­is­ins til líf­eyr­is­greiðslna. Síðan fær ríkið drjúgan hluta af því aftur til baka í skatt­tekjum þannig að nettó kostn­aður rík­is­ins verður ekki mikið meira en 20 millj­arðar á ári.

Allt eru þetta vel við­ráð­an­leg mark­mið sem setja þarf á odd­inn og fram­kvæma strax á næsta ári. 

Höf­undur er pró­fessor emeritus og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar