Land tækifæranna

Jón Baldvin Hannibalsson segir að norræna módelið eigi ekki að uppræta kapítalismann, heldur beisla hann.

Auglýsing

Það fer vart fram hjá nein­um, að nýfrjáls­hyggju­liðið í Sjálf­stæð­is­flokknum heyr nú kosn­inga­bar­áttu sína undir kjör­orð­inu: „Land tæki­færanna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tíma­ritið Economist sér­staka skýrslu um nor­ræna mód­el­ið. Höf­und­arnir komust að þeirri nið­ur­stöðu, að nor­ræna mód­elið væri „the most success­ful soci­o-economic model on the planet“, á öld hnatt­væð­ing­ar. Í því hefði tek­ist að sam­eina and­stæð­urnar „hag­kvæmni og jöfn­uð“. Nor­ræna mód­elið væri hvort tveggja í senn, sam­keppn­is­hæf­asta og mesta jafn­að­ar­þjóð­fé­lag á jarð­ríki. Það hefði afdrátt­ar­laust leyst Amer­íku af hólmi sem „land tæki­færanna“.

En höf­undur skýrsl­unn­ar, hr. Woold­ridge, reynd­ist vera illa smit­aður af bakt­eríu nýfrjáls­hyggj­unnar eins og fleiri. Hann reyndi því að gera sitt besta til að þakka sænskum íhalds­mönn­um, sem hafa verið við völd  skamma hríð á sein­ustu árum, fyrir þennan óvið­jafn­an­lega árang­ur. Sann­leik­ur­inn er hins vegar sá, að sænska vel­ferð­ar­rík­ið, þessi völ­und­ar­smíð sænskra jafn­að­ar­manna, stendur óhögguð. Sænskir íhalds­menn hafa ekki dirfst að hagga við und­ir­stöð­un­um, heldur orðið að láta sér nægja að fitla við smá­breyt­ingar á jaðr­in­um.

Ég sendi því bréf til rit­stjór­ans með rök­studdri gagn­rýni á þessi áróð­urs­brögð. Það segir sína sögu um rit­stjórn­ar­stefnu Economist, að þrátt fyrir að þeir hafi óskað sér­stak­lega eftir við­brögðum les­enda sinna, stungu þeir athugasa­semdum mínum undir stól. Ég þyk­ist vita, að Kjarn­inn þori að birta það sem rit­stjóri Economist þorði ekki að trúa les­endum sínum fyr­ir. Hér kemur það:

Auglýsing
Hr. Rit­stjóri: Til­raun hr. Woold­rig­de  til að skýra ótví­ræðan árangur nor­ræna mód­els­ins á öld hnatt­væð­ingar sem ein­hvers  konar frjáls­hyggju­fix á sein­ustu árum (sjá special report: The Nor­dic Mod­el, feb.2. 2013) er ekki ein­asta fjarri sanni, heldur bein­línis aumk­un­ar­vert. 

 Nor­ræna mód­elið er ekki um það að upp­ræta kap­ít­al­ismann, heldur um að  beisla hann. Það er ekki um það að útrýma mark­aðs­kerf­inu, þar sem það á við, heldur um það að við­halda sam­keppni með við­eig­andi rík­is­í­hlut­un, í þágu almanna­hags­muna.

Það er ekki  hvað síst fyrir þá sök, að for­ystu­mönnum á Vest­ur­lönd­um, undir áhrifum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, hefur láðst að fylgja þessu for­dæmi, sem veldur því, að Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið eru nú í djúpri kreppu. Það er eins og Tage Erland­er, for­sæt­is­ráð­herra Svía í tæpan ald­ar­fjórð­ung og einn helsti umbóta­fröm­uður jafn­að­ar­manna á sein­ustu öld sagði: Mark­að­ur­inn er þarfur þjónn en óþol­andi hús­bónd­i“.

Öfugt við breska Verka­manna­flokk­inn og sós­í­alista­flokka á meg­in­landi Evr­ópu þjóð­nýttu sænskir jafn­að­ar­menn nán­ast ekk­ert í atvinnu­líf­inu, þótt þeir tryggðu sam­eign þjóð­ar­innar að lögum á landi og auð­lind­um. Sem  ráð­andi stjórn­ar­flokkur í  u.þ.b. 70 ár byggðu þeir eitt mesta jafn­að­ar­þjóð­fé­lag á jarð­ríki. Þeir gerður það m.a. með stig­hækk­andi skatt­lagn­ing­u,  gjald­frjálsum aðgangi að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu, skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um, virkri vinnu­mark­aðspóli­tík til að upp­ræta atvinnu­leysi,  nægu fram­boði félags­legs hús­næðis á við­ráð­an­legum kjörum og með marg­vís­legum aðgerðum til að tryggja jafn­ræði kynj­anna í reynd.

Með þessum úrræðum útvíkk­uðuð þeir frelsi ein­stak­lings­ins í verki, eins og Olof Palme var óþreyt­andi að minna á, og komu í veg fyr­ir, að frelsið væri í reynd for­rétt­indi fárra.

Það sem skil­greinir sér­stöðu nor­ræna mód­els­ins er þetta: Full­trúar vinnu­aflsins – ekki eig­endur fjár­magns­ins – byggðu  jafn­að­ar­sam­fé­lag í krafti lýð­ræð­is,  í stað þess að sætta sig við þann ójöfn­uð, sem óheftur mark­aður skap­ar. Þetta er eina þjóð­fé­lags­gerð­in,  sem mótuð var í hug­mynda­fræði­legum átökum sein­ustu aldar og stað­ist hefur dóm reynsl­unnar á öld alþjóða­væð­ingar – með yfir­burð­u­m. 

Hr. Woold­ridge við­ur­kennir þetta með eft­ir­far­andi orð­um: „Þjóð­fé­lög Norð­ur­landa­búa hafa það umfram flesta aðra að virkja hæfi­leika því sem næst allra... Þar er lang­mestur félags­legur hreyf­an­leiki (e. social mobility) í heim­in­um, þ.e. getan til að vinna sig upp úr fátækt til bjarg­álna. Sam­an­burður háþró­aðra þjóð­fé­laga, sem mælir félags­legan hreyf­an­leika, leiðir í ljós, að Norð­ur­lönd (Dan­mörk, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land) skipa 4 efstu sæt­in. Banda­ríkin og Bret­land, höf­uð­vígi nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sitja eftir á botn­in­um. 

Og Wool­bridge heldur áfram: „Norð­ur­landa búar eru að mestu lausir við þjóð­fé­lags­mein, sem hrjá Banda­rík­in. Nán­ast sama á hvaða mæli­kvarða við metum heil­brigði þjóð­fé­lags­ins – á hag­ræna mæli­kvarða eins og fram­leiðni og tækni­fram­farir eða félags­lega kvarða eins og um ójöfnuð og glæp­a­starf­semi -  eru Norð­ur­löndin í fremstu röð“.

Með öðrum orð­um: Nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið skarar langt fram úr Amer­íku sem „land tæki­færanna“ – sem einu sinni átti að vera hold­gerv­ing amer­íska draums­ins.

Við­leitni hr. Woold­ridge til að þakka þennan eft­ir­breytni­verða árangur nýfrjáls­hyggju- trú­boðum í röðum íhalds­manna, sem hafa notað tæki­færið til að krukka í kerfið hér og þar,  en hafa ekki dirfst að hagga und­ir­stöð­un­um, er mis­ráð­in, svo að ekki sé meira sagt. Nor­ræna mód­elið blív­ur, þrátt fyrir marg­vís­leg skemmd­ar­verk mark­aðstrú­boðs­ins.

Sumar þeirra „um­bóta“, sem hr. Wool­bridge tíundar máli sínu til sönn­un­ar, eins og t.d. sam­dráttur opin­bera geirans og lækkun jað­ar­skatta, eru breyt­ing­ar, sem voru vel á veg komnar í fjár­mála­ráð­herra­tíð Görans Per­son og síðan í for­sæt­is­ráð­herra­tíð hans. Aðr­ar, svo sem eins og einka­væð­ing á umönnun aldr­aðra, hefur að flestra mati reynst illa;  flokk­ast undir mis­tök, sem þarf að leið­rétta.

Nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið – and­stætt alræð­is­hyggju komm­ún­ism­ans og blindri mark­aðs­trú nýfrjáls­hyggj­unnar – er hið sögu­lega afrek verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hins póli­tíska arms henn­ar, jafn­að­ar­manna­flokk­anna á Norð­ur­lönd­um. Stað­reynd­irnar tala sínu máli. Þetta eru eft­ir­sókn­ar­verð­ustu þjóð­fé­lög í heim­i“.

NIЭUR­STAЭAN: Ef við viljum byggja upp „land tæki­færanna“ á Íslandi, eins og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um, ber okkur að vísa trú­boðum nýfrjáls­hyggj­unnar á dyr út úr stjórn­ar­ráð­inu í næstu kosn­ing­um. Því að til þess eru vítin að var­ast þau.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – Jafn­að­ar­manna­flokks Íslands – 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar