Land tækifæranna, fyrir útvalda!

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, útskýrir hvernig hægt sé að kaupa hlutabréf á mjög lága upphæð og selja þau svo strax í kjölfarið á mörg hundruð milljónir króna.

Auglýsing

Í landi tæki­fær­anna er hægt að kaupa hluta­bréf á 20.000 kr. Og selja þau strax á 456.000.000 kr.

Og er virð­ist, borga litla sem enga skatta.

Það er vand­lifað í landi tæki­fær­anna fyrir venju­legt fólk en ekki fyrir for­rétt­indapésa sem fá ótrú­leg tæki­færi í landi sem tæki­færum er almennt ekki dreift til almenn­ings. 

En hvernig verða tæki­færin til?

Ef þú vilt vita meira þá skaltu ná þér í kaffi­bolla því það er aldrei að vita nema tæki­færin fari að streyma inn.

Grund­vall­ar­at­riðið í þessu er að vera vel tengdur í póli­tík og við­skipta­líf­inu þó stundum sé erfitt að greina mun­inn á þessu tvennu.

Svo þarftu almenn­ings­hluta­fé­lag, t.d. í eigu líf­eyr­is­sjóða, sem er til­búið að borga yfir­verð fyrir hluta­bréf í félagi sem þú teng­ist (ekki endi­lega eig­andi) en hefur milli­göngu um að selja „við­skipta­hug­mynd” fyr­ir. Ekki skemmir fyrir ef þú þekkir ein­hvern eða teng­ist ein­hverjum í almenn­ings­hluta­fé­lag­inu t.d. póli­tískum flokks­bönd­um.   

Síðan eru þókn­anir ákveðnar fyrir við­skipt­in, á bak­við tjöld­in, og því hærra verð sem fæst því hærri verður þókn­unin til þín.

Þókn­anir eða sölu­laun eru virð­is­auka­skatt­skyldar og til að losna við virð­is­auka­skatt­inn er til­valið að búa til sýnd­ar­við­skipti með hluta­bréf og búa þannig til fárán­legan hagn­að. Og, er virð­ist, borga hvorki virð­is­auka­skatt­inn eða skatta af hagn­aði hluta­bréfa­við­skipt­anna. 

Auglýsing
Tilefni skrifa minna eru skrif Árna Helga­sonar í Frétta­blaðið þar sem hann hæðir tal um spill­ingu og stöð­una í íslensku sam­fé­lagi og kvartar yfir orð­ræð­unni frá reiða fólk­inu, eins og hann kallar það. Og hvernig sam­fé­lags­miðlar stjórna umræð­unni út frá reiða fólk­inu og að ves­al­ings raddir skyn­sem­inn­ar, eins og hans, fái ekki verð­skuld­aða athygli um að allt sé í besta lag­i. 

Árni Helga­son er starf­andi lög­maður og stjórn­ar­for­maður Lind­ar­vatns. Árni var áður vara­for­maður Heimdallar og fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna.

Árni segir um sam­fé­lags­miðla:

„Lög­málin í þessum nýja veru­leika eru að gagn­rýni og reiði flýtur ofan á, sópar upp lækum og deil­ing­um, en lang­loka um að staðan sé nú almennt góð drukknar í hávað­an­um, þykir flöt og leið­in­leg. Í dag á sæmi­lega reiður maður á Inter­net­inu ágætis mögu­leika á að rata í fyr­ir­sagnir net­miðl­anna, sé hann bara nógu stór­yrt­ur.

Sá sem ætlar að benda á sam­hengið – jú, það er vissu­lega ýmis­legt sem má bæta en í það heila er staðan hins vegar mjög góð – er bara hluti af vanda­mál­inu, skilur ekki umræð­una og er ekki með á nót­un­um.”

En förum aðeins yfir þátt Árna, rödd skyn­sem­inn­ar, í skóla­bók­ar­dæmi um hvernig réttir menn á réttum stað kom­ast yfir mikla fjár­muni, í landi tæki­færanna, landi þar sem allt gengur svona blússandi vel. 

Árni Helga­son er eig­andi í félagi sem heitir MB2015 ehf.

Í efna­hags­reikn­ingi MB2015 ehf. árið 2015 kemur fram að félagið átti engin hluta­bréf í byrjun árs og engin hluta­bréf í lok árs. Þá segir í skýr­ingum að félagið hafi keypt hluta­bréf fyrir 20.000 kr. á árinu 2015 og selt fyrir 456.466.000 kr. á árin­u. 

Málið snýst um Icelanda­ir, og upp­bygg­ingu á Lands­símareitn­um, sem keypti hlut í Lind­ar­vatni á tæpa tvo millj­arða árið 2015. Icelandair er búið að afskrifa fjár­fest­ing­una að mestu leyti en hefur á sama tíma veitt vel á annan millj­arð í neyð­ar­lán til að halda því gang­andi. Hót­elið átti að opna árið 2017 en fram­kvæmdir standa enn yfir og ekki liggur fyrir hvenær verk­lok verða.

HVERT FÓRU  MILLJ­ÓN­IRNAR 1900 sem Icelandair greiddi fyrir 50% hlut í Lind­ar­vatni?

1.Á síð­ustu miss­erum hef ég vakið athygli á ýmsum fléttum úr íslensku við­skipta­lífi þar sem til­teknir ein­stak­lingar eða hópur ein­stak­linga virð­ast hafa efn­ast gríð­ar­lega á við­skiptum við félög sem eru í eigu almenn­ings. 

2. Í lok júlí 2020 birti ég á Kjarn­anum grein sem ég kall­aði Stað­reyndir og spurn­ingar um Icelanda­ir, Lands­símareit­inn og Lind­ar­vatn ehf. Áður hafði ég m.a. birt stutta sam­an­tekt um sama efni sem ég kall­aði Brask og brall á Lands­símareitt.

3. Í sam­an­tekt­inni vakti ég athygli á því að birtir árs­reikn­ingar sýna hvernig fyr­ir­svars­menn Icelandair Group tóku ákvörðun á árinu 2015 um að kaupa 50% á hlut í Lind­ar­vatni ehf. á um 1900 millj­ónir króna. 

4. Sú fjár­fest­ing vakti athygli mína þar sem um 8 mán­uðum áður, þ.e. í júlí 2014, hafði selj­andi keypt 100% hlut í sama félagi á um 930 millj­ónir króna.

5. Með öðrum orðum þá var Icelandair til­búið að greiða 1900 millj­ónir fyrir 50% hlut í félagi og verð­mat þannig Lind­ar­vatn á um 3800 millj­ón­ir. Í þessum við­skiptum jókst verð­mæti Lind­ar­vatns úr 930 millj­ónum króna í árs­lok 2014 í um 3800 millj­ónir í ágúst 2015. 

6. Í árs­reikn­ingi selj­anda, Dals­nes ehf., fyrir árið 2015 bók­færði selj­andi sölu­hagnað hluta­bréfa upp á 1000 millj­ónir króna fyrir 50% eign­ar­hluta á árinu 2015. 

7. Í sam­an­tekt­inni vakti ég athygli á því að engar skýr­ingar væru á því af hverju hagn­aður Dals­nes er „að­eins“ 1000 millj­ónir króna af söl­unni en ekki 1900 millj­ón­ir. Í sama árs­reikn­ingi Dals­ness hækk­aði bók­fært verð­mæti 50% hlut­ar­ins í Lind­ar­vatni í um 854 millj­ónir króna. Eftir stend­ur, hvert fór mis­mun­ur­inn eða um 900 millj­ónir króna?

8. Fyr­ir­svars­menn Lind­ar­vatns hafa ekki svarað neinum af þeim spurn­ingum sem ég setti fram í grein minni. Þá hafa fyr­ir­svars­menn Lind­ar­vatns hvergi bent á rang­færslur í sam­an­tekt­inni og fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns, Jóhannes Stef­áns­son, hefur ekki upp­fært færslu sína á Face­book síðu sinn­i. 

9. Þá liggja engar upp­lýs­ingar fyrir um að þessi við­skipti hafi verið skoðuð af innri end­ur­skoð­endum neinna þeirra aðila sem ég til­greindi í fyrri sam­an­tekt minni. Til dæmis hefur eng­inn hjá Icelandair útskýrt hver tók ákvörðun um fjár­fest­ing­una? Hvaða Excel skjal hafi verið lagt til grund­vallar við ákvarð­ana­tök­una og hver hafi útbúið það skjal?

10. Þannig vekja við­skiptin sjálf upp margar spurn­ing­ar, bæði hvað varðar aðkomu þáver­andi stjórn­enda Icelandair að ákvörðun um fjár­fest­ingu í Lind­ar­vatni.

11. Á það ekki síst við nú þar sem á árinu 2015 var for­maður stjórnar Lind­ar­vatns sá sami og nýlega fékk verð­laun sem við­skipta­maður árs­ins af Frétta­blað­inu, á sama ári og hann sann­færði rík­is­stjórn og meiri­hluta alþingis um að veita því fyr­ir­tæki sem hann nú veitir for­stöðu neyð­ar­á­byrgð frá skatt­greið­endum á lán frá bönkum í rík­i­s­eigu. Fyrir það var hann kjör­inn við­skipta­maður árs­ins af völdum álits­gjöf­um. Við hljótum öll að vera sam­mála um að rekstur félags­ins fari að bragg­ast og gangi vel, þannig að ekki reyni á rík­is­á­byrgð skatt­greið­enda.

12. Frá því að sam­an­tektin birt­ist hef ég haldið áfram gagna­öflun um við­skipt­in. Hefur það hjálpað að aðgangur að árs­reikn­ingum er nú end­ur­gjalds­laus hjá fyr­ir­tækja­skrá Rík­is­skatt­stjóra. 

13. Við skoð­un­ina hef ég spurt mig þess­arar spurn­ing­ar: Hvert fóru þessar 1900 millj­ónir króna sem Icelandair greiddi Dals­nesi umfram 8 mán­aða gam­alt mark­aðs­verð fyrir 50% hlut? Hagn­að­ist Ólafur Björns­son sjálf­ur, í gegnum félag sitt Dals­nes, eða nutu aðrir óút­skýrðs ábata í kjöl­far við­skipt­anna?

Banda­menn

14. Við skoðun opin­berra gagna sést að á hlut­hafa­fundi 3. sept­em­ber 2015, eftir kaup Icelandair á 50% hlut í félag­inu, var kosin ný stjórn í Lind­ar­vatni og þar koma ótengdir aðilar inn í stjórn félags­ins, þ.e. Árni Helga­son, Haukur Guð­munds­son og Ari Guð­jóns­son. Árni er í dag for­maður stjórnar félags­ins og Ari vara­maður í stjórn. Þá tekur Elín Ólafs­dóttir síðar sæti sem vara­maður í stjórn félags­ins.

15. Árni Helga­son er starf­andi lög­mað­ur. Árni var áður vara­for­maður Heimdallar og fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­manna. Ari Guð­jóns­son er nú yfir­lög­fræð­ingur Icelandair Group. Elín Ólafs­dóttir er fjár­mála­stjóri Dals­nes ehf.

16. Við upp­flett­ingu í opin­berum gögnum má finna upp­lýs­ingar um félagið MB2015 ehf. Félagið var í eigu félags­ins 061319 ehf. (50%), Banda­manns ehf. (25%) og Árna Helga­sonar (25%). Banda­menn er svo 100% í eigu Árna Helga­son­ar. 

17. 061319 ehf. er í eigu Hildar Gunn­laugs­dóttur (100%). Hildur er eig­in­kona Arn­ars Sölva­sonar fast­eigna­sala. Arnar er stjórn­ar­maður í 061319 ehf.

18. Félagið MB2015 ehf. starfar við eigna­um­sýslu. (­Fé­lagið MB2015 ehf. hét á árinu 2015 FS53 ehf. Þá var félagið 100% í eigu Lága­fells­bygg­inga ehf. Lága­fells­bygg­ingar ehf. er svo í eigu HGN ehf., Gilá ehf., Banda­manns, Sverris Pálma­sonar og Jóhann­esar Árna­son. Eng­inn rekstur virð­ist í félag­inu árið 2014. Skýrsla stjórnar í árs­reikn­ingi Lága­fells­bygg­inga er und­ir­rituð af Árna Helga­syni og Ólafi Björns­syni. Til­gangur félags­ins er að vinna að skipu­lagi Lága­fells­lands­ins með það að mark­miði að selja það sem bygg­ing­ar­lóð­ir. Engin skýr­ing er af hverju Lága­fells­land seldi hluti í MG2015 til núver­andi hlut­hafa á árinu 2015).

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi hagn­ast um 415 m.kr. á árinu. Í rekstr­ar­reikn­ingi er gefin sú skýr­ing að félagið hafi hagn­ast á sölu hluta­bréfa um 412 m.kr. á árin­u. 

Í efna­hags­reikn­ingi kemur fram að félagið átti engin hluta­bréf í byrjun árs og engin hluta­bréf í lok árs. Þá segir í skýr­ingum að félagið hafi keypt hluta­bréf fyrir 20.000 kr. á árinu 2015 og selt fyrir 456.466.000 kr. á árin­u. 

Auglýsing
Í efna­hags­reikn­ingi kemur einnig fram að félagið eigi bankainn­stæðu upp á 208 m.kr. og sér­staka fjár­eign upp á 206  m.kr. (lík­lega krafa á 3ja aðila). 

Á sama ári keypti félagið MB2015 ehf., sem er í 50% eigu stjórn­ar­manns í Lind­ar­vatni og 50% eigu fast­eigna­sala sem er í sam­starfi með Ólafi Björns­syni, eig­anda Dals­net, þannig hlut­i/hluta­bréf á 20.000 kr. og seldi sömu hlut­i/hluta­bréf á sama ári fyrir 456.000.000 kr. 

Er von að maður spyrji hvernig hægt sé að kom­ast í svo­leiðis díl?

Árið 2016 var greidd arð­greiðsla upp á 200 m.kr. til hlut­hafa og árs­reikn­ingur 2017 gefur til kynna arð­greiðslu upp a 240 m.kr. til hlut­hafa MB2015 ehf.

Þannig hafa raun­veru­legir hlut­hafar MB2015, þ.e. stjórn­ar­mað­ur­inn Árni Helga­son og Hild­ur, eig­in­kona Arn­ars Sölva­sonar fast­eigna­sala, fengið tvær arð­greiðslur vegna við­skipta með 20.000 kr. hluta­bréf á einu rekstr­ar­ári upp á um 440.000.000 sam­tals eða um 220.000.000 kr. hvor aðili.

Félag­ið, MB2015 ehf., skil­aði svo 46 milljón króna hagn­aði árið 2016 og óveru­legum hagn­aði árin 2017 og 2018 og skil­aði tapi árið 2019. Ekki verður annað séð en að hagn­aður árs­ins 2016, þ.e. 46 millj­ónir króna, hafi einnig verið greiddar út í arð til hlut­hafa.

19. Félagið Fella­smári ehf. er í eigu Hauks Guð­munds­sonar sem var í vara­stjórn Lind­ar­vatns.

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi hagn­ast um 228 millj­ónir króna. vegna sölu hluta­bréfa á árinu 2015. Félagið er eig­andi að hlutum í tveimur félögum á árinu 2015 og engin breyt­ing er á eign­ar­haldi á árinu 2015. Þannig virð­ist félag­ið, eins og MB2015 ehf., keypt og selt hlut­i/hluta­bréf á árinu 2015 með 228 milljón króna hagn­aði.

Í báðum til­vikum er um að ræða við­skipti innan árs­ins og því kemur eign­ar­hald í árs­lok ekki fram í árs­reikn­ing­um.

20. Félagið EH fjár­fest­ingar ehf. er í eigu Elínar Ólafs­dóttir sem er fjár­mála­stjóri Dals­nes og í vara­stjórn Lind­ar­vatns.

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2015 kemur fram að félagið hafi hagn­ast um 103 millj­ónir króna með sölu hluta­bréfa. Félagið er eig­andi að hlutum í tveimur félögum á árinu 2015 og segir að félagið eigi B-hluti Lind­ar­vatn ehf. að nafn­verði 5000 kr. 

Í árs­reikn­ingi fyrir árið 2016 kemur fram að félagið hafi hagn­ast um 125 millj­ónir króna með sölu hluta­bréf á árinu. Eng­inn eign­ar­hlutur í Lind­ar­vatni er skráður í árs­reikn­ingi.

Á árunum 2015 og 2016 hagn­að­ist félagið þannig um 225 millj­ónir króna með sölu hluta­bréfa.

Óþarfi er að benda á að sam­þykktir Lind­ar­vatns gefa hvergi til kynna að ein­hverjir B-hlutir hafi verið gefnir út.

21. Sam­an­tekið högn­uð­ust þessi 3 félög á árunum 2015 og 2016 um 900 milj­ónir króna þar sem hver aðili er að hagn­ast um 220-230 millj­ónir fyrir skatt; en það er einmitt sú fjár­hæð sem vantar í sölu­hagnað Dals­nes af við­skiptum með hluti í Lind­ar­vatni til Icelanda­ir.

22. Þegar þetta hefur verið dregið saman þá vakna ýmsar spurn­ing­ar:

  • Hvaða við­skipti áttu sér stað á árinu 2015 hjá MB2015 ehf. þar sem félagið keypti hluti á 20.000 kr. og selur á sama ári sömu hluti fyrir 456 millj­ónir króna? Hvenær áttu við­skiptin sér stað innan árs­ins 2015? En hjá EH fjár­fest­ingum og Fella­smára?
  • Hvaða B-hluti átti EH fjár­fest­ingar ehf. í Lind­ar­vatni?
  • Getur verið að Ólafur Björns­son, eig­andi Dals­nes, hafi greitt ráð­gjöf­um, sem síðar komu m.a. í stjórn Lind­ar­vatns, þ.e. Árna Helga­syni, Elínu Ólafs­dótt­ur, Arn­ari Sölva­syni og Hauki Guð­munds­syni, þóknun sem nemi sam­tals um 900 m.kr.? 
  • Þóknun sem er til­komin vegna þess að Icelandair Group keypti 50% hluti í Lind­ar­vatni af Dals­nesi þannig að Dals­nes seldi hlut­i/hluta­bréf í Lind­ar­vatni á 1800 til 1900 millj­ónir króna?
  • Getur verið að um sé að reiða greiðslu þókn­unar til ráð­gjafa þannig að hver hafi fengið um 230 m.kr. af kaup­verði Icelandair Group í gegnum félög sín? 
  • Getur verið að um ráð­gjöf hafi verið að ræða og að ráð­gjafar hafi átt að gefa út reikn­ing fyrir sinni vinnu með virð­is­auka­skatti? Hins vegar hafi ver­ið, til að auka ábata, hafi verið ákveðið að kaupa og selja hluta­bréf innan árs­ins með fyr­ir­fram ákveðnum hagn­aði?
  • Getur verið að Dals­nes hafi með þessu lækkað hagnað árs­ins um 700-900 m.kr. með til­heyr­andi áhrifum á skatt­greiðsl­ur?

Höf­undur er for­maður VR og reiður maður á Inter­net­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar