Lausn sem virkar

„Svöng börn þroskast miklu verr en þau sem fá næringu og læra miklu minna,“ skrifar Stefán Jón Hafstein í annarri grein sinni af fjórum sem birtar verða í Kjarnanum. „Skólamáltíðir fyrir öll börn jarðar er verkefni sem hægt er að ljúka fyrir 2030.“

Auglýsing

Það eru ekki margar skjót­virkar og þraut­reyndar aðferðir til sem bera strax árangur gegn þeim ill­skeytta vanda sem mat­væla­kerfi heims­ins búa við. Þeim vanda lýsti ég í fyrri grein og hefði getað nefnt líka að mat­væla­kerfin okkar leiða til 30% af losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Og nota 70% af fersk­vatn jarðar með óheyri­legum skaða fyrir vist­kerf­in. En ein góð lausn í boði er skóla­mál­tíð­ir.

Hvern­ig? Með skóla­mál­tíðum fæst betri heilsa barna, bættur náms­ár­angur (ávöxtun af fjár­fest­ingu í mennt­un), lengri skóla­sókn (gott fyrir stúlkur sem telj­ast „gjaf­vaxta“ of snemma), meiri þroski sem skapar aukna tekju­mögu­leika síðar á lífs­leið­inni.

Auglýsing

Í mörgum af fátæk­ustu löndum heims (þar sem er léleg­ust mennt­un, heilsu­gæsla og mæðra­vernd) er vaxt­ar­skerð­ing barna tákn­mynd um ástandið í heild. Þau ná ekki fullri hæð miðað við ald­ur. Það sem verra er, þau ná ekki vits­muna­þroska á við­kvæm­asta skeiði ævinnar vegna vannær­ing­ar. Svona getur þetta verið hjá allt upp í 30-40 pró­senta barna á til­teknum svæð­um. Tjónið er óbæt­an­legt. Ekki er hægt að lækna þetta þroskatap með lýsi eða hafra­graut síð­ar. Taka verður á mæðra­vernd, hlú að ung­börn­um, og fylgja þeim inn í leik- og grunn­skóla með nær­ingu.

Ábata­söm fjár­fest­ing

Þegar ég vann um hríð að mennta­verk­efnum í Úganda fengum við fræða­fólk úr háskóla einum til að gera könnun yfir okk­ur. Við sáum að ekki dugði að byggja betri skóla, þjálfa kenn­ara og kaupa náms­gögn ef börnin væru sís­vöng í skól­an­um. Hver var stað­an? Svo spurn­ingin var ein­föld: Hver er mun­ur­inn á getu barna sem fá nær­ingu í kropp­inn heima áður en þau fara skól­ann og hinna sem fá ekk­ert? Ein­falt skyndi­próf leysti gát­una og svarið kom sann­ar­lega ekki á óvart og liggur í augum uppi. Það sem lá ekki í augum uppi og kom fram er hve mun­ur­inn er mik­ill. Og, sem verra var, hve mörg börn í skól­unum „okk­ar“ voru sís­vöng. Enda vorum við að berj­ast við brott­fall á milli 70-90% á fyrstu skóla­ár­un­um.

Þessi litla könnun okkar átti að sann­færa okkur sjálf, for­eldra og hér­aðs­stjórn um gildi skóla­garða. En hún sýndi bara það sem allir vita og hafa mælt, Alþjóða­bank­inn, World Food Programme, Harvard, MIT og ótal fræða­stofn­an­ir: Svöng börn þroskast miklu verr en þau sem fá nær­ingu og læra miklu minna.

Í heild gæti efna­hags­bati fyrir fátæk lönd numið 2–3% af þjóð­ar­tekjum með því að inn­leiða skóla­mál­tíðir fyrir alla. Sé litið á skóla­mál­tíðir sem fjár­fest­ingu skilar hver króna sér nífalt til baka.

Hver skóla­mál­tíð í fátæku landi kostar að með­al­tali 25 sent. Fjórð­ung úr doll­ara.

Ný for­gangs­röðun

Að eyða hungri í heim­inum er göf­ugt mark­mið, en að eyða því á sjálf­bæran hátt í sátt við vist­kerfin er allt annað og flókn­ara mál.

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Það er því raun­sætt mat að hvorki er varðar fátækt né hungur muni Heims­mark­miðin nást 2030 eins og til stóð. Ekki frekar en í lofts­lags­mál­um.

Vegna þess að tím­inn er í raun á þrotum þarf að skera þessi áform upp og for­gangs­raða. Eitt dæmi um for­gangs­röðun gæti verið hnatt­rænt plan um skóla­mál­tíðir handa öllum börn­um. Mál­tíðir sem væru úr heima­hög­um, heima­vötnum og -höf­um. Þetta er ger­legt bæði er varðar þekk­ingu, reynslu og fjár­magn. Og færi langt með að leggja inn á fram­tíð­ar­reikn­ing mann­kyns og jafna þá kyn­slóða­kuld sem við blasir í lofts­lags­mál­um.

Skóla­mál­tíðir fyrir öll börn jarðar er verk­efni sem hægt er að ljúka fyrir 2030 og mun ekki vinna gegn sjálf­bærn­is­mark­miðum og vernd vist­kerf­anna heldur þvert á móti: efla sam­fé­lög og ungu kyn­slóð­ina sem á að erfa vand­ann.

Um höf­und­inn: Stefán Jón Haf­stein hefur um ára­bil starfað í utan­rík­is­þjón­ust­unni, m.a. í Afr­íku og verið fasta­full­trúi Íslands hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Greinin er byggð á úttekt höf­undar í nýkút­kominni bók: Heim­ur­inn eins og hann er. Mynd­irnar eru einnig úr bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar