Leiðin úr skrúfstykki sérhagsmunanna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að Ísland þurfi ríkisstjórn alvöru jafnaðarmennsku, þar sem lykiláhersla sé á blandað hagkerfi, ríka velferð og jöfnuð, framúrskarandi menntun, sem og alþjóðahyggju.

Auglýsing

Það eru ákveðnir aðilar hér á landi sem eru sífellt að segja okkur að ESB sé ekki á dag­skrá. Flestir þess­ara aðila eru upp­gjafa­stjórn­mála­menn sem eru þekktir fyrir íhalds­semi, að vera tals­menn kyrr­stöðu og varð­stöðu um sér­hags­muni.

En skoðum málið aðeins nán­ar. Eru lægri vextir ekki á dag­skrá? Jú, að sjálf­sögðu, en vaxta­stig á Íslandi hefur lengi verið út úr öllu korti, bæði fyrir almenna neyt­end­ur, fyr­ir­tæki og hið opin­bera. Fyrir skömmu voru vextir hækk­aðir (eftir að hafa þó lækkað veru­lega) og Seðla­banki Íslands hefur boðað „vaxta­hækk­un­ar­ferli“. Hvers vegna þarf „vaxta­hækk­un­ar­ferli“ á Íslandi en ekki í öðrum nágranna­löndum okk­ar? Af hverju er það lög­mál að vextir á Íslandi séu hærri en í öðrum löndum í kringum okk­ur?

Galið mat­ar­verð

Er lægra mat­ar­verð ekki á dag­skrá? Jú, auð­vit­að. Við fáum reglu­lega fréttir af því að Ísland sé með dýr­ustu löndum i heimi og að hér sé verð­lag hrein­lega alveg galið. Eða hvar í Evr­ópu myndi fólk borga sem sam­svarar 8000 krónum fyrir eina venju­lega rauð­víns­flösku á veit­inga­stað, um 55 evr­ur? Frakki sem fengi þetta í hausinn, myndi hrein­lega fá áfall. Og af hverju er nið­ur­greitt íslenskt lamba­kjöt samt eitt dýrasta kjötið í búð­inn­i? 

Auglýsing
Verðlag hér er með því hæsta sem þekk­ist í Evr­ópu og sam­kvæmt könnun frá Eurostat, sem síðan var stað­fest af Neyt­enda­sam­tök­unum kom í ljós að með­al­verð mat­væla hér á landi var 66% hærra en í Evr­ópu. Af hverju?

Næst eru það fast­eigna­kaup almenn­ings hér landi, en Íslend­ingar borga þegar upp er staðið 1,5 til 2 fast­eign­ir, á meðan Norð­ur­landa­bú­ar/­Evr­ópu­búar borga fyrir eina. Hvers vegna á það að vera við­miðið og annað svona „fá­rán­leika­lög­mál“?

Er lægri verð­bólga ekki á dag­skrá? Jú, án nokk­urs vafa. Verð­bólga hér á landi er búin að vera í nokkra mán­uði vel yfir mark­miði Seðla­banka Íslands og er verð­bólga núna yfir 4%, sem er með því mesta sem mælst hefur lengi. Verð­bólga étur upp eignir fólks og veldur sífelldum verð­hækk­un­um. Hún skekkir líka sam­keppn­is­stöðu íslenskra fyr­ir­tækja gagn­vart erlend­um.

Krónan upp­spretta óstöð­ug­leika

Er not­hæfur gjald­mið­ill ekki á dag­skrá? Jú, en krónan okkar er hið mesta ólík­inda­tól og hefur í gegnum tíð­ina valdið ótrú­legum skaða með geng­is­falli og verið helsta upp­spretta óstöð­ug­leika í efna­hags­mál­um. Með upp­töku evru, eða teng­ingu krón­unnar við hana (líkt og Danir ger­a), væri þessi óstöð­ug­leiki (og kostn­að­ur) sem teng­ist krón­unni úr sög­unni.

Aðild að ESB ætti líka að vera á dag­skrá hjá fyr­ir­tækja­eig­endum og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, því það er ein­fald­lega stað­reynd að við inn­göngu í ESB hefur magn við­skipta hjá inn­göngu­þjóðum auk­ist um allt að 5, 10, jafn­vel 15%.  Hér á landi mætti sjá fyrir veru­lega veltu­aukn­ingu í atvinnu­líf­inu vegna auk­inna verk­efna sem tengj­ast mögu­legri aðild. Til dæmis í ýmsum fram­kvæmd­um, vega­gerð og almennri upp­bygg­ingu inn­viða, t.d. brú­ar­smíði, flug­völlum og mörgu öðru. Þörf er á upp­bygg­ingu inn­viða hér á landi fyrir fleiri hund­ruð millj­arða króna og það er stað­fest í nýrri skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins fyrr á þessu ári.

60% vildu áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður

Árið 2014 stóð SA fyrir könnun meðal félaga sinna og var m.a. spurt hvort slíta ætti aðild­ar­við­ræðum við ESB. Um 60% svar­enda voru því and­víg, en 40% vildu slíta. Engu að síður var það gert í ráð­herra­tíð Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, úr Fram­sókn­ar­flokki, í mars árið 2015. Sér­hags­mun­irnir hér á landi voru því settir í for­gang, sér­hags­munir land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs. 

End­an­lega hefur þó ekki verið klippt alveg á mál­ið. Ekki er nokkur spurn­ing í huga und­ir­rit­aðs að SA og þar með atvinnu­líf Íslands myndi njóta góðs af fullri aðild að ESB. Vill SA virki­lega ekki athuga þennan mögu­leika?

Skrúf­stykki sér­hags­mun­anna

Spurn­ingin um aðild er svo síð­ast en ekki síst spurn­ing fyrir kom­andi kyn­slóðir Íslend­inga, hvort þær vilji búa við sam­bæri­leg kjör og við­mið­un­ar­þjóðir okkar í Evr­ópu. Eða eiga þær að halda áfram að greiða miklu meira en við­mið­un­ar­þjóðir okk­ar, fyrir t.d. hús­næð­i? 

Aðild­ar­spurn­ingin er líka spurn­ing um að losa Ísland úr því skrúf­stykki sér­hags­muna sem lands­mönnum hefur verið haldið í ára­tugum saman og kostað sam­fé­lag­ið, tugi, jafn­vel hund­ruð millj­arða króna.

Nú líður að kosn­ing­um. Ísland þarf rík­is­stjórn alvöru jafn­að­ar­mennsku, þar sem lyk­ilá­hersla er á blandað hag­kerfi, ríka vel­ferð og jöfn­uð, fram­úr­skar­andi mennt­un, sem og alþjóða­hyggju. 

Ísland þarf ekki rík­is­stjórn íhalds og sér­hags­muna­gæslu, sem lemur höfð­inu í stein­inn og úti­lokar að íhuga tæki­færi. Það heitir þröng­sýni.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar