Nýjar litlar íbúðir seljast vel - En þær eru ekki allar fyrir venjulegt fólk

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Fyrir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­stjórn­ar­kosn­ingar var mikið rætt um hús­næð­is­mál, enda mik­il­vægur mála­flokkur sem margir horfa til þessa dag­ana. Ungt fólk á margt í erf­ið­leikum með að kaupa íbúð, vegna þess að það getur ekki lagt fram eigið fé til að fá lána­fyr­ir­greiðslu, og þá er leigu­mark­að­ur­inn mörgum erf­ið­ur. Leigan er há, að mati margra í það minnsta, og tak­mark­aðir mögu­leikar í boði.

Borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa beitt sér tölu­vert fyrir upp­bygg­ingu á litlum og með­al­stórum íbúðum upp á síðkast­ið, og er mikil upp­bygg­ing í kort­un­um, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík.

Verðið á þessum íbúðum er hins vegar langt fyrir ofan fjár­hags­legt þol venju­legs fólks, eins og reyndar mátti búast við. Það er dýrt að byggja, lóðir eru dýrar og eft­ir­spurnin eftir vel stað­settum íbúðum er mik­il. Allt helst þetta í hend­ur, þegar mark­aðs­verðið mynd­ast. Þannig kostar ný rúm­lega 100 fer­metra íbúð í Stakk­holti, í miðbæ Reykja­vík­ur,  ná­lægt 50 millj­ónum króna, og rúm­lega 150 fer­metra íbúð í hús­inu að Mýr­ar­götu 26 kostar tæp­lega 70 millj­ón­ir. Svo dæmi séu tek­in.

Auglýsing

Þetta eru fal­legar íbúðir og verðið á þeim kemur ekki svo mikið á óvart, eins og að undan er rak­ið.

Þessi upp­bygg­ing, sem er til þess fallin að þétta byggð, leysir ekki nein vanda­mál hjá ungu fólki með venju­legan fjár­hag og enga djúpa vasa til að fara í, þar sem úti­lokað er að það geti greitt þær fjár­hæðir sem þarf að greiða til þess að geta eign­ast þessar íbúð­ir. En það virð­ist vera mikil eft­ir­spurn eftir þessum vel stað­settu glæsi­legu eign­um, hjá fólki eins og sést á lista yfir seldar íbúðir að Mýr­ar­götu 26. Þar eru þrjár íbúðir óseld­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None