Loftslagsbreytingar, aðlögun og samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda

Elín Björk Jónasdóttir segir að Reykjavík eigi að vera í forystu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Við megum engan tíma missa, sýnum frumkvæði, elju og seiglu og gerum borgina okkar kolefnishlutlausa sem allra allra fyrst.“

Auglýsing

Þrátt fyrir ítrek­aðar við­var­anir vís­inda­manna um afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum und­an­farna ára­tugi hafa stjórn­völd á heims­vísu verið treg til að bregð­ast við. Nú er svo komið að þrátt fyrir stór­á­tak í við­brögðum síð­ustu ára og sam­komu­lag um að reyna eftir fremsta megni að halda hlýnun jarðar við eða undir 1,5°C þá þurfa sam­fé­lög að sinna tveimur stórum verk­efnum í mála­flokkn­um. Mæl­ingar sýna raunar að það líður hratt að því að mark­miðið um að tak­marka hlýnun við 1,5°C verður utan seil­ingar á allra næstu árum nema til komi mjög árang­urs­ríkar aðgerð­ir. Í fyrsta lagi þarf að draga sem allra mest úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem valda hlýn­un­inni en auk þess þarf að auka seiglu sam­fé­laga gagn­vart þeim breyt­ingum sem þegar eru orð­inar og sjást glöggt í nátt­úr­unni og á vist­kerfum jarð­ar. Þær breyt­ingar sem þegar eru komnar fram ganga ekki svo glatt til baka, sér­stak­lega ekki ef við missum tak­markið um 1.5°C úr greipum okk­ar.

Aðlögun sam­hliða sam­drætti í losun

Aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum getur í eyru ein­hverra hljó­mað eins og upp­gjöf, en það er mis­skiln­ing­ur. Aðlögun er verk­efni sem þarf að vinn­ast samlhiða sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hún snýst um að tak­marka skaðan af þeim breyt­ingum sem þegar hafa orðið á veður og nátt­úru­fari og aðalaga sam­fé­lög að nýjum veru­leika. Á Íslandi skortir rann­sóknir á því hvernig nákvæm­lega veð­ur­far á land­inu breyt­ist með hlýrri loft­hjúp og hlýn­andi sjó, en við vitum þó að úrkomu­magn eykst með hlýrra lofti og aukin úrkoma getur valdið nátt­úru­ham­förum, allan árs­ins hring. Loft­hiti eykst, sem bræðir jökla og sífrera og eykur því einnig skriðu­hættu og vist­kerfin geta átt í högg að sækja vegna nýrra ágengra teg­unda sem koma sér nú fyrir norðar á hnett­inum sam­fara hlýn­andi veðri. Þá benda hnatt­rænar rann­sóknir ein­dregið til þess að veð­ur­öfgar verði meiri, og engin ástæða til að halda annað en að sú verði raunin á Íslandi líka.

Breyt­ingar á hæð sjáv­ar­yf­ir­borðs og súrnun sjávar eru breyt­ingar sem geta haft mjög alvar­legar afleið­ingar fyrir Ísland, og þá er talið lík­legt að með bráðnun jökla og minna farg á sumum af virk­ustu eld­stöðvum lands­ins geti valdið tíð­ari eld­gos­um. Aug­ljóst verður að telj­ast að til mik­ils að vinna við að tak­marka áhrif þeirra lofts­lags­breyt­inga sem þegar hafa orðið og hnatt­ræna verk­efnið um að hætta alveg að losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir út í and­rúms­loftið er mik­il­væg­asta verk­efnið sem mankynið hefur staðið frami fyr­ir.

Auglýsing

Í sjöttu skýrslu Vís­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) kemur fram að sam­ræmdar aðgerðir og aðgerða­pakkar stjórn­valda hafa meiri áhrif en ein­stakar aðgerð­ir, og að það sé hag­kvæmt að nýta stjórn­tæki s.s. kolefn­is­skatta ásamt reglu­gerð­ar­breyt­ingum sam­hliða til að ná sem mestum árangri. Fyrst og fremst þarf að draga úr útblæstri með því að umbylta orku­öfl­un, draga úr mengun frá iðn­aði, bygg­ing­ar­geir­anum og sam­göngum en sam­tímis þurfum við að byggja seiglu sam­fé­lags­ins gagn­vart breyt­ing­unum sem þegar eru hafn­ar. Við þurfum að aðlaga frá­veitu­kerfi meiri úrkomu, styrkja ofan­flóða­varn­ir, auka vöktun á óstöð­ugum hlíðum og vöktun á öllum vist­kerfum þar sem breyt­ingar eru kvik­ari og hrað­ari núna en nokk­urn­tíman áður.

Reykja­vík í for­ystu

Reykja­vík á að vera í for­ystu í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum og hefur til þess tæki­færi sem ein af 100 lofts­lags­borgum Evr­ópu. Orku­skipti í sam­göng­um, öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og öfl­ugt hringrás­ar­hag­kerfi þar sem við nýtum allar þær auð­lindir sem finna má í úrgangi, hvetjum borg­ar­búa, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að nýta betur og nota minna eru allt verk­efni sem þegar eru á borði borg­ar­innar og unnið að. Borgin á að bæta kostn­aði kolefn­is­út­blástur við allar fram­kvæmdir og taka þannig upp­lýsta ákvörð­un, bæði fjár­hags­lega og lofts­lags­lega áður en gengið er að til­boð­um. Bjóða upp á vist­vænan mat í mötu­neytum borg­ar­innar og efla mat­væla­fram­leiðslu í heima­byggð. Verndun nátt­úru­legra svæða sem þegar taka upp og geyma kolefni er líka mjög mik­il­væg ásamt því að auka skipu­lagða skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is. Hverfi borg­ar­innar þurfa að vera nægi­lega stór til að bera þjón­ustu svo borgar­búar þurfi ekki að keyra um langan veg eftir grunn­þjón­ustu og áfram mætti telja.

Við megum engan tíma missa, sýnum frum­kvæði, elju og seiglu og gerum borg­ina okkar kolefn­is­hlut­lausa sem allra allra fyrst.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og situr í 3. sæti á lista VG fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 14. maí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar