Loftslagsbreytingar, aðlögun og samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda

Elín Björk Jónasdóttir segir að Reykjavík eigi að vera í forystu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Við megum engan tíma missa, sýnum frumkvæði, elju og seiglu og gerum borgina okkar kolefnishlutlausa sem allra allra fyrst.“

Auglýsing

Þrátt fyrir ítrek­aðar við­var­anir vís­inda­manna um afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum und­an­farna ára­tugi hafa stjórn­völd á heims­vísu verið treg til að bregð­ast við. Nú er svo komið að þrátt fyrir stór­á­tak í við­brögðum síð­ustu ára og sam­komu­lag um að reyna eftir fremsta megni að halda hlýnun jarðar við eða undir 1,5°C þá þurfa sam­fé­lög að sinna tveimur stórum verk­efnum í mála­flokkn­um. Mæl­ingar sýna raunar að það líður hratt að því að mark­miðið um að tak­marka hlýnun við 1,5°C verður utan seil­ingar á allra næstu árum nema til komi mjög árang­urs­ríkar aðgerð­ir. Í fyrsta lagi þarf að draga sem allra mest úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem valda hlýn­un­inni en auk þess þarf að auka seiglu sam­fé­laga gagn­vart þeim breyt­ingum sem þegar eru orð­inar og sjást glöggt í nátt­úr­unni og á vist­kerfum jarð­ar. Þær breyt­ingar sem þegar eru komnar fram ganga ekki svo glatt til baka, sér­stak­lega ekki ef við missum tak­markið um 1.5°C úr greipum okk­ar.

Aðlögun sam­hliða sam­drætti í losun

Aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum getur í eyru ein­hverra hljó­mað eins og upp­gjöf, en það er mis­skiln­ing­ur. Aðlögun er verk­efni sem þarf að vinn­ast samlhiða sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hún snýst um að tak­marka skaðan af þeim breyt­ingum sem þegar hafa orðið á veður og nátt­úru­fari og aðalaga sam­fé­lög að nýjum veru­leika. Á Íslandi skortir rann­sóknir á því hvernig nákvæm­lega veð­ur­far á land­inu breyt­ist með hlýrri loft­hjúp og hlýn­andi sjó, en við vitum þó að úrkomu­magn eykst með hlýrra lofti og aukin úrkoma getur valdið nátt­úru­ham­förum, allan árs­ins hring. Loft­hiti eykst, sem bræðir jökla og sífrera og eykur því einnig skriðu­hættu og vist­kerfin geta átt í högg að sækja vegna nýrra ágengra teg­unda sem koma sér nú fyrir norðar á hnett­inum sam­fara hlýn­andi veðri. Þá benda hnatt­rænar rann­sóknir ein­dregið til þess að veð­ur­öfgar verði meiri, og engin ástæða til að halda annað en að sú verði raunin á Íslandi líka.

Breyt­ingar á hæð sjáv­ar­yf­ir­borðs og súrnun sjávar eru breyt­ingar sem geta haft mjög alvar­legar afleið­ingar fyrir Ísland, og þá er talið lík­legt að með bráðnun jökla og minna farg á sumum af virk­ustu eld­stöðvum lands­ins geti valdið tíð­ari eld­gos­um. Aug­ljóst verður að telj­ast að til mik­ils að vinna við að tak­marka áhrif þeirra lofts­lags­breyt­inga sem þegar hafa orðið og hnatt­ræna verk­efnið um að hætta alveg að losa gróð­ur­húsa­loft­teg­undir út í and­rúms­loftið er mik­il­væg­asta verk­efnið sem mankynið hefur staðið frami fyr­ir.

Auglýsing

Í sjöttu skýrslu Vís­inda­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) kemur fram að sam­ræmdar aðgerðir og aðgerða­pakkar stjórn­valda hafa meiri áhrif en ein­stakar aðgerð­ir, og að það sé hag­kvæmt að nýta stjórn­tæki s.s. kolefn­is­skatta ásamt reglu­gerð­ar­breyt­ingum sam­hliða til að ná sem mestum árangri. Fyrst og fremst þarf að draga úr útblæstri með því að umbylta orku­öfl­un, draga úr mengun frá iðn­aði, bygg­ing­ar­geir­anum og sam­göngum en sam­tímis þurfum við að byggja seiglu sam­fé­lags­ins gagn­vart breyt­ing­unum sem þegar eru hafn­ar. Við þurfum að aðlaga frá­veitu­kerfi meiri úrkomu, styrkja ofan­flóða­varn­ir, auka vöktun á óstöð­ugum hlíðum og vöktun á öllum vist­kerfum þar sem breyt­ingar eru kvik­ari og hrað­ari núna en nokk­urn­tíman áður.

Reykja­vík í for­ystu

Reykja­vík á að vera í for­ystu í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ingum og hefur til þess tæki­færi sem ein af 100 lofts­lags­borgum Evr­ópu. Orku­skipti í sam­göng­um, öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur og öfl­ugt hringrás­ar­hag­kerfi þar sem við nýtum allar þær auð­lindir sem finna má í úrgangi, hvetjum borg­ar­búa, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga til að nýta betur og nota minna eru allt verk­efni sem þegar eru á borði borg­ar­innar og unnið að. Borgin á að bæta kostn­aði kolefn­is­út­blástur við allar fram­kvæmdir og taka þannig upp­lýsta ákvörð­un, bæði fjár­hags­lega og lofts­lags­lega áður en gengið er að til­boð­um. Bjóða upp á vist­vænan mat í mötu­neytum borg­ar­innar og efla mat­væla­fram­leiðslu í heima­byggð. Verndun nátt­úru­legra svæða sem þegar taka upp og geyma kolefni er líka mjög mik­il­væg ásamt því að auka skipu­lagða skóg­rækt, land­græðslu og end­ur­heimt vot­lend­is. Hverfi borg­ar­innar þurfa að vera nægi­lega stór til að bera þjón­ustu svo borgar­búar þurfi ekki að keyra um langan veg eftir grunn­þjón­ustu og áfram mætti telja.

Við megum engan tíma missa, sýnum frum­kvæði, elju og seiglu og gerum borg­ina okkar kolefn­is­hlut­lausa sem allra allra fyrst.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og situr í 3. sæti á lista VG fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 14. maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar