Þegar flugvöllurinn óvart bjargaði háskólanum

Pawel Bartoszek segir að nú sé einstakt tækifæri til að byggja upp nýtt háskólasvæði í Vatnsmýri og tengja saman HÍ, HR og Landspítalann. „Þetta tækifæri er einstakt. Það er mikilvægt að nýta það vel.“

Auglýsing

Árið er 1940. Stríð geisar í Evr­ópu. Bretar her­taka land­ið. Hafin er leit að stað fyrir her­flug­völl nálægt Reykja­vík. Bessa­stað­ar­nesið verður fyrir val­inu. Þar er minni hætta á að íbúða­byggð verði fyrir loft­árásum og her­inn þarf ekki að flytja burt fjöl­mörg hús í Skerja­firði til að geta athafnað sig. Líkt og raunin hefði orðið ef Vatns­mýrin hefði orðið fyrir val­inu.

Stríð­inu lýk­ur. Her­flug­völl­ur­inn stendur áfram og gegnir hlut­verki mið­stöðvar inn­an­lands­flugs. Stór­huga þing­menn leggja kapp á að tengja Bessa­stað­ar­nes við Suð­ur­göt­una með helj­ar­innar brú. Það verður loks raunin í djúpu átt­unni. Akst­urs­tím­inn milli Alþingis og inn­an­lands­flug­vallar á Bessa­stöðum verður aðeins 8 mín­út­ur.

Vatns­mýrin bygg­ist smám saman upp. Skerja­fjörð­ur­inn stækkar og íbúðir flæða neðan úr Öskju­hlíð. Ráð­andi húsa­form eru þriggja hæða fjöl­býl­is­hús, klædd skelja­sandi. Eins og við þekkjum í Hlíð­unum og á Mel­un­um.

Auglýsing

Í aðal­skipu­lagi er tekið frá pláss fyrir nýjar bygg­ingar fyrir Háskóla Ísland. En ráða­menn í Reykja­vík van­meta það hve mikið háskól­inn á eftir að stækka. Strax í kringum 1985 fer að bera á miklum þrengsl­um. Skól­inn þarf að leigja hús­næði út um all­ann bæ. Stór­huga mennta­mála­ráð­herra lofar að ganga í málið af metn­aði. Hafin er leit að nýrri stað­setn­ingu. Nið­ur­staðan er að háskól­inn fær úthlutað 150 hekt­ara land­svæði hjá Reyn­is­vatni.

Stjórn­endur skól­ans eru spennt­ir. Talað eru um háskóla 21. ald­ar­innar og allt kapp lagt á að opna hann árið 2000. Lögð er áhersla á að bíla­stæða­vand­inn verði úr sög­unni, og nóg pláss fyrir kenn­ara og nem­endur til að leggja. Ný hús rísa við Reyn­is­vatn. Gamla háskóla­bygg­ingin er tekin undir Stjórn­ar­ráðið og nálæg hús notuð sem skrif­stofur fyrir ýmis ráðu­neyti.

Kenn­arar og nem­endur eru sam­mála um að öll kennslu­að­staða á nýja staðnum sé til fyr­ir­mynd­ar. Óneit­an­lega er þó aðeins meiri deyfð yfir svæð­inu. Ein­ungis tvær strætó­leiðir ganga að háskóla­svæð­inu og eru þær lítið not­að­ar. Eftir að aðal­mötu­neytið lokar kl. 16 á dag­inn er lítið hægt að fá að borða. Engin búð er á svæð­inu, eng­inn bar og engin sund­laug. Utan prófa­tíma er fámennt um að líta flest kvöld.

***

Þótt þessi saga sé skáld­skapur hefði þetta vel getað farið svona. Það gerði það í mörgum öðrum borg­um. Á þann hátt getum við þakkað flug­vell­inum fyrir að passa upp á landið fyrir okkur og þannig óbeint að passa upp á háskól­ann sjálf­an. Við geymdum Vatns­mýr­ina meðan verstu skipu­lags­myndir sein­ustu aldar gengu yfir. Við höfum nú tæki­færi til að byggja upp nýtt háskóla­svæði í Vatns­mýri og tengja saman HÍ, HR og Land­spít­al­ann. Þetta tæki­færi er ein­stakt. Það er mik­il­vægt að nýta það vel.

Höf­undur er í öðru sæti á lista Við­reisnar í Reykja­vík fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar