Skýr sýn fyrir Reykjavík

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir að í kosningum sé ekki síst kosið um traust. Traust og ábyrgð haldist í hendur þegar kjörnir fulltrúar fara með sameiginlega hagsmuni borgarbúa og fjármuni þeirra.

Auglýsing

Við­reisn hefur frá stofnun flokks­ins talað fyrir því að almanna­hags­munir séu leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði og vinnu­brögð­um. Við nálg­umst málin frá miðj­unni og erum rödd frjáls­lynd­is, jafn­réttis og ábyrgðar í fjár­mál­um. Það þarf fólk í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sem setur almanna­hags­muni í fyrsta sæti.

Skýr sýn um þjón­ustu borg­ar­búa

Það er ábyrgð okkar sem kjör­inna full­trúa að fara vel með almannafé og sýna ábyrgð í rekstri. Þannig höfum við nálg­ast fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar. Árang­ur­inn er sá að skulda­hlut­fall borg­ar­sjóðs er það lægsta af öllum sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til þess að geta boðið borg­ar­búum góða þjón­ustu þarf að sýna ábyrgð í fjár­mál­um. Aðeins þannig getum við byggt upp og veitt fyr­ir­taks vel­ferð­ar­þjón­ustu til borg­ar­búa og styrkt inn­viði í þágu borg­ar­búa.

Það er okkar trú að borgin eigi að hvetja til heil­brigðrar sam­keppni þar sem hún getur en halda að sér höndum varð­andi verk­efni sem einka­fram­takið getur sinnt. Við viljum ekki fjölga starfs­fólki borg­ar­innar nema í grunn­þjón­ustu í þágu borg­ar­búa. Til dæmis til að fjölga leik­skól­um, auka við heima­þjón­ustu eldra fólks og til að styðja fatlað fólk við athafnir dag­legs lífs. Við viljum halla­lausan rekstur borg­ar­sjóðs og við höfum sett okkur skýr og raun­hæf mark­mið þar um. Borgin bæði getur og þarf að vera góður kaup­andi til að ná þessu mark­miði. Borgin þarf þess vegna að gera kröfur sem kaup­andi, bæði um gæði og um verð. Það getur Reykja­vík í krafti stærðar sinn­ar. Liður í því er að beita sam­ræmdum inn­kaupum borg­ar­innar til að tryggja hag­stæð­asta verð.

Auglýsing

Skýr sýn um rekstur borgar

Við viljum sér­stak­lega styðja við nýsköpun og þróun með því að Reykja­vík kaupi þjón­ustu af fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í staf­rænum lausn­um. Við erum á því að það eigi að grípa þau tæki­færi sem fel­ast í auknu sam­starfi við sjálf­stætt starf­andi aðila sem starfa að vel­ferð­ar­mál­um, t.d. nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í vel­ferð­ar­tækni, hjúkr­un­ar­heim­ili og vinnu­staði fatl­aðs fólks. Og við ætlum að halda áfram að ein­falda kerfið með því að taka stór skref í staf­rænni þjón­ustu.

Við lof­uðum því að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði og stóðum við það á því kjör­tíma­bili sem er að líða. Á því næsta ætlum við að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði enn meira. Við viljum halda áfram að styðja við fyr­ir­tækin í borg­inni og viljum ekki að Reykja­vík­ur­borg sé í sam­keppn­is­rekstri og keppi þannig við fyr­ir­tækin í borg­inni.

Skýr sýn um hags­muni barna

For­eldrar eiga að hafa raun­veru­legt val­frelsi um skóla barna þeirra. Þess vegna teljum við að það eigi að vera frítt í alla grunn­skóla óháð því hvort þeir eru reknir á vegum borg­ar­innar eða eru sjálf­stætt starf­andi. Við viljum auka fag­legt frelsi kenn­ara og skóla. Þannig getum við bæði stuðlað að ein­stak­lings­bundnu námi og fært þjón­ustu við börn nær þeim. Við viljum að fimm ára börn fái frítt í leik­skóla vegna þess að við vitum að hluti þeirra er ekki á leik­skóla, að stærstum hluta frá tekju­lægri heim­il­um. Börn koma betur und­ir­búin í skóla, þegar þau koma úr leik­skóla og það er því jafn­rétt­is­mál fyrir börnin að fá þetta ár í leik­skóla. Við teljum að sjálf­stætt starf­andi leik­skólar séu lyk­ill­inn að því að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla­göngu.

Reykja­vík sem dafnar

Und­an­farin þrjú ár hefur átt sér stað met­upp­bygg­ing íbúða í Reykja­vík. Töl­urnar tala þar sínu máli. Við vitum hins vegar að það þarf að gera meira og halda áfram. Við viljum skipu­leggja lóðir fyrir 2.000 íbúðir á ári. Við viljum jafn­framt að Reykja­vík stuðli að því að það verði bæði fljót­legra og ódýr­ara að byggja í Reykja­vík. Þess vegna viljum við að farið sé að ráð­legg­ingum OECD til að ein­falda umgjörð bygg­inga­mála. Við viljum halda áfram að þétta byggð. Við viljum líka reisa ný hverfi í Skerja­firði, Ártúns­höfða, á Keld­um. Síð­ast en ekki síst: Við viljum að í Vatns­mýri komi blönduð byggð í stað flug­vall­ar.

Þess vegna á að kjósa Við­reisn

Í kosn­ingum er ekki síst kosið um traust. Traust og ábyrgð helst í hendur þegar kjörnir full­trúar fara með sam­eig­in­lega hags­muni borg­ar­búa og fjár­muni þeirra. Fólk sem vinnur í þágu allra borg­ar­búa á að bera virð­ingu fyrir því að það er að vinna í umboði fólks og bera virð­ingu fyrir fjár­munum sem þeim er treyst fyr­ir. Í Reykja­vík skiptir þess vegna máli að kjósa fólk sem stendur fyrir skýra hug­mynda­fræði og ákveðin vinnu­brögð. Fólk sem getur sagt skýrum orðum fyrir hvað það stend­ur. Und­an­farið kjör­tíma­bil höfum við starfað í meiri­hluta nokk­urra flokka. Þar höfum við talað fyrir okkar stefnu­málum og náð mörgum þeirra fram en vita­skuld ekki öll­um. Ég er stolt af því að borg­ar­full­trúar Við­reisnar hafa verið rödd skyn­samrar með­ferðar á fjár­munum borg­ar­búa, skýrrar hug­mynda­fræði í skipu­lags­málum í þágu borg­ar­búa, verið rödd nýsköp­un­ar, fyr­ir­tækja og atvinnu­lífs­ins. Talað fyrir jafn­rétti og frjáls­lyndi. Það skiptir máli að kjósa fólk sem hefur skýra sýn fyrir Reykja­vík. Það er af þess­ari ástæðu sem kjósa á Við­reisn í Reykja­vík.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar