Skýr sýn fyrir Reykjavík

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir að í kosningum sé ekki síst kosið um traust. Traust og ábyrgð haldist í hendur þegar kjörnir fulltrúar fara með sameiginlega hagsmuni borgarbúa og fjármuni þeirra.

Auglýsing

Við­reisn hefur frá stofnun flokks­ins talað fyrir því að almanna­hags­munir séu leið­ar­stef í allri hug­mynda­fræði og vinnu­brögð­um. Við nálg­umst málin frá miðj­unni og erum rödd frjáls­lynd­is, jafn­réttis og ábyrgðar í fjár­mál­um. Það þarf fólk í borg­ar­stjórn Reykja­víkur sem setur almanna­hags­muni í fyrsta sæti.

Skýr sýn um þjón­ustu borg­ar­búa

Það er ábyrgð okkar sem kjör­inna full­trúa að fara vel með almannafé og sýna ábyrgð í rekstri. Þannig höfum við nálg­ast fjár­mál Reykja­vík­ur­borg­ar. Árang­ur­inn er sá að skulda­hlut­fall borg­ar­sjóðs er það lægsta af öllum sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til þess að geta boðið borg­ar­búum góða þjón­ustu þarf að sýna ábyrgð í fjár­mál­um. Aðeins þannig getum við byggt upp og veitt fyr­ir­taks vel­ferð­ar­þjón­ustu til borg­ar­búa og styrkt inn­viði í þágu borg­ar­búa.

Það er okkar trú að borgin eigi að hvetja til heil­brigðrar sam­keppni þar sem hún getur en halda að sér höndum varð­andi verk­efni sem einka­fram­takið getur sinnt. Við viljum ekki fjölga starfs­fólki borg­ar­innar nema í grunn­þjón­ustu í þágu borg­ar­búa. Til dæmis til að fjölga leik­skól­um, auka við heima­þjón­ustu eldra fólks og til að styðja fatlað fólk við athafnir dag­legs lífs. Við viljum halla­lausan rekstur borg­ar­sjóðs og við höfum sett okkur skýr og raun­hæf mark­mið þar um. Borgin bæði getur og þarf að vera góður kaup­andi til að ná þessu mark­miði. Borgin þarf þess vegna að gera kröfur sem kaup­andi, bæði um gæði og um verð. Það getur Reykja­vík í krafti stærðar sinn­ar. Liður í því er að beita sam­ræmdum inn­kaupum borg­ar­innar til að tryggja hag­stæð­asta verð.

Auglýsing

Skýr sýn um rekstur borgar

Við viljum sér­stak­lega styðja við nýsköpun og þróun með því að Reykja­vík kaupi þjón­ustu af fyr­ir­tækjum sem sér­hæfa sig í staf­rænum lausn­um. Við erum á því að það eigi að grípa þau tæki­færi sem fel­ast í auknu sam­starfi við sjálf­stætt starf­andi aðila sem starfa að vel­ferð­ar­mál­um, t.d. nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í vel­ferð­ar­tækni, hjúkr­un­ar­heim­ili og vinnu­staði fatl­aðs fólks. Og við ætlum að halda áfram að ein­falda kerfið með því að taka stór skref í staf­rænni þjón­ustu.

Við lof­uðum því að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði og stóðum við það á því kjör­tíma­bili sem er að líða. Á því næsta ætlum við að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði enn meira. Við viljum halda áfram að styðja við fyr­ir­tækin í borg­inni og viljum ekki að Reykja­vík­ur­borg sé í sam­keppn­is­rekstri og keppi þannig við fyr­ir­tækin í borg­inni.

Skýr sýn um hags­muni barna

For­eldrar eiga að hafa raun­veru­legt val­frelsi um skóla barna þeirra. Þess vegna teljum við að það eigi að vera frítt í alla grunn­skóla óháð því hvort þeir eru reknir á vegum borg­ar­innar eða eru sjálf­stætt starf­andi. Við viljum auka fag­legt frelsi kenn­ara og skóla. Þannig getum við bæði stuðlað að ein­stak­lings­bundnu námi og fært þjón­ustu við börn nær þeim. Við viljum að fimm ára börn fái frítt í leik­skóla vegna þess að við vitum að hluti þeirra er ekki á leik­skóla, að stærstum hluta frá tekju­lægri heim­il­um. Börn koma betur und­ir­búin í skóla, þegar þau koma úr leik­skóla og það er því jafn­rétt­is­mál fyrir börnin að fá þetta ár í leik­skóla. Við teljum að sjálf­stætt starf­andi leik­skólar séu lyk­ill­inn að því að brúa bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla­göngu.

Reykja­vík sem dafnar

Und­an­farin þrjú ár hefur átt sér stað met­upp­bygg­ing íbúða í Reykja­vík. Töl­urnar tala þar sínu máli. Við vitum hins vegar að það þarf að gera meira og halda áfram. Við viljum skipu­leggja lóðir fyrir 2.000 íbúðir á ári. Við viljum jafn­framt að Reykja­vík stuðli að því að það verði bæði fljót­legra og ódýr­ara að byggja í Reykja­vík. Þess vegna viljum við að farið sé að ráð­legg­ingum OECD til að ein­falda umgjörð bygg­inga­mála. Við viljum halda áfram að þétta byggð. Við viljum líka reisa ný hverfi í Skerja­firði, Ártúns­höfða, á Keld­um. Síð­ast en ekki síst: Við viljum að í Vatns­mýri komi blönduð byggð í stað flug­vall­ar.

Þess vegna á að kjósa Við­reisn

Í kosn­ingum er ekki síst kosið um traust. Traust og ábyrgð helst í hendur þegar kjörnir full­trúar fara með sam­eig­in­lega hags­muni borg­ar­búa og fjár­muni þeirra. Fólk sem vinnur í þágu allra borg­ar­búa á að bera virð­ingu fyrir því að það er að vinna í umboði fólks og bera virð­ingu fyrir fjár­munum sem þeim er treyst fyr­ir. Í Reykja­vík skiptir þess vegna máli að kjósa fólk sem stendur fyrir skýra hug­mynda­fræði og ákveðin vinnu­brögð. Fólk sem getur sagt skýrum orðum fyrir hvað það stend­ur. Und­an­farið kjör­tíma­bil höfum við starfað í meiri­hluta nokk­urra flokka. Þar höfum við talað fyrir okkar stefnu­málum og náð mörgum þeirra fram en vita­skuld ekki öll­um. Ég er stolt af því að borg­ar­full­trúar Við­reisnar hafa verið rödd skyn­samrar með­ferðar á fjár­munum borg­ar­búa, skýrrar hug­mynda­fræði í skipu­lags­málum í þágu borg­ar­búa, verið rödd nýsköp­un­ar, fyr­ir­tækja og atvinnu­lífs­ins. Talað fyrir jafn­rétti og frjáls­lyndi. Það skiptir máli að kjósa fólk sem hefur skýra sýn fyrir Reykja­vík. Það er af þess­ari ástæðu sem kjósa á Við­reisn í Reykja­vík.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar