Lög um sanngirni

Arnór Bragi Elvarsson
16034618821_4a37bfcdcd_z.jpg
Auglýsing

Ef meiri­hluti hjúkr­un­ar­fræð­inga á Íslandi væri sið­laus gætu þeir kraf­ist að allir hjúkr­un­ar­fræð­ingar setj­ist á sótt­hreinsað gólfið á göngum spít­al­ans þar til vinnu­veit­andi þeirra, rík­ið, sam­þykkir ósk þeirra um 1,5 millj­óna króna í viku­laun. Góð­hjart­aðir hjúkr­un­ar­fræð­ingar virða það að þeim sé tryggð atvinna á heil­brigð­is­stofn­unum lands­ins, en eru látnir sætta sig við bág kjör á móti. Nú rís þetta harð­dug­lega góð­hjart­aða fólk upp og segir „ekki meir.“ En þetta ósætti milli starfs­manna og vinnu­veit­anda í ein­ok­un­ar­stöðu er á kostnað almenn­ings í land­inu sem hefur engra ann­ara kosta völ en að þegja og bíða þar til verk­fall­inu er lok­ið. Það verður því  að segj­ast að með laga­setn­ingu sýnir lög­gjafa­valdið okkur að almanna­hags­muna­gæsla rík­is­ins er til fyr­ir­mynd­ar. En hvað meina ég með því?

Aðkoma rík­is­ins er tvenns konar



Fyrst og fremst verður að halda því til haga að ríkið er aðkomu­að­ili að kjara­deil­unni á tvennan hátt: ann­ars vegar sem rekstr­ar­að­ili heil­brigð­is­stofn­ana, þar af leið­andi vinnu­veit­andi hjúkr­un­ar­fræð­inga, og hins vegar sem lög­gjafi og hags­muna­full­trúi almenn­ings. Þetta skapar alls konar erf­ið­leika og hags­muna­á­rekstra sem sýndu sig á skýran hátt í umræðu um laga­setn­ingu á verk­fall hjúkr­un­ar­fræð­inga o.fl.

Ríkið sem lög­gjafi



Ríkið er í ein­ok­un­ar­stöðu sem þjón­ustu­að­ili í heil­brigð­is­geir­an­um. Ríkið verð­leggur þjón­ust­una, setur launa­kjör starfs­fólks­ins, en tak­markar líka sam­keppni. Ríkið nið­ur­greið­ir, fyrst og fremst með Sjúkra­trygg­ing­um, þjón­ustu sem hið opin­bera veitir en það er ekki hægt að  ganga að því vísu að einka­að­ilar njóti sömu for­rétt­inda. Með þess­ari sam­keppn­is­hindrun auk reglu­gerða­frum­skóg­ar­ins stendur lög­gjaf­inn í vegi fyrir því að einka­að­ilar eigi mögu­leika á að bjóða upp á betri þjón­ustu, betri launa­kjör og öfl­ugri tækja­búnað í sam­keppni við hið opin­bera sem veitir rík­inu ein­ok­un­ar­stöðu.

Til að vinna gegn ótíma­bærum dauðs­föllum og þjón­ustu­skorti við neyt­endur heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi er rétt­ast að setja lög á verk­fall­ið. Almanna­hagur felst í því að halda fólki á lífi, jafn­vel heil­brigðu. Ég sætti mig ekki við að búa í óvissu um hvort ég fái ásætt­an­lega þjón­ustu strax, eftir sex mán­uði eða ein­fald­lega ekki, ef ég skyndi­lega veik­ist. Ég get ekki ímyndað mér það erf­iði sem sjúk­lingar og aðstand­endur þeirra sem veikir eru í dag þurfa að ganga í gegn­um.

Ríkið leikur sér að eld­in­um, því að sam­hliða tak­mörkun á sam­keppni á mark­aði heil­brigð­is­mála ætti ríkið að vera að ábyrgj­ast það að reka kerfi sem virkar vel og alltaf. Það að reka lamað heil­brigð­is­kerfi við ein­ok­un­ar­að­stæður er því alltaf óásætt­an­legt. Svipuð sví­virð­ing á ein­ok­un­ar­stöðu hins opin­bera kæmi kannski upp ef Orku­veita Reykja­víkur myndi ákveða að ein­ungis skammta raf­orku milli 06:00 og 18:00. Því skal þó haldið á lofti að sökin er ekki hjúkr­un­ar­fræð­inga. Ríkið er bara lélegur vinnu­veit­andi.

Auglýsing

Ríkið sem vinnu­veit­andi



Að reka heil­brigð­is­stofn­un, hvað þá heil­brigð­is­kerfi, er örugg­lega ekki auð­velt. Stjórn­endur í heil­brigð­is­kerf­inu, emb­ætt­is­menn og starfs­fólk, læknar sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, eiga hrós skilið fyrir vel unnin störf miðað við það fjár­magn sem stendur til boða. En af hverju á almenn­ingur að sætta sig við lélegt heil­brigð­is­kerfi því að það var ekki til nægt fjár­magn? Myndi fólk sætta sig við skerta raf­veitu­þjón­ustu vegna ónægs fjár­magns? Ef ríkið hefur ekki fjár­hags­lega burði til að reka heil­brigð­is­stofn­anir lands­ins, af hverju er þá ekki hleypt aðilum að borð­inu sem gætu tryggt fjár­magn? Trygg­ing fjár­magns gæti bætt afköst heil­brigð­is­stofn­un­ar, eflt starfsanda vinnu­stað­ar­ins og bætt þjón­ustu við almenn­ing. Ég veðja á að lítið yrði um þá þjón­ustu­skerð­ingu sem fylgir verk­föllum á einka­rek­inni heil­brigð­is­stofn­un, því almenn­ingur myndi aldrei versla við aðila á heil­brigð­is­mark­aði sem byði upp á lélega, óstöðuga þjón­ustu - nema auð­vitað ef það væri eini þjón­ustu­að­il­inn sem stæði til boða. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar fengju á sam­keppn­is­mark­aði mann­sæm­andi laun sem myndi hressi­lega bæta kjör þeirrar harð­dug­legu stétt­ar.

Sem vinnu­veit­andi er aldrei rétt­læt­an­legt að beita þving­unum til þess að láta starfs­fólkið vinna á til­neyddum kjör­um. Atvinnu­sam­komu­lag starfs­manns og vinnu­veit­anda hlýtur að krefj­ast þess að báðir samn­ings­að­ilar séu ánægðir með skyldur og kjör samn­ings­ins. Frá því sjón­ar­horni er ríkið að gera það allra vit­laus­asta í stöð­unni með því að setja lög á verk­fall­ið.

Annar vink­ill



Þrátt fyrir vel­vild við almenn­ing, er lög­gjaf­inn (les­ist: rík­ið) að skjóta vinnu­veit­and­ann (les­ist: sjálft sig) í fót­inn með laga­setn­ingu. Með þessu er launum haldið lágum og ekki er laga­setn­ingin fram­kvæmd til að efla starfs­móral á einum stærsta vinnu­stað lands­ins. Í fréttum und­an­farið hefur verið talað um sára þörf á end­ur­nýjun í stétt­inni sökum ald­urs nústarf­andi hjúkr­un­ar­fræð­inga og ekki bæt­ist staðan þegar atgervis­flótt­inn til Nor­egs er tek­inn inn í mynd­ina. Þar að auki er almenn­ingur að eld­ast en gert er ráð fyrir að fimmti hver Íslend­ingur verði eldri en 65 ára árið 2030, þ.m.t. mamma mín og pabbi.

Þetta segir okkur það að eft­ir­spurn með hjúkrun er að aukast, en fram­boð hjúkr­unar minnkar á sama tíma og verð hjúkr­unar helst á pari. Dæmið gengur ekki upp m.v. fyr­ir­liggj­andi for­send­ur. En nú er ríkið búið að finna þá frá­bæru lausn að beina byssu­hlaup­inu að hjúkr­un­ar­fræð­ingum og bjóða þeim val: Semdu, eða við látum Gerð­ar­dóm semja fyrir þig. Ríkið vinn­ur, með sinni ofbeld­is­fullri snilli­gáfu, til eins árs. Allir aðil­ar, þeirra á meðal almenn­ing­ur, tapa til lengri tíma.

Lausnin



Rík­is­valdið hefur stöðugt hækkað fram­lög til mála­flokks heil­brigð­is­mála síð­ast­liðin ár en það dugar ekki til. Rík­ið, sem rekstr­ar­að­ili heil­brigð­is­þjón­ustu, kemur illa fram við starfs­fólk, og neyt­endur þjón­ust­unnar á sama tíma og það bannar öðrum val­kostum að blómstra.

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, líkt og annað vinn­andi fólk skal fá rétt­læt­an­leg laun fyrir þá vinnu sem það leggur af hendi. Það hlýtur að telj­ast lélegt að vinnu­veit­andi geti ekki borgað fyrir virði starfs­krafta hjúkr­un­ar­fræð­inga vegna fjár­skorts. Rík­is­valdið hefur frá byrjun sett leik­regl­urnar upp þannig að allir tapa með því að stilla sér upp sem ein­ok­un­ar­að­ila á mark­aði sem það getur ekki sinnt. Ef ríkið hefur ekki fjár­hags­legt svig­rúm til þess að tryggja sann­gjörn kjör starfs­fólks, og mann­sæm­andi þjón­ustu neyt­enda heil­brigð­is­þjón­ustu, ættu þeir kannski að leyfa öðrum að gera það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None