Lykiltölur fyrir framtíðina

Guðrún Nordal
14128538452_5c89c225a2_z.jpg
Auglýsing

Margoft hefur verið á það bent að töl­fræði um rann­sóknir og þróun hér landi væri ábóta­vant. Nú síð­ast í ERAC-út­tekt­inni á íslensku vís­inda- og nýsköp­un­ar­kerfi sem birt var á síð­asta hausti. Þar var bent á að meg­in­veik­leiki stefnu­mót­unar hér á landi væri skortur á grein­ingu og árang­urs­mæl­ingum („evidence“). Í núver­andi stefnu hefur Vís­inda- og tækni­ráð því lagt höf­uð­á­herslu á að stór­bæta grein­ing­ar­vinnu svo að hægt væri að byggja aðgerðir og auknar fjár­veit­ingar á traust­ari grunni. Mik­il­vægt skref var stigið í aðgerða­á­ætlun ráðs­ins á síð­asta ári þegar ákveðið var að færa til Hag­stof­unnar reglu­bundna mæl­ingu á fjár­fest­ingu hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins til rann­sókna og þró­un­ar, en sam­bæri­legar stofn­anir sjá um slíka grein­ing­ar­vinnu í nágranna­löndum okk­ar.

Þetta var aug­ljós­lega heilla­skref. Fyrir nokkrum dögum birti Hag­stofan fyrstu útreikn­inga sína fyrir árið 2013 og koma þeir mjög á óvart: 1,88% af vergri lands­fram­leiðslu var varið til vís­inda og þró­unar á því ári, sem er rúm­lega 0,7 pró­sent lækkun frá síð­ustu mæl­ingu. Taka verður skýrt fram að ekki er um raun­veru­lega lækkun að ræða heldur hafa opin­berar fjár­fest­ingar og fjár­fest­ingar atvinnu­lífs­ins verið ofreikn­aðar um ára­bil, og ekki aðeins frá Hruni. Ljóst er því að mikið vantar upp á að fjár­fest­ing til rann­sókna og nýsköp­un­ar, hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins sam­an­lagt, nái 3% tak­mark­inu af vergri lands­fram­leiðslu eins og stefnt hefur verið að.

Í áður­nefndri aðgerða­á­ætlun Vís­inda- og tækni­ráðs fyrir árin 2014-16 hefur nú þegar verið gripið til ýmissa aðgerða til að laða fram meiri fjár­fest­ingu til rann­sókna og þró­unar sem mun leið­rétta þessa mynd, en ný töl­fræði kallar þó á end­ur­mat aðgerða. Þegar hefur verið ákveðið að hækka fram­lög til sam­keppn­is­sjóð­anna um 2,8 millj­arða 2015 og 2016 sem mun hafa áhrif til hækk­unar á fram­lagi rík­is­ins. Þar er einnig tekið undir mark­mið um að fram­lög til háskóla skuli verða sam­bæri­lega við með­al­við­mið í háskólum á Norð­ur­löndum árið 2020, en nú er Háskóli Íslands t.d. aðeins hálf­drætt­ingur á við háskóla á Norð­ur­lönd­um. Það er því ljóst að fram­lög til rann­sókn­ar­starfs og rann­sókn­ar­inn­viða muni stór­hækka á næstu árum gangi þessi stefna eft­ir.

Auglýsing

En ekki er síður mik­il­vægt að hvetja atvinnu­lífið til dáða. Í Evr­ópu er jafnan stefnt að því að atvinnu­lífið standi straum af 2/3 fram­lags­ins, en í litlu hag­kerfi er raun­hæf­ara að miða við helm­ing á móti helm­ingi hins opin­bera - eins og raunin hefur verið hér á landi. Í aðgerða­á­ætl­un­inni eru til­lögur um ýmsa skata­hvata til að laða fram fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja til vís­inda og nýsköp­unar en fylgj­ast þarf vel með að þeir virki til hækk­un­ar.

Það er því mik­il­vægt að fagna þeim stóra áfanga sem ný og leið­rétt mæl­ing Hag­stof­unnar markar – jafn­vel þó að nið­ur­staðan sé áfell­is­dómur yfir fyrri mæl­ing­um. Ný töl­fræði gefur okkur loks­ins fast­ara land undir fótum í stefnu­mörkun í þessum mik­il­væga mála­flokki og í bar­áttu fyrir auknum fram­lögum til háskóla, rann­sókn­ar­stofn­ana og sam­keppn­is­sjóða. Ég hvet okkur til að nota þessar lyk­il­tölur vel.

Höf­undur er for­mað­ur­ ­vís­inda­nefndar Vís­inda- og tækni­ráðs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None