Lykiltölur fyrir framtíðina

Guðrún Nordal
14128538452_5c89c225a2_z.jpg
Auglýsing

Margoft hefur verið á það bent að töl­fræði um rann­sóknir og þróun hér landi væri ábóta­vant. Nú síð­ast í ERAC-út­tekt­inni á íslensku vís­inda- og nýsköp­un­ar­kerfi sem birt var á síð­asta hausti. Þar var bent á að meg­in­veik­leiki stefnu­mót­unar hér á landi væri skortur á grein­ingu og árang­urs­mæl­ingum („evidence“). Í núver­andi stefnu hefur Vís­inda- og tækni­ráð því lagt höf­uð­á­herslu á að stór­bæta grein­ing­ar­vinnu svo að hægt væri að byggja aðgerðir og auknar fjár­veit­ingar á traust­ari grunni. Mik­il­vægt skref var stigið í aðgerða­á­ætlun ráðs­ins á síð­asta ári þegar ákveðið var að færa til Hag­stof­unnar reglu­bundna mæl­ingu á fjár­fest­ingu hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins til rann­sókna og þró­un­ar, en sam­bæri­legar stofn­anir sjá um slíka grein­ing­ar­vinnu í nágranna­löndum okk­ar.

Þetta var aug­ljós­lega heilla­skref. Fyrir nokkrum dögum birti Hag­stofan fyrstu útreikn­inga sína fyrir árið 2013 og koma þeir mjög á óvart: 1,88% af vergri lands­fram­leiðslu var varið til vís­inda og þró­unar á því ári, sem er rúm­lega 0,7 pró­sent lækkun frá síð­ustu mæl­ingu. Taka verður skýrt fram að ekki er um raun­veru­lega lækkun að ræða heldur hafa opin­berar fjár­fest­ingar og fjár­fest­ingar atvinnu­lífs­ins verið ofreikn­aðar um ára­bil, og ekki aðeins frá Hruni. Ljóst er því að mikið vantar upp á að fjár­fest­ing til rann­sókna og nýsköp­un­ar, hins opin­bera og atvinnu­lífs­ins sam­an­lagt, nái 3% tak­mark­inu af vergri lands­fram­leiðslu eins og stefnt hefur verið að.

Í áður­nefndri aðgerða­á­ætlun Vís­inda- og tækni­ráðs fyrir árin 2014-16 hefur nú þegar verið gripið til ýmissa aðgerða til að laða fram meiri fjár­fest­ingu til rann­sókna og þró­unar sem mun leið­rétta þessa mynd, en ný töl­fræði kallar þó á end­ur­mat aðgerða. Þegar hefur verið ákveðið að hækka fram­lög til sam­keppn­is­sjóð­anna um 2,8 millj­arða 2015 og 2016 sem mun hafa áhrif til hækk­unar á fram­lagi rík­is­ins. Þar er einnig tekið undir mark­mið um að fram­lög til háskóla skuli verða sam­bæri­lega við með­al­við­mið í háskólum á Norð­ur­löndum árið 2020, en nú er Háskóli Íslands t.d. aðeins hálf­drætt­ingur á við háskóla á Norð­ur­lönd­um. Það er því ljóst að fram­lög til rann­sókn­ar­starfs og rann­sókn­ar­inn­viða muni stór­hækka á næstu árum gangi þessi stefna eft­ir.

Auglýsing

En ekki er síður mik­il­vægt að hvetja atvinnu­lífið til dáða. Í Evr­ópu er jafnan stefnt að því að atvinnu­lífið standi straum af 2/3 fram­lags­ins, en í litlu hag­kerfi er raun­hæf­ara að miða við helm­ing á móti helm­ingi hins opin­bera - eins og raunin hefur verið hér á landi. Í aðgerða­á­ætl­un­inni eru til­lögur um ýmsa skata­hvata til að laða fram fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja til vís­inda og nýsköp­unar en fylgj­ast þarf vel með að þeir virki til hækk­un­ar.

Það er því mik­il­vægt að fagna þeim stóra áfanga sem ný og leið­rétt mæl­ing Hag­stof­unnar markar – jafn­vel þó að nið­ur­staðan sé áfell­is­dómur yfir fyrri mæl­ing­um. Ný töl­fræði gefur okkur loks­ins fast­ara land undir fótum í stefnu­mörkun í þessum mik­il­væga mála­flokki og í bar­áttu fyrir auknum fram­lögum til háskóla, rann­sókn­ar­stofn­ana og sam­keppn­is­sjóða. Ég hvet okkur til að nota þessar lyk­il­tölur vel.

Höf­undur er for­mað­ur­ ­vís­inda­nefndar Vís­inda- og tækni­ráðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None