Mat á skoðun lögmanns um „Ævarandi deilur við Skattinn“

Aðalsteinn Hákonarson skrifar um greinar sem eigendur og lögmenn LOGOS hafa skrifað um málatilbúnað Skattsins, þar sem þeir reyni að gera lítið úr honum og sýna fram á hversu heimskulegur málatilbúnaður hans sé.

Auglýsing

Það er merki­legt að sjá þegar lög­menn ryðj­ast fram á rit­völl­inn til að reka áróður fyrir málum sem þeir eru að flytja fyrir dóm­stól­um. Dæmi um þetta er t.d. grein sem Jón Elvar Guð­munds­son lög­maður og einn af eig­endum LOGOS lög­manns­stofu rit­aði í Við­skipta­blaðið fyrr í þessum mán­uði og nefndi Ævar­andi deilur við skatt­inn. Fyrr á þessu ári hafði lög­maður og eig­andi að sömu lög­manns­stofu einmitt haft uppi svip­aðan áróður í sam­bæri­legu máli þegar hann birti grein í Inn­herja sem er vef­mið­ill á Vísi. Það er greini­lega ekki nóg að reka málin ein­ungis fyrir dóm­stólum heldur þarf líka að leggja þau fyrir dóm­stól göt­unnar og boða í leið­inni til­tekna inn­ræt­ingu í sam­fé­lag­inu. Báðir þessir aðilar reyna með skrifum sínum að gera lítið úr Skatt­inum og sýna fram hversu heimsku­legur mála­til­bún­aður hans sé.

Í grein­inni í Við­skipta­blað­inu, sem birt er sem skoðun hans, heldur lög­mað­ur­inn því fram að Skatt­ur­inn sé í til­teknu máli far­inn að skipta sér af fjár­magns­skipan ákveð­ins félags og leggja mat á hvort rétt hafi verið af því að taka lán til rekstr­ar­ins. Finn­ist Skatt­inum að það hafi ekki verið rétt séu vext­irnir ekki frá­drátt­ar­bærir til skatts og skipti það hann engu máli þótt vaxta­ber­andi lán sé sann­an­lega tekið og notað í rekstr­in­um. Þetta kallar lög­mað­ur­inn upp­á­tækja­semi og nýsköp­un.

Auglýsing
Án þess að fara nánar út í aðrar hug­leið­ingar lög­manns­ins í grein­inni um óhæfu­verk Skatts­ins og hvernig sam­fé­lagið eigi að bregð­ast við þeim er ekki úr vegi að skoða ögn nánar þessar stað­hæf­ingar hans.

Að taka lán í rekstri til að afla lausa­fjár eða til að greiða niður önnur lán, og það jafn­vel lán á lægri vöxt­um, snýst ekki um fjár­magns­skipan fyr­ir­tæk­is. Hug­takið (Optimal) Capi­tal Struct­ure, sem er jafnan eitt af mark­miðum rekstr­ar, snýst um mat á sam­spili láns­fjár og eigin fjár út frá mæli­kvörðum á EBIT (earn­ings before inter­est and tax) og EPS (earn­ings per share). Félag sem er með 85% eig­in­fjár­hlut­fall, veltu­fjár­hlut­fall upp á 7 til 8 og engar lang­tíma­skuldir er ekki að velta fyrir sér fjár­magns­skipan þegar tekið er lang­tíma­lán á háum vöxtum sem þó er ekki hærra en svo að þessi hlut­föll breyt­ast nán­ast ekk­ert við lán­tök­una.

Þetta er einmitt spurn­ing sem Skatt­ur­inn þarf alltaf að vera að svara; eru útgjöld­in, í þessu til­viki vext­irn­ir, í þágu rekstr­ar­ins og ætluð til að afla honum tekna eða eigna sem nýttar eru til tekju­öfl­unar í rekstr­in­um. M.ö.o þá þurfa rekstr­ar­að­ilar og skatt­ur­inn alltaf að spyrja sig um til­gang útgjald­anna og í þessu til­viki hver hafi verið til­gang­ur­inn með lán­tök­unni og greiðslu vaxt­anna. Lög­mað­ur­inn virð­ist hafa gleymt að geta þess hvaða sjón­ar­mið Skatt­ur­inn hafði í málum af þessum toga en hér skulu þau rifjuð upp:

Mál þetta snýst trú­lega um að erlent félag (E), sem á dótt­ur­fé­lag á Íslandi (Í), ákvað fyrir all­mörgum árum að nýta sér fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands sem gekk út á að selja bank­anum erlendan gjald­eyri í stað­inn fyrir íslenskar krónur á mun hærra gengi en opin­ber geng­is­skrán­ing sagði til um. Sam­kvæmt reglum Seðla­bank­ans þurfti að ráð­stafa þeim krónum til kaupa á íslenskum verð­bréf­um, þ.e. hluta­bréf­um, rík­is­skulda­bréfum eða skráðum skulda­bréf­um. Af þessu til­efni var Í látið gefa út veð­skulda­bréf til 10 ára, afborg­un­ar­laust í 5 ár, með 9 til 10% föstum vöxtum án sýni­legrar þarfar Í fyrir aukið hand­bært fé. E keypti síðan skulda­bréfið og upp­fyllti með því kröf­una um fjár­fest­ingu hér á landi. Í, sem hafði yfir að ráða gríð­ar­lega miklu lausa­fé, greiddi með þessu vexti af láni sem tekið hafði verið án nokk­urs sýni­legs rekstr­ar­legs til­efnis fyrir það á meðan E aftur á móti afl­aði sér tekna af gjald­eyr­is­söl­unni til Seðla­bank­ans. Þannig var til­gangur lán­tök­unnar að mati Skatts­ins að afla móð­ur­fé­lag­inu tekna og því voru vext­irnir ekki taldir frá­drátt­ar­bærir hjá Í. Dæmi nú hver sem vill.

Rétt­ast og best er að hafa allar hliðar máls­ins á borð­inu þegar það er skoðað og því haldið fram að deilur við Skatt­inn séu af ann­ar­legum toga af hans völd­um. Rétt er svo að geta þess í lokin að Skatt­ur­inn lagði ekki mat á það hvort þessi flétta móð­ur- og dótt­ur­fé­lags­ins hafi verið ólög­mæt gagn­vart Seðla­bank­an­um.

Höf­undur er fyrr­ver­andi end­ur­skoð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar