Matvælaeyðimörk í matarkistu

Frambjóðendur Vinstri grænna skrifa um vöruverð á landsbyggðinni. Þau segja dæmin sýna að íbúar dreifðari byggða þurfi að greiða hærra verð fyrir vörur, þrátt fyrir að þeir búi jafnvel í mikilli nálægð við framleiðsluna.

Þóra Margrét Lúthersdóttir og Kári Gautason
Þóra Margrét Lúthersdóttir og Kári Gautason
Auglýsing

Það er fátt sem bindur betur saman mann­fólkið en að deila brauði með náung­an­um. „Gjörið svo vel“ eru ein af fal­legri orðum íslensks máls ásamt því að þau opna á hlýju og náunga­kær­leik í mann­legum sam­skipt­um. Öll verðum við að borða til að lifa og öll eigum við að hafa gott aðgengi að mat­væl­um.

Aðgengi að heil­næmri fæðu er ekki sjálf­gefið þegar við horfum til heims­ins alls. Millj­ónir manna búa við ótryggt fæðu­ör­yggi. Hér í okkar eigin sam­fé­lagi er mis­mun­unin aðal­lega fólgin í aðgengi að heil­næmum mat­vælum á við­ráð­an­legu verði. Öll eigum við að hafa þess kost að geta nálg­ast heil­næm mat­væli við hæfi. Búseta ætti ekki heldur að hafa áhrif á þann kostnað sem við stöndum frammi fyrir við mat­ar­inn­kaup.

Það er af sem áður var, í sam­fé­lagi nútím­ans fara fæstir og veiða í soð­ið, fáir eru með heim­il­iskú og kindur eða nokkrar hæn­ur. Nútíma kröfur eru fjöl­breytni afurða til að mæta lit­rík­ari þjóð­fé­lags­menn­ingu en áður. Oft er talað um að neyt­endur hafi mikið vald til þess að hafa áhrif, að með því að kaupa vörur og þjón­ustu að þá kjósi neyt­endur með vesk­inu. Þetta er að sumu leyti rétt en engu að síður þá er stað­reyndin sú að versl­unin hefur allt vald í hendi sér um hvaða val­kostir eru í boði og gæði þeirra. Þarna teljum við að þurfi að gera bet­ur.

Auglýsing

Vatnið er sótt yfir læk­inn á lands­byggð­inni

Land­svæði sem búa við fákeppni versl­ana greiða hærra verð fyrir vör­una en sá sem býr á svæði sem sam­keppni ríkir á. Fyrir okkur sem kjósum að búa á lands­byggð­inni er vatnið of oft sótt yfir læk­inn. Það að kjósa sér búsetu í dreifð­ari byggðum lands­ins á ekki að þýða að þú greiðir hærra verð fyrir mat­væli. Nýj­ustu gögn Hag­stofu Íslands um neyslu­út­gjöld benda til þess að útgjöld til mat­ar­inn­kaupa séu stærri hluti af ráð­stöf­un­ar­tekjum hjá fólki í dreif­býli en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mat­væla­fram­leiðsla Íslend­inga fer að stærstum hluta fram á lands­byggð­inni. Þar er stutt á miðin og út á tún og í dag hefur mat­væla­fram­leiðsla þró­ast og orðið fjöl­breytt­ari. Nýir fram­leið­endur hafa unnið mark­vert starf í því erf­iða versl­un­ar­um­hverfi sem við búum við.

Hvergi ætti að vera ein­fald­ara að nálg­ast heil­næmar afurðir (lítið unnar og fram­leiddar á sem heil­næm­astan hátt) á sem hag­kvæm­ustu verði heldur en á lands­byggð­inni. Þar sem ekki þarf að flytja vörur um langan veg. Þetta er þó víða ekki staðan og þessu þarf að breyta.

Mat­væli úr heima­byggð ættu að vera meira sjá­an­leg í versl­un­um. Víða um land skortir veru­lega á að vörur fram­leiddar í heima­byggð fáist í versl­un­um. Sömu sögu er að segja hvað varðar vörur frá svæð­is­bundnum smá­fram­leið­end­um. Þetta er veru­legur ágalli og sýnir vald versl­un­ar­innar yfir því hvaða val neyt­endur hafa. Það er ein­fald­lega aðgangs­hindrun að versl­anir sýni því ekki meiri metnað að kynna vörur sem fram­leiddar eru í heima­byggð í versl­unum á hverju svæði fyrir sig. En einnig er það órétt­látt að smærri versl­anir fá mun verri kjör hjá birgj­um, sem svo neyt­endur greiða í formi hærra vöru­verðs. Sums staðar þarf að keyra um langan veg til að kom­ast yfir­höfuð í versl­un. Á smáum stöðum berj­ast versl­anir í bökkum við rekstur sinn, versl­anir sem oft á tíðum sjá fyrir störfum í heima­byggð.

Er lengra á Blönduós en Akur­eyr­ar, frá Reykja­vík?

Því er stundum fleygt fram að Húna­vatns­sýsl­urnar séu lang­ar, en það virð­ist vera til­fellið að þær séu svo langar að það sé lengra til Blöndu­óss frá Reykja­vík heldur en til Akur­eyrar sömu leið. Þannig sé það dýr­ara að flytja vöru á Blönduós heldur en til Akur­eyrar jafn­vel þó að varan sé flutt með sama flutn­inga­bíl.

Þessum kostn­aði er svo velt út í verð­lag versl­un­ar­innar á svæð­inu og íbú­arnir látnir greiða hann nið­ur. Mark­viss­ari stefnu um jöfnun á flutn­ings­kostn­aði mat­væla og almennra nauð­synja í hinum dreifðu byggðum er nauð­syn­leg til þess að það sé hægt að tala um raun­veru­legt jafn­rétti til búsetu. Því þarf að stór­auka fram­lög til svæð­is­bund­innar flutn­ings­jöfn­un­ar. Þannig væri aðstaða kaup­manns­ins í smá­pláss­inu jöfnuð til móts við versl­ana­keðj­unnar sem er í kaup­höll­inni. Með því væri rétt­lát­ari verð­lagn­ing – svo að neyt­endur á lands­byggð­inni þurfi ekki að greiða hærra verð fyrir sömu vöru.

Höf­undar skipa 4. sæti á listum Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs í Norð­vest­ur- og Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar