„Með hækkandi sól“

Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt segir að það væri eftirsóknarvert ef dagsbirtan fengi þá athygli í borgarskipulagi sem hún á skilið. Greinin er skrifuð í tilefni af Alþjóðlegum degi ljóssins, sem er í dag, 16. maí.

Auglýsing

Vet­ur­inn ætl­aði aldrei að taka enda en í dag 16. maí fögnum við degi ljóss­ins, hækk­andi sól og geislum henn­ar. Lay Low og Systur gáfu okkur lag sem er svo íslenskt og ein­lægt og minnir okkur á verð­mæti sól­ar­ljóss­ins í íslensku sál­inni.

Í dimmum vetri – hækkar sól

Bræðir hjart­ans klaka­bönd – svo hlý

Í dimmum vetri – vorið væna

Vermir þitt væng­haf á ný

Höf. Lay Low

Á fáum stöðum er jafn við­eig­andi að dásama dags­birt­una og á Íslandi. Eftir vetr­ar­skamm­degið tökum við fagn­andi á móti hverjum sól­ar­geisla og eigum erfitt með að sinna venju­bundnum inni­verk­um. En af hverju? Hvað er það sem gerir okkur svona sólgin í sól­ar­geisl­ana og dags­birt­una? Jú, dags­birtan er okkur nefni­lega lífs­nauð­syn­leg. Sólin færir okkur ekki bara D-vítamín heldur hefur hún áhrif á fjölda horm­óna sem streyma um lík­amann, flæði þeirra og end­ur­nýj­un. Margar viða­miklar rann­sóknir hafa verið gerðar á áhrifum dags­birtu á heilsu, vellíðan og heila­starf­semi. Með þeim hefur verið sýnt fram á mikil og jákvæð áhrif dags­birtunnar á afköst og ein­beit­ingu, lund­ar­far, streitu, ónæm­is­kerf­ið, bata­horfur og svefn­gæði. Það er þess vegna ekki skrýtið að sólin hafi ákveðið aðdrátta­afl fyrir okkur mann­fólkið ekki síður en fyrir vor­blómin sem bíða blómg­un­ar.

Ljósið og nátt­úran

Það er einmitt áhuga­vert að skoða hvernig nátt­úran hegðar sér í sam­hengi við sól­ar­ljós­ið. Blóm og jurtir teygja sig í átt til sólar og breiða úr blöðum sín­um. Ef sólar nýtur ekki í lengri tíma drjúpa þau höfði og skreppa jafn­vel sam­an. Sumar plöntur loka krónu sinni yfir nótt­ina og verja sig fyrir næt­urkuli og raka en opna svo faðm­inn á móti nýjum degi við sól­ar­upp­komu. Við mann­fólkið erum ekki svo ólík gulum fífli í túni. Við þurfum á ljós­inu að halda og við þurfum líka á nátt­úru­legum dæg­ur­sveiflum að halda. Dags­birta er okkur nauð­syn­leg hvort sem við búum í sveit eða í borg.

Dags­birta í borg

Dags­birtan er grund­vall­ar­at­riði þegar byggja á vist­væna borg, borg sem stuðlar að bættri heilsu íbúa og betra umhverfi fyrir allar líf­ver­ur. Reykja­vík ætlar að fylgja grænu plani til að verða græn borg með græn gildi. Með dags­birt­una með í för um götur og garða og sól­ar­geisla í léttum dansi í gróð­ur­sælum borg­ar­rýmum verður til græn borg. En ef sól­ar­geisl­arnir ná ekki inn í garð­inn, ekki niður á gang­stétt­ina og ekki á torgið þar sem bak­ar­inn hefur fengið leyfi borg­ar­yf­ir­valda til að stilla upp borðum og stól­um, þá verður græna borgin ekki með öruggum götu­rýmum eða gróð­ur­sælum görðum og eng­inn sest í stól­inn á bak­ara­torg­inu.

Ef sól­ar­geislar ná ekki að dansa sinn ein­staka dans inn um glugg­ann hjá Önnu gömlu á fyrstu hæð, af því að verk­tak­inn sem byggði húsið hinu megin við göt­una fékk leyfi fyrir einni hæð í við­bót, þá ótt­ast ég að sú gamla muni brátt drjúpa höfði líkt og fíf­ill­inn þegar skygg­ir. Þá sest hún ekki lengur við glugg­ann til að fylgj­ast með fugl­unum veiða orma upp úr rósa­beð­inu sem nú er hætt að bera blóm.

Dags­birtugæði

Á degi ljóss­ins langar mig að minna á þau gæði sem dags­birtan gefur og sól­ar­ljósið kallar fram. Við búum á Íslandi og þurfum birt­una og ylinn frá sól­inni eftir napran og dimman vet­ur. Í skipu­lagi borg­ar­innar er því til mik­ils að vinna að gæta vel að gæðum dags­birtu, bæði í borg­ar­rýmum og í mögu­leikum sól­ar­geisla til að ná inn í hús­rým­in. Á liðnum ára­tugum hafa þessi gæði skipu­lags á mörgum svæðum lotið í lægra haldi fyrir auknu bygg­ing­ar­magni á ein­staka reit­um. Umræða um borg­ar­um­hverfi hefur ein­kennst af umræðu um bygg­ingar en ekki um borg­ar­rými. Borg­ar­rými er rýmið þar sem borgin vakn­ar, þar sem allir litir sam­fé­lags­ins birt­ast og skína skært ef sólin glampar á þá. Rýmið á milli hús­anna er þar sem hið óvænta getur gerst. Á Íslandi þurfa þessi rými bæði sól og skjól til að lifna við. Það krefst þess að tekið sé til­lit til þess að blessuð sólin er aldrei hátt á lofti á okkar breidd­argráðu og það þarf að gefa henni sér­staka athygli við hönnun skipu­lags.

Auglýsing

Ef að við vöndum okkur og gefum sól­ar­ljós­inu þann sess sem það á skilið í skipu­lagi borg­ar­um­hverfis þá fáum við ekki bara líf­leg og gróð­ur­sæl borg­ar­rými heldur eiga geislar sól­ar­innar einnig greiðan aðgang inn í húsin okkar og verma okkur hvort sem er sumar eða vet­ur. Þá eigum við mögu­leika á að full­nýta þann ókeypis orku­gjafa sem nátt­úran hefur gefið okk­ur.

Dags­birta í íbúða­byggð

Í rann­sókn­ar­verk­efn­inu Áhrif dags­birtu í íbúða­byggð, allt frá skipu­lagi til innri íveru­rýma verða rann­sökuð hin marg­vís­legu áhrif dags­birtu og hvernig við höfum í tím­anna rás sinnt dags­birt­unni í mótun byggð­ar­inn­ar. Áhrif borg­ar­skipu­lags á dags­birtugæði eru ekki ein­ungis utandyra heldur hefur skipu­lag grund­valla­r­á­hrif á það hvort dags­birta nái inn í húsin okk­ar.

Ef skipu­lagið býður ekki upp á góða dags­birtu og sól­ar­ljós í götu­rými og á hús­hliðar þá hefur stærð glugga eða glugga­setn­ing í bygg­ingu tak­markað gildi. Það væri eft­ir­sókn­ar­vert að dags­birtan fengi þá athygli í borg­ar­skipu­lagi sem hún á skil­ið. Umhverf­is­væn borg á Íslandi er þétt­byggð, með góðum almenn­ings­sam­göngum og björtum rýmum á milli lágreistra húsa þar sem gróður vex og mann­lífið auðgar til­ver­una. Horfum til him­ins og tökum mið af stöðu sól­ar.

Dagur ljóss­ins

Sól­ar­ljósið er ljósið sem ég vil hylla á degi ljóss­ins. Umhverf­is­væn lýs­ing, hita- og orku­gjafi fyrir bæði lík­ama og sál. Marg­þætt jákvæð áhrif sól­ar­ljóss­ins eru ótví­ræð sönnun á mik­il­vægi þess fyrir okkar lífs­gæði. Með hækk­andi sól förum við út í vorið og njótum ljóss­ins.

Höf­undur er arki­tekt, Cand.­Arch. FAÍ og verk­efn­is­stjóri rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins Á­hrif dags­birtu í íbúða­byggð, allt frá skipu­lagi til innri íveru­rýma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar