„Með hækkandi sól“

Anna Sigríður Jóhannsdóttir arkitekt segir að það væri eftirsóknarvert ef dagsbirtan fengi þá athygli í borgarskipulagi sem hún á skilið. Greinin er skrifuð í tilefni af Alþjóðlegum degi ljóssins, sem er í dag, 16. maí.

Auglýsing

Vet­ur­inn ætl­aði aldrei að taka enda en í dag 16. maí fögnum við degi ljóss­ins, hækk­andi sól og geislum henn­ar. Lay Low og Systur gáfu okkur lag sem er svo íslenskt og ein­lægt og minnir okkur á verð­mæti sól­ar­ljóss­ins í íslensku sál­inni.

Í dimmum vetri – hækkar sól

Bræðir hjart­ans klaka­bönd – svo hlý

Í dimmum vetri – vorið væna

Vermir þitt væng­haf á ný

Höf. Lay Low

Á fáum stöðum er jafn við­eig­andi að dásama dags­birt­una og á Íslandi. Eftir vetr­ar­skamm­degið tökum við fagn­andi á móti hverjum sól­ar­geisla og eigum erfitt með að sinna venju­bundnum inni­verk­um. En af hverju? Hvað er það sem gerir okkur svona sólgin í sól­ar­geisl­ana og dags­birt­una? Jú, dags­birtan er okkur nefni­lega lífs­nauð­syn­leg. Sólin færir okkur ekki bara D-vítamín heldur hefur hún áhrif á fjölda horm­óna sem streyma um lík­amann, flæði þeirra og end­ur­nýj­un. Margar viða­miklar rann­sóknir hafa verið gerðar á áhrifum dags­birtu á heilsu, vellíðan og heila­starf­semi. Með þeim hefur verið sýnt fram á mikil og jákvæð áhrif dags­birtunnar á afköst og ein­beit­ingu, lund­ar­far, streitu, ónæm­is­kerf­ið, bata­horfur og svefn­gæði. Það er þess vegna ekki skrýtið að sólin hafi ákveðið aðdrátta­afl fyrir okkur mann­fólkið ekki síður en fyrir vor­blómin sem bíða blómg­un­ar.

Ljósið og nátt­úran

Það er einmitt áhuga­vert að skoða hvernig nátt­úran hegðar sér í sam­hengi við sól­ar­ljós­ið. Blóm og jurtir teygja sig í átt til sólar og breiða úr blöðum sín­um. Ef sólar nýtur ekki í lengri tíma drjúpa þau höfði og skreppa jafn­vel sam­an. Sumar plöntur loka krónu sinni yfir nótt­ina og verja sig fyrir næt­urkuli og raka en opna svo faðm­inn á móti nýjum degi við sól­ar­upp­komu. Við mann­fólkið erum ekki svo ólík gulum fífli í túni. Við þurfum á ljós­inu að halda og við þurfum líka á nátt­úru­legum dæg­ur­sveiflum að halda. Dags­birta er okkur nauð­syn­leg hvort sem við búum í sveit eða í borg.

Dags­birta í borg

Dags­birtan er grund­vall­ar­at­riði þegar byggja á vist­væna borg, borg sem stuðlar að bættri heilsu íbúa og betra umhverfi fyrir allar líf­ver­ur. Reykja­vík ætlar að fylgja grænu plani til að verða græn borg með græn gildi. Með dags­birt­una með í för um götur og garða og sól­ar­geisla í léttum dansi í gróð­ur­sælum borg­ar­rýmum verður til græn borg. En ef sól­ar­geisl­arnir ná ekki inn í garð­inn, ekki niður á gang­stétt­ina og ekki á torgið þar sem bak­ar­inn hefur fengið leyfi borg­ar­yf­ir­valda til að stilla upp borðum og stól­um, þá verður græna borgin ekki með öruggum götu­rýmum eða gróð­ur­sælum görðum og eng­inn sest í stól­inn á bak­ara­torg­inu.

Ef sól­ar­geislar ná ekki að dansa sinn ein­staka dans inn um glugg­ann hjá Önnu gömlu á fyrstu hæð, af því að verk­tak­inn sem byggði húsið hinu megin við göt­una fékk leyfi fyrir einni hæð í við­bót, þá ótt­ast ég að sú gamla muni brátt drjúpa höfði líkt og fíf­ill­inn þegar skygg­ir. Þá sest hún ekki lengur við glugg­ann til að fylgj­ast með fugl­unum veiða orma upp úr rósa­beð­inu sem nú er hætt að bera blóm.

Dags­birtugæði

Á degi ljóss­ins langar mig að minna á þau gæði sem dags­birtan gefur og sól­ar­ljósið kallar fram. Við búum á Íslandi og þurfum birt­una og ylinn frá sól­inni eftir napran og dimman vet­ur. Í skipu­lagi borg­ar­innar er því til mik­ils að vinna að gæta vel að gæðum dags­birtu, bæði í borg­ar­rýmum og í mögu­leikum sól­ar­geisla til að ná inn í hús­rým­in. Á liðnum ára­tugum hafa þessi gæði skipu­lags á mörgum svæðum lotið í lægra haldi fyrir auknu bygg­ing­ar­magni á ein­staka reit­um. Umræða um borg­ar­um­hverfi hefur ein­kennst af umræðu um bygg­ingar en ekki um borg­ar­rými. Borg­ar­rými er rýmið þar sem borgin vakn­ar, þar sem allir litir sam­fé­lags­ins birt­ast og skína skært ef sólin glampar á þá. Rýmið á milli hús­anna er þar sem hið óvænta getur gerst. Á Íslandi þurfa þessi rými bæði sól og skjól til að lifna við. Það krefst þess að tekið sé til­lit til þess að blessuð sólin er aldrei hátt á lofti á okkar breidd­argráðu og það þarf að gefa henni sér­staka athygli við hönnun skipu­lags.

Auglýsing

Ef að við vöndum okkur og gefum sól­ar­ljós­inu þann sess sem það á skilið í skipu­lagi borg­ar­um­hverfis þá fáum við ekki bara líf­leg og gróð­ur­sæl borg­ar­rými heldur eiga geislar sól­ar­innar einnig greiðan aðgang inn í húsin okkar og verma okkur hvort sem er sumar eða vet­ur. Þá eigum við mögu­leika á að full­nýta þann ókeypis orku­gjafa sem nátt­úran hefur gefið okk­ur.

Dags­birta í íbúða­byggð

Í rann­sókn­ar­verk­efn­inu Áhrif dags­birtu í íbúða­byggð, allt frá skipu­lagi til innri íveru­rýma verða rann­sökuð hin marg­vís­legu áhrif dags­birtu og hvernig við höfum í tím­anna rás sinnt dags­birt­unni í mótun byggð­ar­inn­ar. Áhrif borg­ar­skipu­lags á dags­birtugæði eru ekki ein­ungis utandyra heldur hefur skipu­lag grund­valla­r­á­hrif á það hvort dags­birta nái inn í húsin okk­ar.

Ef skipu­lagið býður ekki upp á góða dags­birtu og sól­ar­ljós í götu­rými og á hús­hliðar þá hefur stærð glugga eða glugga­setn­ing í bygg­ingu tak­markað gildi. Það væri eft­ir­sókn­ar­vert að dags­birtan fengi þá athygli í borg­ar­skipu­lagi sem hún á skil­ið. Umhverf­is­væn borg á Íslandi er þétt­byggð, með góðum almenn­ings­sam­göngum og björtum rýmum á milli lágreistra húsa þar sem gróður vex og mann­lífið auðgar til­ver­una. Horfum til him­ins og tökum mið af stöðu sól­ar.

Dagur ljóss­ins

Sól­ar­ljósið er ljósið sem ég vil hylla á degi ljóss­ins. Umhverf­is­væn lýs­ing, hita- og orku­gjafi fyrir bæði lík­ama og sál. Marg­þætt jákvæð áhrif sól­ar­ljóss­ins eru ótví­ræð sönnun á mik­il­vægi þess fyrir okkar lífs­gæði. Með hækk­andi sól förum við út í vorið og njótum ljóss­ins.

Höf­undur er arki­tekt, Cand.­Arch. FAÍ og verk­efn­is­stjóri rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins Á­hrif dags­birtu í íbúða­byggð, allt frá skipu­lagi til innri íveru­rýma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar