Með kærleikshagkerfið á þing

Ofan á kærleikshagkerfið, sem er grunnurinn að stefnu Sósíalistaflokks Íslands, eru byggðar nokkrar hæðir með herbergjum sem „fyllt eru hlýju, mannúð og samkennd,“ skrifar Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi flokksins.

Auglýsing

Það er kom­inn tími til að breyta áherslum Alþingis frá efna­hags­kerfi sem er fjand­sam­legt almenn­ingi og í mann­úð­legar áherslur kær­leiks­hag­kerf­is­ins. Þing­menn eiga að vera þjónar almenn­ings en ekki herrar sem mynda með sér elítu og kljúfa sig frá gras­rót­inni, eins því miður hefur gerst und­an­farin ár og ára­tugi.

Grunn­ur­inn

Kær­leiks­hag­kerfið er grunn­ur­inn að stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands. Öll stefnan byggir á því. Ofan á Kær­leiks­hag­kerfið eru byggðar nokkrar hæðir með her­bergjum sem fyllt eru hlýju, mannúð og sam­kennd.

Fyrsta hæð

Á fyrstu hæð­inni er nýtt skatt­kerfi í þágu fólks­ins sem fellst í að lækka skatta á almenn­ing og smá­fyr­ir­tæki, byggða­stefna sem inni­heldur þá fögru sýn að fólk geti búið við góðar aðstæður og grunn­þjón­ustu, hvar sem það kýs á land­inu. Þá er þar líka að finna nýtt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi, sem færir arð­inn af auð­lind­unum frá auð­hringjum til almenn­ings.

Auglýsing

Önnur hæð

Á annarri hæð­inni er gríð­ar­lega stórt og gott her­bergi þar sem er að finna hina glæsi­legu hús­næð­is­stefnu sós­í­alista sem mun gera 30 þús­und fjöl­skyldum eða ein­stak­lingum kleift á næstu 10 árum að búa í góðu hús­næði þar sem er leigu­þak og mögu­leiki á að kaupa íbúðir eftir getu og fá lánað til mjög margra ára á lágum vöxt­um. Þar er líka að finna her­bergi þar sem við blasir stefna um að útrýma fátækt og það strax. Einnig að öll grunn­þjón­usta verði gjald­frjáls. Á annarri hæð­inni eru sem sagt for­sendur jöfn­uð­ar, sem er grunnur rétt­læt­is.

Þriðja hæð

Svo förum við upp á þriðju hæð. Þar er umhverf­is-og lofts­lags­stefnan sem mun virka til að koma í veg fyrir tor­tím­ingu jarð­ar. Öll stefnan gengur út á að breyta kerf­unum þannig að það gangi upp. Taka upp sós­í­al­isma, raun­veru­lega sjálf­bærni, öfl­ugt hringrás­ar­hag­kerfi, bann við notkun meng­andi jarð­efna og að taka völdin frá stór­fyr­ir­tækj­unum sem bera ábyrgð á ham­fara­hlýn­un­inni. Í öðru her­bergi er að finna aðgerða­plan gegn kyn­bundnu ofbeldi, aðgerðir fyrir öryrkja, stefnu fyrir eldri borg­ara, inn­flytj­end­ur, börn og aðra hópa. Og svo færum við okkur yfir í þriðja her­bergið og finnum mark­mið og stefnu­yf­ir­lýs­ingar ýmissa hópa innan Sós­í­alista­flokks­ins, svo sem Meist­ara­deild­ar­innar (55 ára +), Ungra sós­í­alista, Sós­íal­ískra femínista, Verka­lýðs­ráðs­ins, Öryrkja­ráðs­ins og Inn­flytj­enda­ráðs­ins.

Fjórða hæð

Á fjórðu hæð­inni er bent á að ekki er hægt að ná árangri í mál­efn­unum á neðri hæðum öðru­vísi en að end­ur­skapa stjórn­mál­in. Á þess­ari hæð kemur fram að sós­í­alistar ætla að fella elítu­stjórn­málin og yfir­ráð auð­valds­ins. Þá er hér að finna stefn­una um að örva sjálf­stæð­is­bar­áttu almenn­ings með því að styrkja almanna­sam­tök neyt­enda, leigj­enda, skuld­ara, inn­flytj­enda, sjúk­linga og ann­arra hópa sem skortir efna­hags­legan styrk til að ná fram sínum mark­mið­um. Hér kemur einnig fram að Sós­í­alista­flokk­ur­inn lítur á sig sem afl breyt­inga. Hann er verka­lýðs­flokkur sem ávallt mun styðja bar­áttu launa­fólks fyrir betri kjörum, auknum völdum og rétt­ind­um.

Þakið

Yfir þetta hús, sem geymir – stór­kost­legt sam­fé­lag – reisa sós­í­alistar með stolti þak ham­ingju og von­ar.

Öll hús eru mann­anna verk og ef menn hafa raun­veru­legan áhuga á að reisa svona hús eins og okk­ar, þá er það hægt. Það hefur hins vegar ekki verið gert því það hentar ekki auð­vald­inu og núver­andi stjórn­mála­mönnum á Alþingi.

Við sós­í­alistar viljum það og get­um. Kjóstu með hjart­anu. Gefum kær­leik­anum tæki­færi og hleypum honum inn í þing­sali og inn í stjórn­kerfið allt. Skilum rauðu.

X-J

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar