Meint frelsi og frítt stöff

Hilmar Sigurðsson
h_51776715-1.jpg
Auglýsing

Að und­an­förnu hefur mikið verið rætt um frelsi á net­inu. Hnýtt hefur verið í meint skiln­ings­leysi okkar sem viljum að höf­unda­lög séu virt, ólög­legt upp- og nið­ur­hal stöðvað og að frelsi til við­skipta og athafna virki jafnt í kjöt­heimum og á ref­il­stigum nets­ins.

Djéenn­essar eru dregnir fram og leið­bein­ingar birtar um hvernig kom­ast megi fram­hjá því að reynt sé að leggja hraða­hindr­anir í götu þeirra sem finnst í lagi að taka eigur ann­arra, án þess þó að svo mikið sem brauð­moli falli á borð þeirra sem lögðu jafn­vel allt sitt í að skapa inn­hald­ið; hið raun­veru­lega virði í þessum skrá­ar­skipt­um. Við getum þó ekki annað en brugð­ist við þeim stór­fellda þjófn­aði á efn­inu okkar sem á sér stað.

Frelsið á að vera höf­unda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efn­is­ins. Það er hið raun­veru­lega frelsi. Þótt hraða­hindr­anir dugi ekki á þá hörðustu, þá von­andi kveikja þær ljós hjá heið­virðu fólki um að láta af ólög­legum óvana. Ef við stöndum hjá aðgerða­laus eða náum ekki að breyta um stefnu er útlitið sann­ar­lega svart fyrir menn­ing­una og tung­una okkar og þar með höf­unda alls þessa frá­bæra efnis sem búið er til af skap­andi fólki hér á Íslandi.

Auglýsing

Frelsið á að vera höf­unda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efn­is­ins. Það er hið raun­veru­lega frelsi.

Hún er þekkt mýtan um að það þurfi bara að finna upp ný við­skipta­módel fyrir bita og bæta hag­kerfið á net­inu. Að höf­undar og rétt­hafar verði bara að finna nýjar leiðir til að dreifa sínu efni. BULL! Það er hlut­verk þeirra sem taka efnið og fal­bjóða það á ein­hver hátt að standa skil á greiðslum fyrir það. Það eru alveg sömu við­skipta­lög­mál sem gilda um efni sem er plast­pakkað ofan í pappa­kassa eða í raf­rænum tví­undum í formi vöru og þjón­ustu á net­inu. Það skiptir engu þótt hún sé pökkuð í 1/0 form í gagna­pökkum sem þjóta heims­álfa á milli á örskots­stund í stað fýskískra móli­kúla sem áður tók aðeins lengri tíma að koma í hendur instant fólks­ins sem við erum orðin – núna eða strax fólk og engar refj­ar.

Sjó­ræn­ingjar kalla eftir við­ur­kenn­ingu á frelsi sem hefur þau áhrif að ræna skap­andi fólki rétti sínum að hag­nýta sér eigin verk, sér og sínum til hags­bóta. Þeir kalla eftir frelsi sem verður um leið ófrelsi ann­ara. Og það virð­ist gleym­ast að frá fyrsta degi þegar inter­net­inu var hleypt úr bön­k­erum hers­ins, þá hefur verið ljóst að netið myndi snú­ast um pen­inga, völd og við­skipti. Og þeir virð­ast ekki átta sig á því að um leið og þeir opna tölv­urnar sínar til að blasta nýju frels­is­fas­bók­ar­færsl­unni, færa til slóðir á nýja sör­vera með breyttum æpí tölum eða krukka í djéenn­ess­inum sínum til að forð­ast hraða­hindr­an­ir, eru þeir í raun ekk­ert annað en ókeypis verka­menn stórra hags­muna­afla í „nýju“ virð­is­keðj­unni sem nýtir „frítt stöff“ sér til hagn­að­ar.

Og það virð­ist gleym­ast að frá fyrsta degi þegar inter­net­inu var hleypt úr bön­k­erum hers­ins, þá hefur verið ljóst að netið myndi snú­ast um pen­inga, völd og viðskipti.

 

Það er inni­haldið í þessum pökkum sem „nýja“ við­skipta­mód­elið á inter­net­inu meðal ann­ars þrífst og hagn­ast á. En það er ekk­ert „nýtt“ í þessu við­skipta­mód­eli. Ekk­ert! Það er nákvæm­lega sam­bæri­legt skap­andi inn­hald sem er sett í gegnum skil­vindur við­skipta­mód­ela og virð­is­keðja. Í „gamla“ mód­el­inu, röt­uðu þó alla­vega tekjur heim til höf­unda, en í „nýja“ bísness­inum eru þeir skildir eft­ir, enda mjög hag­stætt fyrir nýju hlið­verð­ina að sak­lausu sjó­ræn­ingja­börnin hlaði inn fyrir þau „frítt stöff“ til að fylla á tækin og píp­urnar og rukka fyr­ir. Böns!

Þannig beina sjó­ræn­ingjar í raun stórum fúlgum inn í fyr­ir­tæki sem fram­leiða tæk­in, eiga píp­urnar og bjóða okkur ham­ingj­una með því að vista stöffið okkar í skýj­un­um. Ekki nóg með að hún sé stjarn­fræði­leg og vaxi um skrilljónir á ári, heldur hafa þessi fyr­ir­tæki ekki þurft að fjár­festa í efni og inn­haldi, né heldur að skila sann­gjörnu end­ur­gjaldi til þeirra sem eiga efnið sem flæðir „frítt“ um sífellt stækk­andi pípur og tæki. Þannig eru sjón­ræn­ingjar raun­veru­lega að vinna gegn því að hug­verk sé metið að raun­veru­legum verð­mætum og eigi skilið sann­gjarnt end­ur­gjald fyr­ir.

Þannig eru sjón­ræn­ingjar raun­veru­lega að vinna gegn því að hug­verk sé metið að raun­veru­legum verð­mætum og eigi skilið sann­gjarnt end­ur­gjald fyrir.

 

Metrómakka­mað­ur­inn sem seldi þeim tölv­una frá epla­fram­leið­end­anum eða dell­una eða sam­súng­inn fékk svo sann­ar­lega sitt kött fyrir að koma á markað nýj­ustu tölv­unni eða snjall­sím­anum eða spjald­tölv­unni, ein­stak­lega vel búinni undir afspilun á nýj­ustu kvik­mynd­unum og tón­list­inni í bestu mögu­legu gæð­um. Tækin eru seld út á að geta spilað efni og inni­hald sem alltof oft er tekið ófrjálsri hendi af kyndil­berum svo­kall­aðs frels­is, en eru í raun ekk­ert annað en dreif­ing­ar- og sölu­menn illa fengis efn­is. Fyrsti skammt­ur­inn er alltaf „frír“!

Það er ekk­ert óeðli­legra að setja hraða­hindr­anir á aðgengi að höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni, heldur en hraða­hindr­anir á götur til að hægja á umferð. Þó ekki sé til ann­ars en að ein­hverjir heið­virðir neyt­endur hugsi sig aðeins um áður en þeir hlaða niður stolnu efni, og ger­ist þannig þjófs­naut­ar. Netið er ekk­ert minna „frjál­st“ fyrir vik­ið, þó reynt sé að reisa hindr­anir við ein­beittum brota­vilja þeirra sem halda úti skráa­skipta­síðum fyrir ólög­lega upp­hlaðið efni. Og það er ekk­ert verið að ganga á per­sónu­rétt eins né neins.

Síð­ustu aðgerðir rétt­hafa koma eftir ára­langa þrauta­göngu um ref­il­stigu dóms­kerfis og hefur kostað höf­und­ar­rétt­ar­hafa ómældan tíma og fjár­magn. Og nið­ur­staðan er nákvæm­lega sú sem var lagt upp með, nema nú liggur fyrir dóms­orð um að skráa­skipta­síð­urnar eru ólög­leg­ar. Ekki bara hér á Íslandi, heldur í öllum okkar sam­an­burð­ar­lönd­um.

Það getur vel verið að upp­setn­ing hraða­hind­r­ana sé enda­laust verk og að alltaf komi nýjar leiðir til að koma sér undan ábyrgð.

 

Það getur vel verið að upp­setn­ing hraða­hind­r­ana sé enda­laust verk og að alltaf komi nýjar leiðir til að koma sér undan ábyrgð. En ef fría efnið flæðir áfram hind­r­ana­laust um pípur og tæki þá gef­ast sjálf­stæðir höf­undar ein­fald­lega upp á end­anum og eftir verður bara meira af því sama. Minni fjöl­breytni, færri mögu­leik­ar, minna úrval. Meira gló­bal – minna lókal og menn­ingin okkar og tungu­mál verða hin raun­veru­legu fórn­ar­lömb á end­anum og þar með við sjálf og líka þeir sem eru að berj­ast fyrir „frelsi og fríu stöffi“.

Þeir sem leggj­ast gegn hraða­hindr­unum á net­inu í nafni mis­skil­ins frelsis þurfa líka að skilja að „fría stöffið“ er nefni­lega ekk­ert frítt. Það eru bara önnur fyr­ir­tæki en áður sem eru hlið­verð­irnir sem stýra umferð og rukka toll­inn, en hefur láðst að skila höf­undum sann­gjörnu end­ur­gjaldi úr þeirri inn­heimtu. Það væri kannski ráð til Pírata að koma með höf­undum í þá bar­áttu og með við­ur­kenn­ingu á hug­verka­rétt­inum sem raun­veru­legum sam­fé­lags­sátt­mála um notkun á efni og inni­haldi. Frekar en að vera að verja stór­fyr­ir­tæki í tækni­heim­inum sem hagn­ast á því að skaffa nýtt dót dag­lega og fita píp­urnar sínar til að flytja meira ólög­lega fengið efni í boði sak­lausra kyndil­bera frels­is. Frelsis sem ekki er til staðar og hefur aldrei verið það, jafn­vel þó að maður breyti djéenn­ess­inum hjá sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None