Meint frelsi og frítt stöff

Hilmar Sigurðsson
h_51776715-1.jpg
Auglýsing

Að und­an­förnu hefur mikið verið rætt um frelsi á net­inu. Hnýtt hefur verið í meint skiln­ings­leysi okkar sem viljum að höf­unda­lög séu virt, ólög­legt upp- og nið­ur­hal stöðvað og að frelsi til við­skipta og athafna virki jafnt í kjöt­heimum og á ref­il­stigum nets­ins.

Djéenn­essar eru dregnir fram og leið­bein­ingar birtar um hvernig kom­ast megi fram­hjá því að reynt sé að leggja hraða­hindr­anir í götu þeirra sem finnst í lagi að taka eigur ann­arra, án þess þó að svo mikið sem brauð­moli falli á borð þeirra sem lögðu jafn­vel allt sitt í að skapa inn­hald­ið; hið raun­veru­lega virði í þessum skrá­ar­skipt­um. Við getum þó ekki annað en brugð­ist við þeim stór­fellda þjófn­aði á efn­inu okkar sem á sér stað.

Frelsið á að vera höf­unda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efn­is­ins. Það er hið raun­veru­lega frelsi. Þótt hraða­hindr­anir dugi ekki á þá hörðustu, þá von­andi kveikja þær ljós hjá heið­virðu fólki um að láta af ólög­legum óvana. Ef við stöndum hjá aðgerða­laus eða náum ekki að breyta um stefnu er útlitið sann­ar­lega svart fyrir menn­ing­una og tung­una okkar og þar með höf­unda alls þessa frá­bæra efnis sem búið er til af skap­andi fólki hér á Íslandi.

Auglýsing

Frelsið á að vera höf­unda um hverjir og hvernig þeir nota og neyta efn­is­ins. Það er hið raun­veru­lega frelsi.

Hún er þekkt mýtan um að það þurfi bara að finna upp ný við­skipta­módel fyrir bita og bæta hag­kerfið á net­inu. Að höf­undar og rétt­hafar verði bara að finna nýjar leiðir til að dreifa sínu efni. BULL! Það er hlut­verk þeirra sem taka efnið og fal­bjóða það á ein­hver hátt að standa skil á greiðslum fyrir það. Það eru alveg sömu við­skipta­lög­mál sem gilda um efni sem er plast­pakkað ofan í pappa­kassa eða í raf­rænum tví­undum í formi vöru og þjón­ustu á net­inu. Það skiptir engu þótt hún sé pökkuð í 1/0 form í gagna­pökkum sem þjóta heims­álfa á milli á örskots­stund í stað fýskískra móli­kúla sem áður tók aðeins lengri tíma að koma í hendur instant fólks­ins sem við erum orðin – núna eða strax fólk og engar refj­ar.

Sjó­ræn­ingjar kalla eftir við­ur­kenn­ingu á frelsi sem hefur þau áhrif að ræna skap­andi fólki rétti sínum að hag­nýta sér eigin verk, sér og sínum til hags­bóta. Þeir kalla eftir frelsi sem verður um leið ófrelsi ann­ara. Og það virð­ist gleym­ast að frá fyrsta degi þegar inter­net­inu var hleypt úr bön­k­erum hers­ins, þá hefur verið ljóst að netið myndi snú­ast um pen­inga, völd og við­skipti. Og þeir virð­ast ekki átta sig á því að um leið og þeir opna tölv­urnar sínar til að blasta nýju frels­is­fas­bók­ar­færsl­unni, færa til slóðir á nýja sör­vera með breyttum æpí tölum eða krukka í djéenn­ess­inum sínum til að forð­ast hraða­hindr­an­ir, eru þeir í raun ekk­ert annað en ókeypis verka­menn stórra hags­muna­afla í „nýju“ virð­is­keðj­unni sem nýtir „frítt stöff“ sér til hagn­að­ar.

Og það virð­ist gleym­ast að frá fyrsta degi þegar inter­net­inu var hleypt úr bön­k­erum hers­ins, þá hefur verið ljóst að netið myndi snú­ast um pen­inga, völd og viðskipti.

 

Það er inni­haldið í þessum pökkum sem „nýja“ við­skipta­mód­elið á inter­net­inu meðal ann­ars þrífst og hagn­ast á. En það er ekk­ert „nýtt“ í þessu við­skipta­mód­eli. Ekk­ert! Það er nákvæm­lega sam­bæri­legt skap­andi inn­hald sem er sett í gegnum skil­vindur við­skipta­mód­ela og virð­is­keðja. Í „gamla“ mód­el­inu, röt­uðu þó alla­vega tekjur heim til höf­unda, en í „nýja“ bísness­inum eru þeir skildir eft­ir, enda mjög hag­stætt fyrir nýju hlið­verð­ina að sak­lausu sjó­ræn­ingja­börnin hlaði inn fyrir þau „frítt stöff“ til að fylla á tækin og píp­urnar og rukka fyr­ir. Böns!

Þannig beina sjó­ræn­ingjar í raun stórum fúlgum inn í fyr­ir­tæki sem fram­leiða tæk­in, eiga píp­urnar og bjóða okkur ham­ingj­una með því að vista stöffið okkar í skýj­un­um. Ekki nóg með að hún sé stjarn­fræði­leg og vaxi um skrilljónir á ári, heldur hafa þessi fyr­ir­tæki ekki þurft að fjár­festa í efni og inn­haldi, né heldur að skila sann­gjörnu end­ur­gjaldi til þeirra sem eiga efnið sem flæðir „frítt“ um sífellt stækk­andi pípur og tæki. Þannig eru sjón­ræn­ingjar raun­veru­lega að vinna gegn því að hug­verk sé metið að raun­veru­legum verð­mætum og eigi skilið sann­gjarnt end­ur­gjald fyr­ir.

Þannig eru sjón­ræn­ingjar raun­veru­lega að vinna gegn því að hug­verk sé metið að raun­veru­legum verð­mætum og eigi skilið sann­gjarnt end­ur­gjald fyrir.

 

Metrómakka­mað­ur­inn sem seldi þeim tölv­una frá epla­fram­leið­end­anum eða dell­una eða sam­súng­inn fékk svo sann­ar­lega sitt kött fyrir að koma á markað nýj­ustu tölv­unni eða snjall­sím­anum eða spjald­tölv­unni, ein­stak­lega vel búinni undir afspilun á nýj­ustu kvik­mynd­unum og tón­list­inni í bestu mögu­legu gæð­um. Tækin eru seld út á að geta spilað efni og inni­hald sem alltof oft er tekið ófrjálsri hendi af kyndil­berum svo­kall­aðs frels­is, en eru í raun ekk­ert annað en dreif­ing­ar- og sölu­menn illa fengis efn­is. Fyrsti skammt­ur­inn er alltaf „frír“!

Það er ekk­ert óeðli­legra að setja hraða­hindr­anir á aðgengi að höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni, heldur en hraða­hindr­anir á götur til að hægja á umferð. Þó ekki sé til ann­ars en að ein­hverjir heið­virðir neyt­endur hugsi sig aðeins um áður en þeir hlaða niður stolnu efni, og ger­ist þannig þjófs­naut­ar. Netið er ekk­ert minna „frjál­st“ fyrir vik­ið, þó reynt sé að reisa hindr­anir við ein­beittum brota­vilja þeirra sem halda úti skráa­skipta­síðum fyrir ólög­lega upp­hlaðið efni. Og það er ekk­ert verið að ganga á per­sónu­rétt eins né neins.

Síð­ustu aðgerðir rétt­hafa koma eftir ára­langa þrauta­göngu um ref­il­stigu dóms­kerfis og hefur kostað höf­und­ar­rétt­ar­hafa ómældan tíma og fjár­magn. Og nið­ur­staðan er nákvæm­lega sú sem var lagt upp með, nema nú liggur fyrir dóms­orð um að skráa­skipta­síð­urnar eru ólög­leg­ar. Ekki bara hér á Íslandi, heldur í öllum okkar sam­an­burð­ar­lönd­um.

Það getur vel verið að upp­setn­ing hraða­hind­r­ana sé enda­laust verk og að alltaf komi nýjar leiðir til að koma sér undan ábyrgð.

 

Það getur vel verið að upp­setn­ing hraða­hind­r­ana sé enda­laust verk og að alltaf komi nýjar leiðir til að koma sér undan ábyrgð. En ef fría efnið flæðir áfram hind­r­ana­laust um pípur og tæki þá gef­ast sjálf­stæðir höf­undar ein­fald­lega upp á end­anum og eftir verður bara meira af því sama. Minni fjöl­breytni, færri mögu­leik­ar, minna úrval. Meira gló­bal – minna lókal og menn­ingin okkar og tungu­mál verða hin raun­veru­legu fórn­ar­lömb á end­anum og þar með við sjálf og líka þeir sem eru að berj­ast fyrir „frelsi og fríu stöffi“.

Þeir sem leggj­ast gegn hraða­hindr­unum á net­inu í nafni mis­skil­ins frelsis þurfa líka að skilja að „fría stöffið“ er nefni­lega ekk­ert frítt. Það eru bara önnur fyr­ir­tæki en áður sem eru hlið­verð­irnir sem stýra umferð og rukka toll­inn, en hefur láðst að skila höf­undum sann­gjörnu end­ur­gjaldi úr þeirri inn­heimtu. Það væri kannski ráð til Pírata að koma með höf­undum í þá bar­áttu og með við­ur­kenn­ingu á hug­verka­rétt­inum sem raun­veru­legum sam­fé­lags­sátt­mála um notkun á efni og inni­haldi. Frekar en að vera að verja stór­fyr­ir­tæki í tækni­heim­inum sem hagn­ast á því að skaffa nýtt dót dag­lega og fita píp­urnar sínar til að flytja meira ólög­lega fengið efni í boði sak­lausra kyndil­bera frels­is. Frelsis sem ekki er til staðar og hefur aldrei verið það, jafn­vel þó að maður breyti djéenn­ess­inum hjá sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None