Meintur orkuskortur og áhrif alþjóðamarkaða

Guðmundur Hörður Guðmundsson segir að Landsvirkjun og virkjanaiðnaðurinn breiði út ótta um orkuskort í áróðursskyni en hann telur að sá ótti eigi ekkert erindi í umræðu sem þurfi að vera bæði upplýst og yfirveguð og fjalla um samfélagslegar skyldur.

Auglýsing

Umræða um mein­tan raf­orku­skort hjá raf­orku­rík­ustu þjóð heims hefur verið hávær frá því á haust­mán­uð­um. Hún hefur verið rekin áfram af for­stjóra Lands­virkj­unar sem byrj­aði að lýsa því yfir 30. sept­em­ber að fyr­ir­tækið þyrfti að reisa fleiri virkj­anir þar sem raf­orku­kerfið „væri nálægt því að vera full­nýtt og að mestu bundið í lang­tíma­samn­ingum við núver­andi við­skipta­vin­i“.

Í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar 19. nóv­em­ber var því síðan lýst að við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins hefðu jafnt og þétt aukið raf­orku­notkun sína og keyrðu flestir „á fullum afköst­u­m“. Raf­orku­kerfið væri því þá þegar orðið nær „full­nýtt“. Þegar við þetta bætt­ist svo lélegt vatnsár þá átti ekki að koma neinum á óvart að Lands­virkjun ætti ekki til umframorku á afslátt­ar­kjörum þegar útgerð­ar­menn vildu fara að bræða loðnu í byrjun des­em­ber. Enda eru loðnu­bræðslur líka mjög lélegur við­skipta­vinur raf­orku­fram­leið­anda eins og Lands­virkj­un­ar, þar sem þær kaupa raf­orku á miklum afslætti og ein­ungis til mjög skamms tíma í senn.

Það er því glóru­laus fjár­fest­ing að virkja vatns­fall sér­stak­lega fyrir loðnu­bræðslu og það gerir eng­inn án ríku­legs stuðn­ings úr almanna­sjóðum eða þá að lofts­lags­rökin rétt­læti það að Lands­virkjun verði bein­línis skylduð af stjórn­völdum til að selja útgerð­inni umbeðna raf­orku á veg­legum afslætti.

Auglýsing

Næsta upp­hlaup í raf­orku­um­ræð­unni leiddi síðan for­stjóri Lands­nets, sem vandar nú ekki alltaf til verka. Til marks um það má nefna að þetta opin­bera fyr­ir­tæki hefur verið gert aft­ur­reka með hækk­anir á verð­skrám, orðið upp­víst að mik­il­vægum stað­reynda­villum í áætl­un­um, reynt að leyna gögnum fyrir almenn­ingi og „týnt“ 28 millj­arða króna kostn­að­ar­á­ætl­un.

Núna flutti for­stjór­inn þjóð­inni hræðslu­á­róður um að raf­orku­skortur á Íslandi gæti orðið við­var­andi og hvatti almenn­ing til að spara raf­magn! Ummælin tengd­ust fréttum af því að stefnt hefði í lokun lít­illar sund­laugar á Vest­fjörð­um, allt þar til að við­kom­andi bæj­ar­ráð ákvað að stóla ekki lengur á umframorku á afslátt­ar­kjörum og kaupa for­gangsorku fullu verði. Vand­inn var því ekki orku­skort­ur, heldur ákvæði í orku­kaupa­samn­ing­um. Sú spurn­ing stendur því nú upp á stjórn­mála­menn hvort skylda eigi Lands­virkjun til að skaffa orku til hita­veitu á köldum svæðum á kjörum sem stand­ast sam­an­burð við önnur land­svæði. Þeir hafa hins vegar verið á annarri veg­ferð á und­an­förnum árum með mark­aðsvæð­ingu raf­orku­kerf­is­ins sem fær­ist sífellt fjær hug­myndum um sam­fé­lags­lega þjón­ustu og ábyrgð.

Um miðjan febr­úar kynnti Lands­virkjun glæsi­legan árs­reikn­ing síð­asta árs og þar kemur m.a. fram að rekstr­ar­tekjur juk­ust um rúm 23% frá fyrra ári og hafa aldrei verið meiri í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Enda er Lands­virkjun nú í drauma­stöðu orku­sal­ans, þar sem heims­mark­aðs­verð á áli er í hæstu hæðum á sama tíma og stór­iðju­ver víða um heim neyð­ist til að draga úr fram­leiðslu vegna gríð­ar­legrar verð­hækk­unar raf­orku. Alþjóð­lega orku­kreppan bitnar ekki eins á íslenskri stór­iðju og hún getur því nýtt hátt álverð til að auka fram­leiðslu sína og kaupir þar af leið­andi alla þá orku sem Lands­virkjun hefur á boðstóln­um. Íslensku álfyr­ir­tækin eru í svo góðri stöðu um þessar mundir að þau stefna að stækk­un­um, eins og full­yrt er í nýrri skýrslu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins um orku­mark­að­inn.

For­stjóri Lands­virkj­unar virð­ist svo áfram um að verða við óskum stór­iðj­unnar um aukna raf­orku að fyr­ir­tækið hefur opin­ber­lega lýst því yfir að það sæk­ist eftir að gjör­nýta Þjórsá niður í Urriða­foss, auk þess sem það sæk­ist nú eftir að færa Skjálf­anda­fljót og Jök­ul­árnar í Skaga­firði úr vernd­ar­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. For­stjór­inn klæðir kröf­una vissu­lega í grænan bún­ing óraun­hæfra orku­skipta, m.a. milli­landa­flugs og útflutn­ing raf­elds­neyt­is, en það er öllum aug­ljóst að áróð­ur­strommur Lands­virkj­unar eru nú barðar svo hátt og ört vegna stöð­unnar á hrá­vöru­mörk­uðum og orku­kreppu sem nú skekur erlenda stór­iðju.

Það eru vissu­lega margar mik­il­vægar spurn­ingar tengdar orku­málum sem stjórn­mála­menn standa frammi fyrir um þessar mund­ir, en hvort hér stefni í orku­skort er ekki ein þeirra. Það er ótti sem Lands­virkjun og virkj­ana­iðn­að­ur­inn breiðir nú út í áróð­urs­skyni en á ekk­ert erindi í umræðu sem þarf að vera bæði upp­lýst og yfir­veguð og fjalla um sam­fé­lags­legar skyldur Lands­virkj­unar og kosti og galla sam­keppn­i­svæð­ingar raf­orku­mark­að­ar­ins. Nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ingin leggur sitt af mörkum í þeirri umræðu, þ.á.m. með Nátt­úru­vernd­ar­þingi 19. mars næst­kom­andi. Áhuga­samir eru hvattir til að mæta þangað og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­ina.

Höf­undur er áhuga­maður um nátt­úru­vernd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar