Mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara

Guðrún Johnsen & Edda Kristjánsdóttir
12036399_894707283910883_4008726510180082125_n.jpg
Auglýsing

Maður er nefndur Ad Bos. Fyrir u.þ.b. 15 árum vann hann fyrir verk­taka­fyr­ir­tæki í gatna- og vega­gerð í heima­landi sínu, Hollandi. Morgun einn höfðu tveir plast­pokar verið hengdir á hurð­ar­hún­inn heima hjá honum sem inni­héldu afrit af bók­halds­gögnum vinnu­veit­anda hans. Gögnin sýndu að fyr­ir­tækið var á kafi í víð­tæku ólög­legu verð­sam­ráði innan hol­lenska bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og Ad Bos sá, sem var, að þarna var verið að svindla á almenn­ingi. Hann fór því með pok­ana til lög­regl­unnar og málið var rann­sak­að, fyr­ir­tækið fór á haus­inn og hol­lenska sam­keppn­is­eft­ir­litið hreins­aði til innan bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins.

Umbun Ads fyrir að koma upp um svind­lið var ekki aðeins atvinnu­missir heldur varð hann sem brenni­merktur mað­ur: eng­inn annar vinnu­veit­andi vildi ráða hann til starfa. Hann var einnig lög­sóttur og varð sjálfur gjald­þrota vegna þess og neydd­ist til að búa um ára­bil í hjól­hýsi með eig­in­konu sinni. Árið 2013, eftir 12 ára mála­ferli, sem náðu m.a. til mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, var fallið frá mál­inu á hendur Ad og honum gefnar upp sakir, m.a. vegna þess sam­fé­lags­lega ávinn­ings sem mál hans hafði haft í för með sér. Þingið hafði fram­kvæmt opin­bera rann­sókn á verð­sam­ráðs­hneyksl­inu. Örlög Ad Bos höfðu einnig leitt til laga­frum­varps í hol­lenska þing­inu um bætta vernd upp­ljóstr­ara. Slík vernd, nái hún fram að ganga, mun samt ekki má út öll árin sem hann mátti þola ofsókn­ir, gjald­þrot og bein­línis útlegð.

Auð­vitað á ekki að refsa fólki fyrir að koma upp um glæpi eða miðla upp­lýs­ingum um mis­gjörð­ir. Eigi að síður á ein­stak­lingur sem miðlar slíkum upp­lýs­ingum til eft­ir­lits­að­ila eða fjöl­miðla það á hættu að missa vinn­una, við­ur­væri sitt, mann­orð og jafn­vel frelsi. Ef haft er í huga að upp­ljóstr­anir eru eitt öfl­ug­asta vopnið í bar­átt­unni gegn spill­ingu, hvort sem er í einka­geir­an­um, opin­berri stjórn­sýslu, eða á gráa svæð­inu þar á milli, þarf engan að undra að spill­ingaröfl reyni allt sem í þeirra umtals­verða valdi stendur til að þagga niður í upp­ljóstr­ur­um, útmála þá sem vand­ræða­gripi og helst læsa þá inni svo örlög þeirra geti verið öðrum víti til varn­að­ar.

Auglýsing

Í við­skipta­líf­inu, stjórn­sýslu og stjórn­málum eru brot á reglum og lögum of oft látin afskipta­laus án rann­sóknar eða koma ein­fald­lega ekki fram í dags­ljós­ið. Vand­inn við að upp­lýsa mis­gjörðir í stjórn­sýslu og atvinnu­lífi er m.a. sá að athafnir þátt­tak­enda á þeim vett­vangi fara fram fyrir luktum dyr­um. Rétt eins og sá sem býr yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum er í bestri aðstöðu til að nýta sér þær í eigin þágu og þar með mis­nota upp­lýs­ing­arn­ar, er það einnig inn­herj­inn sem er í bestri aðstöðu til að koma upp um slíka mis­notkun meðal sam­starfs­fólks eða vinnu­veit­enda. En þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Sem sam­fé­lag, skatt­greið­endur og neyt­endur höfum öll hag af því að reglum sé fram­fylgt, en hvert og eitt okkar hefur afar lít­inn hvata til að upp­lýsa um brot. Án verndar þarf sá sem kemur upp um mis­gjörð­ina að færa per­sónu­legar fórnir til koma upp­lýs­ingum til þeirra sem eiga að geta sótt málið áfram og séð til þess að rétt­lætið sigri.

Við hin njótum ávinn­ings af athöfnum upp­ljóstr­ar­ans, en sjálfur ber hann allan kostn­að­inn. Þess vegna er mjög skilj­an­legt að fólk veigri sér við því að blása í flaut­una þegar það verður vitni að mis­gjörð á vinnu­stað eða innan félags­skapar sem það til­heyr­ir. Í litlu sam­fé­lagi fákeppni og frænd­semi flæk­ist málið enn frekar, eins og les­and­inn getur sjálfur gert sér í hug­ar­lund. Hér er á ferð­inni skóla­bók­ar­dæmi um skekkju á milli ávinn­ings heild­ar­innar og fórn­ar­kostn­aðar ein­stak­lings­ins sem kemur honum til leið­ar. Slíkar skekkjur má leið­rétta með laga­setn­ingu. Gríð­ar­lega mik­il­vægt er fyrir íslenskt sam­fé­lag, vinnu­staði og heim­ili að frum­varp til laga um miðlun upp­lýs­inga og vernd upp­ljóstr­ara, sem bíður afgreiðslu Alþing­is, verði að lög­um.

Mis­notkun á almanna­trausti í eigin þágu - m.ö.o. „spill­ing“ - er und­ir­rót margra stærstu vanda­mála er hrjá mann­kynið um þessar mund­ir. Bestu sam­fé­lögin eru ekki þau sem þykj­ast vera óspillt; bestu sam­fé­lögin eru þau sem taka á spill­ing­unni sinni og berj­ast stöðugt gegn henni. Hvert og eitt okkar ætti ekki að þurfa að taka það að sér að vera “Ad Bos í hjól­hýs­inu” eins og hann er ennþá kall­aður í Hollandi, heldur ætti hvert og eitt okkar að taka þátt í að slá skjald­borg um næsta Ad Bos með því að tryggja vernd upp­ljóstr­ara.

Höf­undar eru lög­fræð­ingur og hag­fræð­ingur og sitja í stjórn Gagn­sæ­is, sam­tökum gegn spill­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None