Mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara

Guðrún Johnsen & Edda Kristjánsdóttir
12036399_894707283910883_4008726510180082125_n.jpg
Auglýsing

Maður er nefndur Ad Bos. Fyrir u.þ.b. 15 árum vann hann fyrir verk­taka­fyr­ir­tæki í gatna- og vega­gerð í heima­landi sínu, Hollandi. Morgun einn höfðu tveir plast­pokar verið hengdir á hurð­ar­hún­inn heima hjá honum sem inni­héldu afrit af bók­halds­gögnum vinnu­veit­anda hans. Gögnin sýndu að fyr­ir­tækið var á kafi í víð­tæku ólög­legu verð­sam­ráði innan hol­lenska bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og Ad Bos sá, sem var, að þarna var verið að svindla á almenn­ingi. Hann fór því með pok­ana til lög­regl­unnar og málið var rann­sak­að, fyr­ir­tækið fór á haus­inn og hol­lenska sam­keppn­is­eft­ir­litið hreins­aði til innan bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins.

Umbun Ads fyrir að koma upp um svind­lið var ekki aðeins atvinnu­missir heldur varð hann sem brenni­merktur mað­ur: eng­inn annar vinnu­veit­andi vildi ráða hann til starfa. Hann var einnig lög­sóttur og varð sjálfur gjald­þrota vegna þess og neydd­ist til að búa um ára­bil í hjól­hýsi með eig­in­konu sinni. Árið 2013, eftir 12 ára mála­ferli, sem náðu m.a. til mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, var fallið frá mál­inu á hendur Ad og honum gefnar upp sakir, m.a. vegna þess sam­fé­lags­lega ávinn­ings sem mál hans hafði haft í för með sér. Þingið hafði fram­kvæmt opin­bera rann­sókn á verð­sam­ráðs­hneyksl­inu. Örlög Ad Bos höfðu einnig leitt til laga­frum­varps í hol­lenska þing­inu um bætta vernd upp­ljóstr­ara. Slík vernd, nái hún fram að ganga, mun samt ekki má út öll árin sem hann mátti þola ofsókn­ir, gjald­þrot og bein­línis útlegð.

Auð­vitað á ekki að refsa fólki fyrir að koma upp um glæpi eða miðla upp­lýs­ingum um mis­gjörð­ir. Eigi að síður á ein­stak­lingur sem miðlar slíkum upp­lýs­ingum til eft­ir­lits­að­ila eða fjöl­miðla það á hættu að missa vinn­una, við­ur­væri sitt, mann­orð og jafn­vel frelsi. Ef haft er í huga að upp­ljóstr­anir eru eitt öfl­ug­asta vopnið í bar­átt­unni gegn spill­ingu, hvort sem er í einka­geir­an­um, opin­berri stjórn­sýslu, eða á gráa svæð­inu þar á milli, þarf engan að undra að spill­ingaröfl reyni allt sem í þeirra umtals­verða valdi stendur til að þagga niður í upp­ljóstr­ur­um, útmála þá sem vand­ræða­gripi og helst læsa þá inni svo örlög þeirra geti verið öðrum víti til varn­að­ar.

Auglýsing

Í við­skipta­líf­inu, stjórn­sýslu og stjórn­málum eru brot á reglum og lögum of oft látin afskipta­laus án rann­sóknar eða koma ein­fald­lega ekki fram í dags­ljós­ið. Vand­inn við að upp­lýsa mis­gjörðir í stjórn­sýslu og atvinnu­lífi er m.a. sá að athafnir þátt­tak­enda á þeim vett­vangi fara fram fyrir luktum dyr­um. Rétt eins og sá sem býr yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum er í bestri aðstöðu til að nýta sér þær í eigin þágu og þar með mis­nota upp­lýs­ing­arn­ar, er það einnig inn­herj­inn sem er í bestri aðstöðu til að koma upp um slíka mis­notkun meðal sam­starfs­fólks eða vinnu­veit­enda. En þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Sem sam­fé­lag, skatt­greið­endur og neyt­endur höfum öll hag af því að reglum sé fram­fylgt, en hvert og eitt okkar hefur afar lít­inn hvata til að upp­lýsa um brot. Án verndar þarf sá sem kemur upp um mis­gjörð­ina að færa per­sónu­legar fórnir til koma upp­lýs­ingum til þeirra sem eiga að geta sótt málið áfram og séð til þess að rétt­lætið sigri.

Við hin njótum ávinn­ings af athöfnum upp­ljóstr­ar­ans, en sjálfur ber hann allan kostn­að­inn. Þess vegna er mjög skilj­an­legt að fólk veigri sér við því að blása í flaut­una þegar það verður vitni að mis­gjörð á vinnu­stað eða innan félags­skapar sem það til­heyr­ir. Í litlu sam­fé­lagi fákeppni og frænd­semi flæk­ist málið enn frekar, eins og les­and­inn getur sjálfur gert sér í hug­ar­lund. Hér er á ferð­inni skóla­bók­ar­dæmi um skekkju á milli ávinn­ings heild­ar­innar og fórn­ar­kostn­aðar ein­stak­lings­ins sem kemur honum til leið­ar. Slíkar skekkjur má leið­rétta með laga­setn­ingu. Gríð­ar­lega mik­il­vægt er fyrir íslenskt sam­fé­lag, vinnu­staði og heim­ili að frum­varp til laga um miðlun upp­lýs­inga og vernd upp­ljóstr­ara, sem bíður afgreiðslu Alþing­is, verði að lög­um.

Mis­notkun á almanna­trausti í eigin þágu - m.ö.o. „spill­ing“ - er und­ir­rót margra stærstu vanda­mála er hrjá mann­kynið um þessar mund­ir. Bestu sam­fé­lögin eru ekki þau sem þykj­ast vera óspillt; bestu sam­fé­lögin eru þau sem taka á spill­ing­unni sinni og berj­ast stöðugt gegn henni. Hvert og eitt okkar ætti ekki að þurfa að taka það að sér að vera “Ad Bos í hjól­hýs­inu” eins og hann er ennþá kall­aður í Hollandi, heldur ætti hvert og eitt okkar að taka þátt í að slá skjald­borg um næsta Ad Bos með því að tryggja vernd upp­ljóstr­ara.

Höf­undar eru lög­fræð­ingur og hag­fræð­ingur og sitja í stjórn Gagn­sæ­is, sam­tökum gegn spill­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None