Mikilvægi löggjafar um vernd uppljóstrara

Guðrún Johnsen & Edda Kristjánsdóttir
12036399_894707283910883_4008726510180082125_n.jpg
Auglýsing

Maður er nefndur Ad Bos. Fyrir u.þ.b. 15 árum vann hann fyrir verk­taka­fyr­ir­tæki í gatna- og vega­gerð í heima­landi sínu, Hollandi. Morgun einn höfðu tveir plast­pokar verið hengdir á hurð­ar­hún­inn heima hjá honum sem inni­héldu afrit af bók­halds­gögnum vinnu­veit­anda hans. Gögnin sýndu að fyr­ir­tækið var á kafi í víð­tæku ólög­legu verð­sam­ráði innan hol­lenska bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins og Ad Bos sá, sem var, að þarna var verið að svindla á almenn­ingi. Hann fór því með pok­ana til lög­regl­unnar og málið var rann­sak­að, fyr­ir­tækið fór á haus­inn og hol­lenska sam­keppn­is­eft­ir­litið hreins­aði til innan bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins.

Umbun Ads fyrir að koma upp um svind­lið var ekki aðeins atvinnu­missir heldur varð hann sem brenni­merktur mað­ur: eng­inn annar vinnu­veit­andi vildi ráða hann til starfa. Hann var einnig lög­sóttur og varð sjálfur gjald­þrota vegna þess og neydd­ist til að búa um ára­bil í hjól­hýsi með eig­in­konu sinni. Árið 2013, eftir 12 ára mála­ferli, sem náðu m.a. til mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, var fallið frá mál­inu á hendur Ad og honum gefnar upp sakir, m.a. vegna þess sam­fé­lags­lega ávinn­ings sem mál hans hafði haft í för með sér. Þingið hafði fram­kvæmt opin­bera rann­sókn á verð­sam­ráðs­hneyksl­inu. Örlög Ad Bos höfðu einnig leitt til laga­frum­varps í hol­lenska þing­inu um bætta vernd upp­ljóstr­ara. Slík vernd, nái hún fram að ganga, mun samt ekki má út öll árin sem hann mátti þola ofsókn­ir, gjald­þrot og bein­línis útlegð.

Auð­vitað á ekki að refsa fólki fyrir að koma upp um glæpi eða miðla upp­lýs­ingum um mis­gjörð­ir. Eigi að síður á ein­stak­lingur sem miðlar slíkum upp­lýs­ingum til eft­ir­lits­að­ila eða fjöl­miðla það á hættu að missa vinn­una, við­ur­væri sitt, mann­orð og jafn­vel frelsi. Ef haft er í huga að upp­ljóstr­anir eru eitt öfl­ug­asta vopnið í bar­átt­unni gegn spill­ingu, hvort sem er í einka­geir­an­um, opin­berri stjórn­sýslu, eða á gráa svæð­inu þar á milli, þarf engan að undra að spill­ingaröfl reyni allt sem í þeirra umtals­verða valdi stendur til að þagga niður í upp­ljóstr­ur­um, útmála þá sem vand­ræða­gripi og helst læsa þá inni svo örlög þeirra geti verið öðrum víti til varn­að­ar.

Auglýsing

Í við­skipta­líf­inu, stjórn­sýslu og stjórn­málum eru brot á reglum og lögum of oft látin afskipta­laus án rann­sóknar eða koma ein­fald­lega ekki fram í dags­ljós­ið. Vand­inn við að upp­lýsa mis­gjörðir í stjórn­sýslu og atvinnu­lífi er m.a. sá að athafnir þátt­tak­enda á þeim vett­vangi fara fram fyrir luktum dyr­um. Rétt eins og sá sem býr yfir inn­herj­a­upp­lýs­ingum er í bestri aðstöðu til að nýta sér þær í eigin þágu og þar með mis­nota upp­lýs­ing­arn­ar, er það einnig inn­herj­inn sem er í bestri aðstöðu til að koma upp um slíka mis­notkun meðal sam­starfs­fólks eða vinnu­veit­enda. En þar liggur hund­ur­inn graf­inn. Sem sam­fé­lag, skatt­greið­endur og neyt­endur höfum öll hag af því að reglum sé fram­fylgt, en hvert og eitt okkar hefur afar lít­inn hvata til að upp­lýsa um brot. Án verndar þarf sá sem kemur upp um mis­gjörð­ina að færa per­sónu­legar fórnir til koma upp­lýs­ingum til þeirra sem eiga að geta sótt málið áfram og séð til þess að rétt­lætið sigri.

Við hin njótum ávinn­ings af athöfnum upp­ljóstr­ar­ans, en sjálfur ber hann allan kostn­að­inn. Þess vegna er mjög skilj­an­legt að fólk veigri sér við því að blása í flaut­una þegar það verður vitni að mis­gjörð á vinnu­stað eða innan félags­skapar sem það til­heyr­ir. Í litlu sam­fé­lagi fákeppni og frænd­semi flæk­ist málið enn frekar, eins og les­and­inn getur sjálfur gert sér í hug­ar­lund. Hér er á ferð­inni skóla­bók­ar­dæmi um skekkju á milli ávinn­ings heild­ar­innar og fórn­ar­kostn­aðar ein­stak­lings­ins sem kemur honum til leið­ar. Slíkar skekkjur má leið­rétta með laga­setn­ingu. Gríð­ar­lega mik­il­vægt er fyrir íslenskt sam­fé­lag, vinnu­staði og heim­ili að frum­varp til laga um miðlun upp­lýs­inga og vernd upp­ljóstr­ara, sem bíður afgreiðslu Alþing­is, verði að lög­um.

Mis­notkun á almanna­trausti í eigin þágu - m.ö.o. „spill­ing“ - er und­ir­rót margra stærstu vanda­mála er hrjá mann­kynið um þessar mund­ir. Bestu sam­fé­lögin eru ekki þau sem þykj­ast vera óspillt; bestu sam­fé­lögin eru þau sem taka á spill­ing­unni sinni og berj­ast stöðugt gegn henni. Hvert og eitt okkar ætti ekki að þurfa að taka það að sér að vera “Ad Bos í hjól­hýs­inu” eins og hann er ennþá kall­aður í Hollandi, heldur ætti hvert og eitt okkar að taka þátt í að slá skjald­borg um næsta Ad Bos með því að tryggja vernd upp­ljóstr­ara.

Höf­undar eru lög­fræð­ingur og hag­fræð­ingur og sitja í stjórn Gagn­sæ­is, sam­tökum gegn spill­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None