Misskilningur og mýtur um sósíalisma

Frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands segir að jafnvel hámenntað fólk virðist ekki geta gert greinarmun á hreinni hugmyndafræði sósíalismans, beinu lýðræði, og misgóðum tilraunum í mannkynssögunni til að stjórna í nafni hennar.

Auglýsing

Sem sós­í­alisti verður maður ansi oft var við mis­skiln­ing á fyr­ir­bær­inu. Jafn­vel hámenntað fólk virð­ist ekki ráða við að gera grein­ar­mun á hreinni hug­mynda­fræði sós­í­al­ism­ans (sem er ekk­ert annað en beint lýð­ræði) og mis­góðar til­raunir í mann­kyns­sög­unni til að stjórna í nafni hug­mynda­fræð­innar eins og á Kúbu, Kína eða í Sov­ét­ríkj­un­um. Flest þess­ara ríkja hafa hins vegar verið gegn­um­sýrð af þjóð­ern­is­hyggju og í raun verið ein­ræð­is­ríki sem er and­stæða sós­í­al­isma. Lýð­ræð­is­legur sós­í­al­ismi snýst um vald­dreif­ingu en er samt ekk­ert feim­inn við rík­is­af­skipti bara allt ann­ars konar en hægrið hefur boðið upp á en það er meiri hjálp til handa þeim sem verst standa. Sós­í­al­ismi er kær­leiks­ríkur og snýst um að veita þeim líkn sem ekki geta gert það sjálfir t.d. með hækkun örorku­bóta og elli­líf­eyr­is. Hinir sem geta séð um sig sjálfir hafa síðan nægt frelsi til að gera slíkt enda er frelsi eitt af grunngildum lýð­ræð­is­legs Sós­í­al­isma. 

Sós­í­al­ismi snýst um frelsi

Sumir gætu verið hissa á því að frelsi sé eitt af gildum Sós­í­alista­flokks Íslands enda ímynda þeir sér sós­í­al­isma sem ein­hvers kon­ar  „for­ræð­is­hyggju­bákn“ án frelsis ein­stak­lings­ins. Ef fólk vill sjá for­ræð­is­hyggju­bákn getur það litið til hægra rík­is­ins sem hefur stjórnað hér nær sleitu­laust frá upp­hafi lýð­veld­is. Málið er að sós­í­al­ismi snýst meira um „já­kvætt frelsi“ eða frelsi ein­stak­lingnum til handa, svo hann megi njóta lífs­gæða og dafna í leik og starfi án þess að vera dæmdur til fátækt­ar.

Auglýsing
Þessi grein­ar­munur á jákvæðu og nei­kvæðu frelsi var gerður af Isaiha Berl­in, heim­spek­ingi árið 1958. Hægrið er aftur á móti upp­tekn­ara af ,,nei­kvæðu frelsi“ sem snýst um frelsi frá afskiptum af hálfu rík­is­ins eða stjórn­valda (sbr. „Eft­ir­lits­iðn­að­ur­“). Jákvæða frelsið til að vera mann­eskja og hafa val og virð­ingu í sam­fé­lag­inu án þess að vera föst í fátækt­ar­gildru er útgangs­punkt­ur­inn hjá vinstr­inu frekar en nei­kvæða frelsið frá afskiptum rík­is­ins og rétt ein­stak­lings til að gera það sem honum sýn­ist án afskipta ann­arra. Jákvæða frelsið til að velja sér menntun eða vinnu krefst þess að afskipti stjórn­valda megi nýta til að passa upp á að eng­inn sé útundan og dæmdur til fátækt­ar. Hægra frelsið þyk­ist vernda ein­stak­ling­inn en gerir ekk­ert annað en að vernda suma ein­stak­linga sem ýmist eru ríkir eða hafa mikil völd. Undir sós­í­al­isma verður frelsi til að arð­ræna tak­markað og að lokum útrýmt en ann­ars konar frelsi til athafna og undan fátækt verður blóm­legt.

Blóm­leg við­skipti undir sós­í­al­isma

Önnur mýta um sós­í­al­ismann virð­ist vera sú að hann sé and­stæða blóm­legra við­skipta. Það er eins og fólk hafi aldrei stundað við­skipti eða skipst á vörum og þjón­ustu fyrir tíma mark­aðs­kerfis nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Nýsköpun og við­skipti lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja fengi að blómstra þar sem for­ræð­is­hyggja fákeppn­innar og stór­fyr­ir­tækj­anna yrðu tak­mörk­uð. Fyr­ir­tæki yrðu lýð­ræð­is­lega rekin og raddir allra fengju að heyr­ast. Fólk verður heldur aldrei eins frjálst og sjálf­stætt en ef alvöru lýð­ræð­is­legur sós­í­al­ismi væri við lýði í sam­fé­lag­inu. Öryrkjar og aðrir fátækir myndu þá hafa a.m.k. upp­reikn­aða upp­hæð vel­ferð­ar­ráðu­neyta í bætur og gætu því verið miklu frjáls­ari í lífi sínu en þegar þarf að draga fram lífið í tvö­faldri vinnu að við­bættum fjár­hags­á­hyggj­um. Hugsið ykkur hvað margir myndu upp­lifa mikið frelsi og sjálf­stæði að þurfa ekki að standa í röð í lok mán­aðar til að eiga mat fyrir börnin sín. 

Allir hafa nóg undir sós­í­al­isma 

Sam­hliða frelsi undan fátækt kemur frelsi til að láta gott af sér leiða og verður ekk­ert erfitt að hafa nóg að bíta og brenna ef sós­í­al­ismi verður ofan á. Ríf­legar milli­tekjur verða bara eins og þær eru undir merkjum sós­í­al­ism­ans. Vissu­lega verða ofur­ríkir með ofur­laun að greiða hærri skatta en það er af svo háum tekjum að svo­leiðis fólk getur ekki einu sinni notað allan auð­inn sinn á einni mannsævi. Það þýðir samt ekki að þeir séu gerðir fátækir (enda verður búið að afnema fátækt) heldur bara að þeir þurfi að greiða rétt­lát­ari skerf til sam­fé­lags­ins eins og í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. En að vera harð­dug­legur að vinna og leggja mikið á sig væri auð­velt og að hafa nóg og meira til ef maður er snið­ugur í að koma sér áfram ef það snýst ekki um mis­notkun og arð­rán á öðr­um. 

Höf­undur er félagi í Sós­í­alista­flokknum og skipar 5. sæti á lista í Reykja­vík Suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar