Mótlætisbjartsýni og þakklæti eru verndandi þættir

Ingrid Kuhlman segir að til að þróa með okkur mótlætisbjartsýni sé gott að endurskoða þær væntingar sem við höfum gagnvart því sem við stöndum frammi fyrir í lífinu.

Auglýsing

Heims­far­ald­ur­inn og örvænt­ing­ar­full leit okkar að „eðli­legu lífi“ hafa tekið sinn toll af til­finn­ingu okkar um vellíð­an. En hvernig er hægt að auka vellíðan á þessum und­ar­legu tím­um?

Rann­sóknir Kleimann o.fl. frá árinu 2020 á 140 enskum háskóla­nemum sýndu fram á tengsl á milli þess að fá stuðn­ing frá öðrum og háskól­anum ann­ars vegar og dag­legrar bjart­sýni í garð heims­far­ald­urs­ins hins veg­ar. Nýlegar rann­sóknir hafa einnig sýnt að þakk­læti og und­ir­teg­und bjart­sýni, svokölluð „mót­læt­is­bjart­sýni“ (e. tragic optim­ism) geta verndað vellíð­an. En hvað er átt við með mót­læt­is­bjart­sýni?

Mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að lífið felur í sér bæði jákvæðar stundir og mót­læti

Viktor Frankl, aust­ur­ríski sál­fræð­ing­ur­inn og geð­lækn­ir­inn sem lifði af hel­för­ina, var fyrstur til að nota hug­takið mót­læt­is­bjart­sýni árið 1985. Í útrým­ing­ar­búðum nas­ista í seinni heims­styrj­öld­inni hjálp­aði Frankl fólki að finna eitt­hvað sem það hafði til að lifa fyrir og jafn­vel merk­ingu í þján­ing­unni sjálfri. Dr. Paul Wong skil­greinir mót­læt­is­bjart­sýni sem bjart­sýni og von þrátt fyrir van­líð­an, sárs­auka, sekt­ar­kennd, þján­ingu og dauða.

Auglýsing
Mótlætisbjartsýni er ekki það sama og eitruð bjart­sýni (e. toxic optim­ism) sem snýst um það að brosa og við­hafa ávallt jákvætt hug­ar­far, sama hvað dynji á, og hafna þannig margs konar óþægi­legum eða erf­iðum til­finn­ingum eins og sorg, kvíða og missi. Eitruð bjart­sýni lítur fram hjá og van­rækir erf­ið­leika eða vanda­mál á meðan mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að líf­inu fylgja bæði góðar stundir og krefj­andi. Það að sitja með minna nota­legum til­finn­ing­um, við­ur­kenna þær og leyfa þeim að vera getur leitt til per­sónu­legs þroska og auk­innar hug­arró. 

Mót­læt­is­bjart­sýni end­ur­ómar á vissan hátt skila­boð æðru­leys­is­bæn­ar­inn­ar. Í nýjum mæli­kvarða Paul Wong, The Life Accept­ance Scale, má sjá tvær spurn­ingar sem end­ur­spegla hana: „Ég sætti mig við það sem ég get ekki breytt í lífi mínu“ og „Ég hef lært hvernig á að takast á við og laga mig að því sem lífið færir mig í fang“.

Þakk­læti stuðlar að vellíðan

Þakk­læti er önnur leið til að auka vellíð­an. Í bók sinni Thanks! greinir Robert A. Emm­ons frá nið­ur­stöðum sínum á áhrifum þakk­lætis á fólk, heilsu, ham­ingju og sam­skipti. Í stuttu máli leiðir þakk­læti til betri heilsu, betri svefns, minni streitu, meiri gleði og ham­ingju, betri sam­skipta, auk­innar ánægju með líf­ið, meiri bjart­sýni og meiri ákveðni. Nýleg rann­sókn Dr. Giacomo Bono, pró­fess­ors við rík­is­há­skól­ann í Kali­forn­íu, sýndi að meira þakk­læti snemma í heims­far­aldr­inum eða á tíma­bil­inu jan­úar til mars 2020 spáði fyrir um minni sál­rænan skaða og betri hug­læga líðan í apríl og maí þetta sama ár. 

Þegar fólk hefur þakk­látt lífs­við­horf er það með­vitað um hversu brot­hætt lífið er og kann betur að meta fólkið í lífi sínu, sem ýtir undir félags­lega hegð­un. Þegar við erum þakk­lát og gerum okkur grein fyrir mik­il­vægi félags­legrar þátt­töku er lík­legra að við leggjum okkur fram um að mynda tengsl, sem leiðir til þess að við upp­lifum félags­legan stuðn­ing. 

Mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti eru mik­il­vægir þættir til að takast á við þján­ingu og stuðla að vexti þegar við stöndum and­spænis mót­læti. Jessica Mead o.fl. komust að því í rann­sókn meðal 138 banda­rískra háskóla­nema að mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti voru þær breytur sem stuðl­uðu mark­tækt að auk­inni vellíð­an. Þeir sem við­ur­kenna að líf­inu fylgja erf­ið­leikar og eru und­ir­búnir undir þá, takast sem dæmi betur á við ein­angrun og sótt­kví en þeir sem gera það ekki.

Æfingin Þrír góðir hlutir

Það er margt í lífi okk­ar, bæði stórt og smátt, sem hægt er að líta á sem bless­un. Ein leið til að stuðla að auk­inni vellíðan er að gera æfingu sem heitir Þrír góðir hlutir. Æfingin felst í því að skrifa niður dag­lega, í lok dags­ins og í eina viku, þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir dag­inn og hver þáttur okkar var í þeim. Með því að skrifa niður hlut­deild okkar beinum við athygl­inni að því hvernig við getum haft áhrif á dag­legar jákvæðar upp­lif­an­ir.  

End­ur­skoðum vænt­ingar okkar

Til að þróa með okkur mót­læt­is­bjart­sýni er gott að end­ur­skoða þær vænt­ingar sem við höfum gagn­vart því sem við stöndum frammi fyrir í líf­inu. Síðan er mik­il­vægt að skoða hvernig þessar vænt­ingar draga úr getu okkar til að vera í núinu og sætta okkur við lífið með öllum sínum ynd­is­legu augna­blikum og tíma­bundnu mót­læti. Enn fremur er gott að íhuga hvaða merk­ingu og til­gang erfið reynsla hafi haft og hvað við höfum lært um okkur sjálf og aðra. Oft er hægt að draga mik­il­vægan lær­dóm af erf­ið­leikum og áskor­un­um.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar