Mótlætisbjartsýni og þakklæti eru verndandi þættir

Ingrid Kuhlman segir að til að þróa með okkur mótlætisbjartsýni sé gott að endurskoða þær væntingar sem við höfum gagnvart því sem við stöndum frammi fyrir í lífinu.

Auglýsing

Heims­far­ald­ur­inn og örvænt­ing­ar­full leit okkar að „eðli­legu lífi“ hafa tekið sinn toll af til­finn­ingu okkar um vellíð­an. En hvernig er hægt að auka vellíðan á þessum und­ar­legu tím­um?

Rann­sóknir Kleimann o.fl. frá árinu 2020 á 140 enskum háskóla­nemum sýndu fram á tengsl á milli þess að fá stuðn­ing frá öðrum og háskól­anum ann­ars vegar og dag­legrar bjart­sýni í garð heims­far­ald­urs­ins hins veg­ar. Nýlegar rann­sóknir hafa einnig sýnt að þakk­læti og und­ir­teg­und bjart­sýni, svokölluð „mót­læt­is­bjart­sýni“ (e. tragic optim­ism) geta verndað vellíð­an. En hvað er átt við með mót­læt­is­bjart­sýni?

Mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að lífið felur í sér bæði jákvæðar stundir og mót­læti

Viktor Frankl, aust­ur­ríski sál­fræð­ing­ur­inn og geð­lækn­ir­inn sem lifði af hel­för­ina, var fyrstur til að nota hug­takið mót­læt­is­bjart­sýni árið 1985. Í útrým­ing­ar­búðum nas­ista í seinni heims­styrj­öld­inni hjálp­aði Frankl fólki að finna eitt­hvað sem það hafði til að lifa fyrir og jafn­vel merk­ingu í þján­ing­unni sjálfri. Dr. Paul Wong skil­greinir mót­læt­is­bjart­sýni sem bjart­sýni og von þrátt fyrir van­líð­an, sárs­auka, sekt­ar­kennd, þján­ingu og dauða.

Auglýsing
Mótlætisbjartsýni er ekki það sama og eitruð bjart­sýni (e. toxic optim­ism) sem snýst um það að brosa og við­hafa ávallt jákvætt hug­ar­far, sama hvað dynji á, og hafna þannig margs konar óþægi­legum eða erf­iðum til­finn­ingum eins og sorg, kvíða og missi. Eitruð bjart­sýni lítur fram hjá og van­rækir erf­ið­leika eða vanda­mál á meðan mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að líf­inu fylgja bæði góðar stundir og krefj­andi. Það að sitja með minna nota­legum til­finn­ing­um, við­ur­kenna þær og leyfa þeim að vera getur leitt til per­sónu­legs þroska og auk­innar hug­arró. 

Mót­læt­is­bjart­sýni end­ur­ómar á vissan hátt skila­boð æðru­leys­is­bæn­ar­inn­ar. Í nýjum mæli­kvarða Paul Wong, The Life Accept­ance Scale, má sjá tvær spurn­ingar sem end­ur­spegla hana: „Ég sætti mig við það sem ég get ekki breytt í lífi mínu“ og „Ég hef lært hvernig á að takast á við og laga mig að því sem lífið færir mig í fang“.

Þakk­læti stuðlar að vellíðan

Þakk­læti er önnur leið til að auka vellíð­an. Í bók sinni Thanks! greinir Robert A. Emm­ons frá nið­ur­stöðum sínum á áhrifum þakk­lætis á fólk, heilsu, ham­ingju og sam­skipti. Í stuttu máli leiðir þakk­læti til betri heilsu, betri svefns, minni streitu, meiri gleði og ham­ingju, betri sam­skipta, auk­innar ánægju með líf­ið, meiri bjart­sýni og meiri ákveðni. Nýleg rann­sókn Dr. Giacomo Bono, pró­fess­ors við rík­is­há­skól­ann í Kali­forn­íu, sýndi að meira þakk­læti snemma í heims­far­aldr­inum eða á tíma­bil­inu jan­úar til mars 2020 spáði fyrir um minni sál­rænan skaða og betri hug­læga líðan í apríl og maí þetta sama ár. 

Þegar fólk hefur þakk­látt lífs­við­horf er það með­vitað um hversu brot­hætt lífið er og kann betur að meta fólkið í lífi sínu, sem ýtir undir félags­lega hegð­un. Þegar við erum þakk­lát og gerum okkur grein fyrir mik­il­vægi félags­legrar þátt­töku er lík­legra að við leggjum okkur fram um að mynda tengsl, sem leiðir til þess að við upp­lifum félags­legan stuðn­ing. 

Mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti eru mik­il­vægir þættir til að takast á við þján­ingu og stuðla að vexti þegar við stöndum and­spænis mót­læti. Jessica Mead o.fl. komust að því í rann­sókn meðal 138 banda­rískra háskóla­nema að mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti voru þær breytur sem stuðl­uðu mark­tækt að auk­inni vellíð­an. Þeir sem við­ur­kenna að líf­inu fylgja erf­ið­leikar og eru und­ir­búnir undir þá, takast sem dæmi betur á við ein­angrun og sótt­kví en þeir sem gera það ekki.

Æfingin Þrír góðir hlutir

Það er margt í lífi okk­ar, bæði stórt og smátt, sem hægt er að líta á sem bless­un. Ein leið til að stuðla að auk­inni vellíðan er að gera æfingu sem heitir Þrír góðir hlutir. Æfingin felst í því að skrifa niður dag­lega, í lok dags­ins og í eina viku, þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir dag­inn og hver þáttur okkar var í þeim. Með því að skrifa niður hlut­deild okkar beinum við athygl­inni að því hvernig við getum haft áhrif á dag­legar jákvæðar upp­lif­an­ir.  

End­ur­skoðum vænt­ingar okkar

Til að þróa með okkur mót­læt­is­bjart­sýni er gott að end­ur­skoða þær vænt­ingar sem við höfum gagn­vart því sem við stöndum frammi fyrir í líf­inu. Síðan er mik­il­vægt að skoða hvernig þessar vænt­ingar draga úr getu okkar til að vera í núinu og sætta okkur við lífið með öllum sínum ynd­is­legu augna­blikum og tíma­bundnu mót­læti. Enn fremur er gott að íhuga hvaða merk­ingu og til­gang erfið reynsla hafi haft og hvað við höfum lært um okkur sjálf og aðra. Oft er hægt að draga mik­il­vægan lær­dóm af erf­ið­leikum og áskor­un­um.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar