Mótlætisbjartsýni og þakklæti eru verndandi þættir

Ingrid Kuhlman segir að til að þróa með okkur mótlætisbjartsýni sé gott að endurskoða þær væntingar sem við höfum gagnvart því sem við stöndum frammi fyrir í lífinu.

Auglýsing

Heims­far­ald­ur­inn og örvænt­ing­ar­full leit okkar að „eðli­legu lífi“ hafa tekið sinn toll af til­finn­ingu okkar um vellíð­an. En hvernig er hægt að auka vellíðan á þessum und­ar­legu tím­um?

Rann­sóknir Kleimann o.fl. frá árinu 2020 á 140 enskum háskóla­nemum sýndu fram á tengsl á milli þess að fá stuðn­ing frá öðrum og háskól­anum ann­ars vegar og dag­legrar bjart­sýni í garð heims­far­ald­urs­ins hins veg­ar. Nýlegar rann­sóknir hafa einnig sýnt að þakk­læti og und­ir­teg­und bjart­sýni, svokölluð „mót­læt­is­bjart­sýni“ (e. tragic optim­ism) geta verndað vellíð­an. En hvað er átt við með mót­læt­is­bjart­sýni?

Mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að lífið felur í sér bæði jákvæðar stundir og mót­læti

Viktor Frankl, aust­ur­ríski sál­fræð­ing­ur­inn og geð­lækn­ir­inn sem lifði af hel­för­ina, var fyrstur til að nota hug­takið mót­læt­is­bjart­sýni árið 1985. Í útrým­ing­ar­búðum nas­ista í seinni heims­styrj­öld­inni hjálp­aði Frankl fólki að finna eitt­hvað sem það hafði til að lifa fyrir og jafn­vel merk­ingu í þján­ing­unni sjálfri. Dr. Paul Wong skil­greinir mót­læt­is­bjart­sýni sem bjart­sýni og von þrátt fyrir van­líð­an, sárs­auka, sekt­ar­kennd, þján­ingu og dauða.

Auglýsing
Mótlætisbjartsýni er ekki það sama og eitruð bjart­sýni (e. toxic optim­ism) sem snýst um það að brosa og við­hafa ávallt jákvætt hug­ar­far, sama hvað dynji á, og hafna þannig margs konar óþægi­legum eða erf­iðum til­finn­ingum eins og sorg, kvíða og missi. Eitruð bjart­sýni lítur fram hjá og van­rækir erf­ið­leika eða vanda­mál á meðan mót­læt­is­bjart­sýni við­ur­kennir að líf­inu fylgja bæði góðar stundir og krefj­andi. Það að sitja með minna nota­legum til­finn­ing­um, við­ur­kenna þær og leyfa þeim að vera getur leitt til per­sónu­legs þroska og auk­innar hug­arró. 

Mót­læt­is­bjart­sýni end­ur­ómar á vissan hátt skila­boð æðru­leys­is­bæn­ar­inn­ar. Í nýjum mæli­kvarða Paul Wong, The Life Accept­ance Scale, má sjá tvær spurn­ingar sem end­ur­spegla hana: „Ég sætti mig við það sem ég get ekki breytt í lífi mínu“ og „Ég hef lært hvernig á að takast á við og laga mig að því sem lífið færir mig í fang“.

Þakk­læti stuðlar að vellíðan

Þakk­læti er önnur leið til að auka vellíð­an. Í bók sinni Thanks! greinir Robert A. Emm­ons frá nið­ur­stöðum sínum á áhrifum þakk­lætis á fólk, heilsu, ham­ingju og sam­skipti. Í stuttu máli leiðir þakk­læti til betri heilsu, betri svefns, minni streitu, meiri gleði og ham­ingju, betri sam­skipta, auk­innar ánægju með líf­ið, meiri bjart­sýni og meiri ákveðni. Nýleg rann­sókn Dr. Giacomo Bono, pró­fess­ors við rík­is­há­skól­ann í Kali­forn­íu, sýndi að meira þakk­læti snemma í heims­far­aldr­inum eða á tíma­bil­inu jan­úar til mars 2020 spáði fyrir um minni sál­rænan skaða og betri hug­læga líðan í apríl og maí þetta sama ár. 

Þegar fólk hefur þakk­látt lífs­við­horf er það með­vitað um hversu brot­hætt lífið er og kann betur að meta fólkið í lífi sínu, sem ýtir undir félags­lega hegð­un. Þegar við erum þakk­lát og gerum okkur grein fyrir mik­il­vægi félags­legrar þátt­töku er lík­legra að við leggjum okkur fram um að mynda tengsl, sem leiðir til þess að við upp­lifum félags­legan stuðn­ing. 

Mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti eru mik­il­vægir þættir til að takast á við þján­ingu og stuðla að vexti þegar við stöndum and­spænis mót­læti. Jessica Mead o.fl. komust að því í rann­sókn meðal 138 banda­rískra háskóla­nema að mót­læt­is­bjart­sýni og þakk­læti voru þær breytur sem stuðl­uðu mark­tækt að auk­inni vellíð­an. Þeir sem við­ur­kenna að líf­inu fylgja erf­ið­leikar og eru und­ir­búnir undir þá, takast sem dæmi betur á við ein­angrun og sótt­kví en þeir sem gera það ekki.

Æfingin Þrír góðir hlutir

Það er margt í lífi okk­ar, bæði stórt og smátt, sem hægt er að líta á sem bless­un. Ein leið til að stuðla að auk­inni vellíðan er að gera æfingu sem heitir Þrír góðir hlutir. Æfingin felst í því að skrifa niður dag­lega, í lok dags­ins og í eina viku, þrjá góða hluti sem áttu sér stað yfir dag­inn og hver þáttur okkar var í þeim. Með því að skrifa niður hlut­deild okkar beinum við athygl­inni að því hvernig við getum haft áhrif á dag­legar jákvæðar upp­lif­an­ir.  

End­ur­skoðum vænt­ingar okkar

Til að þróa með okkur mót­læt­is­bjart­sýni er gott að end­ur­skoða þær vænt­ingar sem við höfum gagn­vart því sem við stöndum frammi fyrir í líf­inu. Síðan er mik­il­vægt að skoða hvernig þessar vænt­ingar draga úr getu okkar til að vera í núinu og sætta okkur við lífið með öllum sínum ynd­is­legu augna­blikum og tíma­bundnu mót­læti. Enn fremur er gott að íhuga hvaða merk­ingu og til­gang erfið reynsla hafi haft og hvað við höfum lært um okkur sjálf og aðra. Oft er hægt að draga mik­il­vægan lær­dóm af erf­ið­leikum og áskor­un­um.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­un­ar, með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
Kjarninn 20. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar