Munu "samfélagsleg áhrif" ráða því hvert Landsvirkjun selur orku?

forsida-blurr.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra er lík­ast til einn umdeild­asti stjórn­mála­maður sem upp hefur komið á Íslandi lengi. Hann virð­ist ekki með tjá sig um nokkurn hlut án þess að allir umræðu­vett­vangar fari af hlið­ina, oft­ast nær vegna vand­læt­ingar á því sem for­sæt­is­ráð­herr­ann segir eða hvernig hann sagði það.

Það er þó engum blöðum um það að fletta að hann er stjórn­mála­maður sem er óhræddur við að koma stórum málum í fram­kvæmd. Sig­mundur Davíð var í við­tali við fyrstu útgáfu Kjarn­ans í ágúst 2013, aðeins nokkrum mán­uðum eftir að hann tók við emb­ætti, og fór þar yfir það sem rík­is­stjórn hans ætl­aði að gera. Skulda­leið­rétt­ingin var þar ofar­lega á baugi og hann sagði engan vafa á því að staðið yrði við stóru orð­in. Þótt aðgerðin sé lík­ast til ein umdeildasta stjórn­valds­að­gerð Íslands­sög­unn­ar, og ekki séu allir sam­mála um að útfærsla hennar hafi verið það sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lofað í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, þá liggur alveg kýr­skýrt fyrir að Sig­mundur Davíð stóð við að greiða niður verð­tryggð hús­næð­is­lán.

Í við­tal­inu ræddi hann einnig stöðu slita­búa gömlu bank­anna og fjár­magns­höft­in. Sig­mundur Davíð sagði að það væru sam­eig­in­legir hags­munir allra að höftum yrði lyft og að það væri kröfu­hafa að sýna frum­kvæði að því að koma með til­boð um lausn. Segja má að þeir hafi á end­anum gert það, eftir að rík­is­stjórnin stillti þeim upp frammi fyrir tveimur mögu­leik­um: að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum eða fá á sig stöð­ug­leika­skatt. Því hefur Sig­mundur Dav­íð, á fyrri hluta þessa kjör­tíma­bils, staðið við að koma í fram­kvæmd lausn á stærsta hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar, losun hafta og slit gömlu bank­anna.

Auglýsing

Í næstu kosn­inga­bar­áttu mun það án nokk­urs vafa vera tón­inn sem Sig­mundur Davíð mun slá: kjós­endur geta treyst því að hann standi við það sem hann seg­ir. Hvað það verður sem Sig­mundur Davíð og Fram­sókn munu lofa á svo eftir að koma í ljós.

"kannski svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar, hvort hún eigi að líta ein­vörð­ungu á eigin nið­ur­stöðu, eða til sam­fé­lags­legra áhrifa þegar ákvarð­anir eru tekn­ar.

Í við­tal­inu við Kjarn­ann fyrir tæpum tveimur árum ræddi Sig­mundur Davíð ýmis­legt fleira, meðal ann­ars hvort rík­is­stjórnin myndi beita póli­tískum þrýst­ingi á t.d. Lands­virkjun um að gera samn­inga um orku­sölu sem eru ekki gerðir á við­skipta­legum grunni. Þar sagði Sig­mundur Davíð að það væri "kannski svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar, hvort hún eigi að líta ein­vörð­ungu á eigin nið­ur­stöðu, eða til sam­fé­lags­legra áhrifa þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Ég er þeirrar skoð­unar að Lands­virkj­un, vegna þess hlut­verks sem hún gegnir sem rík­is­fyr­ir­tæki með mjög mik­il­vægt hlut­verk fyrir sam­fé­lag­ið, þurfi að líta á heild­ar­á­hrif þegar ákvarð­anir eru tekn­ar. Að hún þurfi að taka með í reikn­ing­inn þann ávinn­ing sem verður af sköpun mörg hund­ruð starfa þótt þau störf séu ekki hjá Lands­virkj­un“.

Í bak­her­berg­inu hefur þessi sýn for­sæt­is­ráð­herra verið rifjuð upp að und­an­förnu í ljósi þess að mik­ill vilji virð­ist vera hjá rík­is­stjór­inni að fjölga virkj­un­ar­kostum í nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og sökum þess að Sig­mundur Davíð var við­staddur und­ir­skrift vilja­yf­ir­lýs­ingar um álver í Skaga­byggð í lið­inni viku. Í tengslum við það verk­efni krefj­ast aðstand­endur að efnt verði ára­tuga­gam­allt lof­orð um að orka úr Blöndu­virkj­un, sem er löngu full­byggð og öll orka hennar í notk­un, verði nýtt í heima­byggð.

Tölu­verður póli­tískur þrýst­ingur hefur raunar verið á Lands­virkjun að koma að stór­iðju­upp­bygg­ingu allt kjör­tíma­bil­ið. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, sagði á árs­fundi Lands­virkj­unar árið 2013 að hún væri„orðin ansi óþreyju­full og ég vil fara að sjá árangur og að verk­efnin verði að veru­leika. Tæki­færin eru svo sann­ar­lega til stað­ar“.

Þeir sem reka fyr­ir­tækið vilja gera það með sem arð­söm­ustum hætti og selja ork­una til starf­semi sem borgar mest, svo Lands­virkjun geti greitt eig­endum sín­um, fólk­inu í land­inu, arð af starf­sem­inni. Aðr­ir, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herra, eru þeirrar skoð­unar að taka eigi til­lit til „sam­fé­lags­legra áhrifa“ þegar Lands­virkjun tekur ákvarðnir um orkusölu

Líkt og for­sæt­is­ráð­herra sagði rétti­lega í við­tal­inu við Kjarn­ann í águst 2013 er nefni­lega svo­lít­ill munur á við­horfi til Lands­virkj­un­ar. Þeir sem reka fyr­ir­tækið vilja gera það með hag­kvæm­um hætti og selja ork­una til starf­semi sem borgar mest, svo Lands­virkjun geti greitt eig­endum sín­um, fólk­inu í land­inu, arð af starf­sem­inni. Aðr­ir, þar á meðal ýmsir stjórn­mála­menn, eru þeirrar skoð­unar að taka eigi til­lit til „sam­fé­lags­legra áhrifa“ þegar Lands­virkjun tekur ákvarðnir um orku­sölu, meðal ann­ars starfa sem verða til í stór­iðju. Þessi skoðun ráða­manna hefur líka þau áhrif að ráða­menn­irnir hafa engan áhuga á að ræða mögu­legan sæstreng til Bret­lands, sem Lands­virkjun er mjög áfram um að kanna lagn­ingu á sökum þess að hann gæti orðið ævin­týra­lega hag­kvæmur fyrir þjóð­ina.

Sá fag­legi friður sem ríkt hefur um starf­semi Lands­virkj­unar und­an­farin ár virð­ist því úti og búast má við því að stjórn­völd fari að krefj­ast stór­iðju­upp­bygg­ingar á „sam­fé­lags­legum for­send­um“ til að skapa störf í völdum kjör­dæm­um. Það verður áhuga­vert hvernig æðstu stjórn­endur Lands­virkj­un­ar, Hörður Arn­ar­son for­stjóri og Ragna Árna­dóttir aðstoð­ar­for­stjóri, taka þeim þrýst­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None