Mygluð Sorpa

Jóhann S. Bogason segir fjallar um moltugerð og segir lífvænlega molta ekki mögulega án aðkomu sveppa í aðsendri grein.

Auglýsing

Vafa­lítið eru margir furðu lostnir yfir þeim hremm­ingum sem hafa herjað á við­leitni Reykja­vík­ur­borgar til að vinna líf­rænan massa úr úrgangi einnar rík­ustu þjóðar heims­ins.

Eitt er að fram­kvæmdin fór svo stór­kost­lega fram úr áætl­unum að margir emb­ætt­is­menn­irnir þurftu að bugta sig um stund. Enda snérist umfram­kostn­að­ur­inn á end­anum um marga millj­arða. For­stjór­inn var rek­inn og er nú far­inn í mál við borg­ina.

Síðan kemur í ljós að þetta millj­arða molt­un­ar­ferli stenst engar við­teknar kröfur í þessum efn­um. Nánar til­tekið er um ein­hverjar 6.000 millj­ónir að ræða, svona sirka­bát.

Auglýsing

Vit­an­lega hafa marg­vís­legir sér­fræð­ingar komið að þessu verki, einkum verk­fræð­ingar af ýmsu tagi. Og sann­ar­lega eru þeir búnir að maka krók­inn ríku­lega.

Nú gæti það komið öllum þessum verk­fræði­mennt­uðu snill­ingum á óvart, að sveppir eru lang­sam­leg­ast færasta líf­veran til að breyta úrgangi manna í nýt­an­leg efni. Gerlar og bakt­er­íur hvers­konar eru vissu­lega frá­bærir liðs­menn í þessu ferli, en svepp­irnir leggja grunn­inn svo um mun­ar.

Til þessa hafa ríf­lega 140.000 mis­mun­andi teg­undir af sveppum verið greind­ar. Þeir sem best vita telja þetta vera topp­inn á ísjak­an­um. Stærsta þekkta erfða­fræði­lega eins­leita líf­veran sem vitað er um er svepp­ur. Sveppur þessi nær yfir mörg ríki Banda­ríkj­anna. Hún vegur mörg þús­und tonn, þótt lítil sé í snið­um.

Sveppir sjá um að annar trjá­gróð­ur, tré, runnar og hvað­eina, geta átt í sam­skiptum sín á milli, hvort heldur það varðar aðsteðj­andi hætt­ur, skort á nær­ing­ar­efnum eða önnur umkvört­un­ar­efni.

Líf­væn­leg molta er aldrei mögu­leg án aðkomu sveppa.

Það að kvarta undan því að sveppir hafi gert vart við sig í molt­un­ar­gerð lýsir svo stór­kost­legu skiln­ings­leysi, að ætla mætti að moltu­gerð snú­ist fyrst og fremst um verk­fræð­inga og smíð­is­gripi þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar