Myndin af Mao Zedong

mao.jpg
Auglýsing

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvað hægt er að gera í þessu með Torg hins himneska frið­ar. Það er kannski stærsta torg ver­aldar en … tja það væri vel hægt að lífga svo lítið upp á það. Í hvert sinn sem ég álp­ast þangað fæ ég á til­finn­ing­una að ég sé að skríða út úr neð­an­jarð­ar­byrgi dag­inn eftir kjarn­orku­árás eða inn­rás úr geimn­um. Him­inn og jörð renna saman í enda­lausa grárústrauða flatneskju. Aðeins gulir þaktoppar þing­húss­ins standa upp úr og minna helst á log­andi rústir sigr­aðrar borg­ar.

Og myndin af Maó Zedong hangir yfir Torg­inu eins og minn­is­varði um tap­aðan mál­stað. -- En hvað er þetta? Glottir hann? Hvað er hann að segja? Það setur að mér ugg. Er þetta ekki ann­ars orðið gott hjá kall­in­um? Það fannst stúd­entum í Pek­ing 30. maí 1989. Þá stylltu þeir upp 10 metra hárri styttu and­spænis honum og köll­uðu hana Gyðju frels­is­ins. Fimm dögum síðar var hún jöfnuð við jörðu af skrið­dreka.

Aldrei aftur Laug­ar­dals­völlurÉg held ég hafi fylgst með öllum heims­meist­ar­mót­unum í fót­bolta síðan HM á Spáni 1982. Hver keppnin annarri stór­brotn­ari. Í dag sam­einar lík­lega engin við­burður mann­kynið betur í til­hlökk­un, leik og gleði en HM. Skuggi hefur þó hvílt yfir síð­ustu árin. Orðrómur hefur verið á kreiki um spill­ingu innan Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins (FIFA). Þá hefur maður oftar en einu sinni rek­ist á myndir í fjöl­miðlum af ömur­legum aðstæðum verka­fólks­ins sem vinnur að því að byggja upp sviðs­mynd mót­anna. Hingað til hef ég ekki hugsað um það í mik­illi alvöru að kannski ætti ég að hætta að horfa fyrst svona er í pott­inn búið - þar til nú á dög­unum er banda­rískur sak­sókn­ari lagði fram kæru á hendur stjórn­ar­mönnum FIFA fyrir stór­tæka mútu­þægni. Ég hef tekið ákvörðun um að horfa ekki á HM í Katar 2022. Er enn í bar­áttu við sjálfan mig vegna HM í Rúss­landi 2018.

En það er önnur hlið á þessu sem veldur mér jafn­vel enn meira hug­ar­angri. Síð­ustu 2-3 árin hef ég bundið miklar vonir við að fót­bolt­inn geti gert góða hluti hér í Kína. Inn­leitt frjáls­lynd við­horf. Myndað mót­vægi við hina yfir­þyrm­andi nær­veru Komm­ún­ista­flokks­ins í kín­versku sam­fé­lagi. Orðið fyr­ir­mynd að póli­tískum umbót­um. En nú renna á mig tvær grím­ur. Ef satt reyn­ist að spill­ing og mann­vonska hafi grafið um sig í knatt­spyrnu­heim­inum hvernig í ósköp­unum getur bolt­inn þá orðið far­vegur umbóta í Kína? Sumir halda því meira að segja fram að orsaka­sam­hengið sé í hina átt­ina. Að það séu lönd eins og Kína - er predíka mark­aðsvæð­ingu án lýð­ræð­isum­bóta - sem séu smám saman að breyta knatt­spyrn­unni í sína mynd en ekki öfugt. Þegar öllu er á botnin hvolft þá er það ekki svo frá­leit kenn­ing að vald­hafar rísandi heims­veldis reyni að seil­ast til áhrifa í alþjóða­skemmt­ana­iðn­að­in­um. Að stjórn­ar­menn FIFA með for­set­ann Sepp Blatter í far­ar­broddi hafi ein­fald­lega gengið á mála hjá þeim.

Auglýsing

Æ-ó, þetta er of flók­ið. Er ekki best að afgreiða bolt­ann bara með einu penna­striki hér og nú í eitt skipti fyrir öll: Hann hefur orðið myrkum öflum að bráð. Þau véla með hann til að brjóta niður sið­ferð­is­þrek okkar og þenja út veldi hins illa. Fót­bolt­inn er ópíum fólks­ins. Segjum nei við FIFA. Segjum nei við HM. Segjum nei við bolt­anum í hvaða mynd sem hann birt­ist. Aldrei aftur Upton Park, aldrei aftur Laug­ar­dals­völl­ur, aldei aftur kín­verski bolt­inn. Þetta er búið að vera skemmti­legt ferða­lag. Eft­ir­minni­leg­asta markið skor­aði sjálfur Guð með sinni almátt­ugu hönd á 51. mínutu leiks Argent­ínu og Eng­lands í Mexíkó 1986. Það var hápunkt­ur­inn. En nú er þetta búið. Nú slekk ég á sjón­varp­inu … eða horfi í mesta lagi á smá­þjóða­leik­ana og EM í hand­bolta (þegar Ísland er með).

Prag­mat­ismiÍ Kína segja menn stundum „huo ran kai lang,“ þegar mikið útsýni lýkst upp þar sem eng­inn átti von á. Góðir kín­verskir leið­sögu­menn labba ekki með þig beint inn í aðal­garð must­er­is­ins. Nei þeir þreyta þig með röð af til­breyt­inga­lausum for­görð­um. Taka síðan óvætan sveig fram hjá vindsorfnum kalk­steins­hnull­ungi eða fyrir horn í undnum skugga­göngum -- Bingó! Við þér blasa vötn og fjöll. Feg­urra ger­ist það ekki. Ja-á, þegar gefur á bát­inn á maður ekki að fórna höndum eða leggj­ast flatur undir þóftu. Nei. Og við skulum ekki gleyma að jafn­vel þó að allar ávirð­ing­arnar á hendur FIFA reyn­ast réttar þá bein­ast þær ekki gegn gras­rót­ar­starf­inu. Hin sjálf­sprottna hreyf­ing áhuga­manna sem laðar fram hæfi­leik­a­ríka knatt­spyrnu­menn og byggir upp dyggan hóp stuðn­ings­manna er ólöskuð. Það er einmitt þetta afl sem ég hef bundið vonir við að geti gert góða hluti hér eystra.

Síð­ustu 20-30 ár hafa Kín­verjar verið að reyna að byggja upp gott fót­boltalands­lið á grunni sömu prinsippa og þeir beita til að knýja fram 10% hag­vöxt ár eftir ár (mark­aðsvæð­ing án lýð­ræð­isum­bóta). Tekin var upp atvinnu­mennska 1992. Öll helstu liðin eru nú með öfl­uga styrkt­ar­að­ila á bak við sig. Miklir fjár­munir hafa farið í mann­virki, launa­greiðsl­ur,  kaup á erlendum leik­mönnum o.s.frv. Klúbba­starf hefur hins vegar verið í skötu­líki. Skuggi Flokks­ins hefur hvílt yfir því. Þegar ákvarð­anir eru teknar skipta póli­tísk tengsl oft meira máli en fag­leg sjón­ar­mið. Leik­menn, þjálf­ar­ar, dóm­arar og flokks­gæð­ingar hafa marg­sinnis orðið upp­vísir að því að hag­ræða úrslit­um, taka við mútu­greiðslum og öðru svínaríi. Áhugi almenn­ings hefur dalað í sam­ræmi við þetta. Fjöldi ung­menna sem stundar knatt­spark hrap­að. Það þarf því engan að undra þó gæði fót­bolt­ans í land­inu séu ekki upp á marga fiska.

Hingað og ekki lengra segir núver­andi for­seti lands­ins Xi Jin­p­ing. Hann hefur til­kynnt að nú eigi gras­rótin að fá séns. Fót­bolta­klúb­b­arnir eiga að fá frelsi til að skipu­leggja sín mál sjálfir án afskipta Flokks­ins. Vel að merkja þetta frelsi er tak­markað við knatt­spyrn­una og nær ekki til ann­arra sviða sam­fé­lags­ins. Það merki­lega er að for­set­inn gerir þetta ekki endi­lega af því hann hafi séð ljós­ið. Þvert á móti má ætla að hann geri þetta þrátt fyrir að hann telji að félaga­frelsi henti alls ekki „sér­stökum kín­verskum aðstæð­u­m“. Það er hins vegar búið að prófa allt annað til að bæta bolt­ann í Kína. Nú er bara þetta eft­ir. Þetta er hreinn prag­mat­ismi hjá hr. Xi. Þess má geta að einmitt svona fóru umbæt­urnar af stað í efna­hags­líf­inu fyrir 30-40 árum síð­an. Afskipti Maós af dag­legu skipu­lagi land­bún­að­ar­starf­anna hafði leitt til hung­ursneiðar um gjör­valt Kína. Þá kom Deng Xia­op­ing og sagði: „Það skiptir ekki máli hvort kött­ur­inn er svartur eða hvítur -- bara að hann veiði mýs.“ Afhelgun Maós var haf­in. Til­raunir með mark­aða­svæð­ingu voru gerðar á afmörk­uðum svæð­um. Síðar útfærðar fyrir allt land­ið.

Hásum­ar­stemm­ingÞað er komið hásumar hér  í Kína. Þau fræ sem sáð var í vor eru orðin að bylgj­andi ökrum. Það ríður á að ná inn upp­sker­unni áður en árviss flóð stór­fljót­anna skola henni til hafs. Í bolt­anum hugsa menn um að koma sem flestum stigum í höfn áður en sum­ar­hitarnir fara að há veru­lega spila­mennsk­unni.

Varð­lið­arnir mínir hafa spilað vel á leik­tíð­inni til þessa. Oft sýnt meist­ara­takta og eftir að þreyta fór að segja til sín gert nóg til að tryggja sigra. Yfir­leitt. Í maí féllu þeir reyndar úr Asíu­keppni meist­ara­liða. Enn eru samt tveir titlar inni í mynd­inni, í deild og bik­ar.

Kvenna­lands­liðið stendur í ströngu á HM í Kanada. Í fyrsta leiknum héldu þær jöfnu gegn heima­mönnum fram á lokamín­útu fram­leng­ing­ar. Þá voru þær að mínu mati óheppnar að fá dæmda á sig víta­spyrnu sem Kana­da­konur skor­uðu úr. Með glæsi­legum sigri á Hol­lend­ingum og jafn­tefli gegn Nýja-­Sjá­landi tókst þeim samt að kom­ast í 16 liða úrslit. Þar gerðu þær sér lítið fyrir og lögðu lið Kamerún og eru því komnar alla leið í 8 liða úrslit.

Karl­arnir hófu þát­töku í und­ankeppni HM í Rúss­landi 2018 með úti­leik gegn áhuga­manna­liði kon­ungs­ríkis Hima­læj­a-fjalla Bhutan (í 159. sæti á styrk­leika­lista FIFA) þann 16. júní sl. Auð­vitað á Kína að vinna svona leik vand­ræða­laust. Það liðu samt taugastrekkj­andi 45 mín­útur þar til fyrsta markið kom rétt fyrir hálf­leik. Eftir að ísinn var brot­inn hlóð­ust hins veg­ar  mörkin inn og lauk leiknum með yfir­burða­sigri Kína 0:6.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None