Myndirnar fyrir botni Miðjarðarhafs

migrants.jpg
Auglýsing

Hversu mikil áhrif hafa fyr­ir­sagnir á okk­ur? Við heyrum af hörm­ungum frá öllum heims­hornum og (að við höld­um) frá mörgum hliðum mál­anna en í raun­inni er heims­myndin okkar mjög eins­leit og fréttir alltaf sagðar út frá ákveðnu sjón­ar­hóli. Eng­inn frétt er hlut­laus. Við heyrum svo margar fréttir af dauða og eyði­legg­ingu að við verðum gjör­sam­lega dofin fyrir því hvað er raun­veru­lega að ger­ast. Við tökum því sem við sjáum á prenti sem heilögum sann­leika – en fólkið sem skrifar grein­arnar er fólk eins og ég og þú. Við sjáum myndir af bæjum sem eru alltaf gráir (Írak, Palest­ína, Sýr­land) án þess nokkurn tím­ann að sjá fyr­ir­mynd­irn­ar, svo að það er erfitt að sam­svara því með okkar frið­sæla raun­veru­leika á Íslandi. Þessir bæir voru líka grænir og fal­legir einu sinni. Þar bjuggu læknar og leik­skóla­börn, bak­ari og stjórn­mála­mað­ur, alveg eins og hér. En tím­inn er naumur og það sem er frétt­næmt er ekki það sem gerð­ist í gær heldur hvað breytt­ist í dag. Við þurfum samt að minna okkur á að sagan er ekki nema hálf­-­sögð.

Við heyrum fréttir af flótta­fólki sem flýr átök og eyði­legg­ingu en oft eru ákveðin orð notuð sem gera það að verkum að ákveðnar teng­ingar verða til í huga okkar (eitt­hvað ólög­legt, óeðli­legt og ógn­vekj­andi við evr­ópskan stöð­ug­leika til dæm­is). Þessar teng­ingar eru síðan grund­völl­ur­inn fyrir því að stjórn­völd geti stundað ákveðna póli­tík í nafni vilja fjöld­ans og stöð­ug­leik­ans. En hvað ef að grund­völl­ur­inn er ein­fald­lega rang­ur?

Á tímum félags­legra miðla eins og Face­book og Twitter koma ann­ars konar sögur upp á yfir­borð­ið. Ekki eru allar fréttir þar alltaf rétt­ar, en þær eru oft sagðar frá ”hrárra” sjón­ar­horni en við eigum að venj­ast. Og mynd af drukkn­andi stúlku segir allt aðra sögu en fyr­ir­sögnin ”Talið að yfir 800 flótta­menn hafi farist í mið­jarð­ar­haf­in­u”. Hér er eymdin algjör:

Auglýsing





Here she is. One of those gold-dig­gers. She tra­velled on a boat to steal our prosperity. She wanted to cause unrest in...

Posted by Tom Vand­en­bosch on Tues­day, April 21, 2015







Lítil stelpa í fal­legu föt­unum sínum sem liggur drukknuð í vatn­inu.

Hún er svo hræði­leg að engin orð geta lýst því hvernig hún lætur okkur líða.

Hún er svo hræði­leg að við sjáum hana ekki á for­síðu dag­blað­anna. Senni­lega færi það gegn siða­reglum flestra fjöl­miðla að sýna svona mynd. Regl­urnar eiga að hlífa les­endum eða áhorf­endum við verstu mynd­unum af því versta sem fer fram í heim­in­um, vegna þess að það er ein­fald­ega of hræði­legt.

Mynd­irnar skipta máli



Ég vann á franskri frétta­stöð í nokkur ár þar sem við spurðum okkur stundum af hverju sumar fréttir voru frétt­næm­ari en aðrar og hvar mörkin lágu. Af hverju við sýndum sumt og annað ekki. Fjöl­miðlar heims­ins geyma mun hræði­legri myndir en við sjáum á for­síðum dag­blað­anna eða í kvöld­frétta­tím­an­um. Það er fólk sem síar mynd­irnar í sér­stakri mynda­deild, fólkið þar fór stundum grát­andi heim. Ég mun líka alltaf muna eftir aftöku­mynd­band­inu af Saddam Hussein, sem var tekið upp á síma og svo dreift á alla heims­ins fjöl­miðla af ein­hverjum sem var við­staddur aftök­una. Allir fjöl­miðl­arnir sem einn sýndu loka and­ar­tök ein­valds­ins þar sem mann­eðlið og hræðslan kemur glögg­lega fram í augum manns­ins. Því þó hann hafi framið hræði­legar athafnir þá var hann að lokum maður sem hrædd­ist dauða sinn, en fólki fannst sjálf­sagt að dauða hans væri sjón­varpað eins og það væri sjálf­sagt að sýna snuff – mynd á háanna­tíma. Þetta mynd­band átti sjálf­sagt að tákna „sig­ur” og enda­lok stríðs­ins í Írak en við vitum í dag að reyndin var önn­ur. Svo hvar ligga mörk­in? Eigum við að sýna harð­stjóra sem eru að ganga stokk­inn en ekki þús­undir líka sem liggja í mið­jarð­ar­haf­inu? Eigum við að sýna svart fólk sem liggur í göt­unni  eftir ebólu­far­ald­ur­inn en ekki hvíta her­menn ein­hvers staðar í Mið­aust­ur­lönd­um? Sið­ferð­is­spurn­ing­arnar eru marg­ar. Og máttur mynd­ar­innar er mik­ill. Og einmitt þess vegna er kannski mik­il­vægt að les­endur og áhorf­endur sjái það sem raun­veru­lega er að ger­ast fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs:

flottamenn flóttamenn

flóttamenn líbía miðjarðarhaf

 

h_51679922 (1)

h_51803315 (1)

Máttur mynd­ar­innar er mik­ill og og nóg er til af myndum, nú eða jafn­vel mynd­bönd­um. Þessar myndir þurfa að sjást. Því að ef frétta­flutn­ingur af því sem er að ger­ast við mið­jarð­ar­haf heldur áfram jafn óper­sónu­legur og ómann­úð­legur og hann er í dag, er ekki nema von að stefnu evr­ópska stjórn­mála­flokka (að Íslandi með­töldu) sé haldið til streitu – þar sem fólki er útskúfað og er ekki komið til bjargar því að það er ein­fald­lega ekki áhugi fyrir því.  Í síð­ustu viku sendi Evr­ópu­sam­bandið frá sér 10 þrepa áætlun þar sem meg­in­mark­miðin eru aðal­lega þau að senda fleiri af þeim sem ná leið­ar­enda aftur heim til sín og að vinna á smyggl­ur­un­um. Það er hvergi talað um að Evr­ópa reyni að beita sér fyrir því að finna lausnir í lönd­unum sem fólkið kemur frá eða jafn­vel að opnað verði algjör­lega fyrir streymið inn í álf­una til þess að sporna við dauðs­föll­unum eins og tals­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna mælir með.

Þangað til nýlega var straumur flótta­manna frá Afr­íku og Asíu eitt­hvað sem Evr­ópu­menn gátu lítið sam­svarað sér með. Ein­hverjar tölur og ógn við vest­rænan stöð­ug­leika sem bar að taka alvar­lega og koma í veg fyrir að næðu landi. Nema að stöð­ug­leik­inn er ekki til leng­ur. Og að við erum ekki eins gott sam­fé­lag og við teljum okkur vera, ef að við getum horft á þús­undir manna drukkna fyrir aug­unum á okkur án þess að aðhaf­ast nokk­uð. Og leyfa kjörnu full­trú­unum að kom­ast upp með það.  Í raun­inni þjóna mynd­irnar einum til­gangi – að hjálpa þér að setja þig í spor þeirra sem hætta lífi sínu fyrir eitt­hvað betra.

Hvað ef þú værir frá gráum bæ og engin von væri fyrir fjöl­skyld­una eða börnin þín? Myndir þú ekki reyna við Mið­jarð­ar­haf­ið? Og vona að ein­hver kæmi þér til bjargar þegar bát­ur­inn væri að sökkva?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None