Nokkur orð um andrúmsloft

ukr1.jpg
Auglýsing

Spill­ing. Það var orðið sem var á allra vörum þegar ég var í Úkra­ínu fyrir skemmstu. Póli­tíkusar, full­trúar frjálsra félaga­sam­taka, leigu­bíl­stjór­ar, konan í kjör­búð­inni – allir Úkra­ínu­menn sem ég spjall­aði við voru sam­mála um eitt: Það verður að takast á við spill­ing­una. Þegar Petro Poroschenko kom askvað­andi inn í gull­brydd­aðan fund­ar­sal­inn í for­seta­höll­inni í Kiev þar sem hann átti fund með fasta­full­trúum ÖSE þá baðst hann for­láts á því að vera seinn en sagði ástæð­una gleði­efni. Hann hafði verið að fylgja eftir frum­varpi sem sker upp herör gegn spill­ingu í land­inu.

Nei, ekki bíða



ukr2Þetta er merki­legt því Úkra­ína er land í stríði. Harðir bar­dagar standa yfir í aust­ur­hlut­anum þar sem aðskiln­að­ar­sinnar hafa náð land­svæði sem telur 4,5 millj­ónir íbúa. Það væri freist­andi að segja for­gangs­at­riði að verja landið og að aðgerðir gegn spill­ingu verði að bíða. En nei, Úkra­ínu­menn sjá sem er að þetta verður að ger­ast sam­hliða. Land sem er gegn­sýrt af spill­ingu getur ekki varið sig. Einn við­mæl­andi sagði við mig að yfir­stéttin í land­inu skamm­að­ist sín. Hún hefði verið svo upp­tekin við að maka krók­inn fyrir sig og sína, með til­heyr­andi óein­ingu og van­rækslu á innviðum lands­ins, að þegar á reyndi var Úkra­ína veik­burða og varn­ar­laus.

Hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE), þar sem ég starfa sem fasta­full­trúi Íslands, er mikið pælt í þessum grund­vall­ar­at­rið­um. Starf ÖSE byggir á hinu svo­kall­aða breiða örygg­is­hug­taki (e. comprehensive security) sem gengur út á að virð­ing fyrir mann­rétt­ind­um, lýð­ræði og rétt­ar­rík­inu sé bein­línis for­senda friðar og örygg­is. Ef þessir þættir eru ekki í lagi, þá er við­kom­andi ríki óstöðugt inn á við og út á við.

Þetta snýst um póli­tík



Að­ferða­fræði ÖSE er skýr. Aðild­ar­ríkin und­ir­gang­ast póli­tískar skuld­bind­ingar um að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi, að fram fari frjálsar og lýð­ræð­is­legar kosn­ing­ar, og að farið sé að lögum og regl­um. ÖSE aðstoðar svo eftir atvikum til dæmis með kosn­inga­eft­ir­liti, úttektum á stöðu mann­rétt­inda og með því að aðild­ar­ríkin veita hvert öðru aðhald á viku­legum fundum fasta­ráðs stofn­un­ar­inn­ar.

Sums staðar á ÖSE-­svæð­inu er lög­gjöf ábóta­vant og stofn­anir veik­burða, og þá er á það bent og ríkin minnt á skuld­bind­ingar sín­ar. Ann­ars staðar er lög­gjöfin að mestu í lagi og stofn­anir til staðar en hið póli­tíska and­rúms­loft er hins vegar með þeim hætti að hvor­ugt virkar sem skyldi. Skoðum þetta aðeins bet­ur.

Auglýsing

Lögin eru leik­reglur sam­fé­lags­ins og þau þurfa að vera skýr. Laga­setn­ing er inn­an­lands­verk­efni en alþjóða­sam­vinna kemur að góðu gagni. Alþjóð­legar sam­þykktir og sátt­málar eru oft ákveð­inn veg­vís­ir. Fá mál­efna­svið eru sér­ís­lensk ef út í það er farið og við lítum gjarnan til reynslu ann­arra Norð­ur­landa, sem aftur taka mið af evr­ópskri lög­gjöf. Stofn­anir á borð við ÖSE og Evr­ópu­ráð­ið, og líka ESB veita stundum ráð­gjöf. Ekki til að mið­stýra, fjar­stýra eða hlut­ast til um inn­an­rík­is­mál heldur til að aðstoða.

Lög og reglur



En það er ekki nóg að hafa lög og regl­ur, það þarf líka að fara eftir þeim. Dóm­stól­ar, emb­ætti sak­sókn­ara, lög­regla og ýmsar eft­ir­lits­stofn­anir sinna eft­ir­liti með fram­kvæmd lag­anna. En frjáls félaga­sam­tök og ýmsir hags­muna­hópar leika líka lyk­il­hlut­verk, svo ekki sé minnst á fjórða vald­ið, fjöl­miðla.

Á móti gerum við kröfu til þess­ara „stofn­ana.” Frjáls félaga­sam­tök eiga að vera fag­leg, dóm­arar þurfa að vera óvil­hall­ir, og eft­ir­lits­stofn­anir þurfa að vera sjálf­stæðar og öfl­ug­ar, svo dæmi séu nefnd. Fjöl­miðlar eiga að segja satt og rétt frá en ekki draga ein­hvern taum. Stofn­anir sam­fé­lags­ins eiga að taka hlut­verk sitt alvar­lega og þær eiga að fá að sinna því án þess að sitja stöðugt undir ámæli.

„­Sam­fé­lagið er ekki lengur eins og pýramídi þar sem stjórn­völd sitja efst, og svo koma aðrir þjóð­fé­lags­hópar koll af kolli. Sam­fé­lagið er miklu frekar keðja ólíkra hópa sem saman mynda eina heild.“

Og þá erum við komin að and­rúms­loft­inu. Á vett­vangi ÖSE er mikið rætt um að hið pólítíska og sam­fé­lags­lega and­rúms­loft skipti sköp­um, því eftir höfð­inu dansi lim­irn­ir. Hvað er átt við með þessu? Jú, for­ystu­fólk þarf að tala skýrt og styðja við grund­vall­ar­at­riðin en ekki grafa undan þeim. Það skiptir nefni­lega máli hvað er sagt – og ekki sagt.

Dæmi: Það var eftir því tekið þegar stjórn­völd í einu aðild­ar­ríki ÖSE þögðu þunnu hljóði eftir að ráð­ist hafði verið á sam­kyn­hneigða sem voru í gleði­göngu. Árás­ar­menn­irnir voru hand­teknir en það vakti athygli að stjórn­völd stigu ekki upp til að mót­mæla hat­urs­glæpn­um. Eng­inn sagði neitt og þau þöglu skila­boð voru skýr.

Dæmi um hið gagn­stæða er þegar Joachim Gauck for­seti Þýska­lands for­dæmdi taf­ar­laust hat­urs­orð­ræðu gegn gyð­ingum sem birt­ist nýlega í mót­mælum í Berlín. Og hann breikk­aði sam­hengið og minnti á að for­dómar og hat­urs­orð­ræða sem birt­ist gegn einum hópi í dag, getur birst gegn öðrum hópi á morg­un. For­dómar í garð múslima, inn­flytj­enda, gyð­inga, krist­inna, hvítra eða svartra, eru greinar af sama meiði.

Það þarf sumsé að taka skýra afstöðu. Ekki bara gegn for­dómum og ofbeldi eins og í dæm­unum hér að fram­an, heldur líka varð­andi lög og stofn­anir sam­fé­lags­ins. Það þarf að huga að og taka stöðu með grund­vall­ar­at­rið­un­um. Það er hlut­verk okkar allra því öll berum við ábyrgð.

Sam­fé­lagið er ekki lengur eins og pýramídi þar sem stjórn­völd sitja efst, og svo koma aðrir þjóð­fé­lags­hópar koll af kolli. Sam­fé­lagið er miklu frekar keðja ólíkra hópa sem saman mynda eina heild. Hver hefur sitt hlut­verk og sín sjón­ar­mið – og það þarf að virða. Eng­inn einn er óskeik­ull og allir þurfa að vanda sig. Við þurfum að virða lög­in, standa með stofn­unum okkar og skapa and­rúms­loft sem leyfir og ýtir undir lýð­ræð­is­lega mál­efna umræðu (og já, líka gagn­rýn­i).  Aðeins þannig er keðjan sterk.

Mann­rétt­indi, lýð­ræði, rétt­ar­ríki. Lög­gjöf og stofn­an­ir, frjáls félaga­sam­tök og fjöl­miðl­ar. And­rúms­loft sem leyfir umræðu og virðir ólík hlut­verk.

Þetta eru grund­vall­ar­at­riðin sam­kvæmt ÖSE. Þegar þau eru ekki í lagi, þá er voð­inn vís. Er ég of dramat­ískur? Spyrjið fólkið í Úkra­ínu.

Höf­undur er fasta­full­trúi Íslands hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None