Nokkur orð um andrúmsloft

ukr1.jpg
Auglýsing

Spill­ing. Það var orðið sem var á allra vörum þegar ég var í Úkra­ínu fyrir skemmstu. Póli­tíkusar, full­trúar frjálsra félaga­sam­taka, leigu­bíl­stjór­ar, konan í kjör­búð­inni – allir Úkra­ínu­menn sem ég spjall­aði við voru sam­mála um eitt: Það verður að takast á við spill­ing­una. Þegar Petro Poroschenko kom askvað­andi inn í gull­brydd­aðan fund­ar­sal­inn í for­seta­höll­inni í Kiev þar sem hann átti fund með fasta­full­trúum ÖSE þá baðst hann for­láts á því að vera seinn en sagði ástæð­una gleði­efni. Hann hafði verið að fylgja eftir frum­varpi sem sker upp herör gegn spill­ingu í land­inu.

Nei, ekki bíðaukr2Þetta er merki­legt því Úkra­ína er land í stríði. Harðir bar­dagar standa yfir í aust­ur­hlut­anum þar sem aðskiln­að­ar­sinnar hafa náð land­svæði sem telur 4,5 millj­ónir íbúa. Það væri freist­andi að segja for­gangs­at­riði að verja landið og að aðgerðir gegn spill­ingu verði að bíða. En nei, Úkra­ínu­menn sjá sem er að þetta verður að ger­ast sam­hliða. Land sem er gegn­sýrt af spill­ingu getur ekki varið sig. Einn við­mæl­andi sagði við mig að yfir­stéttin í land­inu skamm­að­ist sín. Hún hefði verið svo upp­tekin við að maka krók­inn fyrir sig og sína, með til­heyr­andi óein­ingu og van­rækslu á innviðum lands­ins, að þegar á reyndi var Úkra­ína veik­burða og varn­ar­laus.

Hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE), þar sem ég starfa sem fasta­full­trúi Íslands, er mikið pælt í þessum grund­vall­ar­at­rið­um. Starf ÖSE byggir á hinu svo­kall­aða breiða örygg­is­hug­taki (e. comprehensive security) sem gengur út á að virð­ing fyrir mann­rétt­ind­um, lýð­ræði og rétt­ar­rík­inu sé bein­línis for­senda friðar og örygg­is. Ef þessir þættir eru ekki í lagi, þá er við­kom­andi ríki óstöðugt inn á við og út á við.

Þetta snýst um póli­tíkAð­ferða­fræði ÖSE er skýr. Aðild­ar­ríkin und­ir­gang­ast póli­tískar skuld­bind­ingar um að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi, að fram fari frjálsar og lýð­ræð­is­legar kosn­ing­ar, og að farið sé að lögum og regl­um. ÖSE aðstoðar svo eftir atvikum til dæmis með kosn­inga­eft­ir­liti, úttektum á stöðu mann­rétt­inda og með því að aðild­ar­ríkin veita hvert öðru aðhald á viku­legum fundum fasta­ráðs stofn­un­ar­inn­ar.

Sums staðar á ÖSE-­svæð­inu er lög­gjöf ábóta­vant og stofn­anir veik­burða, og þá er á það bent og ríkin minnt á skuld­bind­ingar sín­ar. Ann­ars staðar er lög­gjöfin að mestu í lagi og stofn­anir til staðar en hið póli­tíska and­rúms­loft er hins vegar með þeim hætti að hvor­ugt virkar sem skyldi. Skoðum þetta aðeins bet­ur.

Auglýsing

Lögin eru leik­reglur sam­fé­lags­ins og þau þurfa að vera skýr. Laga­setn­ing er inn­an­lands­verk­efni en alþjóða­sam­vinna kemur að góðu gagni. Alþjóð­legar sam­þykktir og sátt­málar eru oft ákveð­inn veg­vís­ir. Fá mál­efna­svið eru sér­ís­lensk ef út í það er farið og við lítum gjarnan til reynslu ann­arra Norð­ur­landa, sem aftur taka mið af evr­ópskri lög­gjöf. Stofn­anir á borð við ÖSE og Evr­ópu­ráð­ið, og líka ESB veita stundum ráð­gjöf. Ekki til að mið­stýra, fjar­stýra eða hlut­ast til um inn­an­rík­is­mál heldur til að aðstoða.

Lög og reglurEn það er ekki nóg að hafa lög og regl­ur, það þarf líka að fara eftir þeim. Dóm­stól­ar, emb­ætti sak­sókn­ara, lög­regla og ýmsar eft­ir­lits­stofn­anir sinna eft­ir­liti með fram­kvæmd lag­anna. En frjáls félaga­sam­tök og ýmsir hags­muna­hópar leika líka lyk­il­hlut­verk, svo ekki sé minnst á fjórða vald­ið, fjöl­miðla.

Á móti gerum við kröfu til þess­ara „stofn­ana.” Frjáls félaga­sam­tök eiga að vera fag­leg, dóm­arar þurfa að vera óvil­hall­ir, og eft­ir­lits­stofn­anir þurfa að vera sjálf­stæðar og öfl­ug­ar, svo dæmi séu nefnd. Fjöl­miðlar eiga að segja satt og rétt frá en ekki draga ein­hvern taum. Stofn­anir sam­fé­lags­ins eiga að taka hlut­verk sitt alvar­lega og þær eiga að fá að sinna því án þess að sitja stöðugt undir ámæli.

„­Sam­fé­lagið er ekki lengur eins og pýramídi þar sem stjórn­völd sitja efst, og svo koma aðrir þjóð­fé­lags­hópar koll af kolli. Sam­fé­lagið er miklu frekar keðja ólíkra hópa sem saman mynda eina heild.“

Og þá erum við komin að and­rúms­loft­inu. Á vett­vangi ÖSE er mikið rætt um að hið pólítíska og sam­fé­lags­lega and­rúms­loft skipti sköp­um, því eftir höfð­inu dansi lim­irn­ir. Hvað er átt við með þessu? Jú, for­ystu­fólk þarf að tala skýrt og styðja við grund­vall­ar­at­riðin en ekki grafa undan þeim. Það skiptir nefni­lega máli hvað er sagt – og ekki sagt.

Dæmi: Það var eftir því tekið þegar stjórn­völd í einu aðild­ar­ríki ÖSE þögðu þunnu hljóði eftir að ráð­ist hafði verið á sam­kyn­hneigða sem voru í gleði­göngu. Árás­ar­menn­irnir voru hand­teknir en það vakti athygli að stjórn­völd stigu ekki upp til að mót­mæla hat­urs­glæpn­um. Eng­inn sagði neitt og þau þöglu skila­boð voru skýr.

Dæmi um hið gagn­stæða er þegar Joachim Gauck for­seti Þýska­lands for­dæmdi taf­ar­laust hat­urs­orð­ræðu gegn gyð­ingum sem birt­ist nýlega í mót­mælum í Berlín. Og hann breikk­aði sam­hengið og minnti á að for­dómar og hat­urs­orð­ræða sem birt­ist gegn einum hópi í dag, getur birst gegn öðrum hópi á morg­un. For­dómar í garð múslima, inn­flytj­enda, gyð­inga, krist­inna, hvítra eða svartra, eru greinar af sama meiði.

Það þarf sumsé að taka skýra afstöðu. Ekki bara gegn for­dómum og ofbeldi eins og í dæm­unum hér að fram­an, heldur líka varð­andi lög og stofn­anir sam­fé­lags­ins. Það þarf að huga að og taka stöðu með grund­vall­ar­at­rið­un­um. Það er hlut­verk okkar allra því öll berum við ábyrgð.

Sam­fé­lagið er ekki lengur eins og pýramídi þar sem stjórn­völd sitja efst, og svo koma aðrir þjóð­fé­lags­hópar koll af kolli. Sam­fé­lagið er miklu frekar keðja ólíkra hópa sem saman mynda eina heild. Hver hefur sitt hlut­verk og sín sjón­ar­mið – og það þarf að virða. Eng­inn einn er óskeik­ull og allir þurfa að vanda sig. Við þurfum að virða lög­in, standa með stofn­unum okkar og skapa and­rúms­loft sem leyfir og ýtir undir lýð­ræð­is­lega mál­efna umræðu (og já, líka gagn­rýn­i).  Aðeins þannig er keðjan sterk.

Mann­rétt­indi, lýð­ræði, rétt­ar­ríki. Lög­gjöf og stofn­an­ir, frjáls félaga­sam­tök og fjöl­miðl­ar. And­rúms­loft sem leyfir umræðu og virðir ólík hlut­verk.

Þetta eru grund­vall­ar­at­riðin sam­kvæmt ÖSE. Þegar þau eru ekki í lagi, þá er voð­inn vís. Er ég of dramat­ískur? Spyrjið fólkið í Úkra­ínu.

Höf­undur er fasta­full­trúi Íslands hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None