Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna

Séra Örn Bárður Jónsson spyr í aðsendri grein hvers vegna Alþingi hafi ekki tekið tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til afgreiðslu.

Auglýsing

Sam­tök kvenna um Nýja stjórn­ar­skrá eiga heiður skilið fyrir að hafa vakið athygli á mik­il­vægi þess að lög­festa beri nýja stjórn­ar­skrá á grund­velli til­lagna stjórn­laga­ráðs. Þau hafa á liðnum miss­erum virkjað lands­menn til að huga að þeim órétti sem stjórn­mála­öflin hafa beitt hið lýð­ræð­is­lega og fagra ferli sem ritun nýju stjórn­ar­skrár­innar var. Ég hrós­aði þeim í eyru konu með ríka rétt­læt­is­kennd, sem tók undir orð mín, og benti mér á, að breska kven­rétt­inda­kon­an, Emmeline Pank­hur­st, hefði eitt sinn sagt í einum af sínum mörgu og beittu ræð­um: „Konur eru mjög seinar til að rísa upp, en þegar þær hafa risið upp, þegar þær hafa ákveðið sig, fær þær ekk­ert á jörðu og ekk­ert á himni til að gef­ast upp; það er óger­legt ...“

Fyrr­nefnd sam­tök lyftu grettistaki án þess að hafa að baki sér voldug fyr­ir­tæki eða stjórn­endur þeirra með bólgna vasa af ágóða af eigum almenn­ings, fyr­ir­tæki sem sum halda úti „skæru­lið­um“ til að berja á þeim sem ögra for­rétt­inda­stöðu þeirra í land­inu. Þessi fyr­ir­tæki halda úti frétta­veitum sem bjaga sann­leik­ann og í sumum til­fellum hafa þau ráðið til sín menn sem hegða sér eins og skúrkar í hasar­mynd­um. Kon­urnar beittu ein­ungis sam­taka­mætti sínum og höfðu atkvæð­is­rétt sinn og rétt­læt­is­kennd ein vopna í örvamælum sín­um.

Viska almenn­ings. Ég man það eins og gerst hefði í gær þegar 523 fram­bjóð­endur til stjórn­laga­þings fengu hver og einn að kynna mál sitt í útvarpi allra lands­manna árið 2010. Að upp­lifa það að allt þetta fólk hafði sínar skoð­anir á lands­ins gagni og nauð­synjum og tjáði þær í orði, með rökum og sann­fær­ingu, færði mér heim sann­inn um, að í öllu fólki býr viska. Ég hef einnig kom­ist að því sem prestur sem hefur skrifað urmul minn­ing­ar­orða um ólíkt fólk á öllum aldri, að ævi sér­hverrar mann­eskju er merki­leg, því þar býr reynsla og viska, bæði súr og sæt.

Auglýsing

Við 25, sem kosin vorum til stjórn­laga­þings, vorum kosin sem ein­stak­lingar en ekki sem pakka­til­boð af listum stjórn­mála­flokka.

Hæsti­réttur ógilti kosn­ing­una á ein­tómum get­gátum eða hýpótesum um að ein­hvers staðar hefði hugs­an­lega ein­hver getað með ein­hverjum hætti, séð ein­hvers staðar yfir skjól­borðið á milli kjör­bása og kom­ist að því hvað ein­hver annar kjós­andi hugs­an­lega kaus. Ég er sann­færður um að allar kosn­ingar á Íslandi í áranna rás mætti ógilda með sömu get­gát­um.

Stjórn­völd sáu við þess­ari ósvinnu Hæsta­réttar og skip­uðu þau sem valin höfðu verið til stjórn­laga­þings í stjórn­laga­ráð. Ég vek athygli á því að að baki þeim sem valin voru var meira atkvæða­magn en að baki þing­mönnum á yfir­stand­andi þingi sem senn lýk­ur. Hluti kjós­enda að baki hverjum sitj­andi þing­manni er 1,254% en að baki hverjum full­trúa stjórn­lag­þings var hann 1,438%. (Þor­kell Helga­son, stærð­fræð­ing­ur)

Stjórn­laga­ráð skil­aði verki sínu á fjórum mán­uðum og að margra mati með undra­verðum árangri sé vísað til sér­fróðra manna á sviði stjórn­ar­skrár­fræða í mörgum lönd­um. Eft­ir­tekt hefur vakið hve mik­inn aðgang almenn­ingur hafði að ferl­inu, bæði sér­fróðir ein­stak­lingar og almennt áhuga­fólk um grund­vall­ar­lög lands­ins.

En hvað svo?

Hvers vegna hefur Alþingi ekki tekið til­lögu stjórn­laga­ráðs til afgreiðslu?

And­stæð­ingum þessa starfs má auð­veld­lega finna stað, aðal­lega í þremur stjórn­mála­flokk­um, Sjálf­stæð­is­flokki, Fram­sókn og Mið­flokki. Slitrur má svo finna innan ann­arra flokka. Döng­un­ar­leysi og svik sumra þing­manna í Sam­fylk­ing­unni og mis­beit­ing dag­skrár­valds hjá for­seta Alþingis á sínum tíma skað­aði vissu­lega ferl­ið.

En hvað hafa menn fram að færa í gagn­rýni sinni á nýju stjórn­ar­skrána sem oft er nefnd svo? Hafa stjórn­mála­menn komið með ein­hver hald­bær rök? Nei, engin rök frá einum ein­asta and­stæð­ingi. Þeir bara nöldra án raka, eru í fýlu vegna þess að þeir sjálfir eða aðrar fylgi­spakar strengja­brúður flokk­anna tóku ekki þátt í leikn­um. Þeir hafa reynt að varpa rýrð á full­trúa stjórn­laga­ráðs og sagt þetta fólk ekki spegla þjóð­ina. En gera þeir það sjálfir? Þeir una ekki úrslitum í „lands­leikn­um“ - og því má í raun, að breyttu breyt­anda, líkja þeim við fót­bolta­bull­urnar ensku á dög­un­um, sem hegð­uðu sér eins og naut í flagi.

And­staðan er ekki rök­leg, ekki mál­efna­leg, heldur er hún sið­ferð­is­leg. Alþingi skortir sið­ferði þegar það hunsar þjóð­ar­vilj­ann. And­stæð­ing­arnir tönnlast á því að allt of lítil þátt­taka hafi verið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2011, en skoð­ana­kann­anir gerðar á sama tíma sýndu að engu skipti hvort þátt­tak­endur voru 49% eða 75% því nið­ur­stöður skoð­ana­kann­ana sýndu við­líka nið­ur­stöðu og taln­ing atkvæða gerði og hafa æ síðan sýnt sömu nið­ur­stöðu. Rökin þeirra eru því bara nöldur eins og urgur í reiðum hund­um.

Á vef Hag­stof­unnar er þetta tekið sam­an:

„Við kosn­ing­arnar voru alls 236.850 á kjör­skrá, 73,9% lands­manna. Af þeim greiddu 115.890 atkvæð­i, 48,9% kjós­enda. Kosn­inga­þátt­taka karla var hærri en kvenna, 49,9% á mót­i 47,9% hjá kon­um.“

Þau sem mæta á kjör­stað og kjósa ráða för. Hin sem heima sitja hafa þar með fært þeim sem kusu það vald í hendur að ráða úrslit­un­um.

And­staða stjórn­mála­afl­anna er sið­ferði­leg því hún byggir nefni­lega á skorti á sið­ferði.

Skjöldurinn við kirkjugarðinn í Ringsaker. Mynd: Örn Bárður Jónsson

Í Nes­kirkju sem er í Ringsa­ker á Heið­merk­ur­svæð­inu í Nor­egi, þar sem ég þjón­aði sem sókn­ar­prestur í 4 ár, og er ein höf­uð­kirkna á svæð­inu, er emel­er­aður skjöldur á vegg við hliðið að kirkju­garð­inum þar sem kirkjan stend­ur. Þar er þess minnst að í kirkj­unni fór fram kosn­ing til stjórn­laga­þings árið 1814. Kosið var í öllum höf­uð­kirkjum um land allt, utan í einu hér­aði sem fékk kon­ungs­bréfið um kjörið svo seint að þeim tókst ekki að und­ir­búa kosn­ing­una. Þingið kom svo saman á Eiðsvelli og samdi stjórn­ar­skrá Nor­egs sem enn stend­ur, ein sú elsta í heim­in­um. Þar fóru menn eftir leik­reglum en ekki geð­þótta eða geð­vonsku áróð­urs­manna, eins og hér á landi, sem reka sín mál raka­laust og eru ofan í kaup­ið, beint eða óbeint, á launum og bit­lingum hjá þeim sem hirða óeðli­legan arð af sjáv­ar­auð­lind okkar lands­manna.

Vandi Íslands er sið­ferð­is­leg­ur. Fólk sem virðir ekki þjóð sína og mein­ingar hennar þarf að taka sig á og huga að hug­tökum eins og rétt­læti og sann­leika, jafn­ræði og virð­ingu, kær­leika og ham­ingju ein­stak­linga og þjóð­ar­heild­ar.

Almenn­ingur býr yfir visku og stjórn­ar­skrár­valdið er í höndum hans. Alþing­is­menn eru kall­aðir til að vinna í umboði þjóðar sinnar en hún hefur ekki gefið þeim stjórn­ar­skrár­vald­ið. Það liggur hjá þjóð­inni.

Í kom­andi kosn­ingum færi vel á því að þjóðin sýndi vilja sinn öðru sinni í stjórn­ar­skrár­mál­inu með því að veita þeim fram­bjóð­endum einum braut­ar­gengi sem ætla megi að hafi og sýni sið­vit og sið­vilja og kunni að standa í fæt­urna. Veljum slíkt fólk til að þjóna þjóð okkar á braut rétt­lætis og sann­leik, en hegða sér ekki eins og fót­bolta­bull­ur, sem fara í fýlu af því að nið­ur­staða leiks­ins var þeim ekki í hag.

Virðum úrslit kosn­inga, virðum lýð­ræðið og þar með stjórn­ar­skrár­gjafann, þjóð­ina sjálfa og visku henn­ar, óhefta af ráð­villtum stjórn­mála­öfl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar