Ofbeldi og launamunur

Björg Árnadóttir
konur.jpg
Auglýsing

Margt merki­legt hefur borið á góma í stjórn­mála­um­ræðu á þessu ári en að mínu mati ber hæst þá umræðu sem orðið hefur um ofbeldi. Breyt­ingar á við­horfum okkar til og við­brögðum okkar við ofbeldi hafa var­an­legri áhrif á mann­lífið en allar efna­hags­að­gerðir sam­an­lagt. Þetta er mál­efni sem snertir kviku hvers manns.

Umræðan kvikn­aði snemma árs þegar fötluð stúlka gleymd­ist í bíl ferða­þjón­ustu sem hún á allan sinn hreyf­an­leika und­ir. Van­ræksla er eitt form ofbeldis og hér kom upp á yfir­borðið kerf­is­læg van­ræksla á hópi fólks enda reidd­ist þjóðin og reis á aft­ur­fæt­urna. Síðan hefur hver umræðu­aldan á fætur annarri risið, einkum um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt yfir eigin lík­ama og um kyn­ferð­is­af­brot. Ofbeldi bitnar helst á minni­hluta­hópum og ein­stak­lingum sem minna mega sín. Í hvert sinn sem við vekjum máls á ofbeldi og hefjum aðgerðir gegn því þok­umst við örlítið nær rétt­lát­ara sam­fé­lagi.

­Konur búa á heims­vísu við lak­ari kjör en karl­menn. Heim­ur­inn horfir til Íslands sem jafn­réttispara­dísar en jafn­vel hér reka konur sig flestar upp undir gler­þak­ið.

Auglýsing

Konur búa á heims­vísu við lak­ari kjör en karl­menn. Heim­ur­inn horfir til Íslands sem jafn­réttispara­dísar en jafn­vel hér reka konur sig flestar upp undir gler­þak­ið. Hindr­an­irnar eru ósýni­legar en það er eins og loftið í þeim vist­ar­verum þjóð­ar­bús­ins þar sem konur halda sig hafi verið tekið niður með gleri. Þetta er mest áber­andi þegar kemur að fjár­mál­um, konur þéna minna og eiga minna. Sá kerf­is­lægi vandi sem mis­rétti kynj­anna er bitnar ekki bara á konum heldur sam­fé­lag­inu öllu og öllum sam­fé­lög­um. Fram­sýnir stjórn­mála­leið­togar um víða ver­öld eru nú farnir að sjá það sem alþjóð­leg hjálp­ar­sam­tök hafa lengi vit­að, að besta leiðin til að bæta þjóð­ar­hag er að efla konur og auka jafn­rétti.

Á þessu ári ofbeld­isum­ræð­unnar hef ég oft velt fyrir mér hve stóran hluta gler­þaks­ins má rekja til kyn­bund­ins ofbeld­is. Áður en lengra er haldið ætla ég að slá alla varnagla og und­ir­strika að karlar verða líka fyrir ofbeldi og konur beita því, jafnt and­legu, lík­am­legu sem kyn­ferð­is­legu. Börn verða fyrir ofbeldi karla og kvenna og beita því sjálf. Málið flæk­ist enn fremur við að ger­endur eru oft þolendur líka. Ofbeldi af öllum stærðum og gerðum er eitt helsta heil­brigð­is­vanda­mál heims og svo virð­ist sem hvar sem vald safn­ast saman verði til ofbeldi. En þarf það að vera nátt­úru­lög­mál?

Að var­nöglum slepptum get ég full­yrt að konur verða oftar fyrir ofbeldi en karl­ar. Um þriðj­ungur íslenskra kvenna verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og afleið­ingar þess eru geig­væn­leg­ar. Sá hópur sem býr við skert rétt­indi kall­ast minni­hluta­hóp­ur.

Að var­nöglum slepptum get ég full­yrt að konur verða oftar fyrir ofbeldi en karl­ar. Um þriðj­ungur íslenskra kvenna verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og afleið­ingar þess eru geig­væn­leg­ar. Sá hópur sem býr við skert rétt­indi kall­ast minni­hluta­hóp­ur. Vegna þessa kyn­bundna ofbeldis má kalla helm­ing mann­kyns minni­hluta­hóp. Auk þess eru konur minni­hluta­hópur innan flestra minni­hluta­hópa þar sem kjör kvenna innan hóps­ins eru verri en kjör hóps­ins í heild. Það þarf engan femínista til að sjá að það er brýnt að bæta hag kvenna og að hugs­an­lega er hægt að ráð­ast að rótum vand­ans með því að reyna að útrýma kyn­bundnu ofbeldi.

Fyrir þrjá­tíu árum tók ég við­tal við konu sem orðið hafði fyrir nauðg­un. Ég roðn­aði og föln­aði á víxl við skrift­irnar og velti fyrir mér hvort virki­lega mætti segja frá svona lög­uðu. Vita­skuld kom við­mæl­andi ekki fram undir nafni, það hefði verið óhugs­andi í þá daga, en margir spurðu mig hvaða kona væri svo vit­laus að segja frá að hún hefði látið nauðga sér. Í dag fylgist ég með heilu hóp­unum af hug­rökku fólki tala hisp­urs­laust um nauðg­anir og ofbeldi, fólk á öllum aldri og af öllum kynj­um, kyn­gervum og kyn­hneigð. Sumir segja frá því sem þeir lentu í um síð­ustu helgi, aðrir tjá sig í fyrsta sinn um eitt­hvað sem gerð­ist á fyrri hluta síð­ustu aldar og hefur litað líf þeirra æ síð­an. Þegar ég skrif­aði við­talið fyrir þrjá­tíu árum vorum við farin að velta við einum og einum steini á akri ofbeld­is­ins en nú er eins og jarð­ýta hafi farið þar um. Þegar steinum er velt koma í ljós hvít­möðkuð leynd­ar­mál sem mann­kyns­sagan hefur þagað um og þannig við­haldið ofbeld­inu.

Lög­gjaf­inn hefur samt lengi vitað að aðeins einn glæpur er alvar­legri en sál­ar­morðið nauðg­un, það er að drepa lík­amann líka. Her­for­ingjar skipu­leggja hópnauðg­anir af því að þeir vita að ekk­ert veikir and­stöðu óvina­þjóðar eins og kyn­ferð­is­of­beldi. Ómálga börn sem brotið er á vita að það er rangt. Þau geta brugð­ist við þögg­un­inni í kringum kyn­ferð­is­of­beldi með tákn­rænum hætti eins og að sleppa því að læra að tala. Við höfum lengi gert okkur grein fyrir því hverjar afleið­ingar kyn­ferð­is­of­beldis eru og for­dæmt það en samt er því beitt allt í kringum okkur alla daga, ekki bara í Eyjum heldur aðal­lega í einka­rým­inu og jafn­vel í hjóna­sæng­un­um. Við höfum samt náð svo langt í umræð­unni að fórn­ar­lömb geta tjáð sig opin­ber­lega án þess endi­lega að vera úthrópuð og það virð­ist vera að verða ríkj­andi skoðun að nauðgun geti aldrei verið fórn­ar­lamb­inu að kenna, sökin sé alltaf ger­and­ans. Karl­menn er líka farnir að tjá sig opið um nauðg­an­ir.

Þegar um þriðj­ungur kvenna verður fyrir kyn­ferð­is­of­beldi er ljóst að það eru ekki örfáir karl­menn sem beita því. Auð­vitað eru til sjúkir menn, raðnauð­gar­ar, sem þurfa lífslanga sál­fræði­með­ferð. En geta þeir staðið fyrir öllu þessu ofbeldi? Varla.

Það er eins og að stíga inn á jarð­spreng­u­svæði að nefna orðið nauð­gana­menn­ing. Ég ætla samt að gera það en kýs að tala um nauð­gana­ó­menn­ingu. Eitt­hvað í sam­fé­lagi okkar veldur því að konur eiga alltaf á hættu að vera nauðgað og að nauðg­anir eru til­tölu­lega algeng­ari á Íslandi en í nágranna­lönd­un­um. Ég er full­viss um að um karl­menn sitja ekki á laun­ráðum í reyk­fylltum bak­her­bergum og skipu­leggja hvernig þeir skuli bregða brandi sínum konum til minn­kunn­ar. En ég er jafn full­viss um að það er und­ir­liggj­andi munstur í sam­fé­lag­inu sem veldur öllum þessum nauðg­un­um. Maður getur til dæmis spurt sig hvers vegna þung­arokk­urum hefur tek­ist að halda ell­efu Eistna­flug án einnar kæru um naugð­un. Er sá þjóð­fé­lags­hópur í eðli sínu síður ofbeld­is­fullur en aðr­ir? Er ekki lík­legra að ein­hvers­konar sátt­máli svífi yfir vötnum á þess­ari úti­há­tíð sem for­dæmir nauðg­anir og kemur þannig í veg fyrir þær?

Er íslenskum konum haldið niðri með kyn­bundnu ofbeldi? Er það vegna þess sem þær ná aldrei fullu flugi, hversu mikið sem þær mennta sig og gera sig breiðar í atvinnu­lífi og stjórn­mál­um? Er kyn­bundið ofbeldi hluti glerþaksins?

Ég hef hlustað á sér­fræð­inga segja að nauðg­anir hafi lítið með kyn­lífslöngun að gera heldur nauðgi menn til að sýna vald sitt. Því spyr ég óhjá­kvæmi­lega: Er íslenskum konum haldið niðri með kyn­bundnu ofbeldi? Er það vegna þess sem þær ná aldrei fullu flugi, hversu mikið sem þær mennta sig og gera sig breiðar í atvinnu­lífi og stjórn­mál­um? Er kyn­bundið ofbeldi hluti gler­þaks­ins?

Ég veit ekki með ykkur en við mér blasir ein­falt reikn­ings­dæmi með þremur þekktum breyt­um, þremur óhrekj­an­legum stað­reynd­um: Kyn­ferð­is­legt ofbeldi rænir fólk til langs tíma vilja, kjarki og þrótti, kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn konum er algengt og konur búa við lak­ari kjör en karl­ar. Mér finnst liggja nokkuð ljóst fyrir að þetta hlýtur að tengj­ast. Hverjir nauð­ga, hvers vegna og hvernig hægt er að fyr­ir­byggja ofbeldið eru minna þekktar breytur sem krefj­ast meiri umræðna og rann­sókna. Fjöl­miðl­ar, félaga­sam­tök, fræði­menn og fólkið í gras­rót­inni hefur staðið sig frá­bær­lega á síð­ustu árum við að opna þessa umræðu. Það ætti að vera póli­tískt for­gangs­mál að leita svara við ofan­greindum spurn­ingum af því að kyn­bundið ofbeldi, sem og annað ofbeldi, er rót mik­ils sam­fé­lags­meins.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Stíl­vopnið – vald­efl­ing og sköpun og með­limur í Reykja­vík­ur­Aka­dem­í­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None