Ópólitík - Ó, pólitík. Meðalhátíðlegur pistill um lífið

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Stund­um, þegar ég hugsa um heim­inn, fæ ég minni­mátt­ar­kennd. Suma daga virð­ist mér heim­ur­inn sem ég lifi í ekki vera neitt annað en óskil­greindur blekk­ing­ar­vefur ofinn af tím­anum og að mann­legar sálir hafi þar ekki annan til­gang en að svífa um í full­komnu stefnu- og skiln­ings­leysi. Þá virð­ist mér heim­ur­inn í dag hvorki skárri né verri en hann var fyrr á tímum og að ég, sem hið minnsta peð, eigi minna erindi í þennan veru­leika heldur en maur­inn, sem þekkir þó a.m.k. eigið hlut­verk.

Elínborg Harpa Önundardóttir. Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir.

,,Gjörðir mínar og skoð­anir breyta eng­u,” hef ég hugsað með mér þar sem ég skrolla niður frétta­síður og virði fyrir mér skakka­föll heims­ins, í sunnu­dags­þung­lyndi vetr­ar­skamm­deg­is­ins. Svona hugs­un­ar­háttur á sér samt ein­ungis stað suma daga. Aðra daga er ég mun jákvæð­ari og minn­ist allra þeirra sem barist hafa fyrir bættum heimi, hvort sem sá heimur er jörðin öll eða minni heimar sem mynda í sam­ein­ingu hinn stóra heim.

Auglýsing

Mað­ur­inn er póli­tísk veraNú á dögum er áber­andi lág kosn­inga­þátt­taka hjá yngri kyn­slóðum sam­fé­lags­ins og afar tak­mark­aður áhugi fyrir póli­tískri umræðu. Að vissu leyti kemur þetta ekki á óvart þar sem heim­ur­inn virð­ist oft vera óstjórn­an­legur og til­veran til­gangs­laus. Ég held þó einnig að ein ástæða áhuga­leys­is­ins sé hin þrönga merk­ing sem margir leggja í hug­takið ,,póli­tík” og úti­loka þar með sjálfa sig eða aðra frá póli­tískri umræðu. En hún ætti ávallt að vera opin öll­um.

Það að segj­ast vera ópóli­tískur er ekk­ert annað en afneitun á til­vist eigin skoð­ana, athafna og jafn­vel hugsana.

Að mínu mati hitti Forn­grikk­inn Aristóteles naglann á höf­uðið í riti sínu um stjórn­mál. Sam­kvæmt honum er mað­ur­inn í eðli sínu póli­tísk vera þar sem hann getur átt í sam­skiptum við aðra og beitt skyn­semi sinni í rök­ræðu. Mað­ur­inn getur þannig haft áhrif á og breytt umhverfi sínu og lífs­skil­yrðum til hins betra með vel­ferð mann­kyns­ins að leið­ar­ljósi (að sjálf­sögð­u), enda getur hann einn allra dýra greint rétt frá röngu.

Kæru les­end­ur, þetta er það sem ég hef að segja:Það að vera póli­tískt þenkj­andi þýðir ekki bara að vera yfir­lýstur komm­ún­isti, anar­kisti eða fram­sókn­ar­mað­ur. Það þarf ekki að kunna skil á stefn­um, frægum aðilum eða löngum orðum sem enda á „-nefnd“ eða „-sátt­máli“ til að geta tekið þátt í póli­tískri umræðu. Fyrir mér þýðir það að vera póli­tísk að taka sam­fé­lag­inu sem við mér blasir opnum örmum og við­ur­kenna þá stað­reynd að sér­hvert okkar er óað­skilj­an­legur hluti af stærri heild. Sam­fé­lagið umlykur okkur og þar með hið póli­tíska. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því, en á vissan hátt fela nán­ast allar okkar gjörðir í sér póli­tískan mögu­leika (sem sýnir kannski fram á merk­ing­ar­leysu hins ,,póli­tíska ómögu­leika”). Til að afhjúpa hið póli­tíska í lífi okkar þarf oft ekki meira en augna­bliks hlé frá amstri dags­ins til að sjá að við tökum nauð­syn­lega afstöðu til til­ver­unn­ar. Það hvernig ég tala, hvernig ég kem fram við aðra, hvernig ég huga að umhverfi mínu, hvað ég borða, allt þetta verður póli­tískt um leið og ég verð með­vituð um gildi þess.

Það að segj­ast vera ópóli­tískur er ekk­ert annað en afneitun á til­vist eigin skoð­ana, athafna og jafn­vel hugs­ana. Þorum að láta til okkar taka í þessum heimi sem varðar okkur öll. Það skiptir ekki öllu hvort við gerum það á þingi, á kaffi­hús­inu, inn á heim­il­inu eða í skól­an­um. Höldum hinum póli­tíska vett­vangi opnum fyrir alla, líkt og sam­fé­lagið á að vera opið fyrir alla. Leggjum við­eig­andi merk­ingu í það „að vera póli­tísk“ af því að hvort sem heim­ur­inn er óskil­greindur blekk­ing­ar­vefur til­gangs­leys­is­ins eða ekki erum við póli­tískar verur og verðum það þar til við yfir­gefum skyn­sem­ina, eða hún okk­ur.

Höf­undur er heim­spekinemi og tíma­flakk­ari.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None