Ópólitík - Ó, pólitík. Meðalhátíðlegur pistill um lífið

Motm--lendur-vi---Al--ingish--si---1.jpg
Auglýsing

Stund­um, þegar ég hugsa um heim­inn, fæ ég minni­mátt­ar­kennd. Suma daga virð­ist mér heim­ur­inn sem ég lifi í ekki vera neitt annað en óskil­greindur blekk­ing­ar­vefur ofinn af tím­anum og að mann­legar sálir hafi þar ekki annan til­gang en að svífa um í full­komnu stefnu- og skiln­ings­leysi. Þá virð­ist mér heim­ur­inn í dag hvorki skárri né verri en hann var fyrr á tímum og að ég, sem hið minnsta peð, eigi minna erindi í þennan veru­leika heldur en maur­inn, sem þekkir þó a.m.k. eigið hlut­verk.

Elínborg Harpa Önundardóttir. Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir.

,,Gjörðir mínar og skoð­anir breyta eng­u,” hef ég hugsað með mér þar sem ég skrolla niður frétta­síður og virði fyrir mér skakka­föll heims­ins, í sunnu­dags­þung­lyndi vetr­ar­skamm­deg­is­ins. Svona hugs­un­ar­háttur á sér samt ein­ungis stað suma daga. Aðra daga er ég mun jákvæð­ari og minn­ist allra þeirra sem barist hafa fyrir bættum heimi, hvort sem sá heimur er jörðin öll eða minni heimar sem mynda í sam­ein­ingu hinn stóra heim.

Auglýsing

Mað­ur­inn er póli­tísk veraNú á dögum er áber­andi lág kosn­inga­þátt­taka hjá yngri kyn­slóðum sam­fé­lags­ins og afar tak­mark­aður áhugi fyrir póli­tískri umræðu. Að vissu leyti kemur þetta ekki á óvart þar sem heim­ur­inn virð­ist oft vera óstjórn­an­legur og til­veran til­gangs­laus. Ég held þó einnig að ein ástæða áhuga­leys­is­ins sé hin þrönga merk­ing sem margir leggja í hug­takið ,,póli­tík” og úti­loka þar með sjálfa sig eða aðra frá póli­tískri umræðu. En hún ætti ávallt að vera opin öll­um.

Það að segj­ast vera ópóli­tískur er ekk­ert annað en afneitun á til­vist eigin skoð­ana, athafna og jafn­vel hugsana.

Að mínu mati hitti Forn­grikk­inn Aristóteles naglann á höf­uðið í riti sínu um stjórn­mál. Sam­kvæmt honum er mað­ur­inn í eðli sínu póli­tísk vera þar sem hann getur átt í sam­skiptum við aðra og beitt skyn­semi sinni í rök­ræðu. Mað­ur­inn getur þannig haft áhrif á og breytt umhverfi sínu og lífs­skil­yrðum til hins betra með vel­ferð mann­kyns­ins að leið­ar­ljósi (að sjálf­sögð­u), enda getur hann einn allra dýra greint rétt frá röngu.

Kæru les­end­ur, þetta er það sem ég hef að segja:Það að vera póli­tískt þenkj­andi þýðir ekki bara að vera yfir­lýstur komm­ún­isti, anar­kisti eða fram­sókn­ar­mað­ur. Það þarf ekki að kunna skil á stefn­um, frægum aðilum eða löngum orðum sem enda á „-nefnd“ eða „-sátt­máli“ til að geta tekið þátt í póli­tískri umræðu. Fyrir mér þýðir það að vera póli­tísk að taka sam­fé­lag­inu sem við mér blasir opnum örmum og við­ur­kenna þá stað­reynd að sér­hvert okkar er óað­skilj­an­legur hluti af stærri heild. Sam­fé­lagið umlykur okkur og þar með hið póli­tíska. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því, en á vissan hátt fela nán­ast allar okkar gjörðir í sér póli­tískan mögu­leika (sem sýnir kannski fram á merk­ing­ar­leysu hins ,,póli­tíska ómögu­leika”). Til að afhjúpa hið póli­tíska í lífi okkar þarf oft ekki meira en augna­bliks hlé frá amstri dags­ins til að sjá að við tökum nauð­syn­lega afstöðu til til­ver­unn­ar. Það hvernig ég tala, hvernig ég kem fram við aðra, hvernig ég huga að umhverfi mínu, hvað ég borða, allt þetta verður póli­tískt um leið og ég verð með­vituð um gildi þess.

Það að segj­ast vera ópóli­tískur er ekk­ert annað en afneitun á til­vist eigin skoð­ana, athafna og jafn­vel hugs­ana. Þorum að láta til okkar taka í þessum heimi sem varðar okkur öll. Það skiptir ekki öllu hvort við gerum það á þingi, á kaffi­hús­inu, inn á heim­il­inu eða í skól­an­um. Höldum hinum póli­tíska vett­vangi opnum fyrir alla, líkt og sam­fé­lagið á að vera opið fyrir alla. Leggjum við­eig­andi merk­ingu í það „að vera póli­tísk“ af því að hvort sem heim­ur­inn er óskil­greindur blekk­ing­ar­vefur til­gangs­leys­is­ins eða ekki erum við póli­tískar verur og verðum það þar til við yfir­gefum skyn­sem­ina, eða hún okk­ur.

Höf­undur er heim­spekinemi og tíma­flakk­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None