Óþörf enska í almannarými – við getum haft áhrif!

Eiríkur Rögnvaldsson segir að íslenskan geti glatað stöðu sinni sem aðaltungumál samfélagsins.

Auglýsing

Á und­an­förnum mán­uðum hefur iðu­lega sýnt sig að þrýst­ingur frá almenn­ingi á fyr­ir­tæki sem aug­lýsa á ensku eða gefa vörum sínum ensk heiti getur haft áhrif og skilað árangri. Í vor setti Nói-Sír­íus t.d. á mark­að­inn vöru þar sem á umbúð­unum stóð „Butter & salt“. Eftir mót­mæli og umræðu á sam­fé­lags­miðlum og í blöðum baðst fyr­ir­tækið afsök­unar og hefur nú sett á mark­að­inn svip­aða vöru þar sem stendur „Smjör & salt“ í stað­inn. Fyr­ir­tækið Oatly aug­lýsti í fjöl­miðlum og á strætó­skýlum „Itʼs like milk but made for humans“ en tók upp íslenska slag­orðið „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk“ eftir að stungið hafði verið upp á því á sam­fé­lags­miðlum og mikil umræða skap­ast um mál­ið. 

En þrýst­ingur almenn­ings og stjórn­valda hefur víðar áhrif en í aug­lýs­ingum fyr­ir­tækja. Garða­bær fjar­lægði í sumar skilti á ensku sem stóð við íþrótta­mið­stöð bæj­ar­ins eftir ábend­ingar á sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðla­um­ræðu. Icelandair ákvað í haust, eftir kvart­anir við­skipta­vina og til­mæli menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, að fram­vegis yrðu far­þegar ávarp­aðir á íslensku á undan ensku. Stjórn Isa­via sam­þykkti nýlega, eftir umræðu á sam­fé­lags­miðlum og fyrir atbeina ráð­herra, að við end­ur­nýjun skilta í Leifs­stöð yrði íslenska sett á undan ensku, öfugt við það sem verið hef­ur. Ýmis fleiri nýleg dæmi um mætti nefna sem sýna að fyr­ir­tæki og stofn­anir bregð­ast við nei­kvæðri fjöl­miðla­um­ræðu um ensku­notk­un.

En mikið starf er þó óunnið við að breyta við­horfi bæði fyr­ir­tækja og almenn­ings til notk­unar ensku á Íslandi. Í haust birt­ist frétt á Stöð tvö og Vísi um við­horf Íslend­inga og ferða­manna til erlendra heita veit­inga­staða, og til aug­lýs­inga á ensku. Ég held ekki að erlend heiti veit­inga­staða og versl­ana hafi mikil bein áhrif á íslensk­una, en aftur á móti gefa þau skýrar vís­bend­ingar um við­horf okkar til tungu­máls­ins. Fólki finnst þau alveg eðli­leg og þar liggur hættan – ekki í beinum áhrifum heit­anna á orða­forða og mál­kerfi. En allt öðru máli gegnir um sam­fellt mál sem okkur er ætlað að skilja, eins og aug­lýs­ing­ar. Í við­tölum í umræddri frétt komu fram tvenns konar við­horf til þeirra sem ástæða er til að staldra við og taka alvar­lega.

Auglýsing
Annars vegar er það við­horf að sjálf­sagt sé að hafa aug­lýs­ingar á ensku vegna þess að þar með nái þær til allra – ferða­manna, inn­flytj­enda, og auð­vitað Íslend­inga vegna þess að ensku­kunn­átta okkar sé svo góð. Ef þetta er eða verður við­horf flestra leiðir það aug­ljós­lega smám saman til þess að allar aug­lýs­ing­ar, allar upp­lýs­ing­ar, allar fréttir verða á ensku – fólk telur að þannig náist til allra án þess auka­kostn­aðar sem felst í því að hafa text­ann líka á íslensku. Vit­an­lega er sá sparn­aður mikil freist­ing fyrir aug­lýsendur og aðra sem vilja koma upp­lýs­ingum á fram­færi. Það er iðu­lega eðli­legt eða sjálf­sagt að láta enskan texta fylgja í aug­lýs­ing­um, en það má ekki verða til þess að íslensk­unni sé ýtt út.

Hins vegar kemur fram sá skiln­ingur að þetta sé bara hluti af eðli­legri þróun íslensk­unnar – það sé eðli­legt að hún breyt­ist og bara gaman að því. Ég tek sann­ar­lega undir það að eðli­legt er að íslenskan breyt­ist að vissu marki. Hún þarf að breyt­ast til að þjóna síbreyti­legu þjóð­fé­lagi og í því getur falist m.a. að bæta við nýjum orð­um, breyta til­teknum atriðum vegna til­lits til ákveð­inna þjóð­fé­lags­hópa, o.fl. En þetta mál snýst ekk­ert um breyt­ingar á íslensk­unni. Þetta snýst um það að enskan komi í stað íslensk­unn­ar. Það er allt annað mál og grund­vall­ar­at­riði að skilja þar á milli. Eftir því sem algeng­ara verður að enska sé notuð þar sem hægt væri að nota íslensku fer okkur að þykja það sjálf­sagð­ara.

Ég hef enga ástæðu til að ætla að þessi við­horf séu bundin við það unga fólk sem þarna er rætt við. Þvert á móti finnst mér margt benda til þess að þau séu algeng og útbreidd. Við höldum að það sé sjálf­gefið að íslenskan verði hér áfram, sama hvernig við förum með hana og hversu litla rækt við leggjum við hana. En þessi við­horf leiða til þess að við fljótum sof­andi að feigðar­ósi og vöknum ekki upp fyrr en það er orðið of seint – ekki fyrr en íslenskan hefur glatað stöðu sinni sem aðal­tungu­mál sam­fé­lags­ins. Sá missir væri óaft­ur­kræf­ur. Notum íslensku þar sem þess er kostur og hikum ekki við að gera athuga­semdir við óþarfa og óeðli­lega ensku­notkun stofn­ana og fyr­ir­tækja.

Höf­undur er upp­gjafa­pró­fessor og mál­fars­legur aðgerðasinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar