Óttast um Elliðaárnar

Stefán Jón Hafstein spyr hvaða tilgangur er æðri því markmiði að standa vörð um perlu Reykjavíkur.

Auglýsing

Hvers vegna? Hönn­uðir hins nýja og metn­að­ar­fulla borg­ar­hverfis sem kall­ast Höfð­inn (Ár­túns­höfði) ákváðu að hafa að engu sterk varn­að­ar­orð frá Skipu­lags­stofnun um land­fyll­ingar við ósa Elliða­á­a.  Álitið var gefið út fyrir fjórum árum og segir þar:

Skipu­lags­stofnun telur að bein áhrif fyr­ir­hug­aðrar land­fyll­ingar á lax­fiska geti orðið tals­verð og jafn­vel veru­lega nei­kvæð sé horft til mögu­legrar skerð­ingar á fæðu­mögu­leikum og búsvæði og geti þessi áhrif orðið var­an­leg og óaft­ur­kræf. Hver þessi áhrif verða er þó háð óvissu þar sem ekki liggja fyrir nægi­lega upp­lýs­ingar um búsvæði lax­fiska við ósana, um dval­ar­tíma lax­fiska þar og þol­mörk laxa­stofns­ins fyrir skerð­ingu búsvæð­is. …Stofn­unin minnir í því sam­bandi á meg­in­reglu umhverf­is­réttar um varúð sem hefur meðal ann­ars verið lög­fest í nátt­úru­vernd­ar­lög­um.

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur og Fiski­stofa taka í sama streng, Veiði­mála­stofnun og Skrif­stofa umhverf­is­gæða hjá Reykja­vík­ur­borg sem segir „nauð­syn­legt að ítr­ustu var­færni verði gætt við þessa fram­kvæmd enda ein­stakt að hafa lax­veiðiá í miðri höf­uð­borg og því beri að hlúa að ánum frekar en að skapa aukið álag og áhætt­u.“

Hönn­uðir hverf­is­ins ganga ótrauðir gegn áliti allra sem vita bet­ur. Hvers vegna?

Sam­ráð um hvað?

Nú stendur yfir her­ferð til að fá borg­ar­búa til sam­ráðs um hverf­ið. Ég hef fengið þau svör að þessi hönnum hverf­is­ins muni fara í aug­lýs­ingu hvað sem líður varn­að­ar­orðum enda myndi breyt­ing „riðla” skipu­lags­til­lög­unn­i. Ekki boðar það gott fyrir fram­hald sam­ráðs. Lág­marks­krafa er að hætt verði við land­fyll­ing­ar­á­fanga 2 og 3 sem Skipu­lags­stofnun setur sér­staka fyr­ir­vara við. (­Sjá mynd í Frétta­blað­inu 30. mar­s). 

Auglýsing
Ekki eru aðeins stórar land­fyll­ingar niður með ósum heldur er til­laga um að þrengja nú almenni­lega að ánum þar í kring með alls konar húll­um­hæi (sull og busl heitir það). Ný byggð er skipu­lögð mjög nærri ánum. Til að tryggja að þetta „græna og sjálf­bæra hverfi” verði nú örugg­lega ekki með neina frið­sæld í kringum sig er borg­ar­línu­braut teiknuð þvert yfir Geirs­nef og árn­ar. Þar á samt á að vera eitt­hvað sem heitir Borg­ar­garður (í beinu fram­haldi af Elliða­ár­daln­um), en með umferð.

Í nafni sann­girni get ég þess að hug­myndir um hverfið í heild eru margar góð­ar­. Hins vegar verður að knýja fram svar strax á opin­berum vett­vang­i: Hvers vegna er þetta skipu­lag látið ganga þvert gegn öllum ráð­legg­ingum um aðgát við ósa Elliða­ánna? Hvað til­gangur er æðri því mark­miði að standa vörð um perlu Reykja­vík­ur?

Í öðru lagi verður að færa út land­helgi grænu svæð­anna sem eftir eru, en ekki ganga sífellt á þau. Út­færsla land­helg­innar tekur til Elliða­ár­dals­ins sjálfs þar sem á að hætta við strax allar bygg­ingar á svoköll­uðum þró­un­ar­reit við Stekkja­bakka. Þar ætti að prýða svæðið í anda dals­ins alls. Enn­fremur að taka frá ríf­leg svæði fyrir almenn­ings­garð og úti­vist á Geirsnefi og með­fram ánum út til ósa, en ekki þrengja jafn stór­lega að og nú er vilji fyr­ir­. ­Taka frá svæði með­fram ánum öllum á báða vegu með góðu rými fyrir fiska, fugla og fólk sem vill njóta nálægðar við nátt­úru (sem nú er búið að spilla um of).

(Þann 21. apríl 2021 efna Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands til mál­þings um skipu­lag grænna svæða á og nálægt höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem borg­ar­stjóri situr fyrir svör­u­m. Þessi grein verður send til fund­ar­ins sem fyr­ir­spurn).

Höf­undur er fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og var sem slíkur for­maður sam­ráðs­hóps sem eitt sinn var um mál­efni Elliða­ánna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar