Óttinn við hið óþekkta og nauðsyn þess að yfirbuga hann

Ásdís Ólafsdóttir
konur.jpg
Auglýsing

Konur geta verið gríð­ar­sterkt afl þegar þær standa sam­an. Þetta vissu þingmenn fyrir rúmum hund­rað árum þegar þeir unnu að gerð frum­varps sem gerði konum kleift að kjósa til Alþing­is. Konur höfðu þá þegar kosn­ing­ar­rétt til sveita­stjórna og höfðu boðið fram kvenna­lista í Reykja­vík í þrí­gang, árin 1908, 1910 og 1912. Það var því margur mað­ur­inn sem ótt­að­ist að þær myndu gera slíkt hið sama í þing­kosn­ingum - og kjósa bara hver aðra til Alþingis – og hvað myndi eig­in­lega leiða af því?

Þing­menn komu sér þó loks saman um ásætt­an­lega lausn og í frum­varpi um kosn­inga­rétt kvenna árið 1913 er kveðið á um að konur skuli ekki fá kosn­inga­rétt fyrr en þær eru fer­tug­ar! Engin önnur þjóð setti við­líka ald­urs­á­kvæði, nema Bretar sem mið­uðu við 30 ára ald­ur. Það var þó ekki vegna þess að yngri konum væri ekki treystandi til að kjósa því ald­urs­markið skyldi lækka um eitt ár á ári hverju næstu 15 árin þar til karlar og konur stæðu jöfn árið 1931. Frum­varpið er óvenju heið­ar­legt þegar að þessu mis­rétti kem­ur, því í grein­ar­gerð með því stendur að var­huga­vert sé að „fjölga svo kjós­endum alt í einu, að núver­andi kjós­endur sjeu sviftir mest öllu valdi yfir lands­ins mál­u­m.“  Já, það getur verið erfitt að vera sviptur vald­inu. Það getur verið erfitt að standa frammi fyrir rót­tækum breyt­ing­um, vit­andi að ekk­ert verður eins og áður.

Auglýsing


Auð­vitað virð­ast okkur þessi ummæli í grein­ar­gerð­inni kjána­leg, jafn­vel barns­lega ein­læg, því við vitum betur í dag. En bíðum nú við. Er það mögu­lega álíka ótti sem sprettur upp í dag þegar rætt er um aðgerðir til þess að fjölga konum í stjórn fyr­ir­tækja. Eða kven­kyns kepp­endum í Gettu Bet­ur. Og þegar sam­fé­lags­um­ræðan leyfir ekki þá skýr­ingu að það gangi ekki að núver­andi vald­hafar séu sviptir vald­inu sís­vona,  þá er ótt­inn oft dul­bú­inn sem umhyggja fyrir þeirri óláns­konu sem verður nú „neydd“ í þetta hlut­verk í nafni jafn­rétt­is. Það þýði ekk­ert að setja svona lög – fyr­ir­tækin verði  óstjórn­hæf, sjón­varps­kvöldin ónýt og kon­urnar tauga­veikl­aðar af þess­ari miklu ábyrgð. En svo, eins og með kosn­inga­rétt­inn fyrir hund­rað árum, þegar kynja­kvóti hefur verið settur reyn­ist bara allt í lagi! Gettu Betur er bara pínu­lítið skemmti­legra og hver veit nema fyr­ir­tækin séu aðeins betur rek­in. Við þetta gleym­ist ótt­inn, umræðan hljóðnar og það dettur ekki nokkrum manni í hug að krefj­ast þess að snúa aftur til órétt­læt­is­ins.

Að takast á við mis­réttið

En því miður tekur mis­réttið sífellt á sig nýjar birt­ing­ar­myndir og því þarf jafn­rétt­is­bar­áttan að gera slíkt hið sama. Ein af for­kólfum íslensku rauð­sokku­hreyf­ing­ar­innar sagði eitt sinn við mig að okkar kyn­slóð femínista stæði frammi fyrir stærstu áskorun hreyf­ing­ar­innar til þessa: Að takast á við afleið­ingar klám- og kyn­líf­s­væð­ingar sam­tím­ans.



Þær bylt­ingar sem unnið hefur verið að á Íslandi und­an­farna mán­uði renna stoðum undir þetta. Konur mót­mæla þeirri mis­munun sem þær verða fyrir í öllum kimum sam­fé­lags­ins, á heim­il­inu jafnt sem vinnu­staðn­um. En einmitt þarna tekur hin femíniska bylt­ing á sig nýtt form til að aðlag­ast  nýjum tím­um:  #þögg­un, #6dags­leik­inn, #freethenipple. Brjóst eru ekki kyn­færi, þau eru fyrst og síð­ast mat­ar­kista fyrir börnin okk­ar. Við neitum að þegja þegar á okkur er brot­ið. Við skilum skömminni þangað sem hún á heima. Saman erum við gríð­ar­sterkt afl.



Sjaldan hafa jafn margir úr jafn ólíkum áttum komið saman til þess að krefj­ast jafn­rétt­is. Femín­ism­inn er að opn­ast og sífellt fleiri vilja vera þátt­tak­endur og hafa áhrif á hvernig femín­ism­inn mót­ast. Það er það fal­lega við þessa hreyf­ingu – hún getur farið hvert sem er, hvert sem hennar er þörf, hvar sem mis­réttið er að finna. Því­lík gleði að það séu til kampa­víns­femínistar, jafn­rétt­is­sinn­ar, lopa­peysutúttur og femínista­tuss­ur. Leyfum ekki þeim ótta­slegnu að dul­bú­ast umhyggju­semi og stað­hæfa að allir femínistar falli í sama mót og þurfi því að vera sam­mála í einu og öllu. Við megum vera nákvæm­lega eins og við viljum því þetta snýst ekki um orðið sem notað er til að lýsa okk­ur, þetta snýst um gjörðir sem færa okkur nær fullu jafn­rétti kynj­anna.



Bar­áttu­hug fyrir jafn­rétti er ekki aðeins að finna meðal kvenna. Íslenskir karl­menn leiða nú alþjóð­lega átakið HeForS­he, sem UN Women stendur fyr­ir. Mark­miðið að safna saman millj­arði karla um allan heim sem til­búnir eru að leggja sitt af mörkum svo jafn­rétti náist. Með því að fá karl­menn með í bar­átt­una er ekki verið að loka á raddir kvenna, heldur opna fyrir raddir karla. Í næstu viku fer fram í Hörpu alþjóð­lega jafn­rétt­is­ráð­stefnan WE  þar sem lögð er áhersla á mik­il­vægi jafn­réttis fyrir bættan efna­hag þjóða. Gestir koma hvaðanæva að, ekki síst vegna þess að litið er til Íslands þegar kemur að jafn­rétt­is­mál­um.

Skyn­semin ótt­anum yfir­sterk­ari

En betur má ef duga skal. Þess vegna er mik­il­vægt að við minn­umst þeirrar bar­áttu sem for­mæður háðu  til að tryggja okkur þau rétt­indi sem við njótum í dag. Kosn­inga­rétt­inn, starfs­frama, jöfn laun -  já hvenær ætlum við eig­in­lega að kom­ast yfir þann hjalla? Margt er enn óunn­ið.



Ég óska Íslend­ingum öllum til ham­ingju með 100 ára afmæli kosn­inga­réttar kvenna þann 19. júní 2015. Minn­umst þess að ótt­inn við hið óþekkta er eðli­legur en við þurfum að nýta skyn­sem­ina til að greina hann og yfir­buga. Ótti má ekki standa í vegi fyrir fram­för­um. Aðeins þannig náum við mark­mið­inu: fullu jafn­rétti kvenna og karla. Það er hægt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None