Plast er ekki bara plast

Umhverfis- og loftslagsmál verða að ná sem allra fyrst ásættanlegu flugi til grænnar framtíðar. Endurnýting hráefna er þar lykilatriði. Hugmyndir um stórtæka „hátækni“ brennslu plasts ganga ekki upp, skrifar Ari Trausti Guðmundsson, fyrrverandi þingmaður.

Auglýsing

End­ur­vinnsla plasts er afar mik­il­væg í öllu sam­hengi. Hún er flókin af því að marg­ar, ólíkar plast­teg­undir eru til. Samt á plast að vera stór hluti nýs hringrás­ar­hag­kerf­is. Það liðkar fyrir því að sam­fé­lög þrí­fist til langs tíma. Umhverf­is- og lofts­lags­mál verða að ná sem allra fyrst ásætt­an­legu flugi til grænnar fram­tíð­ar. End­ur­nýt­ing hrá­efna er þar lyk­il­at­riði. Hug­myndir um stór­tæka „há­tækni“ brennslu plasts ganga ekki upp. Meðal ann­ars vegna loft­meng­unar sem minnkar en hverfur ekki þrátt fyrir síun, efna­hvörf, háan hita og vegna mjög vand­með­far­innar ösku sem fylgir brennsl­unni. Sam­tímis verður að draga úr notkun og frum­fram­leiðslu plasts, án þess þó að kasta því fyrir róða. Sem liður hringrás­ar­hag­kerfi er plast fram­tíðar smíða­efni. Aðeins má brenna allra óæski­leg­asta, líf­rænum úrgangi.

Því miður hefur mikið af plasti verið urð­að. Bæði í vondum land­fyll­ingum þar sem öllu ægir sam­an, sbr. Gufu­nes og Geirs­nef í Reykja­vík og í meira flokk­uðum og eitt­hvað skárri fyll­ing­um, eins og á Álfs­nesi. Þessi háttur á „sorp­förg­un“ var því miður við­ur­kenndur af okkur öll­um. Nú er þekk­ing á plasti og vinnslu­tækni önnur og betri, og skiln­ingur bættur á nauð­syn­legri veg­ferð plasts og ótal ann­arra efna í ver­öld­inni.

Fyrir all­löngu hefur komið fram að það skortir á sem besta með­höndlun plasts hér á landi. Mestur hluti þess getur farið í end­ur­vinnslu en gerir það ekki. Minni hluti getur þar með verið fluttur úr í sér­hæfða end­ur­vinnslu og dálitlu verður brennt inn­an­lands. Því miður hefur mest af plasti sem til fellur hér á landi verið flutt út án nægrar vit­neskju um örlög þess. Fyrir all­löngu varð ljóst að með­ferð stórs hluta er ekki í sam­ræmi við ásætt­an­legar kröf­ur.

Auglýsing

Íslensk fyr­ir­tæki taka t.d. við veið­ar­færum úr svoköll­uðum gervi­efnum og senda út í verj­an­lega úrvinnslu. Íslenskt fyr­ir­tæki fram­leiðir t.d. að hluta umbúðir úr end­urunnu plasti. Íslenskt fyr­ir­tæki end­ur­vinnur t.d. ýmis konar plast, m.a. rúlluplast bænda, og notar jarð­varma við nýsköpun vinnslu­að­ferð­ar. Plast­end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki hefur almennt skort hrá­efni til inn­lendrar fram­leiðslu og þá um leið fram­lög frá Úrvinnslu­sjóði.

Sá sami sjóður hefur greitt fyrir útflutn­ing á plasti. Flókin saga þeirra mála verður ekki rakin hér né lögð fram rök­studd gagn­rýni á starfs­hætti hans und­an­farið eða á lög sem hann starfar eft­ir. Þau hafa þurft end­ur­skoð­unar við, í takt við tím­ann.

End­ur­skoðun fór fram undir lok síð­asta kjör­tíma­bils með frum­varpi umhverf­is­ráð­herra um „breyt­ingu á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, lögum um með­höndlun úrgangs og lögum um úrvinnslu­gjald (EES-­regl­ur, hringrás­ar­hag­kerf­i)“ eins og stendur í skjölum Alþingis (708. mál á 151.­þing­i). Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd vann vandað nefnd­ar­á­lit og lagði fram breyt­ing­ar­til­lög­ur. Ég var fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar. Að álit­inu stóðu allir stjórn­ar­þing­menn­irn­ir, auk tveggja þing­manna Sam­fylk­ingar og Við­reisnar með fyr­ir­vara. Breyt­ing­arnar verða ekki raktar hér en fólu m.a. í sér þá skyldu Úrvinnslu­sjóðs að vita allan feril plast­s­ins erlendis og sjá til þess að hann stand­ist umhverfis­kröf­ur. Einnig var farið skýrt fram á end­ur­mat sjóðs­ins sjálfs, og ann­arra er end­ur­vinnslu­mál varða, á stuðn­ingi við og fyr­ir­komu­lagi á inn­lendri end­ur­vinnslu plasts í því augna­miði að auka hana veru­lega. Alþingi sam­þykkti enn fremur að emb­ætti Rík­is­end­ur­skoð­anda færi yfir starf­semi Úrvinnslu­sjóðs.

Ég rek þetta hér vegna umfjöll­unar í fjöl­miðlum um Úrvinnslu­sjóð og með­höndlun plast­úr­gangs. Tekið var á þeim málum af festu í þing­nefnd­inni, í sam­ráði við á þriðja tug umsagn­ar­að­ila. Læt hér fylgja stuttan kafla úr nefnd­ar­á­lit­inu með skýrum vilja mik­ils meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþing­is. Þingið afgreiddi frum­varpið með traustum meiri­hluta (sleppi til­vís­unum í lög og tölu­liði laga, og einnig síð­ustu máls­grein kafl­ans):

„Meiri hlut­inn áréttar að hag­kvæmn­is- og umhverf­is­vernd­ar­rök mæla með því að sem mest af plasti er til fellur í land­inu verði end­ur­unnið hér­lendis og sem minnstur hluti fluttur úr landi. Ef aðstæður til end­ur­vinnslu eru til staðar á land­inu er rétt að nýta þær enda sé um mik­il­vægan þátt í myndun hringrás­ar­hag­kerfis á Íslandi. Mik­il­vægt sé að ef plast verði flutt úr landi séu fyrir því gildar ástæð­ur. Tryggja verði að unnt sé að styrkja nýsköpun enn frekar á þessu sviði end­ur­vinnslu, aðstoða jafn­vel fyr­ir­tæki til þess að sinna end­ur­vinnslu plasts og auka jafnt sér­hæfni sem sam­keppni í þeim geira. Meiri hlut­inn fagnar þeim styrkt­ar­sjóðum sem snúa að nýsköpun í úrgangs­mál­um.

Meiri hlut­inn hvetur til þess að umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið efni til átaks sem miði að því að koma bæði umgjörð inn­lendrar plast­end­ur­vinnslu og fram­kvæmd hennar í horf sem hæfir hringrás­ar­hags­kerfi sem best. Þar þarf að kanna og ákvarða hvort og þá að hve miklu leyti end­ur­vinnslu­þátt­ur­inn verði aðskil­inn frá verk­efnum Úrvinnslu­sjóðs. Á það við um end­ur­vinnslu fleiri efna, t.d. glers og ef til vill málma á borð við ál.

Með vísan til fram­an­greindra sjón­ar­miða um mik­il­vægi þess að sem mest af plasti er fellur til á land­inu verði end­ur­unnið á Íslandi leggur meiri hlut­inn til breyt­ingu …. laga um úrvinnslu­gjald sem kveður á um skyldu Úrvinnslu­sjóðs að tryggja að full­nægj­andi gögn séu til staðar áður en greiðslur er inntar af hendi. Af því leiðir að Úrvinnslu­sjóður þarf að fá upp­lýs­ingar um end­an­lega ráð­stöfun plast­úr­gangs, hvar plastið verði end­ur­unnið og hver umhverf­is­á­hrif ráð­stöf­un­ar­leiðar eru. Liggi þessar upp­lýs­ingar ekki fyrir getur Úrvinnslu­sjóður ekki greitt út fyrir ráð­stöfun úrgangs­ins…”

Höf­undur var annar vara­for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþingis 2017-20121.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar