200468345.001.jpg
Auglýsing

Þessa dag­anna er rif­ist fyrir EFTA-­dóm­stóln­um. Ástæðan er sú að óskað hefur verið eftir ráð­gef­andi áliti hans á því hvort verð­tryggð neyt­enda­lán stang­ist á við til­skip­anir Evr­ópu­sam­bands­ins og sé þar af leið­andi ólög­mæt.

Á meðal þeirra sem skil­uðu grein­ar­gerð í mál­inu er rík­is­stjórn Íslands, sem er þeirrar skoð­unar að verð­trygg­ingin sam­rým­ist til­skip­unum Evr­ópu­sam­bands­ins að fullu. Rík­is­stjórnin telur að verð­trygg­ingin sé lyk­il­þáttur í íslensku efna­hags­lífi og því verði að gera ráð fyrir að neyt­endur á Íslandi skilji grund­vall­ar­þætti verð­tryggðra lána. Rík­is­stjórnin lýsir auk þess áhyggjum sínum af því að ef verð­trygg­ingin reyn­ist ekki sam­rým­ast til­skip­un­unum mun það hafa alvar­legar efna­hags­legar afleið­ing­ar, bæði fyrir fjár­mála­mark­aði og stofn­anir Íslands. Þessa rík­is­stjórn skipa Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur.

For­sendu­brestur



Sama rík­is­stjórn komst til valda á baki þess lof­orðs að greiða hluta þjóð­ar­innar tug­millj­arða króna skaða­bætur vegna þess að verð­trygg­ingin þró­að­ist ekki nákvæm­lega eins og ein­hverjir höfðu óskað sér þegar þeir tóku hús­næð­is­lán. Rök­semd­ar­færslan fyrir þess­ari stærstu milli­færslu Íslands­sög­unnar á pen­ingum allra í vasa sumra  - sem átt hefur sér stað með sér­tækum hætti  - var sú að það væri for­sendu­brestur ef verð­bólga hækki tíma­bundið verð­tryggt lán.

Nú er ég bara leik­maður í þeim leik sem inn­an­tómt póli­tísk hjal er, en ég get ekki kom­ist að annarri nið­ur­stöðu en þeirri að rök­semd­ar­færsla rík­is­stjórn­ar­innar fyrir skulda­nið­ur­fell­ingum sé algjör­lega and­stæð þeirri rök­semd­ar­færslu sem sama rík­is­stjórn teflir fram fyrir EFTA-­dóm­stóln­um. Ef neyt­endur skilja grund­vall­ar­þætti verð­tryggra lána, og áhætt­una sem þeim fylgir, þá geta þeir ekki orðið fyrir for­sendu­brest þegar lánin hækka vegna verð­bólgu­skots.

Auglýsing

En það skiptir víst máli í þessu sam­bandi hvort stjórn­mála­flokkar séu að reyna að kaupa sér kosn­ingar eða hvort þeir séu að reyna að koma í veg fyrir mögu­lega neyð­ar­laga­setn­ingu vegna þeirra stór­kost­legu alvar­legu efna­hags­legu afleið­inga sem ólög­mæti verð­trygg­ingar myndi hafa. Það vill eng­inn vera sá flokkur sem setur neyð­ar­lög til að koma í veg fyrir nýtt efna­hags­hrun. Sér­stak­lega þegar það er sami flokkur (Fram­sókn­ar­flokk­ur) og hefur kom­ist til valda með því að agn­ú­ast útí verð­trygg­ing­una, sem hann reyndar setti sjálfur á upp­haf­lega með Ólafslög­unum 1979 og þarf nú að verja með kjafti og klóm fyrir alþjóð­legum dóm­stól­um.



Tökum ennþá verð­tryggð lán



Skulda­nið­ur­fell­ing­ar­bíóið er og hefur alltaf verið óskilj­an­legt. Það varð til sem atkvæða­veiða­færi á grunni þess að það þyrfti að grípa til almennra aðgerða til að leið­rétta for­sendu­brest. Þetta væri rétt­læt­is­mál.

Nið­ur­staðan sem var kynnt í vor tikkar ekki í neitt af þessum box­um. Útfærslan er sér­tæk þar sem ein­ungis hluti þeirra sem urðu fyrir áhrifum verð­bólgu­skots fengu lottó­vinn­ing rík­is­stjórn­ar­innar og hún er mjög órétt­lát þar sem hún hyglar að sumu leyti þeim sem eiga miklar eignir en úti­lokar með öllu alla hina, meðal ann­ars þá sem eiga minnst, t.d. leigj­end­ur.

Ofan á allt annað er stefna ann­ars rík­is­stjórn­ar­flokks­ins að banna verð­tryggð hús­næð­is­lán, sem myndi gera það mun erf­ið­ara fyrir stóran hluta þjóð­ar­innar að kaupa sér hús­næði. Enn þann dag í dag er nefni­lega meiri­hluti þeirra hús­næð­is­lána sem Íslend­ingar taka verð­tryggð­ur. Þrátt fyrir for­sendu­brest, afnámstal, skulda­nið­ur­fell­ingar og allt hitt ruglið þá velja flestir neyt­endur enn þennan kost. Ástæðan er ein­föld: afborg­anir eru miklu lægri.

Eignir hækka líka, ekki bara skuldir



Til að skilja grund­vall­ar­þætti verð­tryggðra lána þarf nefni­lega að átta sig á því að þau snú­ast um að dempa afborg­anir þannig að þær sveiflist ekki eftir verð­bólgu­skot­un­um, sem eru auð­vitað tíð á Íslandi, enda landið nokk­urs­konar Evr­ópu- og ólymp­íu­meist­ari í hárri verð­bólgu. Höf­uð­stól getur hækkað tíma­bundið en yfir aðeins lengra tíma­bil jafn­ast sú hækkun út sam­hliða því að ­eigna­verð fer að hækka aft­ur.

Eins og núna, þegar það er nýbúið að ákveða að gefa afmörk­uðum hóp 80 millj­arða króna. Eign­ar­verð er á fleygi­ferð upp á við. Á síð­ast­liðnu ári hefur fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þangað sem 70 pró­sent nið­ur­fell­inga­potts­ins fer, til dæmis hækkað um meira en ell­efu pró­sent. Hag­sjá Lands­bank­ans spáir því að hús­næð­is­verð hækki áfram, um níu pró­sent á þessu ári, 7,5 pró­sent á árinu 2015 og sjö pró­sent á árinu 2016. Þá verður íbúð sem kost­aði 30 millj­ónir króna í fyrra komin upp í um 42 millj­ónir króna. Og eig­andi hennar mögu­lega búinn að fá allt að fjórar millj­ónir króna gef­ins frá rík­inu sam­hliða þess­ari hækkun vegna þess að skuldir hans hækk­uðu í verð­bólgu­skoti.

Ný neyð­ar­lög



Það virð­ast hins vegar ekki allir átta sig á því hvað það myndi þýða ef verð­trygg­ing neyt­enda­lána yrði dæmd ólög­mæt. Afleið­ing­arnar yrðu risa­vaxnar fyrir íslenskt efna­hags­líf. Íbúða­lána­sjóður færi í nokkur hund­ruð millj­arða króna gjald­þrot sem annað hvort líf­eyr­is­sjóð­irnir okkar (sem eiga flest skulda­bréf sjóðs­ins) eða rík­is­sjóður (sem er í ábyrgð fyrir hon­um) þyrfu að greiða. Íslensku bank­arnir myndu þurfa að taka ansi stóran skell líka. Lík­lega myndi hann hlaupa hund­ruðum millj­arða króna. Náms­lán eru ekki skil­greind sem neyt­enda­lán, en telja verður afar lík­legt að látið yrði reyna á þá flokkun ef önnur verð­tryggð lán yrðu dæmd ólög­mæt. Ef henni yrði hnekkt myndi Lána­sjóður íslenskra náms­manna tapa millj­örðum króna.

Innan síð­ustu rík­is­stjórnar ótt­uð­ust ráða­menn hennar mjög að þessi verð­trygg­inga­mál myndu tap­ast með hræði­legum afleið­ingum fyrir íslenskt efna­hags­líf, rík­is­sjóð og atvinnu­líf sem hefur byggt á verð­trygg­ingu í 35 ár. Þar var rætt um það í fullri alvöru að mögu­lega þyrfti að setja ný neyð­ar­lög til ef það yrði nið­ur­staða dóm­stóla, til að koma í veg fyrir annað hrun.

Hringa­vit­leysa



Staðan er því svona: Fyrir ald­ar­fjórð­ungi setti rík­is­stjórn undir for­sæti Fram­sókn­ar­flokks­ins lög sem inn­leiddu verð­trygg­ingu í íslenskt sam­fé­lag. Í fyrra keypti flokk­ur­inn sér kosn­ingar með því að lofa að gefa fólki sem tók verð­tryggð lán pen­inga vegna þess að verð­bólgan, og þar með verð­tryggðu lán­in, urðu tíma­bundið hærri en fólkið óskaði sér. Það sem af er ári hefur for­ysta flokks­ins síðan talað hátt og ákveðið fyrir því að verð­trygg­ing verði afnumin og ný hús­næð­is­mála­stefna vel­ferð­ar­ráð­herra hans gengur út á að öll lán verði óverð­tryggð. Sami Fram­sókn­ar­flokkur á síðan aðild að rík­is­stjórn sem heldur því fram fyrir EFTA-­dóm­stólnum að neyt­endur á Íslandi skilji grund­vall­ar­þætti verð­tryggðra lána og því séu þau ekki ólög­mæt!

Þótt neyt­enda­lán verði kannski ekki verð­tryggð í fram­tíð­inni verður kjaftæði stjórn­mála­manna það örugg­lega áfram. Sú steypa mun aldrei tapa verð­gildi sínu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None