Guðmundur Gunnarsson.
Okkar veruleiki byggist á goðsögnum og raunvísindum. Með því að leita stanslaust að sannleikanum tekst raunvísindunum að sanna sig á hverjum degi.
Goðsögnin segir okkur að vel útspekúleruðum sérfræðingum sé fært að reikna börn í konur. Þessu hafa vísindin hafnað. Goðsögnin eru hin pólitísku sannyndi og samfélagslegum veruleika þess sem talar hverju sinni.
Þetta er goðsögnin sem við upplifum á hverjum degi í fréttum fjölmiðla þegar útvarpað er frá málflutningi núverandi ráðherra. Ráðherrar rjúka hins vegar upp í hvert skipti sem þeir eru spurðir um hvers vegna þeir hafi ekki staðið við gefin loforð þá hrópa þeir að það séu lygar. Samt eru vel aðgengilegar á netinu ræður, greinar og viðtöl þar sem þetta kemur fram.
Loforð um afnám verðtryggingar, 250 milljarða skuldaniðurfelling hjá heimilunum og kostnað af því muni erlendir hrægammasjóðir bera. Fyrsta verk ráðherranna yrði þeir kæmist til valda að leggja strax 12 milljarða til Landspítalans. Þeir halda því fram að þeir hafa þegar hækkað framlög til heilbrigðismála. Þrátt að fyrir liggi tölur um hið gangstæða. Ef einhver bendir á þessi málflutningur standist ekki þá er viðkomandi úthrópaður sem lygari.
Núverandi ráðherrar fóru mikinn í stjórnarandstöðu og skömmuðust m.a. yfir því að hér væru engar erlendar fjárfestingar, ef þeir kæmust til valda myndi þeir taka höndum saman við atvinnulífið, auka erlendar fjárfestinga og verðmætasköpun svo hægt væri að minnka krónumagn í umferð, lækka vexti og losa okkur við verðtrygginguna. Núna lýsir forsætisráðherra því hins vegar yfir að Ísland þurfi ekki erlenda fjárfesta, því hann ætli sér að ráðstafa lífeyrissparnaði landsmanna í fjárfestingar.
Núna lýsir forsætisráðherra því hins vegar yfir að Ísland þurfi ekki erlenda fjárfesta, því hann ætli sér að ráðstafa lífeyrissparnaði landsmanna í fjárfestingar.
Ráðherrar hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilja starfa í góðri sátt og samstarfi við þjóðina og samtök launamanna en sáttin verði að vera á grundvelli þess sem ríkisstjórnin leggi fram. Fjármálaráðherra bætti vel í þetta með ræðu í Valhöll á laugardaginn um að samtök launamanna skipti hann engu. Það sé hann sem ráði.
Það varð áberandi í ræðum ráðherra sem ríktu fyrsta áratug þessarar aldar, að Ísland hafi verið fátækasta landi í heimi í lok 19. aldarinnar og þjóðinni hafi undir stjórn þeirra flokka tekist að verða ríkasta þjóð í heimi.
Þeir segja sögu Íslands hvernig þjóðinni tókst að rífa sig undan Dönum. Henni hafi tekist að komast undir ríkisstjórnir Framsóknar og Sjálfstæðismanna og það hafi leitt samfellds ævintýris og framfarir þjóðarinnar ótrúlegar.
Hér er verið að ýkja og bera saman örbyrgð fortíðar og allsnægtir nútíðar til þess að sannfæra okkur um hversu gott við höfum undir þeirra stjórnmálaflokka sem hafi stjórnað hér þennan tíma.
Græða á daginn og grilla á kvöldin er móttóið. Græðgin sé sú dyggð sem við eigum að tileinka okkur.
Græða á daginn og grilla á kvöldin er móttóið. Græðgin sé sú dyggð sem við eigum að tileinka okkur. Þessu er haldið að okkur þrátt fyrir að fyrir liggi fyrir gögn sem sýni allt annað.
Landsframleiðsla á mann á Íslandi í lok 19. aldarinnar sýnir að Ísland var á þessu sviði í miðju Evrópuríkja. Evrópa var þá ríkasta svæðið í heimi Staða þess var margfalt hærri en öll Asía svo maður tali nú ekki um Afríku.
Ísland var þannig meðal 20 ríkustu þjóða heimsins fyrir 150 árum. Jú Íslendingum tókst að halda svipaðri stöðu með aukningu landsframleiðslu og náði nokkrum sætum upp á við á þeirri viðbót sem okkur tókst að græða í seinni heimstyrjöldinni á óförum hinna Evrópuríkjanna. En styrjöldin fór fram á þeirra landsvæði sem voru rústir einar í stríðslok.
Og síðan tókst okkur að halda stöðu okkar með því ná út margfaldri Marshallaðstoð í samanburði við aðrar Evrópu þjóðir g víkjandi risalánum út á tilvist kaldastríðsins og herstöðvarinnar á Reykjanesi.
Pólitískar goðsagnir eru mörgum stjórnmálamönnum nauðsynlegar til þess að efla samstöðu, búa til sjálfsmyndir sem þeim henta svo maður tali nú ekki um mótun siðferðis. Þeir gerðu Bjart í Sumarhús að þjóðhetju. Manni sem einangraði sig upp á heiðum langt frá samfélaginu og misþyrmdi öllu sem nálægt honum var; konum sínum, börnum og dýrum.
Hér ríkja ráðherrar sem hafa vaðið yfir tungumál okkar á skítugum skónum og rifið í sig merkingu orða. Snúa út úr hverri spurningu sem til þeirra.
Það er ætíð fyrsta verk einræðisstjórna að móta goðsagnir og ráðast að tungumálinu og samskiptum þjóðarinnar m.a. með því að eyðileggja merkingu orða.
Þetta er ástæða þess að þjóðin er ósátt og kemur saman á Austurvelli.
Hún er ósátt að hér ríki ráðherrar sem telja það vera ómöguleika að fara að vilja þjóðarinnar.
Ráðherra sem taka hagsmuni örfárra útgerðarfyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings.
Sagan sýnir okkur hins vegar að pólitískar goðsagnir enda ávalt með því að skapa glundroða meðal þjóða og auka á sundrung.
Það er það sem er að gerast þessa dagana hér á landi.